Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 32
Ekki leið á löngu þar til Hollywoodstjörnurnar Adam Sandler, Ben Stiller og Vince Vaughn voru orðnir slímugir frá toppi til táar … 37 » reykjavíkreykjavík Vsið marglita og girnilega sushi-hraðlestina í Iðuhúsinu í Lækj-argötu sátu vinkonurnar, söngfugl-arnir og listamennirnir Björk Guðmundsdóttir og Gabríela Friðriksdóttir og „tjilluðu“ fyrir heimsfrumflutning Bjarkar á nýju plötunni Volta á Kaffibarnum daginn eftir. Skömmu síðar bættist Daníel Ágúst Haraldsson söngvari (og bóndi þeirrar síð- arnefndu) í selskapinn. Og stjörnurnar rúlluðu áfram inn á færibandi, rétt eins og skrautlega sushi-ið sem æddi hring eftir hring á tein- unum; eins og sæta söngkonan Lay Low og líka Sigga Boston, vertinn á tveimur vinsæl- ustu búllunum í bænum; Sirkus og Boston. Porquoi-pas? – franskt vor á Íslandi hefur lát- ið til sín taka í íslenskri slagveðursvorsmenn- ingu með miklum látum og nýjasta útspilið er franska hönnunarsýningin Vísanir – sam- tímahönnun í París, í samvinnu við Gerð- arsafn. Sendiherra Frakklands, Nicole Miche- langeli, opnaði sýninguna en frúin sú hefur vart haft undan að sinna slíkum störfum nú á vordögum. Nokkuð var mætt af fólki með frönsku tískuvitundina á tæru eins og Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur, Arnar Gauti Sverrisson tískutröll á Skjánum sem kom með familíunni og auðvitað litu inn þeir Sverrir Guðjónsson seiðkarl og Thor Vil- hjálmsson rithöfundur. Flugu fannst frekar fátt um fína drætti á hönnunarsýningunni. Jú, jú, þarna mátti svo sem sjá einn „bjútífúl“ bleikan stól og nokkra látlausa glervasa á stangli en ósköp var andrúmsloftið eitthvað sterílt. Saknaði þess að heyra ljúflega spilaða lifandi franska tónlist og var fúl yfir að þurfa að reiða fram 1.000 krónur fyrir sýningarskrá. Á fimmtudagskvöldið stóð hið nýstofnaða fé- lag Reykjavik Documentary Workshop fyrir sýningu á The Pervert’s Guide to Cinema í leikstjórn Sophie Fiennes í Norræna húsinu og brá Fluga sér á svæðið en leist ekkert á gáfumannakrádið í lopapeysunum – Björn Brynjúlfur Björnsson kvikmyndakarl var eina kunnuglega og karlmannlega andlitið innan um fölar og mjóslegnar listaspírurnar. Skrapp á Ruby Tuesday í Skipholti til að grípa í gogg- inn en þar var stappfult og mikið stuð. Þor- steinn Eggertsson textahöfundur og eilífð- arbítill var þar í skemmtilega þreyttum jakkafötum ásamt félögum og sötraði bjór. Vinalegi fjölskylduráðgjafinn úr sjónvarpinu, Kári Eyþórsson, kom líka ásamt konu og barni til að gæða sér á amerískum skyndibita. Á laugardaginn var flugast á tónleika Blás- arasveitar Reykjavíkur í Salnum þar sem m.a. var leikið verk eftir Benna Hemm Hemm sem var að útskrifast sem tónskáld. Þunnskipað var í salnum en tónskáldin fjölmenntu þó: Hinn geðþekki Hróðmar Sigurbjörnsson, Kjartan Ólafsson og Áskell Másson, sem sat með nóturnar í fanginu, og fiðluleikarinn flotti; Sigrún Eðvaldsdóttir. Lifi lúðrarnir! | flug- an@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Arnfríður steindórsdóttir og Þórarinn Magnússon. Valgerður Sverrisdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir. Hildur Hilmarsdóttir og Páll Magnússon. Guðni Jónsson og Þorgeir Ásvaldsson. Kolbrún Sigurðardóttir, Elísabet Hauks- dóttir og Erla Alexandersdóttir. Margrét Auðuns og Halldór Björn Runólfsson. Helga Aradóttir, Andri Dagur Rún- arsson og Ari Trausti Guðmundsson. Lára Björg Björnsdóttir og Gunnar Þór. Cédric Morisset, Ásta Andrésdóttir og Ester Andrésdóttir. Elín Flygenring, Nicole Michelang- eli og Þórir Ibsen. Flugan Einn bleikur og bjútífúl … en leist ekkert á gáfumanna- krádið í lopapeysunum … Kristjana Stefánsdóttir, Sigurður Ingimars- son, Árni Johnsen og Linda Vilhjálmsdóttir. Valgeir Skagfjörð, Guðrún Gunn- arsdóttir og Róbert Marshall. Unnur Ösp Stefánsdóttir, Björn Thors og Ólafur Páll Gunnarsson. Morgunblaðið/Eggert Jógvan og Mimmy. » Sýningin „traits tres mode“var opnuð í Galleríi Sævars Karls. » Breski tónlistarmaðurinnCliff Richard hélt tónleika í Laugardalshöllinni. » Færeyska tónlistarhátíðin AME var haldin á NASA. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.