Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 28
Eftir Eyþór Árnason Mikið var um að vera íhestasportinu í liðinniviku. Á fimmtudag varfimmgangur í meistara- deild VÍS og á laugardaginn var svo Kvennatöltið í Glaðheimum og Ístölt- ið í Skautahöllinni í Laugardal. Heiður kvenna í veði Hulda Gústafsdóttir kom, sá og sigraði í meistaradeildinni eftir að hafa hrifið alla með sér, bæði í for- keppninni og úrslitunum. Hulda á Galdri frá Flagbjarnarholti sveif með glæsibrag inn í úrslit með 6,80 en á eftir henni kom svo Páll Bragi Hólm- arsson með 6,73. Þrátt fyrir að Hulda heillaði alla upp úr skónum var Viðar Ingólfsson mjög beittur í úrslitunum og náði að jafna um hana þannig að þau þurftu bráðabana. Hulda og Viðar voru mjög jöfn í bráðabananum og sá ekki á milli hvor myndi hafa betur þegar það kom að skeiðsprettinum. Greinilegt var að Riddari var orðinn þreyttur hjá Við- ari og tókst honum í hvorugum sprettinum að leggja klárinn. Hulda sem fór báða skeiðsprettina með glæsibrag endaði því sem sigurvegari og bjargaði heiðri kvenna en þær hafa ekki riðið feitum hesti hingað til á þessu móti. Í þriðja sæti varð hinn þaulreyndi Sigurbjörn Bárðarson á Stakk frá Halldórsstöðum en hann vann sig upp úr b-úrslitum. Páll Bragi Hólmarsson náði ekki að finna full- komlega taktinn í úrslitum og endaði í fjórða sæti. Í stigakeppni knapa er sem fyrr Þorvaldur Árni Þorvaldsson en marg- ir höfðu reiknað með honum ofar þetta kvöld en hann endaði í sjötta sæti. Viðar Ingólfsson náði að skjóta sér upp fyrir Sigurð Sigurðarson og upp í annað sætið. Þorvaldur bestur í þriðja sinn Ístöltið fór fram í tíunda sinn um helgina. Sigurvegari kvöldsins var Þorvaldur Árni Þorvaldsson á gæð- ingnum Rökkva frá Hárlaugsstöðum. Þetta var þriðji ístöltstitill Þorvaldar í röð og er því greinilegt að hann finnur sig vel á ísnum. Þorvaldur var annar inn í úrslit en engum tókst að ógna honum þar því hann var efstur allan tímann og vann með glæsibrag. Þór- arinn Eymundsson á Krafti frá Bringu var fyrstur eftir forkeppnina en endaði í öðru sæti. Hinn ungi og efnilegi Valdimar Bergstað náði að vinna sig upp úr b-úrslitum og náði svo að krækja í þriðja sætið í úrslit- unum. Jafn leikur Metþátttaka var á Kvennatölti Gusts í Glaðheimum. Mikil spenna var í opna flokknum en eftir for- keppnina voru Erla Guðný Gylfadótt- ir, Hulda Gústafsdóttir og Marjolijn Tiepen jafnar og ljóst að það stefndi í mikla keppni í úrslitum. Erla Guðný, sem reið Smyrli frá Stokkhólma, leiddi keppnina eftir hæga töltið og hraðabreytingar. Marjolijn kom svo sterk inn í yfirferðinni og fékk háar tölur fyrir. Enn svo fór að Erla Guðný vann með 7,44 og Marjolijn varð önn- ur með 7,39. Úrslit í öðrum flokkum er hægt að sjá hér að neðan. Gæðingaveisla á ís og jörð Með glæsibrag Hulda Gústafsdóttir og Galdur frá Flagbjarnarholti unnu í fimmgangi meistaradeildar. Metþátttaka Mikil spenna var í opnum flokki á Kvennatölti Gusts í Glaðheimum á laugardaginn. Ístölt Þorvaldur Árni Þorvaldsson varð Ístöltsmeistari þriðja árið í röð. Fimmgangur meistaradeildar VÍS 1. Hulda Gústafsdóttir á Galdri frá Flagbjarnarholti, 7,36. 2. Viðar Ingólfsson á Riddara frá Krossi, 7,36. 3. Sigurbjörn Bárðarson á Stakk frá Halldórsstöðum, 7,05. 4. Páll Bragi Hólmarsson á Kjóa frá Stóra-Vatnsskarði, 6,90. 5. Eyjólfur Þorsteinsson á Eitli frá Vindási, 6,71. 6. Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Þokka frá Kýrholti, 6,10. 7. Haukur Baldvinsson á Fal frá Þingeyrum, 6,83. 8. Sigurður V. Matthíasson á Birtingi frá Selá, 6,81. 9. Sævar Örn Sigurvinsson á Leyni frá Erpsstöðum, 6,76. 10. Jóhann G. Jóhannesson á Hrannari frá Þorlákshöfn, 6,40. Staðan í stigakeppni knapa 1. Þorvaldur Árni Þorvaldsson, 35 stig. 2. Viðar Ingólfsson, 30 stig. 3. Sigurður Sigurðarson, 25 stig. 4. Hulda Gústafsdóttir, 18 stig. 5. Atli Guðmundsson, 16 stig. Staðan í liðakeppni Lið Kaupþings: 390 stig. Lið Málningar: 386 stig. Lið Icelandair: 378 stig. Lið IB.is: 346 stig. Ístölt 2007 1. Þorvaldur Á. Þorvaldsson á Rökkva frá Hárlaugsstöðum, 8,82. 2. Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu, 8,62. 3. Valdimar Bergstað á Leikni frá Vakurstöðum, 8,53. 4. Sigurður Sigurðarson á Freyði frá Hafsteinsstöðum, 8,50. 5. Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi, 8,48. 6. Lena Zielinski á Einingu frá Lækjarbakka, 7,76. 7. Daníel Jónsson á Þóroddi frá Þóroddsstöðum, 7,66. 8. Sigurbjörn Bárðarson á Mark- úsi frá Langholtsparti, 7,56. 9. Eyjólfur Þórsteinsson á Há- reki frá Vindási, 7,54. Kvennatölt Gusts Byrjendaflokkur: 1. Sigríður Jónsdóttir, Andvara, og Snerra frá Reykjavík 6,37/ 6,83. 2.–3. Drífa Daníelsdóttir, Fáki, og Háfeti frá Þingnesi 6,03/6,17. 2.–3. Hulda Gunnarsdóttir, Geysi, og Eydís frá Djúpadal 6,23/6,17. 4. Jódís Sigurðardóttir, Andvara, og Vafi frá Svalbarða 5,43/5,75. 5. Elísabet Reinhardsd., Fáki, og Hrísla frá Efri-Brú 5,27/5,67. Áhugam. – minna keppnisvanar: 1. Cecilie Flydahl, Geysi, og Hvinur frá Egilsstaðakoti 6,43/ 6,83. 2. Svandís Sigvaldad., Gusti, og Dreki frá Skógskoti 5,83/6,39. 3. Sirrý Halla Stefánsd., Gusti, og Lind frá Úlfsstöðum 5,77/6,11. 4. Ásdís Ó. Sigurðard., Snæfell- ingi, og Mosi frá Kílhrauni 5,50/ 5,94/6,00 (vann B-úrsl.) 5. Guðrún Valdimarsd., Herði, og Víkingur frá Efri-Gegnishólum 5,67/5,94. Áhugam. – meira keppnisvanar: 1. Elísabet Sveinsdóttir, And- vara, og Pendúll frá Sperðli 5,73/ 6,28/6,61 (vann B-úrslit, sigraði svo A-úrslit eftir bráðabana). 2. Guðríður Gunnarsdóttir, Gusti, og Örvar frá Selfossi 5,97/6,61. 3.–5. Katrín Stefánsdóttir, And- vara, og Skuggi frá Litlu- Sandvík 5,83/6,28. 3.–5. Henna Siren, Geysi, og Svalur frá Hvassafelli 5,90/6,28. 3.–5. Guðrún Edda Bragad., Fáki, og Hávarður frá Búðarhóli 5,77/6,28. Opinn flokkur: 1. Erla Guðný Gylfad., Andvara, og Smyrill frá Stokkhólma 6,63/ 7,44. 2. Marjolijn Tiepen, Geysi, og Vígar frá Skarði 6,63/7,39. 3. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, og Þota frá Árbæ 6,63/7,17. 4. Íris Hrund Grettisd., Fáki, og Nubbur frá Hólum 6,27/6,78/7,0 (vann B-úrsl.) 5.–6. Berglind Ragnarsd., Fáki, og Fjalar frá Hvolsvelli 6,57/6,56. 5.–6. Signý Á. Guðmundsd., Fáki, og Dimma frá Strandarhöfði, 6,57/6,56. Úrslit 28 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.