Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 13
ÚR VERINU
Nú geta menn sagt elskunni sinniþað með fiski, að þeir elski hana.Já, það er ekki bara hægt meðblómum. Þetta er eitt það nýj-
asta sem vekur athygli í henni Ameríku.
Gæludýrabúðin Steve’s Wonderful World of
Pets í Williamsville NY er nú farin að bjóða
upp á húðflúraða fiska. Hægt er að fá þá með
ýmsu mynstri, meðal annars bleikum hjört-
um og jafnvel ástarjátningum. Fiskarnir eru
fluttir inn frá Singapúr og mun þurfa að
halda fiskunum kyrfilega kyrrum, þegar
þeir eru húðflúraðir, hvernig sem það er
gert. Eigandi verzlunarinnar telur þetta
góða leið til að auka áhuga fólks á því að eiga
og hugsa um skrautfiska. Leiði fiskur með
hjartahúðflúr til þess að börn fái áhuga á
fiskunum, sé björninn unninn. Það kemur
reyndar ekki fram í þessu tilfelli hvort fisk-
unum mislíki þessi aðferð, eða hvort þessi
meðferð gæti heyrt undir dýraverndarlög.
En velferð fiska er töluvert til umræðu um
þessar mundir. Það er svo líka spurningin
hversu rómantísk ástarjátning af þessu tagi
er.
En hvernig væri að fara svipaða leið hér
heima til að auka fiskátið. Þá gætu fiskbúð-
irnar auglýst: Segið það með fiski, og útbúið
alls kyns ástarjátningar á ýsuflökin eða
humarinn. Þá gætu ástarjátningarnar stig-
magnast eftir fiskverði og ekki er að efa það
að fái ung stúlka ástarjátningu á ýsuflaki,
muni hún ekki aðeins taka ástfóstri við unn-
ustann heldur ýsuna líka. Mesta ástarjátn-
ingin gæti svo verið varanlegur kvóti, sú
minnsta freðýsa. Einstaklega rómantískt.
Fiskaklósett mun vera meðal þeirra nýj-
unga vestan hafs sem enginn getur verið án.
Þarna er þó ekki átt við klósett sem fiskar
ganga örna sinna í, heldur klósett með fiska-
búri. Fyrirtækið AquaOne Technologies í
Kaliforníu hefur hannað tvöfaldan klósett-
kassa. Ytra byrðið er fiskabúr en innan í því
er hinn raunverulegi klósettkassi. Gengur
þetta nýja hægindi undir nafninu Fish ’n
Flush þar vestra. Herlegheitin kosta um 300
dali, eða tæp tuttugu þúsund. Fiskabúrið
tekur 10 lítra af vatni en klósettkassinn 11,3
lítra. Sagt er að auðvelt sé að taka fiskabúrið
frá til að hreinsa það og hægt sé að nota bún-
aðinn við flest venjuleg hægindi. Framleið-
endur viðurkenna að hugmyndin sé svolítið
brjálæðisleg, en segja að þeir hafi líka fengið
góð viðbrögð og sumir foreldrar séu farnir
að nota þess aðferð til að venja ung börn á
salernið. Það er allavega ljóst að klósett af
þessu tagi mun vekja umtal. Það fylgir svo
sögunni að í samvinnu við fiskifræðinga hafi
búnaðurinn verið hannaður þannig að það
skaði ekki fiskana þó sturtað sé niður. Þeir
fylgja ekki með, þegar það er gert.
Já, fiskurinn er til margra hluta nytsam-
legur og alltaf er hægt að koma fólki á óvart.
Ástarjátning á ýsuflaki?
» Þá gætu ástarjátning-arnar stigmagnast
eftir fiskverði …
BRYGGJUSPJALL
Hjörtur Gíslason
hjgi@mbl.is
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
EYJABÁTARNIR hafa mokfiskað
að undanförnu, eftir að brælan gekk
niður. Það fiskast í öll veiðarfæri og
flestallir koma með fullan bát í land.
Narfi VE 108 var að gera það gott í
lok síðustu viku. Fékk mikið af ríga-
þorski í netin milli lands og Eyja.
Þeir drógu svo í sig til að spara kvót-
ann og ætluðu ekki að leggja aftur
fyrr en í gær.
„Það eru bara góðar fréttir frá
Vestmannaeyjum,“ segir Viðar
Elíasson, sem gerir bátinn út og rek-
ur samnefnda fiskverkun í Eyjum.
„Almennt er mjög gott fiskirí í öll
veiðarfæri, troll og net. Það er alls
staðar fiskur og menn eru að fá mjög
góðan afla. Ástand fisksins er mjög
gott og ástandið hér á miðunum
miklu betra en áður. Við sáum aðeins
breytingu á þessu í fyrra, en þetta er
enn betra núna. Auðvitað hefur ótíð-
in verið að trufla okkur í vetur, en
eftir að veðrið lagaðist er gaman að
eiga við þetta. Eini dökki punkturinn
í þessu er að það gengur ört á kvót-
ann. Hér eru bátar að byrja að
stoppa út af því að kvótinn er búinn.“
Góður fiskur í saltið
Viðar tekur fiskinn af Narfa í salt-
fiskverkun og er ánægður með bæði
fisk og markað: „Þetta er mjög góð-
ur fiskur í saltið. Gott holdafar,
sterkur og vænn fiskur. Við megum
ekki nota stærri möskva en átta
tommur í netin núna. Það væri
örugglega hægt að ná í meira af
þessum stóra fiski ef við mættum
beita stærri möskva. En fiskurinn er
að öllu jöfnu mjög vænn, mikið sex
til átta kílóa fiskur. Markaðurinn
fyrir saltfisk er góður um þessar
mundir. Það virðist vera vöntun á
fiski. Það má ekki gleyma að þeim er
alltaf að fækka sem salta. Hlutfall
þess þorsks sem fer í salt er alltaf að
minnka þannig að það er ekki skrítið
að það vanti inn á markaðinn og eft-
irspurnin sé mikil.
Þessi fiskur sem þeir voru að taka
á fimmtudaginn var bara tekinn milli
lands og Eyja, eiginlega í jarðgang-
astæðinu. Það er farið að ganga á
kvótann og við reynum að haga
þessu eftir afköstum. Við erum ekk-
ert að flýta okkur í sjálfu sér. Það er
bara kvótinn sem takmarkar okkur.
Almennt er mikil bjartsýni í sjáv-
arútvegi í Vestmannaeyjum. Við er-
um að horfa á ný skip koma. Vest-
mannaeyin kom um daginn og nú er
von á nýju Gullbergi eftir helgina.
Veiðiheimildir hafa verið að aukast
og menn eru bara brattir.“
Það virðist vera mikið af fiski á
slóðinni, en samt er verið að tala um
að það þurfi að minnka þorskkvót-
ann. Ert þú sömu skoðunar?
Ekki hlynntur niðurskurði
„Nei, ég er ekki hlynntur hug-
myndum um að fara að skerða afla-
mark í þorski. Ég sé ekki alveg
hvaða rök liggja þar að baki. Fisk-
urinn er betri en í fyrra og virðist
auðsóttari. Ég veit ekki nákvæmlega
hver er skýringin á því. En það er
ljóst að það er meiri fiskgengd á
þessum heimamiðum okkar en und-
anfarin ár. Við þurfum ekki að sækja
hann út í kant, en þar er nóg af fiski.
Það eru mjög fáir bátar sem sækja
þangað í dag. Því er eðlilegt að mað-
ur spyrji sig hvaða þörf sé á nið-
urskurði á aflamarkinu. Ég þarf að
fá betri rök en Hafró hefur sýnt
fram á.
Það er svo kannski spurning hvort
við þurfum að fara að beita annarri
tækni við að sækja fiskinn í sjóinn.
Hvort ekki væri meiri friðun í því.
Það er spurning hvort við erum að
taka of stórt hlutfall í botndregin
veiðarfæri. Þetta er bara ein af hug-
myndunum. Mér finnst sjálfsagt að
menn skoði það. Nákvæmlega eins
og menn kveði upp þann dóm að það
eigi bara að fara niður með afla-
markið. Það er ekkert óeðlilegt að
sitt sýnist hverjum og svo takast á
ákveðnir hópar í þessu öllu.
Maður hefur heyrt þau rök gegn
kvótaaukningu að hún leiði aðeins til
þess að hinir stóru geti leigt meira
frá sér. Þetta snýst ekki um það hjá
okkur minni aðilunum. Við erum að
veiða allan okkar kvóta og vinna
fiskinn. Við sjáum sóknarfæri í að
gera meira, en kvótinn takmarkar
það. Við verðum auðvitað að lúta
þeim lögmálum.
Má ekki missa af toppunum
Það er líka mikilvægt að við miss-
um ekki af toppunum, þegar þeir
koma. Það eru greinilega einhver
skilyrði í sjónum núna sem valda því
að það er uppgangur og aukin fisk-
gengd. Það getur verið of seint að
ætla að sækja það á næsta eða þar-
næsta ári. Við megum ekki njörva
þetta svo svakalega niður að engu sé
hægt að breyta.
Við sáum það um daginn að það
fengu einhverjir nokkra farma af
loðnu og töldu sig vera að veiða úr
vestangöngu. Þá var bætt við kvót-
ann 15.000 tonnum. Það getur vel
verið að það hafi verið rétt, en þá var
hlaupið til og kvótinn aukinn, sem er
ekki gert núna í botnfiskinum. Það
má ekki missa af þeim tækifærum
sem gefast. Það er dýru verði keypt
að sleppa þeim. Þetta eru auðvitað
umræður sem menn eru endalaust
að velta sér upp úr og sitt sýnist
hverjum og það er svo sem eðlilegt,“
segir Viðar Elíasson.
Alls staðar
fiskur
Í HNOTSKURN
»Það er ljóst að það er meirifiskgengd á þessum
heimamiðum okkar en und-
anfarin ár.
»Það er líka mikilvægt aðvið missum ekki af topp-
unum þegar þeir koma.
»Þessi fiskur sem þeir voruað taka á fimmtudaginn
var bara tekinn milli lands og
Eyja, eiginlega í jarðganga-
stæðinu.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Vinnslan Fallegur saltfiskur. Viðar Elíasson er ánægður með fiskinn í ár,
hann er stór og fallegur, markaðurinn góður, en kvótinn mætti vera meiri.
Veiðar Björgvin Sigurjónsson, stýrimaður á Narfa VE, með tvo golþorska.
Annar vó 30 kíló, hinn 32. Það eru ennþá stórfiskar í sjónum.
GÓÐ aflabrögð hafa verið mikið til umræðu síðustu
daga og rætt um Íslandsmet. Fyrir réttum 60 árum var
sérlega góð vertíð, bæði á þorski og steinbít. Í marz það
ár, 1947, kom Benedikt Vagn Gunnarsson á Garðari ÍS,
14 tonna bát frá Flateyri, með 21 tonn af slægðum stein-
bít að landi úr einum róðri, en það gæti svarað til um 25
tonna af óslægðum fiski. Sama dag kom Vestri ÍS inn til
Flateyrar með 19 tonn af slægðum steinbít.
Garðar var með 104 lóðir, en varð að skilja fjórar lóðir
eftir. Þeir komu ekki meiru í bátinn. Ásgeir Sölvason
var þá á Vestra, en faðir hans, Sölvi Ásgeirsson, var
með bátinn, sem var 31 tonn.
„Þetta var mikil aflavertíð. Steinbíturinn var þá kom-
inn í algleyming. Hann kemur alltaf í febrúar, marz.
Þetta var alveg glymjandi vertíð og í febrúar fengum
við á Vestra 19 tonn af slægðum þorski í einum róðri á
34 400 króka bala. Þetta var svo góður fiskur að hvert
tonn skilaði 100 lítrum af lifur. Gríðarlega stór og fal-
legur þorskur. Ætli þetta gæti ekki svarað til 24 tonna
af óslægðum fiski, það var svo mikið inni í honum, lifrin
stór og gota byrjuð að koma í hann. Það þótti mikið þá.
Það er allt í lagi að þetta komi fram, þegar menn eru að
tala um Íslandsmet núna með minni afla,“ segir Ásgeir
Sölvason.
Með 21 tonn af
slægðum steinbít
fyrir 60 árum