Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 23 E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 0 0 1 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 ER KOMINN! Qashqai er glænýr tímamótabíll frá Nissan. Þessi fjórhjóladrifni borgarjeppi sem beðið hefur verið með þvílíkri eftirvæntingu á Íslandi á eftir að koma verulega á óvart, enda helsti tískubíllinn í evrópskum borgum. Qashqai sameinar eiginleika töff borgarbíls og harðsnúins fjallajeppa. Qashqai – allt á einu bretti. KOMDU OG REYNSLUAKTU Nissan Qashqai 4x4 Verð frá 2.550.000 kr. ÁFENGISMÁL eru oft eins og falinn mála- flokkur þ.e.a.s. það er rætt af fjálgleik um fíkniefnavandann en þætti áfengisins, mik- ilvirkasta vandamáls- ins, þó oftast nær alveg sleppt. Einstaka sinn- um er þó sem menn átti sig á þessu en að- eins alltof sjaldan. Þrjú atriði langar mig að nefna hér úr um- fjöllun fjölmiðla síðustu daga sem virkilega er vert að vekja frekari at- hygli á. Viðtal sjónvarpsins við ógæfumann vestur í Bandaríkjunum vakti bæði samúð með manninum og fólki hans en einnig heita andstyggð á réttarfarinu í þessu landi „frels- isins“ þar sem skinhelgin virðist ráða ríkjum undir „kristilegum“ for- merkjum. „Ég var blindfullur,“ sagði fanginn og dró ekkert úr þessari ástæðu illvirkisins án þess að vera í nokkru að afsaka hegðun sína. Áhrif neyzlunnar ótvíræð eins og í svo skelfilega mörgum afbrotatilfellum svo sem við eigum vel að vita. Á skjánum birtist einnig óhugn- anleg birtingarmynd þess hversu sölumenn áfengis ganga langt í þeirri viðleitni sinni að tæla sem allra yngst fólk til fylgilags við fíknina. Áfeng- isauglýsingar settar inn á vefinn með myndum af ungu fólki að skemmta sér, hvorki hirt um lög landsins sem banna áfengisauglýsingar, né frið- helgi einkalífsins þar sem þetta unga fólk vissi ekki fyrr en það sá á Netinu hvernig það var notað til þess að aug- lýsa áfengi á hinn ógeðfelldasta hátt. Við höfum löngum sagt að áfeng- isauðvaldið svífist einskis til að ná sem mestum gróða til sín, illa fengn- um gróða vel að merkja. Augljósari sönnun þessa er varla unnt að fá. Svo var það athyglisvert viðtal við yfirlækninn á Vogi, þann mæta mann Þórarin Tyrfingsson, í Blaðinu þar sem hann talar um nýtt afbrigði áfengissýki hér á landi. Þar segir hann að mesta hættan af bjór- drykkju nú steðji að fólki sem komið er yfir miðjan aldur. Hann lýsir erf- iðleikum við afeitrun þessa fólks vegna blóðþrýstingshækkana, hjartasjúkdóma svo og aldurs að sjálfsögðu. Orðrétt er haft eftir Þór- arni um dagdrykkju þessa fólks: „Það drekkur bjór á hverjum degi. Það er öðruvísi en þetta túramunstur þegar menn létu renna af sér því þá var kannski hægt að hitta á þá þegar þeir voru þurrir. En það er ekki hægt með þetta fólk því það er stöð- ugt drukkið.“ Þetta er nöturleg lýs- ing á hegðunarmunstri þessa hóps. En Þórarinn segir líka að það þurfi að draga úr áfengisneyzlu hér á landi og segir orðrétt: „Það vita allir hvernig á að draga úr henni en það er með því að hækka verð og minnka aðgengi að vörunni.“ Ég segi nú bara: Taki þeir sneið sem eiga, þeir sem vilja opna allar gáttir svo neyzlan megi sem allra mest verða. Ætli aðvörunarorð þess sem af mestri alvöru fæst við afleið- ingarnar nái ekki eyrum „frelsis“ postulanna eða ganga þeir virkilega annarra erinda? Ekki vil ég í alvöru trúa því en undarleg er áráttan engu að síður þar sem öllum staðreyndum er snúið á haus. Og svona sem krydd í þetta allt í lokin þá hljómar nú í út- varpsfregnum að áfeng- issala hafi enn aukist milli ára eða um 6% tal- ið í hreinum alkóhóllítr- um. En þrátt fyrir allt og þó að ár færist yfir er ég samt sem áður þeirrar bjartsýni aðnjótandi að senn muni þjóðinni þykja nóg komið, að það verði vitundarvakning hjá fólki þar sem blá- kaldur veruleikinn lýsir leið að því marki að gjöra þær ráð- stafanir sem megna að bægja þessari hræðilegu heilsuvá frá sem allra flestum. Til þess átaks erum við í IOGT alltaf reiðubúin með þeim sem heill samfélagsins meta meira en gróða fárra til ógæfu fyrir svo alltof marga. Helgi Seljan skrifar um áfengisneyslu Helgi Seljan. » Taki þeir sneið semeiga, þeir sem vilja opna allar gáttir svo neyzlan megi sem allra mest verða. Höfundur er formaður fjölmiðla- nefndar IOGT. Vitundarvakningar er þörf FYRRVERANDI oddviti okk- ar Breiðdælinga til margra ára, Lárus Sigurðsson, sendi undirrit- uðum og sveitarstjórn Breiðdals- hrepps góðar kveðjur í Morg- unblaðinu hinn 28. mars sl. Af því tilefni vil ég benda á að það sem sveitarstjórn Breiðdals- hrepps samþykkti var að senda bæjarstjórn Fjarðabyggðar er- indi um ósk um viðræður. Nú á eftir að koma í ljós hvað þær við- ræður leiða af sér, en eins og flestir vita sem til þekkja og sveit- arstjórnarlög kveða á um eru það íbúar sem hafa síðasta orðið í þeim efnum. Jafnframt er rétt að minna á að fyrir rúmum tveimur árum sendi þáverandi sveitarstjórn Breið- dalshrepps, sem Lárus var odd- viti fyrir, svipaða ósk til Fljóts- dalshéraðs. Ég minnist þess ekki að efasemdir um lýðræði hafi þá komið fram, en ef til vill er hefð fyrir takmörkuðu lýðræði í Breið- dal. Páll Baldursson Af lýðræði í Breiðdal Höfundur er sveitarstjóri Breiðdalshrepps. Handan við völlinn stíga knaparnir á bak ríða heiminum. Skáldið horfir út um gluggann á Café París yfir Austurvöll til Alþingishússins. Gunnar Dal, mars 2007. Hæka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.