Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
TVÆR FYLKINGAR
Telja má víst, að atkvæða-greiðslan í Hafnarfirði ífyrradag um stækkun álvers-
ins í Straumsvík marki tímamót að
því leyti til að framvegis muni sveit-
arfélög í auknum mæli leggja veiga-
mestu ákvarðanir í málefnum þeirra
undir atkvæði íbúanna. Að vísu hef-
ur slík atkvæðagreiðsla farið fram
áður, bæði á Seltjarnarnesi og í
Reykjavík, en þar var fyrir nokkrum
árum kosið um framtíð Reykjavík-
urflugvallar. Niðurstaða þeirrar at-
kvæðagreiðslu hafði hins vegar ekki
þau skjótu, afgerandi áhrif, sem at-
kvæðagreiðslan í Hafnarfirði hefur
nú. Rökin fyrir því að íbúar sveitar-
félaga eða fólk á landsvísu taki
veigamestu ákvarðanir í almennum
atkvæðagreiðslum eru augljós. Hinn
almenni borgari er nú jafnvel upp-
lýstur og hinir kjörnu fulltrúar og
hefur aðgang að nánast sömu upp-
lýsingum og hinir kjörnu fulltrúar.
Hinn almenni borgari hefur jafn-
góða menntun og hinir kjörnu
fulltrúar og aðstaða hans til að
mynda sér rökstudda skoðun á þeim
málum, sem til umfjöllunar eru, er
jafngóð og hins kjörna fulltrúa.
Þetta þýðir, að fulltrúalýðræðið er á
undanhaldi og lýðræði borgaranna
er að taka við. Sumir telja, að full-
trúalýðræðið hafi lifað 20. öldina af
eingöngu vegna þess að hún ein-
kenndist af styrjöldum, ekki sízt í
okkar heimshluta, sem hafi hamlað
þróun lýðræðisins.
Þetta er ánægjuleg þróun og ástæða
til að fagna því, að bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar hefur lagt sitt af mörkum til
þess að lýðræði 21. aldarinnar gæti
þróazt áfram með þeirri ákvörðun að
leggja stækkun álversins í Straumsvík
undir atkvæði íbúa Hafnarfjarðar.
Auðvitað má finna að öllu. Það má
alveg færa rök fyrir því að þessi at-
kvæðagreiðsla fari fram býsna seint í
því ferli, sem fer af stað, þegar áform
um nýtt álver eða stækkun álvers eru
kunngerð. En athugasemdir Jóns Sig-
urðssonar iðnaðarráðherra og Árna M.
Mathiesen fjármálaráðherra þessa
efnis, sem fram komu í fréttatíma rík-
issjónvarps í gærkvöldi, eru líka seint
fram komnar. Hvers vegna lýstu ráð-
herrarnir þessari skoðun ekki strax og
umræður hófust í Hafnarfirði um að
ákvörðun yrði tekin í almennri at-
kvæðagreiðslu? Það má líka spyrja
hverjir eigi að taka þátt í atkvæða-
greiðslu sem þessari en því miður hafa
ráðamenn þjóðarinnar sýnt því lítinn
áhuga að ræða slík grundvallaratriði.
Kannski eykst áhugi þeirra á slíkum
umræðum nú þegar þessari atkvæða-
greiðslu er lokið.
Úrslitin sýna, að Hafnfirðingar
skiptast í tvær jafnar fylkingar, þótt
þeir, sem eru andvígir stækkun, hafi
unnið kosninguna með 88 atkvæða
mun. Þessi úrslit eru til marks um, að
styrkur umhverfisverndarsinna er orð-
inn mikill. Það kemur engum á óvart,
sem fylgzt hefur með umræðum í sam-
félaginu á undanförnum mánuðum og
misserum. Og augljóst, að þeir stjórn-
málaflokkar, sem sýna þessum sjón-
armiðum almennings ekki fulla virð-
ingu, eru í hættu staddir. Í þeim
efnum duga ekki orðin ein eða inn-
antóm orð.
En jafnframt fer ekki á milli mála,
að stuðningur við þá stefnu að nýta
orkulindir þjóðarinnar til atvinnuupp-
byggingar er mikill. Sá stuðningur var
fyrir hendi, þegar álverið í Straumsvík
var byggt, og hann er enn mikill.
Þótt ef til vill beri að varast að
draga of miklar ályktanir af úrslit-
unum í Hafnarfirði vegna ýmissa stað-
bundinna sjónarmiða er þó líklegt að
þessi úrslit sýni, að þjóðin sé tvískipt í
afstöðu til stórvirkjana og stóriðju.
Þegar skiptingin er svona jöfn er
um fátt annað að ræða en leita mála-
miðlana. Kosningin í Hafnarfirði er
sérstök að því leyti til að álverið er
nánast komið inn í byggðina og skilj-
anlegt að stór hópur fólks telji það af
og frá að auka umsvif þess frá því sem
nú er af þeim sökum.
Margir hafa velt því fyrir sér, hvort
málamiðlun gæti fólgist í því að hverfa
frá vatnsaflsvirkjunum en leggja
áherzlu á jarðvarma. Ýmislegt hefur
bent til að þar gæti verið grundvöllur
til málamiðlunar. En því miður hafa
forráðamenn Orkuveitu Reykjavíkur
ekki staðið þannig að Hellisheiðar-
virkjun að þær framkvæmdir hafi ýtt
undir frekari stuðning við virkjanir,
sem byggist á jarðvarma. En svo má
líka segja, að augljóslega megi betur
gera en gert hefur verið á Hellisheiði.
Forráðamenn Norðuráls hafa til-
kynnt að þeir hyggist hefja fram-
kvæmdir við álver í Helguvík á þessu
ári. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, hefur sagt að ekki sé
hægt að efna til sambærilegrar at-
kvæðagreiðslu á Suðurnesjum vegna
þess, að samningar hafi þegar verið
gerðir við Norðurál. En spyrja má,
hvort ekki sé hægt að taka upp við-
ræður við forráðamenn Norðuráls
þannig að þeir leysi Reykjanesbæ und-
an þeim skuldbindingum. Eftir at-
kvæðagreiðsluna í Hafnarfirði er erfitt
fyrir forráðamenn Reykjanesbæjar að
vera ekki öruggir um stuðning al-
mennings á Suðurnesjum við ákvörðun
um byggingu álvers þar. Því fer fjarri
að hægt sé að ganga út frá því sem
vísu, að atkvæðagreiðsla þar mundi
fara á sama veg og í Hafnarfirði. Að-
stæður eru aðrar. Viðhorf eru önnur.
Álverið í Helguvík yrði ekki byggt inni
í byggð. Suðurnesjamenn standa
frammi fyrir ákveðnum vanda í at-
vinnumálum eftir brottför varnarliðs-
ins.
Í tengslum við hugsanlega atkvæða-
greiðslu á Suðurnesjum yrði líka að
taka afstöðu til þess hverjir ættu að
taka þátt í atkvæðagreiðslu þar. Það
má merkja á máli manna, að uppi eru
mismunandi skoðanir á því, hvort at-
kvæðagreiðslur sem þessar eigi að
fara fram á þeim svæðum einum, sem
hafa lögsögu yfir viðkomandi fram-
kvæmd, eða hvort fleiri sjónarmið eigi
að koma við sögu.
Öll þessi mál þarf að ræða. Frá
sjónarhóli Morgunblaðsins, sem um
áratugar skeið hefur barizt fyrir því,
að fólkið sjálft taki ákvarðanir um
veigamestu mál í atkvæðagreiðslum,
er kosningin í Hafnarfirði merkur við-
burður, sem markar ákveðin þáttaskil.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Andra Karl, Hjálmar Jónsson
og Örlyg Stein Sigurjónsson
HAFNFIRÐINGAR skiptust því
sem næst í tvær jafnar fylkingar á
laugardag en þá var gengið til kosn-
inga um um fyrirliggjandi deili-
skipulagstillögu – sem fól í sér for-
sendur fyrir stækkun álvers Alcan í
Straumsvík. Afar góð kjörsókn var í
kosningunum og greiddu 77% at-
kvæði sem er meira en í síðustu
sveitarstjórnarkosningum. Að lok-
um fór svo að aðeins 88 atkvæði
skildu fylkingarnar að og var deili-
skipulaginu hafnað. Eitt versta áfall
sem dunið hefur á verksmiðjunni í 40
ára sögu þess, segir forstjóri Alcan á
Íslandi og stjórnarmaður í Hagi
Hafnarfjarðar sakar Sól í Straumi
um kosningasvik.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, segir úrslit kosning-
arinnar endurspegla það sem menn
áttu von á, að afar mjótt væri á mun-
um. „En þetta er eiginlega minni
munur en ég átti von á, ekki síst
vegna þess að það var gríðarlega
mikil þátttaka – og það er það
ánægjulegasta við þessar kosningar.
Íbúarnir komu í þessum fjölda til að
nýta rétt sinn og koma skoðun á
framfæri.“
Alls greiddu 12,747 atkvæði af
16,646 einstaklingum á kjörskrá,
6,294 voru fylgjandi deiliskipulags-
tillögunni, eða 49,3%, og 6,382 voru á
móti, eða 50,3%. Mest kjörsókn var í
aldurshópnum 60-69 ára 50-59 og 40-
49 eða um og yfir 80%. Hafnfirsk
ungmenni sýndu kosningunum hins
vegar fremur lítinn áhuga en í ald-
urshópnum 18-29 var kjörsókn rétt
yfir 60%. Hlutfallslega flestir kjós-
endur búa í Áslandi og á Völlum en
það eru þau hverfi sem eru hvað
næst álverinu. Fæstir bjuggu hins
vegar í miðbæ Hafnarfjarðar.
Mun hafa víðtæk áhrif
Lúðvík telur að það séu ákveðin
tímamót með þessum kosningum.
„Þátttakan sýnir að þetta er form
sem íbúar vilja nýta sér og það sýndi
sig í könnunum sem gerðar voru um
áramótin að um 90% íbúana voru
sáttir við að fá að kjósa um málið.“
Framkvæmd kosningarinnar hef-
ur verið gagnrýnd, m.a. vegna þess
aðstöðumunar sem var á með hags-
munaðilum. Bæjarstjórinn segir að
vissulega séu ákveðnir hlutir sem
menn munu draga lærdóm af og tel-
ur ekki óeðlilegt að löggjafinn skoði
að setja rammalöggjöf um kosningar
sem þessar. „Ég tel að það sé ljóst að
þetta mun hafa áhrif vítt og breitt
um landið og menn munu í auknum
mæli taka upp þessar aðferðir. Þá er
nauðsynlegt að það sé einhver al-
mennur rammi í kringum það,“ segir
Lúðvík en bendir auk þess á að þessi
kosning var með sérstökum hætti,
þar sem öflugt fyrirtæki átti í hlut.
Aðspurður um hvort íbúar mættu
búast við því að nýtt deiliskipulag
kæmi fram eða reynt væri að komast
hjá niðurstöðunni segir Lúðvík ljóst
að auglýsing deiliskipulagsins er
bundin niðurstöðu kosningarinnar.
„Það hefur legið fyrir frá upphafi
þessa kjörtímabils að það yrði kosið
um þetta mál, þegar öll gögn lægju
fyrir. Nú liggur sú niðurst
að það deiliskipulag sem he
til umræðu fer ekki lengra.
þá ekki gerast annað í þv
þessu kjörtímabili.“
Spurður út í hvernig an
Hafnarfirði eftir svo tvísýn
ingar segir Lúðvík að það sé
ir bænum, en telur að menn
að jafna sig á umræðunni o
andi kosningakvöldi.
Kom seint í ferlinu
Rannveig Rist forstjóri
Íslandi segist vonsvikin m
kosninganna og lýsir þeim
Aðeins munaði 88 atkvæðum þegar íbúar Hafnarfjarðar
Alcan fær ekk
Atkvæði talin Kjörkassi borinn í íþróttahúsið við Strandgötu þa
Ólík sjónarmið Pétur Óskarsson og Rannveig Rist tala við fjölm
„ÞETTA eru ákveðin
þáttaskil hvað varð-
ar íbúalýðræði og ég
tel að það sé alveg
ljóst að í framhaldinu
verðum við að setja
skýrari reglur og
ramma um slíkar
kosningar,“ segir
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins. Hún gagnrýnir Samfylk-
inguna fyrir afstöðuleysi sitt í aðdrag-
anda kosninganna og segir pólitíska
kjörna fulltrúa verða að sýna ábyrgð og
taka afstöðu.
Þorgerður segir ánægjulegt hversu
margir tóku þátt í kosningunum og að
það verði að hlíta niðurstöðunni. „Þó að
hún sé ekki afgerandi er ljóst að þetta
er vilji þeirra sem tóku þátt í henni. Það
er ljóst að þetta er mikið áfall fyrir ál-
verið og starfsmenn þess, sem hafa unn-
ið að þessu lengi, en á móti kemur að
það eru nýir tímar hvað varðar um-
hverfismál og það hefur greinilega haft
mikil áhrif, nálægð álversins við byggð-
ina.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Setja þarf
skýrar reglur
„ÞAÐ er greinilegt
að Samfylkingin er
klofin í málinu og
kannski á það eftir að
koma meira fram á
næstunni í framhaldi
af þessu,“ segir Jón
Sigurðsson iðn-
aðarráðherra og for-
maður Framsókn-
arflokksins. Hann bætir við að
niðurstaðan haldi ekki lengur en bæj-
arstjórnin vill og þessi niðurstaða sé því
í sjálfu sér frestun um að minnsta kosti
þrjú ár. „Atkvæðagreiðslan sjálf hefur
ekkert gildi nema sem ráðgefandi. Bæj-
arstjórnin hefur allt vald og ábyrgð í
málinu og getur breytt eins og henni
sýnist.“
Jón segir að kosningin hafi verið allt
of seint enda búið að gefa út öll leyfi.
„Þeir voru búnir að laga sig að öllum
kröfum og leggja mikið fé í þetta. Auk
þess er mjög vont ef atkvæðagreiðsla af
þessu tagi fer að snúast um eitt fyr-
irtæki. Það er andstætt hugmyndum um
jafnræði og um frjálsa þróun í efna-
hagslífi, viðskiptalífi og hagkerfi.“
Jón Sigurðsson
Aðeins ráðgef-
andi niðurstaða
sigur í orrustu,
eftir þar sem ís
arnir gæla enn
hér rísi álver se
anlega orku lan
náttúruspjöllum
sem skilaði þes
áfram að rísa þ
á fleiri sigra af
Ómar segir a
einnig afsanna
uðborgarsvæði
áhuga á að kom
landsbyggðinn
urhorninu. Han
skoðun að þjóð
um svo stórt má
ingar.
Ómar Ragnarss
Stríðið
enn allt