Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ÞARF SALSA-
SÓSU... EINS OG SKOT
ALLT Í LAGI,
HÚN HEFÐI
EKKI ÁTT AÐ
HENGJA ÞAÐ
ÚT Á SNÚRU Í
FROSTI!
ÞÚ ÆTTIR AÐ VERA
ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ MAMMA
HAFI ÞVEGIÐ TEPPIÐ ÞITT! HVERNIG
ÁTTI HÚN
AÐ VITA
AÐ ÞAÐ
MUNDI
FRJÓSA?!
ÞAÐ VAR EKKI AUÐVELT
AÐ FÁ KALVIN TIL AÐ LEGGJA
AF STAÐ Í SKÓLANN
HANN VERÐUR AÐ
HLAUPA TIL ÞESS AÐ NÁ
SKÓLABÍLNUM
HANN ER BYRJAÐUR AÐ
HLAUPA... ER HANN SVONA
SPENNTUR YFIR...
STOPP! KALVIN,
SKÓLABÍLLINN STOPPAR
ÞARNA! KOMDU AFTUR
HINGAÐ EINS OG SKOT!
ÁÐUR EN VIÐ FÖRUM Í LAND VIL ÉG VARA
YKKUR VIÐ ÞVÍ AÐ ÞESSI BÆR ER FRÆGUR FYRIR AÐ VERA
FULLUR AF SKÍTUGUM KRÁM, MEÐ LAUSGIRTU KVENFÓLKI OG
SLÆMU, HEIMABRUGGUÐU ÁFENGI
SVO AÐ VIÐ SÉUM EKKI AÐ EYÐA ÓÞARFA
TÍMA ÞEGAR VIÐ KOMUM Í LAND, ERTU ÞÁ
EKKI TIL Í AÐ TEIKNA HANDA OKKUR KORT
SEM SÝNIR HVAR ÞÆR ERU?
GRÍMUR,
AF HVERJU
TÓKSTU AF
ÞÉR ÓLINA
ÞÍNA?
VIL EKKI
FÁ FAR Í
BRUNKUNA
AF HVERJU ERTU
AÐ ÞRÍFA NÚNA?
ÉG GAT EKKI SOFIÐ
Í NÓTT ÞANNIG AÐ
ÉG ÁKVAÐ AÐ GERA
EITTHVAÐ GAGN
ÉG ER BÚIN AÐ
RYKSUGA, ÞURRKA AF ÖLLU
OG SKÚRA GÓLFIN
ÞAÐ ER HRÆÐI-
LEGT AÐ ÞÚ HAFIR
ÞURFT AÐ EYÐA
NÓTTINNI Í ÞETTA
EN HÚSIÐ
LÍTUR ROSALEGA
VEL ÚT
EKKI
VENJAST
ÞVÍ!
GÓÐIR
HUNDAR
AFSAKIÐ STRÁKAR.
ÉG ER VISS UM AÐ ÞIÐ
SÉUÐ GÓÐIR GEGN
INNBROTSÞJÓFUM...
EN KÓNGU-
LÓARMAÐURINN
ER AÐEINS OF
ERFIÐUR
dagbók|velvakandi
Velvakandi
Á DÖGUNUM birtist hér í Velvak-
anda stutt hugleiðing eftir Bjarna
Jónsson, fyrrum verkamann. Hug-
leiðingin var um hrós og um leið
hvatning til allra um að vera ekki að
spara það. Þetta var falleg hugleið-
ing hjá Bjarna. Ég iðkaði það í eina
tíð að gefa alltaf hrós dagsins,
þ.e.a.s. að láta aldrei dag líða án
þess að hrósa allavega einu sinni og
það helst einhverjum ókunnugum.
Ég hafði gleymt þessari iðju minni
og minnti Bjarni mig á hana. Fyrir
það er ég honum þakklátur og hrós
dagsins fær Bjarni fyrir falleg skrif.
Andri Gunnarsson.
Hraðahindanir í Skaftahlíð
ÞAKKIR til Kjartans Magn-
ússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins.
Ég vil koma þakklæti til Kjartans
Magnússonar fyrir skjót vinnu-
brögð þegar hann lét setja upp
hraðahindranir í Skaftahlíð, þ.e.a.s.
frá Lönguhlíð að Stakkahlíða í nóv-
ember síðastliðnum. Ég vil koma
þessu þakklæti á framfæri vegna
þess að það var búið að ræða þessi
mál við fráfarandi meirihluta borg-
arstjórnar sl. tvö ár. Vel var tekið í
málið en ekkert varð úr efndum.
Það var ekki fyrr en nýr meirihluti
tók við borginni að eitthvað fór að
gerast. Undirritaðir hafði samband
við Kjartan í byrjun nóvember og
hálfum mánuði síðar var málið
leyst. Þetta eru vinnubrögð sem ég
kann að meta.
Guðmundur Kr. Þórðarson.
600 í súginn
ÉG SÁ í Fréttablaðinu 23. mars sl.
að togarinn Venus HF-519 kom úr
mánaða veiðiferð norður í dumbs-
haf. Í fréttinni stóð: „Hann landar
400 tonnum af afurðum sem gera
1.000 tonn upp úr sjó“. Hvað varð
um þessi 600 tonn sem komu að
landi? Eru 600 tonn úrgangur?
Hvers konar umhverfisglæpur er
þetta. Hvað erum við með marga
svona togara, og það á nærmiðum.
Þorsteinn Pálson gerði, á sínum
tíma, tillögu um að sett yrði í lög að
úthafstogarar kæmu með allan
aflann að landi og yrðu útbúnir vél-
búnaði til að vinna afskurð. En for-
ystumenn í togaraútgerðinni töldu
betra að henda þessu. Og þetta er
útkoman. Það er til háborinnar
skammar að fara svona með verð-
mæti.
Einar Vilhjálmsson.
Skila skattalækkanir sér
ATHYGLISVERÐ þróun á vöru-
verði hefur átt sér stað í Select und-
anfarnar vikur. Sagan er eftirfar-
andi: Verð á kaffi í Select var fyrir
skömmu 150 kr., í stuttan tíma
hækkaði það í 175 kr., síðan eftir
skattlækkun fór það niður í 164 kr.
Allt þetta gerist óheppilega nálægt
þeim tíma sem Alþingi hafði áætlað
að lækka vöruverð í landinu. Ætli
þetta hafi nokkuð verið raunin með
aðrar vörur sem áttu að taka lækk-
unum um land allt.
Áhyggjufullur neytandi.
Mávarnir
MIG langar til að lýsa ánægju
minni með þá ákvörðun að svæfa
máva. Löngu er orðið tímabært að
fækka þessum fuglum og er ég
mjög þakklát fyrir að loksins sé
eitthvað gert. Get vonandi farið með
börnin mín niður að Tjörn í sumar
án þess að verða fyrir sjokki vegna
atgangs þessara fugla en sú varð
raunin í fyrra þegar þeir átu alla
ungana beint fyrir framan okkur.
Reykvíkingur.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Hókus pókus-dagar í Leikbæ
Á DÖGUNUM stóðu yfir svokallaðir Hókus pókus-dagar í Leikbæ þar sem
veittur var 33% afsláttur af öllum vörum. Í tilefni af þessu var plakati með
Lalla og Lísu dreift á heimili og börn hvött til að hengja plakatið út í glugga.
Leikbæjarbíllinn var svo á ferðinni um bæinn, valdi merkta glugga á
hverjum degi og verðlaunaði eigendur þeirra með 20.000 kr. gjafabréfum í
formi Leikbæjarseðla. Í heildina voru því veitt gjafabréf að verðmæti
140.000 kr.
Nöfn þeirra heppnu sem fengu 20.000 kr. í Leikbæjarseðlum fylgja hér á
eftir: Agnes og Björgvin Óli Geirsbörn, Anna Bryndís Ómarsdóttir, Ásdís og
Íris Gunnarsdætur, Fríða Snædís Jóhannesdóttir, Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir, Jón Foss Guðmundsson, Sesselja Sif Stefánsdóttir og Rúnar Leví og
Teitur Jóhannssynir.
Alcoa fagnar þjóðgarði
FYRIRTÆKIÐ Alcoa, sem opnar
álver á Reyðarfirði innan tíðar,
fagnaði á vefsíðu sinni ákvörðun ís-
lenskra stjórnvalda um að stofna
Vatnajökulsþjóðgarð. Á vefsíðunni
kemur fram að Alcoa hafi um nokk-
urra ára skeið hvatt til stofnunar
Vatnajökulþjóðgarðs og fylgst með
undirbúningnum.
Vatnajökulsþjóðgarður, sem Al-
þingi samþykkti að stofna áður en
það lauk störfum þann 17. mars síð-
astliðinn, verður stærsti þjóðgarð-
ur Evrópu.
Þann 15. mars 2006 veitti Alcoa
20 milljónir króna í styrk til upp-
byggingar í þjóðgörðunum í Jökuls-
árgljúfri og Skaftafelli. Sú upphæð
var notuð til að fjármagna sýningu
á umhverfi, sögu og menningar-
arfleifð friðlandsins við Jökuls-
árgljúfur sem sett verður upp í
Upplýsingamiðstöð Jökuls-
árgljúfra. Stefnt er að því að opna
Gljúfrastofu, gestastofu og upplýs-
ingastofu við Jökulsárgljúfur nú í
vor. Auk þess var féð notað til að
bæta aðstöðu fyrir ferðamenn í
Lakagígum innan þjóðgarðsins í
Skaftafelli.
Vatnajökulsþjóðgarður mun ná
yfir um 15% landsins, en Skafta-
fellsþjóðgarður og þjóðgarðurinn í
Jökulsárgljúfrum munu renna sam-
an við hann. Þá er áætlað að hann
taki til starfa formlega í sumar.