Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.04.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 15 MENNING Í DAG er alþjóðlegi barna- bókadagurinn, fæðingardagur H.C. Andersens, haldinn há- tíðlegur í 40. sinn. IBBY- samtökin alþjóðlegu standa að deginum. Í tilefni dagsins verður sögustund í Borg- arbókasafninu í Grófinni, þar sem barnabókahöfundar lesa úr þeim bókum sem þeir höfðu mest dálæti á í bernsku. Bæk- urnar verða einnig til sýnis á safninu. Sögustundin stendur frá 15.30–16.30. Í Ásmundarsafni stendur yfir sýning á mynd- skreytingum við munnmælasögur, en listamenn- irnir eru tólf barnabókateiknarar. Bókmenntir Úr bókaskáp bernskunnar Bókaormur NÓVELLAN Umskiptin er, ásamt skáldsögunni Rétt- arhöldunum, þekktasta verk pragverska rithöfundarins Franz Kafka – og jafnframt eitt frægasta sagnaverk evr- ópskra bókmennta á 20. öld. Þetta er saga sem margir þekkja, en jafnframt verk sem enn vefst mjög fyrir þeim sem leitast við að túlka eða „skýra“ hana – svo mjög raunar, að rætt hefur verið um „örvæntingu túlkandans“. Í erindi sínu í stofu 111 í aðalbyggingu Háskólans kl. 16.30 í dag, spyr Ástráður Eysteinsson hvaða þröskuldar mæti skilningi lesenda í sögunni. Fræði Örvænting túlkanda Kafka Ástráður Eysteinsson Á HÁDEGISFYRIRLESTRI Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafninu á morgun, talar Eggert Þór Bernharðs- son um sögusýningar á Ís- landi. Talsverð gróska hefur verið í safna- og sýninga- málum á undanförnum árum og á tíu ára tímabili hefur gestafjöldi að söguminjasöfn- um nærri þrefaldast. Í erindinu verður meðal annars rætt um þessa fjölgun, stöðu safna í samfélaginu og breytt viðmið og viðhorf í sýn- ingagerð. Jafnframt verður fjallað um áherslur í efnisvali á sýningum. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05. Fræði Söguþyrst þjóð í ferð til fortíðar Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ er löng hefð fyrir tónleikahaldi í dymbilviku hér á landi og engin und- anteknin verður á því í ár. Fyrr á ár- um voru það helst stórvirki barrokk- meistaranna sem hljómuðu á þessum tíma, passíur og óratoríur, Bachs og samtímana hans og eina slíka getur að heyra í kyrruviku, ásamt glænýrri íslenskri passíu. Kórsöngur og kammermúsík Í kyrruviku er einnig komin hefð á fyrstu tónlistarhátíð vorsins á lands- byggðinni. Það er tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit, sem nú verður haldin í níunda sinni. Í ár verður í fyrsta skipti boðið upp á kórsöng, en kammerkórinn Hymnodia ásamt stjórnandanum Eyþóri Inga Jónssyni flytur bæði veraldlega og kirkjulega tónlist. Þá kemur bandaríski píanó- leikarinn Beth Levin frá New York til að spila á hátíðinni, en hún mun með- al annars flytja Goldberg-tilbrigðin eftir Bach ásamt því að spila með Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara og listrænum stjórnanda hátíð- arinnar. Tónleikarnir eru sem fyrr tvennir; píanó og kammertónleikar á skírdag kl. 20 í Skjólbrekku og kór- tónleikarnir í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa kl. 21. Kór Áskirkju ræðst í það stórvirki að flytja Jóhannesarpassíu Bachs í Fossvogskirkju kl. 17 skírdag og föstudaginn langa. Einsöngvarar verða Ágúst Ólafsson, Bergþór Páls- son, Eyjólfur Eyjólfsson, Gunnar Guðbjörnsson, Hallveig Rúnarsdóttir og Jóhanna Ósk Valsdóttir. Kórinn er fremur ungur, aðeins sex ára, en var tilnefndur til Íslensku tónlistarverð- launanna 2004 fyrir plötu með ís- lenskum kórlögum. Kári Þormar kantor í Áskirkju segir að kórnum hafi fundist verið kominn tími til að ráðst í eitthvað stórt. „Jóhann- esarpassían er verk sem fólki finnst þurfa að hljóma á nokkurra ára fresti, og nú var lag.“ Áðurfyrr voru passíur Bachs jafnan fluttar af mjög stórum kórum. Kór Áskirkju er lítill, telur um átján manns, og Kári telur það kost. „Þetta er miklu meðfærilegra og hljómurinn er allt annar þannig að hægt er að velja léttara tempó. Það reynir auðvitað meira á hvern og einn söngvara, en það er vel skólað söng- fólk í kórnum. Eftir því sem lengra hefur liðið á æfingatímann, finnst mér kórinn nánast vera orðinn háður því að syngja þetta. Jóhann- esarpassían og þessi stóru verk Bachs hafa líka borið höfuð og herðar yfir aðra slíka tónlist.“ Passíusálmarnir í tónum Þótt Bach sé góður, þá hafa tón- skáld á síðari tímum aldrei vílað fyrir sér að að feta í fótspor hans og semja tónlist byggða á sögum af Kristi og lærisveinum hans - jafnvel íslenskum. Sigurður Sævarsson hefur samið Hallgrímspassíu, byggða á Pass- íusálmum Hallgríms Péturssonar. Flytjendur eru kammerkórinn Schola cantorum og einsöngvarar úr hans röðum, sem fara með hlutverk persóna píslarsögunnar. Jóhann Smári Sævarsson bassi, og bróðir tónskáldsins, verður í hlutverki Hall- gríms Péturssonar, og Caput leikur með. Frumflutningur Hallgríms- passíunnar verður í Hallgrímskirkju föstudaginn langa kl. 22. Fjölbreytt tónleikahald í dymbilviku, Músík í Mývatnssveit og passíur gamlar og nýjar Jóhannesarpassía í Fossvogskirkju Í HNOTSKURN » Skirdag og föstudaginnlanga verður tónlistarhá- tíðin Músík í Mývatnssveit haldin í níunda sinn. Hymnódía syngur andlega tónlist og píanóleikarinn Beth Levin og Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari flytja tverk eftir Bach og fleiri. » Skírdag og föstudaginnlanga kl. 17 flytur kór Ás- kikju Jóhannesarpassíuna eftir Bach í Fossvogskirkju. » Föstudaginn langa kl. 22.Hallgrímspassía eftir Sig- urð Sævarsson frumflutt í Hall- grímskirkju. Schola cantorum, einsöngvarar og Caput. Morgunblaðið/Kristinn Jóhannesarpassían Kári Þormar fremstur með nokkrum kórfélögum. ÞAÐ er búið að slá Bono söngvara hljómsveitarinnar U2 til riddara bresku krúnunnar fyrir störf að mannúðarmálum. Það er þó ekki allt fengið með konunglegu tigninni, því titilinn sem heiðrinum fylgir, fær Bono ekki að bera, vegna þess að hann er ekki breskur þegn, heldur írskur. „Þið megið kalla með hvað sem er, nema Sir,“ sagði Bono við at- höfnina í liðinni viku. Ekki Sir Bono Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is BLÚSHÁTÍÐ í Reykjavík hefst á morgun og lýkur föstudaginn langa. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og að sögn Halldórs Braga- sonar stofnanda hennar og skipu- leggjanda stækkar hún með hverju árinu. „Nú bætist við hátíðina, við færðum tónleikana á Nordica hóteli fram til kl. 20 og verðum með klúbb Blúshátíðar á Domo í Þingholts- stræti þegar dagskránni á Nordica lýkur öll þrjú kvöldin. Þar spila m.a ungliðasveitir, það verður blús- djamm og óvæntar uppákomur,“ seg- ir Halldór um snið hátíðarinnar í ár. „Það eru oft reknir svona klúbbar á slíkum hátíðum og okkur fannst til- valið að hafa einn. Í framtíðinni vilj- um við síðan sjá alla klúbba og staði í Reykjavík bjóða upp á blús þegar Blúshátíð stendur yfir. Þetta á Domo er fyrsti vísirinn að því og við gætum verið komnir miklu víðar á næsta ári, stefnum að því að yfirtaka allan bæ- inn með blús,“ segir Halldór sem sér fram á að Blúshátíð haldi áfram að þenjast út með hverju árinu. Voru daufustu dagar ársins Hátíðin hefur alltaf verið haldin í dymbilvikunni og segir Halldór að það sé smá púkaskapur í þeirri tíma- setningu. „Áður fyrr þóttu dymb- ildagarnir vera daufustu dagar árs- ins. Að vera í Reykjavík þessa viku fyrir páska þótti heldur dauft, svo við ákváðum að breyta þeim í hátíð- isdaga og það hefur tekist. Nú þurfa menn ekki að flýja Reykjavík í dymb- ilvikunni.“ Áherslan á Blúshátíð í ár er á unga fólkið. „Við fáum til okkar mikið af ungstirnum. Hátíðina opna 14 ára drengir úr Hagaskóla, þeir eru yngstu listamennirnir sem hafa kom- ið fram hjá okkur og verða í fylgd með fullorðnum. Klassart er skipuð ungu fólki, Lay Low spilar og svo fáum við stórt ungstirni frá Banda- ríkjunum, Ronnie Baker Brooks. Við tengjum saman kynslóðir í ár því auðvitað fá gömlu blúsaranir líka að spreyta sig. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að halda upp á 25 ára spilaafmæli Kentár,“ segir Halldór og tekur fram að á opnunardegi há- tíðarinnar sé norrænt þema. En þá spila KK & Frakkarnir með Andreu Gylfa og Jolly Jumper & Big Moe frá Noregi. Á föstudeginum langa lýkur Blúshátíð með veglegri sálma og gospel dagskrá í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar koma fram: Zora Young, Andrea Gylfadóttir, KK, Lay Low, Brynhildur Björnsdóttir og Goðsagnir Íslands. Fljótt flýgur fiskisagan Gestir Blúshátíðar í Reykjavík hafa ekki farið varhluta af því að Halldór er einstaklega laginn við að fá stór nöfn í blúsheiminum á hátíð- ina. „Ég nýti mér persónuleg sambönd til að ná í þessar stjörnur,“ segir hann og ekki vottar fyrir grobbi. „Fólk þekkir mig í Chicago og treyst- ir mér fyrir þessu. Þeir listamenn sem hafa komið á hátíðina segja ís- lenska áhorfendur góða og finnst gaman að koma á þessa blúshátíð sem er haldin við glæsilegar að- stæður. Svo þetta spyrst út og fólk vill koma.“ Skærasta stjarna hátíðinnar í ár er gítarleikarinn snjalli Ronnie Baker Brooks. „Ég hitti Ronnie í Chicago seinasta sumar en hann var að spila á sömu hátíð og ég og Zora Young. Hann er frábær og var alveg til í að koma til Íslands. Ég sá hann spila þarna út og hann er rosalegur á sviði, engu lagi líkt hvað þetta er kraftmik- ill ungur strákur,“ segir Halldór sem mun sjálfur koma fram með Zoru Young og Blue Ice band. Blúshátíð í Reykjavík inniheldur um 16 til 20 atriði í ár og eru það um helmingi fleiri atriði en seinustu þrjú ár. Spurður hvort íslendingar séu eitthvað að verða blúsaðri svarar Halldór að þeir hafi alltaf verið mestu blúsarar í heimi og hlær. „Íslendingar eru yndislegir áheyr- endur enda er það bráðskemmtileg upplifun að fara á blústónleika.“ Blúshátíð í Reykjavík haldin í fjórða sinn í vikunni og hefur aldrei verið umfangsmeiri Yfirtaka bæ- inn með blús Morgunblaðið/Kristinn Blúshátíð Halldór Bragason mundar gítarinn í stóra salnum á Nordica. Upplýsingar um Blúshátíð í Reykjavík má finna á blues.is og midi.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.