Morgunblaðið - 24.04.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 24.04.2007, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞAÐ kemur ekki á óvart að flutningaskipið Wilson Muuga sem selt verður til Líbanons fyrir nokkru betra verð en brotajárnsverð, sé nú stimplað sem altjónað skip eða Total loss af hálfu trygginga- félags þess. Tryggingabæturnar eru greiddar í samræmi við þessa flokkun en heildarupphæðin mun vera um 170–180 milljónir að sögn Guð- mundar Ásgeirssonar, stjórnarformanns Nes- skipa, en félagið er 100% eigandi félagsins Unistar Shipping Company sem er eigandi Wilson Muuga. Er fyrirtækið staðsett á Kýpur. Að sögn Guð- mundar Ásgeirssonar var skipið ekki tryggt upp í topp og hefði mátt vera tryggt fyrir meiri fjárhæð. Var það ekki með rekstrarstöðvunartryggingu. Ekki er ljós kostnaður við að fjarlægja flakið en Guðmundur bendir á að við verkefnið hafi verið keypt umtalsverð utanaðkomandi vinna ýmissa aðila. Reikna má með að eftir næstu mánaðamót liggi fyrir reikningskröfur þeirra og þar með heildarkostnaður við vinnu á strandstaðnum. Kostnaðaráætlun var um 40 milljónir upphaflega og verður það að skýrast hversu nálægt þeirri upphæð verkið mun kosta. Guðmundur bendir á að sumir kostnaðarliðir hafi hækkað, nýir komið til sögunnar og aðrir lækkað. Kaupverð skipsins er trúnaðarmál samkvæmt samkomulagi aðila og segir Guðmundur enga bak- þanka hjá aðilum. Benda má á að skipið fer fyrir lítið fé. Það lá á strandstað nærfellt í 4 mánuði, eða frá 19. desem- ber 2006 til 17. apríl sl. Í siglingalögum er kveðið á um möguleika útgerðar til að takmarka ábyrgð sína þegar strand sem þetta á sér stað og til að geta borið fyrir sig reglur um bótatakmörk- unarrétt á grundvelli siglingalaga þurfa eigendur að standa frammi fyrir beinharðri kröfu um áfall- inn kostnað vegna aðgerða til að fyrirbyggja mengun að því er Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við HR, hefur bent á. Altjónsstimpill á Wilson Muuga Tryggingabætur um 180 milljónir króna. Skipið hefði mátt vera betur tryggt Morgunblaðið/RAX Brotajárn Wilson Muuga verður selt til Líbanons fyrir litlu skárra verð en brotajárnsverð. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÓVENJUMARGIR hrafnar eru á sveimi innan borgarlandsins um þessar mundir miðað við árs- tíma en þar er aðallega um að ræða geldfugl að helga sér svæði. Venjulega eru geldfuglarnir farnir úr bæjum á vorin en þeir safnast gjarnan inn í þéttbýli á haustin og eru þar þangað til á út- mánuðum. Þá dreifa þeir sér út á land og koma aftur að hausti. Þeir fuglar sem hafa þennan háttinn á eru 1–3 ára ókynþroska fuglar en hjá fullorðnu fuglunum sem fundið hafa sér maka hefst varptími í byrjun apríl og er nýlokið. „Langflestir hrafnar eru orpn- ir,“ bendir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fagsviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, á. „Það eru örfá hreiður innan borgarlandsins og auk þess eru hreiður frá fornu fari í klettum og hömrum í nágrenni bæjarins. Það sem er óvenju- mikið nú um stundir eru hrafnar sem eru að helga sér svæði t.d. við hús í bænum. Þeir eru ekki í varphugleiðingum, heldur einhvers konar land- helgun, þeir kalla og krunka og láta á sér bera. Þessir geldfuglar para sig innan síns hóps og væntanlega eru þetta ung pör sem ekki hafa náð sér í varpsvæði.“ Kristinn Haukur segir vel hugs- anlegt að hrafninn fari að nýta sér í ríkari mæli að verpa í byggingum, líkt og t.d. förufálkinn í Evr- ópu sem hefur hneigst æ meir til þess. Hrafns- hreiður við byggingar geta þó verið miður vel- komin því hrafnsungar eru stórir og skíta mikið. „Þessu fylgir því ákveðinn sóðaskapur,“ segir Kristinn. Hann segir að hrafnanærveran sé frekar merki um breytingar á félagshegðun en fjölgun. Benda má á að hrafni hefur fækkað stöðugt í Þingeyjarsýslum og ekki vitað mikið um viðgang hans annars staðar „Hins vegar sást óvenjumikið af hrafni í vetrarfuglatalningunni í vetur og 700 af þeim 900 fuglum sem sáust, voru allir við Álfs- nes þar sem sorphaugarnir eru. Það er þekkt að stórir hópar myndist í kringum úrgang.“ Hreiður hrafnsins eru stórgerð og notar hann stór bein, gaddavír og kvisti í körfuna og klæðir hana með mold, fiðri og sinu. Önnur heiti yfir hrafnshreiður eru laupur og bálkur og eru eggin frekar lítil miðað við þennan stærsta spörfugl fuglafjölskyldunnar. MIKIÐ UM AÐ GELDHRAFNAR HELGI SÉR SVÆÐI INNAN BORGARLANDSINS Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Stórgerður Þessi hrafnslaupur er á Akureyri en hrafnshreiður eru oftast stór og mikil að vöxtum og gerð úr kvistum, beinum og jafnvel gaddavír. Krummi krunkar og lætur á sér bera Safnast að sorphaugunum í Álfsnesi í hundraðatali og sýnir sig í bænum GUÐNÝ Sverrisdóttir, formaður Landssamtaka landeigenda, segir landeigendur þokkalega sátta eftir fund sem haldinn var í gær með Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Hún segir þetta áfangasigur í bar- áttuni fyrir því að fá þjóðlendulög- unum breytt og að stofnun lands- samtakanna í janúar hafi haft sitt að segja. „Það kom fram hjá ráð- herra að þau svæði sem ekki hafa verið tekin fyrir ennþá verði rann- sökuð áður en kröfur verða gerðar og í þeim kröfum sem settar verða fram verði leitað sátta. Það er auð- vitað mikils um vert. Þetta er samt bara áfangasigur því eftir standa þær jarðir í Austur-Skaftafellssýslu sem þegar er búið að gera að þjóð- lendum. Það er spurning hvað hægt er að gera varðandi þær. Þetta breytir þó verklagi mikið,“ segir Guðný. Aðspurð hvort landeigendur voni að það sem þegar hefur tekið gildi verði að einhverju leyti afturvirkt svarar Guðný að auðvitað geri menn sér vonir. „En það er ekkert í hendi hvað það varðar. Málefni jarðanna í Austur-Skaftafellssýslu eru komin til Mannréttindadómstóls Evrópu, en það er ekki víst að málin verði tekin fyrir þar.“ Guðný segir landeigendur þokka- lega sátta eftir gærdaginn en í huga þeirra sé þó alltaf vonin um að lögunum verði breytt. „En það verður auðvitað ekki fyrr en á næsta þingi. Það er jafnframt ým- islegt sem stendur eftir, eins og t.d. sönnunarbyrðin, hún er alltof hörð og hvílir á landeigendum sem þurfa að grafa allt aftur í landnám til að geta sannað eignarrétt sinn.“ Stjórnarflokkarnir hafa ályktað um þjóðlendumálin í þá átt að sátt geti skapast um eignarhald á landi. „Það hefur verið ályktað fallega bæði hjá sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum og það sem nú er að gerast er í þá veru sem þarna var ályktað. Stofnun Landssamtaka landeigenda í janúar hefur því haft sitt að segja,“ segir Guðný og bætir við að orðin ein muni ekki nægja landeigendum. „Við viljum fá þetta allt á prenti. Falleg orð nægja ekki.“ Landssamtök landeigenda bíða nú álitsgerða um málið sem eru væntanlegar á næstu dögum frá lögfræðingunum Guðrúnu Gauks- dóttur og Sigurði Líndal. Áfangasigur landeigenda  Álitsgerð frá Guðrúnu Gauksdóttur og Sigurði Líndal væntanleg um málið á næstu dögum  Landeigendur vona enn að þjóðlendulögunum verði breytt SAMKVÆMT könnun, sem Eu- rostat, hagstofa Evrópusam- bandsins, hefur gert á lyfjaverði í 33 Evrópulönd- um, var lyfjaverð á Íslandi 60% hærra í nóvem- ber árið 2005 en meðalverðið í lönd- unum 33. Aðeins í Sviss var það hærra eða 87% af meðalverðinu. Eurostat bar saman verð á 181 algengu lyfi í löndunum 33. Þar af voru 75% frumlyf og 25% voru sam- heitalyf. Sviss og Ísland voru í nokkrum sérflokki en í þriðja sæti var Þýskaland þar sem lyfjaverð var 28% yfir meðaltali. Þar fyrir neðan komu Danmörk, Noregur, Írland og Ítalía en í Austur-Evr- ópuríkjunum var verðið 20% eða meira undir meðaltali. Heildsöluverð það sama og á Norðurlöndum Jakob Falur Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka frumlyfja- framleiðenda á Íslandi, segir heild- söluverð á lyfjum hafa lækkað mikið hér á landi frá því könnunin var gerð árið 2005. „Í fréttinni kemur ekki fram hvort um sé að ræða heildsöluverð eða smásöluverð en heildsöluverð er nú að meðaltali það sama og á hinum Norðurlöndunum og í mörg- um tilvikum er það lægra en í Dan- mörku,“ sagði Jakob Falur. Jakob Falur benti á að allir stjórnmálaflokkarnir hefðu sent frá sér ályktanir um málið og stefndu á að lækka útsöluverð á lyfjum. „Einfaldasta aðgerðin, sem við höfum verið að benda á, er að lækka eða fella virðisaukaskatt á lyfjum niður eins og til dæmis var gert með gosdrykki og geisla- diska,“ sagði Jakob Falur að lok- um. Lyfin næst- dýrust hér Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FYRSTA álið kom úr keri hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði um helgina. Markar það formlegt upphaf fram- leiðslu verksmiðjunnar, en úr 336 kerum í tveimur kerskálum er gert ráð fyrir 346 þúsund tonna ársfram- leiðslu, þó að í ár sé ekki reiknað með nema tæpum þriðjungi fullrar af- kastagetu. Um hundrað ker eru ým- ist fullprófuð eða að verða tilbúin til prófana en rúmlega fjörutíu ker eru tilbúin til álframleiðslu. Öll 336 kerin eiga að vera komin í notkun í lok árs- ins. Tæp þrjú ár eru liðin frá því að framkvæmdir við álverið hófust. Það fær nú um 100 MW af rafmagni, sem nægir til þess að gangsetja kerin sem eru tilbúin. Full raforkuþörf ál- versins nemur um 590 MW. Gangi áætlanir eftir hefst afhending orku frá Kárahnjúkavirkjun í júní. Ál verður losað úr kerunum á Reyðar- firði á tveggja daga fresti og gefur hvert um þrjú tonn. Reiknað er með að 900–950 tonn af áli verði til á sól- arhring. 90% álframleiðslu Alcoa Fjarðaáls verða álkaplar til raf- magnsflutninga, annað fer í álbarra, bílgrindur og fleira. Álið rennur milli kera Ljósmynd/Alcoa Fjarðaál Álelfur Álið er látið renna á milli kerja til gangsetningar og hafa 7 ker nú verið gangsett.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.