Morgunblaðið - 24.04.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 43
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einleikari ::: John Lill
Ludwig van Beethoven ::: Píanókonsert nr. 5
Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 1
FÖSTUDAGINN 4. MAÍ KL. 19.30
ÖRFÁ SÆTI LAUS
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Tveggja meistara veisla
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einleikari ::: Cristina Ortiz
Ludwig van Beethoven ::: Píanókonsert nr. 4
Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 2
MIÐVIKUDAGINN 2. MAÍ KL. 19.30
LAUS SÆTI
tónleikar utan raða í háskólabíói rauð tónleikaröð í háskólabíói
Ludwig van Beethoven Johannes Brahms
Beethoven–Brahms
! "
# Fyrsti konsert er frír
Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is
ALÞJÓÐADAGUR bók-
arinnar var haldinn hátíðlegur
í gær um allan heim. Í tilefni
af því og átakinu Þjóðargjöf-
inni 2007 komu þau saman í
Iðu við Lækjargötu Bjarni
Ármannsson, bankastjóri
Glitnis, Magga Stína söng-
kona, Markús Máni, fyrirliði
Íslandsmeistara Vals, og Sig-
rún Eldjárn barnabókahöf-
undur og innleystu Þjóð-
argjöfina til bókakaupa fyrir
börn sín en Þjóðargjöfin er
ávísun upp á kr. 1.000 krónur
ef keypt er bók, útgefin á Ís-
landi, fyrir a.m.k. kr. 3.000.
Gjöfin er samstarfsverkefni
Félags íslenskra bókaútgef-
enda, Glitnis og bóksala.
Alþjóðadag-
ur bókarinn-
ar haldinn
hátíðlegur
Morgunblaðið/Ásdís
Bókaormar Markús Máni, Sigrún Eldjárn, Bjarni Ármannsson og Magga Stína í Iðu-húsinu.
MARÍA krónprinsessa og Friðrik
krónprins fóru í gær heim af ríkis-
sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn
með litlu stúlkuna sem leit þar
heiminn um helgina. Fylgdi þeim
mikill sægur af blaðamönnum og
ljósmyndurum og margar sjón-
varpsstöðvar voru með beina út-
sendingu.
Mörg hundruð manns biðu úti
fyrir sjúkrahúsinu með danska fán-
ann og vonuðust að sjálfsögðu allir
eftir því að sjá þeim hjónum og litlu
prinsessunni bregða fyrir.
„Hún svaf vel og hefur raunar
verið mjög góð við hana mömmu
sína,“ sagði María prinsessa bros-
andi með barnið í fanginu. „Við höf-
um ekki enn ákveðið hvað hún á að
heita en erum að velta nokkrum
nöfnum fyrir okkur,“ sagði María
og vakti athygli á því að prinsessan
hefði svarta hárið frá henni.
Prinsessan litla er númer þrjú í
erfðaröðinni á eftir föður sínum og
bróður, Kristjáni prinsi, sem fædd-
ist 15. október 2005. María eða
Mary Donaldson er frá Ástralíu og
gekk að eiga Friðrik í maí fyrir
þremur árum. Tók hún því ekki
ólíklega að börnin yrðu fleiri.
Prinsessan er
með svarta
hárið hennar
mömmu sinnar
Reuters
Stoltir Foreldrarnir stilltu sér upp
með hina nýfæddu prinsessu fyrir
utan sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn.
Fréttir á SMS