Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 128. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SKOÐAR SJÁLFIÐ ELÍN HANSDÓTTIR Í HÓPI HEIMSKUNNRA MYND- LISTARMANNA Á SÝNINGU Í ÞÝSKALANDI >> 30 Í VITLAUSU KJÖRDÆMI OG TUDDI Í FRAMBOÐI Í SPARIFÖTUM KOSNINGASÖGUR >> 12 framsokn.is Árangur áfram - ekkert stopp FORMENN stjórnmálaflokkanna rýndu í niðurstöður síðustu skoð- anakönnunar Capacent Gallup fyr- ir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið áður en umræður þeirra hófust í sjónvarpssal í gærkvöldi. Frá vinstri eru þau Steingrímur J. Sigfússon, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde, Jón Sigurðsson og Guðjón Arnar Krist- jánsson. Ómar Ragnarsson var í nýju hlut- verki í sjónvarpssal, sem flokks- leiðtogi en ekki spyrill. Á minni myndinni bera þeir Geir Haarde forsætisráðherra saman bækur sínar. Formenn rýna í tölurnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hver vinnur og hver tapar í kosningunum samkvæmt síðustu skoðanakönnuninni? hangið á bláþræði samkvæmt Gall- up-könnununum, hún ýmist verið með nauman meirihluta eða stjórn- arandstaðan náð eins þingmanns meirihluta. Samkvæmt nýjustu raðkönnun- inni er stjórnin fallin en séu allar kannanir Gallup í vikunni, með 3.160 manna úrtaki, lagðar saman heldur stjórnarmeirihlutinn með 49,9% at- kvæða og 32 þingmenn. Svipuð mynd birtist þegar skoðuð eru svör kjósenda við spurningunni hvort þeir styðji stjórnina eða séu henni andvígir. Alla vikuna hafa fylkingarnar verið nánast hnífjafnar og þegar öll svör vikunnar eru lögð saman segjast 50,5% þeirra, sem tóku afstöðu, styðja stjórnina en 49,5% eru henni andvíg. Þótt þingmeirihluti stjórnarinnar haldi er hins vegar langt í frá sjálf- gefið að hún haldi samstarfi sínu FRÉTTASKÝRING Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN missir þing- meirihluta sinn samkvæmt niður- stöðum síðustu raðkönnunar Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarp- ið, sem gerð var dagana 9. til 10. maí. Samkvæmt könnuninni fær Sjálf- stæðisflokkurinn 38,4% og bætir heldur við sig á lokasprettinum. Fylgi Framsóknarflokksins dalar á ný og mælist nú 10,3%. Samanlagt eru þetta 48,7%, sem skila stjórnar- flokkunum 31 þingmanni. Kaffibandalagið svokallaða hefur hins vegar nauman þingmeirihluta með 32 þingmenn, samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar. Frjálslyndir fá 6%, Vinstri grænir 17,6% og Sam- fylking 25,8%. Alla vikuna hefur líf stjórnarinnar áfram og gerist langlífasta stjórn Ís- landssögunnar. Framsókn í vinstri stjórn? Innan Framsóknarflokksins eru tvö sjónarmið áberandi á lokaspretti kosningabaráttunnar. Annað þeirra er að fái flokkurinn ekki meira en 10–11% atkvæða eigi hann að vera utan stjórnar og endurnýja sig í stjórnarandstöðu. Hitt er að flokkurinn eigi að skipta um lið og fara í vinstri stjórn; eitt kjörtímabil enn með Sjálfstæðis- flokknum myndi endanlega gera út af við flokkinn. Í vinstri stjórn fengi hann hins vegar tækifæri til að sýna á sér nýjar hliðar – og meiri völd, enda yrði hann í oddaaðstöðu og gæti jafnvel krafizt stjórnarforystu gegn stuðningi við vinstri stjórn. Það sem gæti styrkt stöðu Fram- sóknarflokksins í viðræðum um slíka vinstri stjórn með gamla laginu er að þrátt fyrir að Kaffibandalagið fengi meirihluta treysta Vinstri græn og Samfylkingin frjálslyndum ekki nema mátulega. Ýmis þingmanns- efni flokksins eru lítt reynd í pólitík og tiltölulega óþekkt stærð. Fram- sóknarflokkurinn getur því verið vænlegri samstarfskostur vinstri- flokkanna enda væntanlega bæði með fleiri þingmenn og meiri reynslu af stjórnarsamstarfi en Frjálslyndir. Líf stjórnarinnar hangir á bláþræði Í HNOTSKURN » Á mánudag virtist stjórn-in myndu lifa með 32 menn, á þriðjudag var hún fallin með 31. » Á miðvikudag hresstisthún verulega; hefði fengið 33 þingmenn miðað við tölur Gallup. »Á fimmtudag minnkaðimeirihlutinn í 32 og nú stefnir í að stjórnin falli.  Ríkisstjórnin með 31 þingmann í síðustu raðkönnun Gallup  Áframhaldandi samstarf stjórnarflokk- anna óvíst jafnvel þótt meirihlutinn haldi  Fylgjendur og andstæðingar stjórnarinnar álíka margir  Meirihlutinn virðist fallinn | 4                           !" #    $%  &  '&  !"  (   HELGI Tómasson er virtur dans- frömuður á heimsmælikvarða sem ritað hefur nafn sitt á spjöld danssög- unnar, bæði sem dansari, listdans- stjóri og danshöfundur,“ segir Anna Kisselgoff sem lét af störfum sem að- aldansgagnrýnandi New York Times á síðasta ári en hún hefur fylgst með ferli Helga í rúm þrjátíu ár og var fyrsti gagnrýnandinn sem spáði hon- um frama í dansheiminum. Kisselgoff, sem kemur til landsins til að fylgjast með sýningu San Francisco-ballettsins á Listahátíð í Reykjavík, segir að nánast útilokað sé að benda á nokkra veikleika í dansi Helga. „Helgi var í raun hinn full- komni dansari,“ segir hún og bætir við: „Það var alltaf svo mikil mennska í dansi Helga, einhver mannlegur þáttur í túlkun hans.“ Kisselgoff segir ennfremur að Helgi hafi unnið mikið afrek sem list- rænn stjórnandi San Francisco- ballettsins: „Hann fer sér að engu óðslega en er mjög sterkur stjórn- andi. Það að hann er hljóðlátur í framgöngu þýðir ekki að hann sé feiminn eða óákveðinn.“ Helgi Tómasson hefur ritað nafn sitt á spjöld sögunnar Helgi Tómasson Anna Kisselgoff  Helgi Tómasson | Lesbók
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.