Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragn- arsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HEILSUVIKU lauk í Vesturbæjarskóla í gær. Meðan á henni stóð var lögð áhersla á fjóra þætti; hreyfingu, mataræði, öryggi í íþróttum og geðheilbrigði. Hvern dag vikunnar var dagskrá helguð efninu. Bekkirnir unnu verkefni, fóru í heimsóknir og fengu gesti. Í gærmorgun hjálpuðu nemendur í sjöunda bekk Árna Þór Arnórssyni, matreiðslumeistara skólans, að undirbúa hlaðborð í hádeginu þar sem vitaskuld var lögð áhersla á hollustu. Hér fylgjast Hrefna Birna Björnsdóttir umsjónar- kennari og nokkrir nemendur með Árna Þór gera grein fyrir krásunum á hlaðborðinu. Hollusta í heilsuviku Morgunblaðið/RAX FJÖLMARGT starfsfólk vant- ar í ferðaþjónustustörf í sumar, bæði faglært og ófaglært, í ým- is störf. Þensla og meiri eftir- spurn veldur þessu og koma fjölmargir erlendir starfsmenn af Evrópska efnahagssvæðinu til vinnu á vettvangi ferðaþjón- ustunnar hérlendis í sumar líkt og undanfarin ár – en samt vantar fólk. Víða erfitt að manna stöður Að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, vantar margt viðbót- arfólk til starfa í sumar og erfitt er að manna stöð- ur víða. Mörgum hefur þó tekist að ljúka ráðn- ingum en það á þó alls ekki við um alla. „Víða er erfitt að fá faglært matreiðslu- og framreiðslu- fólk,“ bendir Erna á. Hún segir að almennt sé skortur á matreiðslufólki í Evrópu og Ísland sé engin undantekning hvað það varðar. Yfir sumartímann þarf viðbótarstarfskraft á mörgum sviðum ferðaþjónustunnar, allt frá bens- ínsjoppum til hótela og afþreyingarfyrirtækja, að meðtöldum bílaleigum og rútufyrirtækjum, svo eitthvað sé nefnt. Allir þurfa að bæta við fólki yfir háannatímann „Flóran er gríðarlega fjölbreytt og allir þurfa að bæta við fólki hjá sér yfir háannatímann,“ segir Erna. „Það er mikið af útlendingum í vinnu við ferðaþjónustuna og þessi atvinnugrein er í svip- uðum sporum og margar atvinnugreinar varðandi vinnuafl, þó að árstíðasveiflan sé meiri hjá okkur.“ Erna bendir á að lengi hafi verið erfitt að fá fag- fólk til starfa og ekki batni ástandið nú þegar at- vinnuleysi hefur nánast aldrei verið jafnlítið. „Al- mennt á landinu er því mannekla og hún er nú meiri en verið hefur síðustu árin,“ segir hún. „Það er mikil þensla og mikil eftirspurn alls staðar.“ Vantar í ferðaþjónustu  Margt viðbótarfólk þarf til starfa í ferðaþjónustu í sumar og víða er erfitt að manna stöður  Mikill skortur er á faglærðu matreiðslu- og framreiðslufólki Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Erna Hauksdóttir Morgunblaðið/RAX HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðs- dóms yfir erlendum manni vegna rannsóknar á alvarlegu kynferðis- broti á Hótel Sögu þegar ungri konu var nauðgað þar 17. mars sl. Hinn grunaði situr í gæsluvarðhaldi til 6. júní samkvæmt dómi Hæsta- réttar. Rannsókn málsins er á loka- stigi hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu. Hinn grunaði hefur gengist undir geðrannsókn sem tók lengri tíma en ráðgert var vegna hegðunar hans. Lögreglan taldi rétt að bíða með yfirheyrslu yfir honum þar til niðurstaða geðrannsóknar lægi fyr- ir, svo og niðurstaða sálfræðirann- sóknar á konunni sem kærði at- burðinn. Af þessum ástæðum hefur útgáfa ákæru tafist. Lögreglan vildi fá gæsluvarðhaldið framlengt þar sem hún taldi manninn hættulegan öðrum konum ef hann gengi laus. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Áfram í gæslu- varðhaldi Sakaður um að hafa nauðgað ungri konu Í DAG eru allar líkur á því að kjósendur á suð- urhelmingi landsins fái mun betra kosninga- veður en kjós- endur á norð- urhelmingi þess. Spáð var létt- skýjuðu að mestu fyrir sunnan en úr- komu á Norðaustur- og Austur- landi. Að sögn Óla Þórs Árnason- ar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, gæti byrjað að snjóa á Norðausturlandi með morgninum en búist var við einhverjum élja- gangi á öllu Norðurlandi í nótt. Að sögn Óla Þórs er ekkert óeðli- legt við snjóhret í fyrrihluta maí. Búist er við úrkomu á Vest- fjörðum og Norðvesturlandi í dag en þó ekki eins mikilli og á Norð- austur- og Austurlandi. Hiti verð- ur á bilinu 0–10 stig, heitara verður þó á sunnanverðu landinu. Á kjördag fyrir fjórum árum var frekar svalt á landinu öllu eða 5–8 stiga hiti en engin snjó- koma. Sólskin eða él á kosningadag Veður verður gott fyrir sunnan í dag, ef að líkum lætur. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BORGARRÁÐ hefur samþykkt drög að samningi við hjúkrunar- heimilið Eir um úthlutun bygging- arréttar fyrir öryggisíbúðir í Spöng- inni og samstarf, samvinnu og verkaskiptingu vegna framkvæmda og rekstrar byggingar öryggisíbúða og þjónustu- og menningarmiðstöðv- ar í Spönginni í Grafarvogi. Samkvæmt samningnum byggir Eir öryggisíbúðirnar og Reykjavík- urborg þjónustu- og menningarmið- stöðina. Í henni er meðal annars gert ráð fyrir aðstöðu fyrir Miðgarð, Borgarbókasafn, íþrótta- og tóm- stundaráð, heimaþjónustu, heima- hjúkrun, matsal, fundarsal, kirkju- sel, lögreglu, dagdeild, fótaaðgerðar- stofu, hársnyrtingu, sjúkraþjálfun og læknis- og hjúkrunaraðstöðu. Innangengt verður úr öryggisíbúð- unum í þjónustu- og menningarmið- stöðina. Í desember 2005 fól borgarráð framkvæmdasviði borgarinnar að vinna frumáætlun vegna byggingar þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni. Í júní í fyrra skipaði borgarstjóri starfshóp til að setja fram tillögur um úrræði í húsnæðis- málum aldraðra og í október sl. var skrifað undir viljayfirlýsingu við Eir um uppbyggingu þjónustu- og ör- yggisíbúða auk þjónustu- og menn- ingarmiðstöðvar í Spönginni. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir að þessi miðstöð sé löngu tímabær og geti orðið mikil lyftistöng fyrir hverfið. Reykjavík semur við Eir Borgin reisir menningarmiðstöð ÍTARLEG umfjöllun verður um úr- slit alþingiskosninganna á mbl.is, fréttavef Morgunblaðsins. Hægt verður að fletta upp öllum tölum sem kjörstjórnir birta um úrslit í ein- stökum kjördæmum. Þar verður einnig hægt að fá upplýsingar um hvaða menn eru inni miðað við töl- urnar og hve miklu munar á þeim og næstu mönnum. Á fréttavefnum verður lögð áhersla á að ná tali af frambjóðend- um og fá viðbrögð frá þeim við úrslit- um kosninganna. Einnig verður þar að finna viðbrögð forystumanna flokkanna við úrslitunum og frétta- skýringar um stöðu mála. Vakt verður á fréttavefnum þar til úrslit liggja fyrir. Þar verður því hægt að fletta upp endanlegum töl- um í einstökum kjördæmum um leið og þær liggja fyrir. Sömuleiðis nöfn- um þeirra sem kjörnir hafa verið á þing til næstu fjögurra ára. Hægt að fylgjast með útsendingu RÚV á mbl.is Sú nýjung verður á fréttavef Morgunblaðsins að þessu sinni að hægt verður að horfa á útsendingu Ríkissjónvarpsins með því að tengj- ast mbl.is. Á kosningavef Morgunblaðsins eru upplýsingar um skoðanakannan- ir sem birtust fyrir kosningar og fréttir sem tengjast kosningunum og fleira. Allar tölur og viðtöl á mbl.is ♦♦♦ VINNUSLYS varð við brunarústir húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis í Reykjavík í gær þegar karlmaður féll af vinnupalli. Hann var fluttur til meðferðar á brjóstholsdeild LSH en læknar á slysadeild töldu að rétt væri að fylgjast með því að brotin rifbein styngjust ekki inn í lungu og hjarta. Maðurinn féll í götuna úr um þriggja metra hæð og er talinn vera alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. Þá féll maður niður í lest við löndun úr fiskiskipinu Kap VE í Vestmannaeyjahöfn í gær. Féll af vinnupalli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.