Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 6
Í HNOTSKURN
» Mönnun fæðingardeildaút á landi fer batnandi þar
sem nýútskrifaðar ljósmæður
skila sér heim í hérað eftir
nám.
» Fæðingum á Vestfjörðumhefur fækkað úr 100, þeg-
ar mest var, í 60 á síðasta ári.
» Metár var í fæðingum áAkranesi árið 2006 og en
bætir í, eru nú orðnar 115 en
voru 78 á sama tíma í fyrra
FÆÐING einstaklings er mikill við-
burður í lífi foreldra. Nú hafa heil-
brigðisstofnanir farið að birta til-
kynningar um fæðingar á
heimasíðum sínum og fylgir þeim
mynd af nýburanum. Með þessu móti
er nú fjarstöddum fjölskyldu-
meðlimum og vinum gert mögulegt
að líta nýjan fjölskyldumeðlim augum
fljótlega eftir fæðingu.
Mælist vel fyrir
Morgunblaðið hafði tal af ljós-
mæðrum víðsvegar um landið til að
forvitnast um viðtökur á þessari nýj-
ung. Sigrún Kristjánsdóttir, ljós-
móðir á Heilbrigðisstofnun Suður-
lands, sagði myndbirtingar af
nýburum hafa byrjað árið 2005.
Að sögn Sigrúnar er það gert með
samþykki foreldra. Þessu sé afar vel
tekið og hún viti ekki um neinn sem
hafi hafnað því.
Undir þetta tekur stallsystir henn-
ar Halldóra Karlsdóttir hjá Heil-
brigðisstofnun Ísafjarðarbæjar. Það
eru nokkrar vikur síðan þau fóru að
birta myndirnar en nú séu allir ný-
burar frá áramótum komnir inn. Hún
segir viðtökur foreldra afskaplega
góðar og síðuna mikið heimsótta af
fjölskyldu og vinum. Á Sjúkrahúsinu
á Akranesi og Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja er sömu sögu að segja af
viðtökum en myndirnar eru víðast
settar inn eins fljótt og verða má.
Fæðingardeildir stóru sjúkrahús-
anna, Landspítala Háskólasjúkra-
húss og Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri, hafa ekki tekið upp þann
sið að birta myndir af nýburum á
heimasíðum sínum.
Fæðingum fækkað
á Vestfjörðum
Í ljósi umræðu um fyrirsjáanlega
fjölgun fæðinga á kvennadeild LSH í
sumar og manneklu á deildinni lék
Morgunblaðinu forvitni á að fræðast
um stöðu mála annars staðar um
landið. Á Akureyri hefur fæðing-
artíðni haldist nokkuð jöfn und-
anfarin ár, um 420 börn hafa fæðst á
ári. Að sögn Ingibjargar H. Jóns-
dóttur yfirljósmóður er gert ráð fyrir
einhverri fjölgun fæðinga í júl-
ímánuði. Það muni því verða meira
álag á starfsfólk þá enda gangi erf-
iðlega þar eins og víðar að ráða fólk til
afleysinga.
Aftur heim eftir ljósmóðurnám
Á Ísafirði fengust þær upplýsingar
að fæðingartíðni væri svipuð nú og
undanfarin ár, eða um 60 á ári. Þetta
sé þó mun minna en þegar mest var
áður fyrr þegar fæðingar voru um
100 á ári, að sögn Halldóru Karls-
dóttur ljósmóður.
Sara Hauksdóttir, ljósmóðir á
Sjúkrahúsinu á Akranesi, sagði að
um verulega fjölgun fæðinga væri að
ræða hjá þeim. Á sama tíma í fyrra
hefðu verið komnar 78 fæðingar en
væru nú orðnar 115. Þó hafi árið 2006
verið met ár, eða 238 fæðingar.
Anna Rut Sverrisdóttir, yfirljós-
móðir á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja, segir fæðingartíðni fara vax-
andi núna en fyrir tveimur árum hafi
verið fækkun. Mönnun hjá henni væri
orðin nokkuð góð og útlitið ágætt fyr-
ir sumarið. Því væri helst að þakka að
nýútskrifaðar ljósmæður væru að
skila sér heim og það væri svo víðar.
Hafdís Edda Eggertsdóttir, yf-
irljósmóðir á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Neskaupstað, sagði nýútskrifaða
ljósmóður vera að koma til starfa og
ekki vanþörf á þar sem hún hefði ver-
ið ein nú um nokkurn tíma. Fæð-
ingum á Austurlandi hafi fjölgað úr
um 50 á ári í 70 árið 2006 og útlit fyrir
að maí og júní verði mjög líflegir hjá
sér.
Á Selfossi verður annasamt sumar,
en fæðingartíðni hefur verið nokkuð
jöfn undanfarin ár eða 150 til 160 fæð-
ingar á ári að sögn Sigrúnar Krist-
jánsdóttur.
Heimasíður
mikið skoðaðar
Morgunblaðið/Ásdís
Netvæddir nýburar Á heimasíðum nokkurra heilbrigðisstofnana má nú sjá tilkynningar um fæðingar. Þessi ný-
fædda dama lét sér þó fátt um tilstandið finnast en hún svaf værum blundi á fæðingardeild LSH í gærmorgun.
Myndir af nýburum á Netinu mælast mjög vel fyrir af foreldrum og aðstandendum þeirra
Eftir Þór Gíslason
Nýtt met í fæðingum á Akranesi
6 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
RÍFLEGA sautján þúsund manns
fá nú að kjósa til Alþingis í fyrsta
skipti en þessi fjöldi kjósenda er
nánast á við heilt kjördæmi ef enn
einn talnasamanburðurinn fær hér
að líta dagsins ljós á síðustu klukku-
stundum í aðdraganda þingkosning-
anna 2007. Hér er reyndar vísað til
fámennasta kjördæmis landsins,
Norðvesturkjördæmis. Ef marka
má kjörsókn á landsvísu í síðustu
kosningum má gróflega reikna með
að tæp 15 þúsund nýrra kjósenda
neyti atkvæðisréttar síns að þessu
sinni. Það er síðan önnur umræða
hvort yngri kjósendur hafi minni
áhuga á kosningum og pólitík en
hinir eldri. Hins vegar má á það
benda að í síðustu kosningum tók
yngri kynslóðin duglegan kipp í röð-
um frambjóðenda og síðar þeirra
sem náðu kjöri því þá settust þrír
þingmenn undir 27 ára aldri á þing
og hafa aldrei verið fleiri. Allt um
það, ríflega 221 þúsund manns hafa
kosningarétt um land allt og eru
konur heldur fleiri en karlar. Kjós-
endum með lögheimili erlendis hef-
ur fjölgað lítillega frá síðustu kosn-
ingum, eru nú 8.793 talsins eða 4%
kjósendatölunnar. Hefur þeim fjölg-
að um 65 frá síðustu kosningum.
Lokað kl. 22 á kjördag
Um upphaf og lok kjörfundar
gilda þær reglur að kjörstaðir skulu
opnaðir á bilinu 9–12 árdegis og
skal sveitarstjórn eða yfirkjörstjórn
auglýsa nákvæma tímasetningu
með hæfilegum fyrirvara. Megin-
reglan við lok kjörfundar er að at-
kvæðagreiðslu megi ekki slíta fyrr
en átta klukkustundir eru liðnar frá
því að kjörfundur hófst og ekki fyrr
en hálf klukkustund er liðin frá því
að kjósandi gaf sig síðast fram. Frá
þessari meginreglu er þó sú und-
antekning að atkvæðagreiðslu megi
slíta ef allir sem eru á kjörskrá hafa
greitt atkvæði og eftir fimm klukku-
stundir ef öll kjörstjórnin og um-
boðsmenn eru sammála um það,
enda sé hálf klukkustund liðin frá
því að kjósandi gaf sig síðast fram.
Kjörfundi skal þó slitið eigi síðar en
kl. 22 á kjördag.
Í Suðurkjördæmi eru 30.597 þús-
und manns á kjörskrá og fjölgar um
rúm tvö þúsund frá síðustu kosn-
ingum. Atkvæðin verða talin í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Í Suðvesturkjördæmi, langfjöl-
mennasta kjördæminu, eru 54.584 á
kjörskrá og fjölgar umtalsvert frá
síðustu kosningum, eða um tæplega
6 þúsund manns. Í kjördæminu eru
kjördeildir 47 talsins og atkvæði
verða talin í Íþróttahúsinu við
Kaplakrika og fyrstu tölur birtar
um kl. 22 að sögn Bjarna S. Ás-
geirssonar, formanns yfirkjör-
stjórnar.
í Norðvesturkjördæmi eru 21.126
manns á kjörskrá og eru kjördeildir
52. Talning fer fram í Íþróttahúsinu
í Borgarnesi við Þorsteinsgötu og
ráðgert að birta fyrstu tölur um kl.
22. Sömu sögu er að segja úr Norð-
austurkjördæmi en talning fer fram
í KA-heimilinu á Akureyri. Á kjör-
skrá eru 27.888 manns og fjölgar
um tæp 1.800 frá síðustu kosning-
um. Kjördeildir eru 44 og gerir Jón
Kr. Sólnes, formaður yfirkjörstjórn-
ar, ekki ráð fyrir því að norðanhret-
ið sem er í veðurkortunum spilli
mikið fyrir söfnun atkvæða.
Reykjavíkurkjördæmin tvö, suður
og norður, hafa samanlagt ríflega 96
þúsund manns á kjörskrá. Í Reykja-
víkurkjördæmi suður eru 43.398
kjósendur og eru kjördeildirnar 40.
Verður talið í íþróttahúsi Haga-
skóla. Í Reykjavíkurkjördæmi norð-
ur eru 43.775 manns á kjörskrá og
eru kjördeildir 39. Talning fer fram
í Ráðhúsinu.
Löng kosninganótt framundan
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Margir kassar Þessir kjörkassar voru fluttir á börum inn í Ráðhús Reykjavíkur í gærkvöldi.
Hvað skila sér margir úr hópi nýrra kjósenda? Fyrstu tölur birtast um klukkan 22 í kvöld
STARFSFÓLK kjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi
norður vann að því í gær að koma kjörseðlum fyrir í
innsiglaðri geymslu til notkunar á kjörstöðunum sex í
dag. Mikillar umferðar má vænta á kjörstöðum víða um
land en hinu má ekki gleyma að hægt er að kjósa víðar
en á kjörfundi. Margir nýta sér utankjörfundarkosn-
ingu og eins má fólk kjósa heima hjá sér ef ákveðnum
skilyrðum er fullnægt samkvæmt lögum. Kjósa má á
skipum, sjúkrastofnunum og í fangelsum. Kosning fór
fram á fimmtudag í fangelsinu Litla-Hrauni.
Feiknamikil utankjörfundaratkvæðagreiðsla var í
Laugardalsöll í gær í umdæmi sýslumannsins í Reykja-
vík, þ.e. báðum Reykjavíkurkjördæmunum og í Suð-
vesturkjördæmi. Voru tæp 11 þúsund atkvæði greidd
um kl. 19 og 1.350 aðsend að auki. Var þetta þegar orð-
ið um 1.700 atkvæðum meira en í síðustu kosningum.
Utankjörfundaratkvæðin fara í innsiglaða kjörkassa
sem fluttir eru í Ráðhúsið á kjördag og dreift í viðeig-
andi kjördeild. Þar eru atkvæðin talin þegar lokað hef-
ur verið fyrir atkvæðagreiðslu. Kjósendur sem kosið
hafa utan kjörfundar, geta fram að því komið á kjör-
fund og greitt atkvæði aftur og þar með ógilt utankjör-
fundaratkvæðið sitt ef þeim hefur snúist hugur í milli-
tíðinni.
Fleiri kjósa nú utankjörfundar en síðast