Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Vorum við ekki frekar að hugsa um einhvern lit í stíl við kortareikninginn heldur en garð- inn okkar, var það ekki, Nonni minn? VEÐUR Ómar Ragnarsson, formaður Ís-landshreyfingarinnar, hélt í eitt hálmstrá í sjónvarpsumræð- unum í gærkvöldi. Það hálmstrá var Ólafur F. Magnússon, læknir, sem Ómar hélt fram, að hefði tvöfaldað fylgi sitt í borgar- stjórnarkosningum á sínum tíma á einum degi.     Þessi röksemddugar Ómari ekki. Líkurnar á því, að daglegar skoðanakannanir í þessari viku hafi náð að end- urspegla hreyf- ingar á meðal kjósenda eru miklar. Og sam- kvæmt þeim á Íslandshreyfingin enga möguleika á að koma manni á þing.     Auðvitað er hugsanlegt að Ómarihafi tekizt að snúa svo mörg- um kjósendum til fylgis við sig í sjónvarpsumræðunum, sem fram fóru eftir að niðurstöður síðustu skoðanakönnunar lágu fyrir að það dugi honum til að komast á þing en það er mjög ósennilegt.     Það er umhugsunarefni hversvegna Íslandshreyfingunni hefur gengið svona illa.     Kannski er það vegna þess, aðsviðsljósið hefur nánast ein- göngu beinzt að Ómari og Margrét Sverrisdóttir hefur varla sést.     Kannski er það rétt, sem Þor-steinn Pálsson, ritstjóri Frétta- blaðsins, hefur sagt, að þjóðin hafi fengið útrás í kosningunni í Hafn- arfirði og umhverfismálin horfið af dagskrá.     En að kvöldi föstudags fyrir kjör-dag er ljóst að hvorki frægð né væntumþykja heillar þjóðar er örugg trygging fyrir kjöri á þing. STAKSTEINAR Ómar Ragnarsson Ónýt röksemd SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                 *(!  + ,- .  & / 0    + -                             12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                !"  #     :  *$;<              !""  "    #    $ " %       "  &' "  *! $$ ; *! $%  & " % " '  (" )( =2 =! =2 =! =2 $'"&  * # +,!(-  <         6 2  .&$/0 & - 1   "     ( (  # !% 2 ("3    ( # .  #% ( ;  4! 0"+ "  (" ( 0     & ( & $"    #" ) ("$  3( 450 # .  %6 ( *  4/0"+   ( &  1  $'!"   1## " ) (" 4/0 #   $0 # .     # ("2  $50 #  71 (66  ("5 ( !(* # 3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A 2 2                 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Stefán Friðrik Stefánsson | 11. maí 2007 Samsæri í Eurovision Ólgan hefur oft verið ráðandi hér heima, allt frá því að Selmu Björnsdóttur mis- tókst að komast upp úr botninum með If I had your love í maí 2005 í keppninni í Kiev. Í fyrra var talað um að Silvía Nótt hefði skemmt fyrir sér og því ekki komist áfram. Staða Eiríks nú vekur nýjar spurningar. Meira: stebbifr.blog.is Eva Þorsteinsdóttir | 11. maí 2007 Hreiðurgerð óléttrar konu Hreiðurgerð óléttrar konu er eitt magnaðasta fyrirbrigði mannlegs eðlis. Kona sem að öllu jöfnu telst í fullkomnu jafnvægi og ballanserar lífi sínu á fullkominn máta, umbreytist á einhvern dul- arfullan hátt í hugsun og forgangs- röðun um leið og hún kemst að því að nýr einstaklingur hefur tekið sér bólfestu í líkama hennar. Meira: evathor.blog.is Jakob Smári | 11. maí 2007 Höldum bara okkar eigin keppni Ég legg til að við Ís- lendingar höldum bara okkar eigin Eurovisi- onkeppni og leyfum engum öðrum að taka þátt. Ekki einu sinni Færeyingum, og alls ekki Pólverjum. Þá er allavega öruggt að það verður íslenskt lag í fyrsta sæti og íslenskur flytjandi. Þetta gæti verið einskonar hreppa- keppni eða keppni á milli kaupstaða. Meira: jakobsmagg.blog.is Anna Karen | 11. maí 2007 Síðbúin undan- úrslitaskýrsla Búlgaría – Engan veg- inn eins flott og í myndbandinu, en ég held samt með laginu áfram vegna mynd- bandsins. Ísrael – 30% fyndið og 70% sorglegt. En ég virði þá mjög fyrir að minna mig á húbba húlla. Evridikí frá Kýpur er lang- flottasta kellan sem hefur nokkru sinni tekið þátt. Lagið skipti engu en útlit hennar var æðislegt. Hún klæddist meir- aðsegja í silfur Verka til heiðurs. Og röddin hennar er ekkert smá þægi- leg og kúl. Herra Colgatebros eða hvað sem hann hét frá Hvíta-Rússland var yndislegur. Þetta var ótrúlega hall- ærislegt og væmið atriði, miðað við hvað myndbandið var flott, en hann sjálfur heillaði mig. Ég veit ekki hvað það er með mig og Rússa, þeir er bara svo mjóir og hvítir oftast. Ef bætt er við söng þá ræð ég ekki við mig. Hann hlýtur að fljúga inní úrslitin. Ísland – Vá, Eiki bætti upp fyrir að hata Verka!!! Þvílíkur töffari og söngvari. Mér er sama hvort við komumst áfram eða ekki. Eiki var töfrandi svalur. Georgía – Ótrúlega rosalega flott. Svartfjallaland – Leiðinlegt lag en búningarnir voru flottir og sýndu mismunandi blæbrigði mannkyns- sögunnar. Sviss – Úps, ekki einu sinni ég heillast af þessum vampírum. Mig langaði samt alveg til þess, en jamm, það er erfiðara að vera hræddur við dj Bobo en Lestat. Nærbuxnalausa Natalía frá Mol- davíu stóð sig prýðilega, já hreint al- veg prýðilega. Bardagastúlka. Ég held með henni. Holland – Leiðinlegt. Albanía – Leiðinlegt. Þegar dramadrottningin danska kom á sviðið fannst mér einsog væri kominn hálfleikur í keppninni og núna væri talsmaður keppninnar að skemmta okkur… Þetta var rosa- lega miðsvæðis… Króatía – Gamaldags. Mig langar ekki að skjóta mig í hausinn af leið- indum, en það er eina hrósið sem þetta lag fær frá mér. Meira: halkatla.blog.is BLOG.IS UMHVERFISRÁÐHERRA hefur skipað sérfræðinganefnd til að kanna möguleika á samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Nefndin er skipuð í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í loftslags- málum sem ríkisstjórnin samþykkti 15. febrúar sl. Nefndin á að fjalla um möguleika á að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda í eftirfarandi geirum: orkufram- leiðslu; samgöngum og eldsneytis- notkun; iðnaðarferlum; sjávarútvegi; landbúnaði; og meðferð úrgangs. Einnig skal farið yfir möguleika á bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi og hugsanlega í jarðlögum eða undir hafsbotni. Aðgerðir til skemmri tíma Nefndinni er falið að meta kosti og hagkvæmni helstu aðgerða sem nefndar eru í stefnu stjórnvalda til að minnka verulega nettólosun gróður- húsalofttegunda, auk annarra að- gerða sem til greina kæmu í sama til- gangi. Nefndin skal einkum skoða möguleika á aðgerðum sem hafa áhrif til skemmri tíma, þ.e. á næsta áratug eða svo, en einnig fjalla um möguleika á tæknilegum lausnum sem gætu haft umtalsverð áhrif síðar. Nefndin á að bera stöðu Íslands saman við stöðu annarra ríkja varð- andi möguleika á minnkun losunar og hversu loftslagsvænir helstu þættir atvinnulífsins og samfélagsins teljast. Nefndin skal skila skýrslu til um- hverfisráðherra fyrir 31. mars 2008, þar sem fram koma möguleikar á að draga úr losun eða auka bindingu í einstökum geirum, auk mats á kostn- aði og hagkvæmni einstakra leiða. Að þeim tíma loknum verður tekin ákvörðun um hugsanlegt áframhald vinnu nefndarinnar. Í nefndinni sitja: Brynhildur Dav- íðsdóttir, dósent við Háskóla Íslands í umhverfis- og auðlindafræðum, for- maður, Ágústa Loftsdóttir, starfs- maður Vettvangs um vistvænt elds- neyti, Birna Hallsdóttir, sérfræðing- ur hjá Umhverfisstofnun, Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, Daði Már Kristófersson, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, Guðberg- ur Rúnarsson, verkfræðingur, fram- kvæmdastjóri Landssambands fisk- eldisstöðva, Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, og Þor- steinn I. Sigfússon, prófessor við HÍ. Sérfræðinganefnd um loftslagsmál Kanna möguleika á að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.