Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 12

Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 12
12 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjördagur hefur í gegnum tíðina verið mikill hátíðisdagur. Eldri kynslóðin rifjar oft upp með nokkrum söknuði þegar allir fóru í sitt fínasta púss og þótti jafnvel dónaskapur að mæta ekki uppáklæddur á kjörstað. Halla Gunnarsdóttir kíkti á gamlar myndir af kjördegi og spjall- aði við reynslubolta um allt land sem deildu með henni skemmtilegum sögum tengdum kosningum, framboði og kjördegi. Sumar hafa eflaust breyst örlítið í förum manna á milli en aðrar eru dagsannar. Spaugileg atvik og þjóð í sparifötum Morgunblaðið/RAX Á kjörstað Stemningin á kjörstöðum lands- ins hefur breyst með tímanum. Þessi mynd er frá 2003 en drengurinn þarf að bíða að- eins lengur með að kjósa sjálfur. Ljósmynd/Karl Christian Nielssen Í sparifötunum Kjördagur hefur í gegnum tíðina verið mikill hátíðisdagur og fólk fór að öllu jöfnu í sitt fínasta púss. Þessi mynd er tekin í Reykjavík á kjördag á 4. áratugnum, með Sundhöllina í baksýn. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þyrpst á kjörstað Stundum getur skapast örtröð á kjörstað þótt skipulag- inu fari sífellt fram. Þarna má sjá kjósendur fyrir utan Miðbæjarskólann í Reykjavík og öryggismál virðast vera í góðum höndum. Í þriðja lagi er hún dauð ÁÐUR fyrr tíðkaðist það að fram- bjóðendur úr sömu kjördæmum ferðuðust saman í bílum milli fram- boðsfunda, jafnvel þótt um hat- römmustu andstæðinga væri að ræða. Gefum Sverri Hermannssyni orðið: „Það eru til nokkrar útgáfur af þessari sögu en hún segir af fram- bjóðendunum Árna Eylands og Páli Zóphóníassyni úr Norður- Múlasýslu sem voru á leið saman í bíl. Þeir voru að aka niður Jökuldal norðan Jökulsár. Þegar þeir nálg- ast brúna vill Árni endilega skreppa heim að bæ austan við ána og heimsækja hana Guðrúnu sína. Páll þvertekur fyrir það og þeir þræta um þetta. Árni segist endi- lega vilja tala við hana Guðrúnu sína, enda sé hún kjósandi sinn. Þetta heldur áfram þar til Páll seg- ir: Í fyrsta lagi heitir hún ekki Guðrún heldur Ingibjörg. Í öðru lagi kýs hún mig en ekki þig. Og í þriðja lagi er hún dauð.“ Svefnpillur eða blóðmeinafræði Í AÐDRAGANDA kosninga verða frambjóðendur, jafnt sem aðrir þátttakendur í baráttunni, heldur tuskulegir af miklum þeytingi og endalausri vinni. Þegar svo lagst er til hvílu á örþreytt fólkið oft erfitt með að festa svefn enda vilja hugsjónir og hugsanir um allt sem er gert og ógert illa víkja fyrir Óla Lokbrá. Þannig var um kosningastjóra Alþýðu- bandalagsins í lok sjöunda ára- tugarins. Gefum Úlfari Þormóðs- syni orðið: „Ég var orðinn alveg gríð- arlega vansvefta og veikur rétt fyrir kjördag. Ég sneri mér þá til læknis og bað um svefnlyf. Lækn- irinn var hins vegar sjálfur í flokknum og þverneitaði að láta mig fá slík lyf í þessari miklu baráttu. Þetta var dr. Ólafur Jensson, blóðbankastjóri. „Ég skal láta þig hafa eitt alveg öruggt þannig að þú steinliggur,“ sagði hann og lét mig hafa ágrip af doktorsritgerðinni sinni í blóð- meinafræði. Hana á ég enn og hef aldrei komist lengra niður en hálfa síðu!“ Ég dey fyrir kosningar EITT sinn gerðist það að nokkrum dögum fyrir kosningar hringdi kona á kosningaskrifstofu, sagðist forspá og spurði hvort hún mætti ekki kjósa utankjörfundar þar sem hún yrði dáin á kjördag. Hún fékk já- kvætt svar en vöflur komu á menn þegar hún óskaði eftir því að mað- urinn hennar fengi að kjósa líka, enda yrði hann svo miður sín við dauða eiginkonunnar þegar þar að kæmi að það gæti reynst erfitt fyrir hann að fara á kjörstað. Eftir smá umhugsun var henni svarað: „Allt í lagi, en láttu ekki vita fyrr en það er búið að telja.“ Konan reyndist svo ekki nema hálfforspá því ekki var hún dáin þeg- ar gengið var til kosninga en nóttina fyrir kjördag veiktist hún þó illa og var lögð inn á spítala. Í vitlausu kjördæmi KJÖRDÆMASKIPTING í Reykjavík hefur vafist dálítið fyrir kjós- endum og þá ekki síst eftir að Grafarholtinu var skipt í tvennt til að jafna atkvæðafjölda í kjördæmunum tveimur. Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem kjördæmi rugla fólk. Þannig segir af þeim Sig- hvati Björgvinssyni og Vilmundi Gylfasyni sem þá voru splunkunýir í framboði og vildu ferðast um Vestfirðina til að heimsækja kjósendur í sínu kjördæmi. Þeir byrja á bæ þar sem bóndinn heldur þeim á snakki langt fram eftir degi og farið er yfir öll helstu málefni kosninganna. Þegar samtalinu lýkur segir bóndinn: „Jæja strákar mínir, viljið þið ekki drífa ykkur yfir í kjördæmið ykkar?“ Kom þá í ljós að þeir fé- lagar höfðu ruglast aðeins á kjördæmamörkunum. Krossaði við alla stafina KOSNINGAÞÁTTTAKA fólks sem ekki gengur fyllilega heilt til skógar hefur á síðustu árum vakið ýmsar spurningar, jafnvel deilur, sér- staklega ef um er að ræða fólk sem veit jafnvel lítið um hvað pólitíkin snýst. Kannski hefur tíðarandinn eitthvað breyst því á sínum tíma þótti það ekkert tiltökumál þótt menn reyndu að veiða allar sálir í harðri kosningabaráttu. Þannig segir frá sjávarplássi úti á landi. Gefum sögu- manni orðið: „Í bænum bjó einfaldur ein- staklingur með gott hjartalag, sem jafnan naut fylgdar á kjörstað og gilti um það lögmálið að fyrstur kemur, fyrstur fær. Svo er það einn kjördag- inn að karl faðir minn, mikill og ötull stjórnmálamaður, hreppir hnossið; er fyrstur á vettvang og leiðir atkvæðið sigri hrósandi fram hjá fulltrúum hinna flokkanna og að kjörborðinu. Kosningin fór fram að tjaldabaki, en pabbi beið þolinmóður fyrir framan og taldi sig hafa tönnlast nóg á X-B á leiðinni til þess að flokkur hans væri öruggur með sitt. Þegar einstakling- urinn hafði krossað við á kjörseðilinn kom hann fram undan tjaldinu og setti atkvæðið í kjörkassann, en faðir minn tók undir handlegg hans og leiddi hann út á leið í kosningakaffið. Hann gat þó ekki stillt sig um að strá svolitlu salti í sár andstæðinganna og sagði stundarhátt: „Þú hefur auðvitað kosið rétt.“ „Já,“ svaraði sá hjarta- hreini. „En ég gat ómögulega gert upp á milli svo ég krossaði bara við alla bókstafina.“ Konurnar auðvitað! Önnur saga kemur úr ætt blaða- manns og segir af þroskaheftri konu hverrar faðir var mjög virkur í Al- þýðubandalaginu og vann alltaf á kjörstað. Foreldrar hennar vildu eng- in áhrif hafa á kosningaþátttöku hennar og drifu hana því aldrei á kjörstað. Þótti á þessum tíma sumum þó skrítið að stjórnmálamaðurinn skyldi ekki nýta hvert einasta at- kvæði en foreldrunum þótti rangt að misnota atkvæði hennar á þann hátt. Dag einn í upphafi níunda áratug- arins tilkynnir stúlkan, sem þá var orðin kona, móður sinni hátíðlega að hún ætli að kjósa. „Og hvað ætlarðu að kjósa?“ spurði móðirin dálítið undrandi. „Nú konurnar auðvitað!“ svaraði hún og sagði síðar stolt frá því á kjörstað að hún hefði kosið Kvenna- listann, og jók með því samkeppni við flokk föður síns. Skrifaðu flugvöll! ÝMSAR sögur eru til um lof- orðagleði frambjóðenda í aðdrag- anda kosninga. Einhver sú fræg- asta segir frá Adolfi heitnum Björnssyni bankamanni í Útvegs- bankanum og eðalkrata úr Hafn- arfirði. Hann var einhverju sinni upp úr stríði gerður út af flokknum í kosn- ingaleiðangur vestur og hafði með Jón Magnússon, kaupfélagsstjóra úr Hafnarfirði, sér til fulltingis og sem bílstjóra. Komu þeir í Dýra- fjörð, hittu heimamenn og spurðust fyrir um hvað menn vanhagaði helst um á þessum slóðum. Heimamenn horfðu hver á annan nokkuð hugsi þar til einn þeirra kvað upp úr og sagði: „Það væri þá helst flugvöllur.“ „Skrifaði flugvöll, Jón,“ sagði þá Adolf. Er þetta síðan haft orðatiltæki um tiltölulega innstæðulaus kosn- ingaloforð. „Skila átti inn framboðum…“ KVENNALISTINN var á sínum tíma litríkur stjórnmálaflokkur sem ekki endilega fór eftir fastmótuðum hefðum. Fer mörgum sögum af uppátækjum þeirra kvennalistakvenna en einnig stöku mistökum, já eða ekki mistökum. Þannig var um kvennalistakonu á Vesturlandi sem var virk í undirbúningi að fyrsta framboði flokksins. Hennar hlutverk var m.a. að skila inn framboðslista og undirskriftum í kjör- dæminu og lýsir hún því sjálf að mikill spenningur hafi verið í kring- um undirbúningsvinnuna. Daginn áður en skila á inn framboðinu er umrædd kona í fjósinu að sinna sínum skyldustörfum. Hún er með útvarpið á til að fylgjast með öllu sem fram fer. Í fréttatímanum er fjallað um framboðsfrestinn og konan hlýðir á fréttamanninn sem segir: „Skila átti inn framboðum fyrir klukkan…“. Lengra heyrði konan ekki því henni varð svo um yf- ir að vera orðin of sein að skila framboðslistum að það leið yfir hana. Gefum henni orðið: „Ég rúllaði niður í flórinn og verð að segja að þetta er eina skiptið sem mér hefur orðið verulega á, þótt ýmislegt hafi gengið á í mínu lífi. Síðan rankaði ég við mér, og var satt best að segja mjög illa útlítandi. Ég rauk heim og hringdi í konu sem átti að fara með mér með listann og sagði: „Guð minn almáttugur, við erum búnar að gera vitleysu!“ Og svo þuldi ég upp hvað hefði gerst. „Þetta er meiri óhemjugangurinn í þér,“ sagði hún alveg róleg og æðrulaus. Æðruleysi þeirrar síðarnefndu er kannski skiljanlegt því seinna kom í ljós að fréttamaðurinn hafði mismælt sig og ætlað að segja: „Skila á inn framboðum fyrir klukkan…“ Tuddi í framboði ÞANNIG er um kosningasögur líkt og aðrar gamansögur að þær eiga það til að vera dálítið klúrar. Ein slík kemur að vestan þar sem segir af frambjóðanda sem kom á bæ á Hornströndum og baðst gistingar. Karlinn á staðnum sagði að þar væri ekkert húspláss nema hann væri til í að sofa hjá heimasætunni. Þetta þótti frambjóðandanum ekki sérstaklega góð hugmynd þar sem það væri slæmt til afspurnar í kosn- ingabaráttunni. Hinn möguleikinn var hlaðan og þar bjó frambjóðand- inn um sig. Eldsnemma morguns vaknar hann við mikið háreysti og sprettur á fætur. Sér hann hvar bóndinn er að reyna að leiða tudda upp á kvígu. Fyrir aftan hann stendur heimasætan og sparkar í rassinn á tuddanum og segir: „Ekki ert þú í framboði líka helvítið þitt?“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.