Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● LITLAR breytingar urðu á gengi bréfa í Kauphöll Íslands í gær. Úr- valsvísitalan OMX á Íslandi hafði lækkað um 0,03% í lok gærdagsins og endaði í 7.856 stigum. Verð hlutabréfa í Teymi hækkaði mest eða um 3,3% en af úrvalsvísi- tölufélögunum var mesta hækkunin í bréfum Atorku eða um 3% og bréf- um Eimskipafélagsins um 2,7%. Mesta lækkunin varð í bréfum 365 eða um rúm 1,4% og bréfum Actavis sem lækkuðu um tæp 1,4%. Gengi Marels lækkaði einnig eða um 1,1% og í Flögu um tæp 0,9%. Litlar breytingar í kauphöllinni í gær ● VÆNTANLEGT yfirtökutilboð Nova- tor í Actavis hefur verið skoðað af stjórn félagsins og var ákveðið að leita til alþjóðlegs aðila um að gera faglegt og óháð mat á tilboðinu sem stjórnarmenn munu síðan nýta við mat sitt til hluthafa. Í tilkynningu er sagt að matið verði unnið eins fljótt og hægt er, eftir að tilboðið hafi verið kynnt hluthöfum og sú niðurstaða kynnt þeim. Björgólfur Thor Björg- ólfsson, stjórnarformaður og aðal- eigandi Novator, og stjórnar- mennirnir Andri Sveinsson og Róbert Wessman hafa óskað eftir að taka ekki þátt í mati stjórnarinnar. Stjórn Actavis fær óháðan aðila í matið ● STJÓRN Icelandic Group hefur ákveðið að flýta lokun verksmiðju sinnar, Icelandic USA í Cambridge, Maryland og nýta í staðinn verk- smiðju sína í Newport News betur. Gert hafði verið ráð fyrir að ljúka framleiðslu í lok árs 2007 en lok- uninni hefur verið flýtt til 8. júní nk. Í tilkynningu er lokunin á Cam- bridgeverksmiðjunni sögð loka- hnykkurinn í sameiningu Icelandic USA og Samband of Iceland sem hófst 2005 og liður í að bæta arð- semi Icelandic í Bandaríkjunum. Icelandic flýtir lokun verksmiðju í Maryland ● HREIN eign lífeyrissjóðanna jókst um 18,4 milljarða króna í mars sl., eða um 1,2%, og nam 1.537 millj- örðum króna. Þetta er samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabankanum en í Morgunkorni Glitnis er bent á að eignir lífeyrissjóðanna hafi á sama tíma í fyrra aukist um 2,1%. Síðustu tólf mánuði hafi eignir sjóðanna auk- ist um 16% miðað við 28% síðustu tólf mánuði þar á undan. Segir í Morgunkorni að í mars í fyrra hafi líf- eyrissjóðir verið að fjárfesta meira í verðbréfum með föstum tekjum og mikil aukning hafi verið í erlendum verðbréfum. Í ár sé lítil aukning í inn- lendum og erlendum bréfum. Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 18 milljarða VIÐAR Már Matthíasson, formaður Yfirtökunefndar, segir ummæli Arn- ars Sigurmundssonar á aðalfundi Landssambands lífeyrissjóða í fyrradag hafa verið mikla stuðnings- yfirlýsingu við nefndina. Hann segir að á fundi nefndarinnar með stofn- aðilum síðastliðinn miðvikudag hafi komið fram eindreginn vilji stofn- aðila til þess að nefndin beitti slíkum úrræðum. „Það kom líka fram að stofnaðilarnir eru tilbúnir til þess að axla þá ábyrgð sem því kann að fylgja að þessu úrræði sé beitt. Þar með talið hugsanlega fjárhaglega ábyrgð því það er ekki hægt að úti- loka að einhverjir telji sig verða fyrir fjárhagslegu tjóni séu nöfn þeirra birt og gætu viðkomandi hugsanlega viljað knýja á um bætur. Yfirtöku- nefnd er ekki sjálfstæður lögaðili heldur starfar hún á ábyrgð stofn- aðila. Við fengum mikinn stuðning á fundi okkar með stofnaðilum og telj- um okkur nú í stakk búin til þess að beita þessu úrræði.“ Viðar segir að á fundi nefndarinn- ar og stofnaðila hafi því verið beint til Samtaka fjármálafyrirtækja „að þeir tryggðu að áður en til slíkrar milligöngu um viðskipti yrði stofnað, myndu þeir tryggja fyrirfram heim- ild til að afhenda Yfirtökunefnd gögn og upplýsingar“. Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri SFF, segir stjórn samtakanna munu funda í næstu viku og verður málið þá tekið fyrir. Mikilvæg stuðnings- yfirlýsing við nefndina VÍSITALA neysluverðs (VNV) hef- ur hækkað um 4,7 prósent síðast- liðna tólf mánuði en án húsnæðis nemur hækkunin um 2,5 prósentum. VNV í maí hækkaði um 0,86% milli mánaða sem minnkaði verðbólguna á 12 mánaða tímabili úr 5,7% í 4,3% og hefur hún ekki mælst lægri síðan í mars á síðasta ári. Ef ekki hefði komið til skattalækkunar í mars hefði verðbólgan mælst 6,5%. VNV hefur hækkað um 1,1% síðustu þrjá mánuði sem jafngildir um 4,6% verð- bólgu á ársgrundvelli. Þessar tölur eru talsvert hærri en spár greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir en þeir eru sammála um að Seðlabankinn muni ekki ná 2,5% verðbólgumarkmiði sínu í ár, þó áfram takist að draga úr verð- bólgunni. Greiningardeild Glitnis bendir á að mikil undirliggjandi verðbólga komi fram í kjarnavísitöl- um sem hækkuðu verulega milli apr- íl og maí og hafi þær hækkað meira á ársgrundvelli en VNV, eða um tæp 6%. Hækkun vísitölunnar má m.a. rekja til áframhaldandi hækkunar á húsnæðisverði sem nam um 0,9% milli mánaða og þrátt fyrir lækkun virðisaukaskatts og sterkari krónu á árinu hækkaði matvöruverð um 1,3% á milli mánaða. Verð á eldsneyti hef- ur sömuleiðis haldið áfram að hækka og var hækkunin um 3,1%. Aukinn verðbólguþrýstingur ( )*  .  . 6&#% &2% # &!7' , &89%  8 . /   0 . /   1 #&%(   &&+ &%# !  .&  . & Verðbólgan meiri en búist var við og ólíklegt að markmið Seðlabankans náist Vilja kaupa flugfélag í Tékklandi Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ICELANDAIR Group hefur undirritað viljayfir- lýsingu um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel Service, stærsta einkarekna flugfélaginu í Tékk- landi. Travel Service rekur leiguflugsstarfsemi einkum frá Prag í Tékklandi og Búdapest í Ung- verjalandi og á einnig og rekur lágjaldaflugfélagið Smart Wings. Kaupverðið er ekki gefið upp, en kaupin verða fjármögnuð að hluta til með lánsfé. Heildarvelta Travel Service á árinu 2006 var um 18 milljarðar króna. Félagið rekur alls 12 Boeing 737-800 og 737-500 farþegaþotur, flutti um 1,8 milljónir farþega á síðasta ári, heldur fleiri far- þega en Icelandair, og flýgur til 230 áfangastaða í fjórum heimsálfum. Fram kom á fréttamannafundi í gær að á næstu vikum muni fara fram áreiðanleikakönnun í tengslum við viljayfirlýsinguna. Að henni lokinni er stefnt að frágangi samninga og að þeim verði lokið fyrir lok júnímánaðar. Ef af verður mun Ice- landair Group eignast 50% í félaginu fyrir mitt ár- ið, og félagið allt á árinu 2008. Eftir kaupin verður áætluð velta Icelandair Group árið 2007 um 72 milljarðar króna, sem er um 30% aukning frá 2006. Áætlað er hins vegar að velta Icelandair Group verði rúmlega 80 milljarðar króna á árs- grundvelli eftir kaupin á Travel Service. Góður fjárfestingarkostur Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, sagði að viljayfirlýsingin væri í samræmi við stefnu félagins um vöxt í alþjóðlegu leiguflugi. Fé- lagið hafi horft til austurhluta Evrópu og telji sig eiga erindi þangað. Fram kom í máli hans að Icelandair Group telji kaup á Travel Service vera góðan fjárfestingar- kost. Félagið sé vel rekið og núverandi stjórn- endur og eigendur muni starfa áfram með stjórn- endum Icelandair. Þá sagði Jón Karl að Travel Service hefði góða og vaxandi stöðu á leiguflugs- og lággjaldamarkaði í A-Evrópu, sem hafi verið í mikilli gerjun. Einnig sjái Icelandair töluverða samlegðarmöguleika við núverandi rekstur. Morgunblaðið/Ómar Kynning Sigþór Einarsson framkvæmdastjóri og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group. frekar fram. Engar stórar breyt- ingar væru fyrirhugaðar á næst- unni. Danól og Ölgerðin eru því alfarið í eigu stjórnenda sinna en fyrr á árinu keyptu Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarsson, framkvæmdastjóri Danóls og stjórnarformaður Ölgerð- arinnar, tæplega 70% hlut. Kaup fjórmenningana eru fjármögnuð af Icebank og var ráðgjöf í höndum Guðmundar B. Ólafssonar hrl. Velta fyrirtækjanna hefur aukist mjög á undanförnum árum og nam tæpum 10 milljörðum kr. í fyrra. FJÓRIR stjórnendur fyrirtækjanna Ölgerðar Egils Skallagrímssonar ehf. og Danóls ehf. hafa keypt 31 prósents hlut Kaupþings banka í fyr- irtækjunum. Kaupendur eru þeir Pétur Kr. Þorgrímsson markaðsstjóri og Ólaf- ur Kr. Guðmundsson, sölustjóri Danóls, ásamt Friðjóni Hólmberts- syni, framkvæmdastjóra veit- ingasviðs, og Kristjáni Elvari Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Ölgerðinni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Pétur að kaupin væru gerð til að styrkja eigendahópinn og sækja enn Stjórnendur kaupa út Kaupþing banka Morgunblaðið/G. Rúnar Danól, Ölgerðin Friðjón Hólmbertsson, Pétur Kr. Þorgrímsson, Ólafur Kr. Guðmundsson og Kristján Elvar Guðlaugsson keyptu 31% hlut Kaupþings. +  , -! . ! ! , $ /01% "233  :;  ,& % 2.3($ 4 5  ($ 4$  ($ 4   6   6)+ 4   ($ 75   ($ +8  ($  *($ 9$ : $; -!  < *($ 8!*-!($ = ($ =  +( ($ " 7#+#$ * ($ >($ < &3&;"2! % :? ($ +   ($ @ !  9 ! ($ @ !   ($ AB( ($ C=D47 E &($ E&   ($ ' ($ =% 3 ! & ! "# $; "!5$ :%& &+2> $% 97!($ 9 ($ %!%  ? &!                                  !   "   ## "$ % #"   %  " $$ !         9 ! 5  !  E*  ! F  " 3  3 033 2 ./0 /3 / /  23 . . .2 /30 2. /.  .0 0/ 23 3/0 2.   3 /2  2 0 0 .   /. 2 20   . .0. 3 2. 30 2  2 0 20 . //0 0/  32  .  03 . 0 3   2 . 0    2G3 0.G3 /G0  3G G/ .0G0  G .G  2.G3 .G 23G  G .G3 G3 0G 2G33 G/ G .G.3 G. /G.0 2G0 0G2 .G0 2G3/ 0.G  /G03 0G G/ . G/  G3 G 2.G23 .G 23G   G  G G3  G3 2G. G G .G2  G /G 20G G G2 ' , 4E9 H4 (   + ! 5  3 0   3 . 22 22   /    . 2    2  2   I  5 5   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3   3  3   3   2   3  0 3  C=D C=D  . /   C=D @7D .   / 0   I JK   A! .  .  / /   +E": I4D . . / /   C=DA3 C=D/ .  . /   ● INNOVATE Logistics, dótturfélag Eimskips, hefur skrifað undir 10 ára samning við Nestlé UK Ltd, stærsta matvæla- og drykkjarvöruframleið- anda heims, um rekstur á 75.000 bretta kæligeymslu í Bardon í Leic- estershire. Í tilkynningu kemur fram að heildarvirði samningsins, sem er til 10 ára, nemi milljörðum króna og sé hann hrein viðbót við fyrri samn- inga félaganna. Samningur við Nestlé ÞETTA HELST ...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.