Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 27 Samhengi listar og fjármagnsvar rætt í Víðsjá í gær,öðru sinni í þessari viku. Talað var um að umhverfi mynd- listar hefði gjörbreyst hér á landi. Fyrirtæki hafa nú meira bolmagn til þess að fjárfesta í myndlist og styrkja einstök verk- efni. Í fyrra skiptið tengdist umræð- an opnun Vatnasafns Roni Horns í Stykkishólmi. Þar var spurt hver ætti listina, þeir sem gerðu hana mögulega með fjármagni sínu og pólitískum völdum eða listamaðurinn. Og ennfremur: Getur listin hugs- anlega drukknað í fjármunum?    Og auðvitað kann sumum aðblöskra dýrtíðin vestur á Snæfellsnesi en sé dýrt kveðið má öllum vera sama hvað það kostar.    Væri ég myndlistarmaður enekki menningarblaðamaður – sem er þó að vissu leyti sami hluturinn – þá myndi ég sækja um það bil tuttugu syngjandi krákur í Stóragil og láta þær þyrla upp ryki í Wisconsin.    Í gær var opnuð yfirlitssýning áverkum eftir Roni Horn í Hafnarhúsinu. Þar mátti meðal annars sjá nýtt og heillandi glerverk eftir listamanninn og orð hennar um blindu sem við erum sum slegin – viljandi. Dýrt kveðið MENNINGARVITINN Þröstur Helgason LISTMÁLARINN Sigurþór Jak- obsson opnar kl. 14 í dag sýninguna Boltamenn, í Kirkjuhvoli á Akra- nesi. Titill sýningarinnar vísar til myndefnisins sem er að mestu knattspyrnumenn að keppa. Myndverkin eru að miklu leyti unnin út frá endurminningum lista- mannsins úr æsku og sýna hvernig löngu liðnir leikir, menn og atvik birtast honum nú. Sigurþór bendir á að einnig sé um hans eigin leik á léreftinu að ræða, vangaveltur um leik mannsins á vettvangi lífsins, hvort sem hann snýst um boltann eða önnur við- fangsefni. Í sýningarbæklingi segir að Sigurþór hafi í æsku verið aðdáandi gullaldarliðs Skagamanna í knatt- spyrnu og verið mikill boltastrákur. Leikmenn liðs Skagamanna hafi ver- ið hetjur í augum hans. Fyrir tveim- ur árum hafi hann svo fengið tæki- færi til að taka upp knattspyrnu á ný, með litlum boltadreng, barna- barni sínu. „Þetta er upprifjun úr æsku, þeg- ar ég var lítill strákur horfði maður á þessa frægu menn keppa og svo fór maður að keppa sjálfur seinna. Ég fór að hugsa til baka þegar ég var að leika mér með bolta með dóttursyni mínum. Þá fóru að rifjast upp fyrir mér gömlu dagarnir, hvernig ég var þegar ég var lítill, dáði þessa karla og horfði á þá,“ segir Sigurþór. Allir hafi dáð Skagaliðið á þessum tíma. Hreyfing mannsins, hreyfing bolt- ans, hreyfing hugans, hreyfing alls sem lifir, allt leikur þetta hlutverk í verkunum. „Hvort sem það er mannslíkaminn eða hugurinn, allt hreyfist nú,“ segir Sigurþór. Í minni myndunum birtast hug- leiðingar Sigurþórs um landslags- formið sem hann nefnir „boltalands- lag“. Þar lætur hann sjóndeildar- hringinn skipta verkinu í tvo hluta en teflir fram litlum boltamönnum í stað íslenskra fjalla, hefðbundnu myndefni gömlu málaranna. Þetta er 9. einkasýning Sigurþórs. Sýningin stendur yfir 12.-28. maí og er opin kl. 15-18 alla daga nema mánudaga. Góðar minningar Fótbolti Akranes - Fram SAXÓFÓNLEIKARINN Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í dag kl. 16 í Laugarneskirkju. Sönglög Schuberts og tveir djass- tónlistarmenn eru kannski ekki samsetning sem mörgum finnst aug- ljós, að sögn Sigurðar og Kjartans. Þegar betur er að gáð komi þó í ljós að hin rómantísku lög Schuberts innihaldi allt sem spunamaður getur óskað sér í efnivið; þau séu hlaðin tilfinningum, hádramatísk og stút- full af áhugaverðum hljómrænum ferlum. „Hér er þó síst af öllu mein- ingin að „jazza“ Schubert með swingi og gang- andi bassa. Þvert á móti er hug- myndin að láta lögin njóta sín, oft í nær upp- runalegu formi og spinna út frá þeim á sem fjöl- breytilegastan máta; stundum byggt á stemmningu lagsins, stund- um á titli og texta og stundum á hljómagrind.“ Þetta er hvorki klass- ík né djass, heldur tveir tónlist- armenn með fjölbreyttan bakgrunn að takast á við klassískan efnivið á nýjan hátt. Ástin á Franz Franz Schubert TILKYNNT hefur verið hvaða 26 listamenn hafa verið valdir til að taka þátt í Carnegie Art Award 2008. Tveir íslenskir listamenn eru í hópi listamannanna og eiga þar með möguleika á að vinna ein af heimsins stærstu listaverðlaunum, eina millj- ón sænskra króna. Í ár verður verðlaunaveiting og opnun Carnegie Art Award í Finn- land á Kiasma, nútímalistasafninu. Á Carnegie Art Award 2008 stórsýn- ingunni sýna 26 norrænir listamenn sem hafa verið valdir úr hópi 143 til- nefndra listamanna. Formaður dóm- nefndar er Tuula Arkio, formaður finnska listaráðsins. Aðrir dóm- nefndarmenn eru María de Corral frá Madrit, forstöðukona fyrir Fen- eyjatvíæringinn, Lars Nittve for- stöðumaður fyrir Moderna Museet í Stokkhólmi og nýr dómnefnd- armaður frá Íslandi, Gunnar J. Árnason, listagagnrýnandi og lektor við Listaháskóla Íslands. Íslensku listamennirnir eru Þór- dís Aðalsteinsdóttir, sem nú starfar í New York og Þór Vigfússon. Tilkynnt verður um vinningshafa 29. júní og 25. október 2007 verður hátíðleg verðlaunaafhending í tengslum við opnun sýningarinnar á Kiasma í Helsinki. Farandsýningin verður sett upp í átta borgum í sjö löndum og verður í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni í júní 2008. Þórdís og Þór á Carnegie
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.