Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 34

Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 34
34 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsveit | Miklar fram- kvæmdir hafa verið á undanförnu á bænum Stórulaugum í Reykja- dal, en stóra íbúðarhúsinu sem byggt var 1949 hefur verið breytt í ferðaþjónustuhús. Með nýjum ábúendum koma nýjar áherslur en það var haustið 2005 sem hjónin Elín Björk Ein- arsdóttir og Sigurður Grétar Marinósson keyptu jörðina, en þau bjuggu áður fyrir sunnan þar sem hún starfaði sem hárskeri en hann sem sjómaður. „Það hafði alltaf verið draumur minn að flytja upp í sveit og við vorum búin að leita lengi að jörð sem hentaði fyrir okkur,“ segir Elín Björk, en hún var með opið hús um helgina þar sem hún og Sigurður sýndu sveitungum sín- um og öðrum Þingeyingum þær miklu breytingar sem orðið hafa á húsinu. „Ég vissi alltaf hvaða jarðir voru til sölu og sá svo að þessi jörð myndi vera mjög ákjós- anlegur kostur fyrir það sem við ætluðum að gera,“ segir hún og segist vera mjög ánægð með það sem þau eru að fást við. Átján uppbúin rúm Þegar þau fluttu fyrir rúmlega einu og hálfu ári byrjuðu þau strax að rífa innan úr bygging- unni og tók það langan tíma því húsið er stórt, eða 312 fermetrar. Fyrst bjuggu þau í kjallaranum en fluttu síðan í elsta íbúðarhúsið á bænum sem var byggt 1897 og þar búa þau nú og ætla að gera það betur upp síðar. Þau töldu eðlilegt að taka allt stóra húsið undir ferðaþjónustuna og létu teikna það upp með það í huga en það var Bjarni Reykjalín arkitekt sem það gerði. Nú eru þar átján uppbúin rúm og geta þau tekið yf- ir tuttugu manns í gistingu þar sem einnig er boðið upp á barna- rúm og dýnur ef með þarf. Sum herbergin eru með sér snyrtingu og sturtu og er mjög til þeirra vandað þar sem þau eru flísalögð upp undir loft og með sérstökum handklæðaofnum. Þá eru her- bergin öll mjög björt og vistleg enda gluggar stórir og sér vítt yf- ir. Húsgögn eru öll ný og vel vönduð. Ferðaþjónustan heillar En hvers vegna völdu þau ferðaþjónustu? Elín Björk segir að það hafi auðvitað orðið að velta því fyrir sér hvernig ætti að lifa á jörðinni og þau hafi áttað sig á því að það væri mjög dýrt að fara t.d. út í mjólkurframleiðslu þar sem kvótinn er mjög dýr og laga hefði þurft fjósið mikið til að verða við nútímakröfum. Ferðaþjónustan heilli þau bæði því þau séu vel staðsett og séu í góðri samvinnu við Ferðaþjónustu bænda. „Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun og svo er hér veðragott og rignir mun minna en fyrir sunnan. Þá erum við með hesta og byrjuð í ræktunarstarfi og erum að breyta hálfu fjósinu í gott hesthús. Nú eru hér fjórtán hross og ferðamennirnir munu hafa gaman af þeim eins og ég t.d. sem hef alla ævi verið í hest- um,“ segir Elín Björk og hlakkar til sumarsins því bókanir eru strax orðnar miklar í júlí og ágúst. Ferðaþjónusta á Stórulaugum Ljsómynd/Atli Vigfússon Býli Jörðin Stórulaugar hefur verið talin ein sú besta í sveitinni. Í HNOTSKURN »Stórulaugar er jörð sem errétt norðan við Laugaskóla og henni fylgir gott heiðarland og veiðihlunnindi í Reykja- dalsá. »Þar var áður bæði mjólk-urframleiðsla og sauð- fjárrækt. »Jarðarinnar er fyrst getið íReykdælu og var talin besta jörð sveitarinnar og jafn- framt sýslumannssetur. Breytingar Hjónin Elín Björk Einarsdóttir og Sigurður Grétar Marinósson keyptu jörðina, en þau bjuggu áður fyrir sunnan þar sem hún starfaði sem hárskeri en hann sem sjómaður. Mývatnssveit | Þorlákur landgræðslu- maður í Garði er hér að fylla á raðsáning- arvélina. Hann ætlar sér að koma fræi í mold á akri Kára bónda í Garði. Akurinn þessi er reyndar á Beitarhúsaási í landi Arnvetninga en þar hefur Kári glímt við náttúruöflin í nokkur sumur og lætur ekki hlut sinn þó ekki hafi uppskeran alltaf ver- ið merkileg. Vorverkin eru hafin í sveitinni Ísafjörður | Keppendur og skipuleggendur Óbeislaðrar fegurðar hafa afhendt fulltrú- um Sólstafa ágóðann af Óbeislaðri fegurð. Alls tókst að safna 497.000 krónum „Upphaflega skrifuðum við töluna 500.000 á blað þannig að við komumst mjög nálægt markmiðinu. Það er okkur mikill heiður og ánægja að geta lagt Sólstöfum lið því mikið starf er óunnið hjá þessum hetjum sem standa að Sólstöfum. Við hefðum ekki getað haldið þessa uppákomu án skilnings og velvilja fyrirtækjanna hér á svæðinu,“ segir í frétt frá Óbeislaðri fegurð. Hálf milljón til Sólstafa Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÓHÆTT er að segja að kindur hjónanna Páls og Dóru á Mógili á Svalbarðseyri séu ákaflega frjósam- ar. Alls bera um 150 ær á bænum, í fyrra voru 23 þeirra þrílembdar og tvær fjórlembdar og hjónin segja að útlit sé fyrir að niðurstaðan verði svipuð að þessu sinni. Rúmlega fjörutíu kindur hafa þeg- ar borið á bænum í vor, nokkrar eru þrílembdar og tvær hafa eignast fjögur lömb. Önnur þeirra gerði það líka í fyrra, ærin Brynhyrna, sem var enn í húsi þegar blaðamaður kom í heimsókn í gær, enda lömbin tiltölu- lega ný fædd og býsna kalt í Eyja- firðinum. Þrjú lamba Brynhyrnu eru hjá henni en eitt var vanið undan móðurinni. Góður arður… Þoka, hin fjórlembda ærin á bæn- um það sem af er vori, er hins vegar löngu komin út enda bar hún í mars. Þoka er svört, einnig tvö lambanna en hún bar einnig einu hvítu og einu mórauðu. Lömb hennar eru orðin stór og falleg og léku við hvern sinn fingur í heimatúninu við Mógil í gær. Þoka er átta ára og það er ekki of- sögum sagt að hún hafi verið frjósöm frá upphafi – hafi gefið eigendum sýnum góðan arð, eins og það yrði líklega orðað á mölinni. Hún hefur nefnilega í þrígang verið þrílembd en annars tvílembd, auk þess sem lömb hennar eru fjögur í ár sem fyrr segir. Kindurnar á Mógili eru sæddar og notast hefur verið við sæði úr hrút undan annarri Þoku, á austan úr Skaftafellssýslu. „Við eigum mikið undan henni,“ sagði Dóra á Mógili í gær. Hún sagði allt útlit fyrir að lömbin yrðu álíka mörg nú og í fyrra- vor. Þegar eru 10 þrílembdar í vor og tvær fjórlembdar. Gríðarleg frjósemi á Mógili Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Líflegt í fjárhúsinu Þrjú barnabörn Páls og Dóru á Mógili voru í heimsókn í gær og einn frændi; frá hægri Elfar, Davíð, Árný og frændinn Tristan. Lengst til vinstri er Hulda, móðir Árnýjar. Þau eru með fjögur lömb Brynhyrnu. Frjósöm Þoka með lömbin úti á túni; tvö svört, eitt hvítt og eitt mórautt. Af 150 ám voru 23 þrílembdar í fyrra Í HNOTSKURN »Hjónin á Mógili eiga margtfé undan Þoku, þekktri frjósemisá austan af landi. »Um það bil 150 ær bera áMógili. Í fyrra voru 23 þeirra þrílembdar og tvær fjórlembdar og hjónin segja að útlit sé fyrir að niðurstaðan verði svipuð að þessu sinni. PÉTUR Örn Friðriksson opnar sýn- inguna „Tékklisti“ „Lancering onderzoek“ í Deiglunni í dag, laug- ardag, kl. 15 á vegum Gilfélagsins. Þetta er ellefta sýning Péturs Arn- ar í framhaldssýningarferli sem hófst fyrir 15 árum. Hann hefur tekið þátt í rúmlega 100 sýningum af ýmsum gerðum.  Fyrri nemendasýning Mynd- listarskóla Arnar Inga verður í dag og á morgun frá kl. 14 til 18 í Arn- arauga við Óseyri. Pétur Örn sýn- ir í Deiglunni ÁRLEG handverkssýning verður á dvalarheimilinu Hlíð á morgun, sunnudag kl. 14-17 og á mánudag- inn kl. 13-16. Hægt verður að kaupa veitingar af kaffihlaðborði á morg- un. Fjölbreytt handverk verður til sýnis, m.a. alls kyns útsaumur, prjónles, mósaik og málning (tau og silki). Rétt er að taka fram að kaffi- hlaðborðið verður á öðrum stað en verið hefur, því eldhúsið var flutt í nýbygginguna þegar hún var tekin í notkun í nóvember. Handverks- sýning á Hlíð AKUREYRARAKADEMÍAN nálg- ast nú eins árs aldurinn og fyrir skemmstu fögnuðu félagar í systurfélaginu, Reykjavík- urakademíunni, 10 ára afmæli þess. Af þessu tilefni verður opið hús í gamla Húsmæðraskólanum við Þingvallastræti frá klukkan 14-17 í dag, laugardag, þar sem aðstaðan og starfsemin verður kynnt. Opið hús í Akademíunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.