Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 35 ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Eyrarbakki | „Við hvetjum fólk til að taka til í bílskúrum hjá sér og geymslum og koma með munina markaðinn, það kostar ekkert að vera með söluborð en Rauði krossinn verður með söfnunarkassa á markaðnum og fólk getur sett pening í þá,“ sagði Anna Árna- dóttir sem ásamt nokkrum konum stendur fyrir markaði 18.–20. maí að dönskum sið í Ísfold, gamla frystihúsinu á Eyrarbakka. Markaðurinn er hluti af viðburðadagskránni Vorskipið kemur sem haldin þessa daga á Eyrarbakka að frumkvæði einstaklinga. Lífleg dagskrá á Vorskipinu Óhætt er að segja að mikið verði um að vera þessa daga 18.–20. maí. Jassband Suð- urlands ásamt kvennakórnum Ljósbrá hefur leikinn með fítonskrafti og síðan rekur hver viðburðurinn annan alla helgina. Á laug- ardeginum verða félagar úr Leikfélagi Sel- foss á ferðinni í báðum þorpunum í hlut- verkum bændafólks sem komið er í kaupstað. Gestir og gangandi mega búast við að þurfa svara ýmsum spurningum á dönsku, vísa til vegar eða þiggja í nefið, auk þess sem kven- félagskonur munu skarta sínu fegursta í ís- lenskum búningum frá fyrri tíð. Ljósmyndasýning frá konungskomunni 1907 verður opnuð í Húsinu á Eyrarbakka, en þar verða einnig tónlistaratriði bæði á laugardag og sunnudag. Í Óðinshúsi eru stækkaðar ljósmyndir af fólki frá því um aldamót, þar sem gestir geta stungið höfði í gat og látið taka af sér ekta 19. aldar- ljósmynd. Í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri opnar Elvar Guðni myndlistarsýningu sína, auk þess sem fjöldi handverks- og listafólks verður þar að störfum. Indversk krydd og fleiri framandlegar vörur verða í Laujabúð á Eyrarbakka. Rauða húsið á Eyrarbakka verður með djassband á laugardagskvöldinu auk þess sem þeir bjóða upp á hina hrika- legu Drottningarhatta, rjómatertur af því tagi sem hafa ekki sést á Íslandi síðan um aldamótin 1900. Dagskrá hátíðarinnar Vor- skipið kemur, með nánari upplýsingum um alla atburði og tímasetningu, verður dreift í næstu viku. Gamli tíminn í hávegum „Við viljum skapa þetta tækifæri fyrir þá sem vilja bjóða til sölu gamalt dót í stað þess að henda því og svo er þetta líka tækifæri fyrir handverksfólk og þá sem vilja selja heimagert, kökur, brauð eða sultur. Þetta verður mjög skemmtilegt en gamli tíminn verður í hávegum hafður þennan dag og gestir munu mæta konum á peysufötum og það veðra fornbílar á ferðinni á Bakkanum þessa daga. Með þessu erum við að minna á gamla tímann þegar allt var nýtt og þá er stutt í að minna á endurvinnslu og umhverfisvernd í verki. Markaðurinn okkar verður í vinnslusal frystihússins sem fær með þessu nýtt hlut- verk sem tengist Eyrarbakka sem höfuðstað verslunar. Við setjum markaðinn upp 17. maí og opnum hann formlega 18. maí klukkan 20 með lúðrasveit og á laugardeginum og sunnudeginum verður markaðurinn opinn frá hádegi,“ sagði Anna Árnadóttir. Hugmynd að dvalarheimili Á Vorskipsmarkaðnum í frystihúsinu verða einnig kynntar breytingar á húsinu sem Árni Valdimarsson athafnaskáld hefur unnið að og komið þar fyrir fjórum íbúðum í fyrsta áfanga endurbyggingar hússins. „Allar innréttingar og tæki í íbúðunum, eru frá Fríform í Askalind 3 í Kópavogi, en Fríform er aðalumboðsmaður Nettoline- innréttinga og Elba-rafmagnstækja á Íslandi. Svo munum við einnig sýna danska fyr- irmynd að dvalarheimili sem við viljum koma fyrir hér við sjógarðinn. Það er önnur hugs- un í þessari hugmynd sem byggist á því að hver og einn er sjálfum sér ráðandi sem allra lengst á lífsleiðinni og skammtar sér sína þjónustu eftir því sem hann þarf,“ sagði Árni sem hefur yfir að ráða lóðum í kringum frystihúsið þar sem hann vill skapa hlýlega aðstöðu fyrir þessi hús. „Hugmyndin er að fólk geti valið um íbúð- ir við sjóvarnargarðinn með útsýni út á hafið og svo minna rými eftir því sem fólk vill. Það á að vera úr sögunni á þessari öld að verið sé að flytja fólk á kviktrjám milli landshluta þegar það þarf á aukinni þjónustu að halda. Við þurfum nýja hugsun í þessum málum. Fólk þarf að geta verið með sitt hjá sér og við viljum byggja upp afþreyingaraðstöðu í þessu litla þorpi sem við ætlum að skapa hér á þessu svæði í kringum hraðfrystihúsið,“ sagði Árni. Hann sagði ekki komið nafn á þetta svæði en nafnið Dagsbrún væri ofarlega í huga sem nafn á svæðið sem hann vill byggja upp en hús með því nafni stóð vestan við frystihúsið. „Hvað er fegurra en Dagsbrún, hver veit nema það verði nafnið sem svæðinu verður gefið,“ sagði Árni Valdimarsson. Markaður og dvalarheimili að danskri fyrirmynd í hraðfrystihúsinu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Viðburðir Árni Valdimarsson og Anna Árnadóttir framan við hraðfrystihúsið á lóðinni þar sem Dagsbrún stóð. Markaður að dönskum sið verður haldinn í vinnslusal frystihússins. Í HNOTSKURN »Ljósmyndasýning frá konungskom-unni 1907 verður opnuð í Húsinu á Eyrarbakka, en þar verða einnig tónlist- aratriði bæði á laugardag og sunnudag. »Markaðurinn verður í vinnslusalfrystihússins sem fær með þessu nýtt hlutverk sem tengist Eyrarbakka sem höfuðstað verslunar. »Hugmyndin er að fólk geti valið umíbúðir við sjóvarnargarðinn með út- sýni út á hafið. Gamli tíminn verður ráðandi á Vorskips- hátíðinni á Eyrar- bakka 18.–20. maí SUÐURNES Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Það var kominn tími til að taka fyrir léttara efni og endurnýja verkefna- valið. Það er líka gaman að geta tengt verk- efnin við kórfélagana sjálfa. Keflavík er jú frægust fyrir dægurflugurnar,“ sagði Guð- laugur Viktorsson, stjórnandi Karlakórs Keflavíkur, í samtali við Morgunblaðið en kór- inn heldur á þriðjudag og miðvikudag tónleika í Stapa. Þar verður Suðurnesjapopp og popp- arar í aðalhlutverki. Hvorir tveggja tónleik- arnir hefjast klukkan 20. Þegar Guðlaugur Viktorsson tók við stjórn- artaumunum í Karlakór Keflavíkur fyrir rúm- lega tveimur árum var komin nokkur lægð í kórinn, að sögn Guðjóns Sigurbjörnssonar, formanns kórsins. „Við vissum að breytinga væri þörf. Lítil endurnýjun hafði orðið í kórn- um og félögum fækkaði,“ sagði Guðjón í sam- tali við blaðamann. Hann sagði að Guðlaugur hefði virkað eins og vítamínsprauta á kórinn, sem teldi nú hátt í 50 söngmenn og margir af þeim ungir. Sá yngsti er 22 ára og sá elsti 82 ára. Suðurnesjapopparinn Magnús Kjartansson skýtur inn í að þá fari þetta að hljóma. Eitt af því sem Guðlaugur hefur lagt áherslu á í kór- stjórninni er að auka fjölbreytnina í verkefna- ekki fjörið þegar Suðurnesjapoppið fer að hljóma á æfingunni og stjórnandinn tekst á loft. Hann segist alveg geta hugsað sér klass- íska messu með strákunum í karlakórnum ásamt góðri hljómsveit. „Menn vilja ögrandi verkefni.“ Undir það tekur tenórinn Guð- mundur Björnsson sem segir gaman að fá að spreyta sig á nýju verkefni sem þessu. Vortónleikarnir að þessu sinni verða tvenn- ir og hvorir tveggja haldnir í Stapa. Þeir Suð- urnesjapopparar sem syngja með kórnum eru Rúnar Júlíusson, Jóhann Helgason og Magn- ús Kjartansson, sem einnig stýrir hljómsveit- inni með valinkunnu liði. Auk þeirra eiga Gunnar Þórðarson, Þórir Baldursson og Magnús Þór Sigmundsson lög á tónleikunum. Guðlaugur segir tónleikana vonandi upphafið að einhverju meira, sem hann vill þó ekki fara mjög náið út í. „Mig langar að taka þetta upp í hljóðveri og bæta þá við lagavalið. Það væri gaman að fjölga lagahöfundum og fara með þetta eitthvað lengra. Við sjáum hvað setur í haust,“ sagði Guðlaugur leyndardómsfullur að lokum. kórshúsinu, þar sem boðið er upp á mat og kráarstemningu, við góðar undirtektir.“ Þeir félagar segjast einnig finna fyrir góðri stemn- ingu gagnvart þessum tónleikum. Langar að fara lengra í haust Guðlaugur er sjálfur alæta á tónlist og nefn- ir að átök við mismunandi efnisskrá auki getu tónlistarfólks. Hann sveiflast á milli gregor- ískrar miðaldatónlistar og poppsins með við- komu á öllum skalanum. Það vantar heldur valinu, en segir þó að ekki hafi verið sagt skil- ið við karlakórahefðina. Þar sé samkeppnin hins vegar mikil og menn því farnir að brydda upp á nýjungum. „Ég hef lengi stjórnað karlakórum og er alltaf að reyna að finna upp á einhverju nýju. Fyrir nokkrum árum kórraddsetti Óskar Ein- arsson fyrir mig popplög með góðum árangri. Núna fékk ég hins vegar Aðalheiði Þorsteins- dóttur til að raddsetja flest laganna en auk hennar raddsetti Þórir Baldursson Jarðarfar- ardag og Stefán Gíslason Gamla bæinn, lag Gunnars Þórðarsonar sem Karlakórinn Heim- ir flutti með Hljómum fyrir nokkrum miss- erum,“ sagði Guðlaugur. Lagavalið er fjölbreytt en Guðlaugur valdi lög sem hann sá að myndu ganga í kórradd- setningu, enda hentaði ekki öll tónlist fyrir þetta form. Þetta eru lög eins og Betri bílar í flutningi Rúnars Júlíussonar. Ást, lag Magn- úsar Þórs, Karen, Karen og fleiri lög Jóhanns Helgasonar. Magnús Kjartansson benti á að þetta væru ekkert annað en sönglög og væru komin inn í efnisskrá kóra með sama hætti og hefðbundin kórlög. Guðjón formaður skýtur inn í umræðurnar að þeirri nýbreytni sem kórinn hefur bryddað upp á undanförnu hafi verið vel tekið. „Við höfum tvisvar haldið stuðkvöld hérna í Karla- Þroskandi að takast á við ólíkt efnisval Karlakór Keflavík- ur syngur Suður- nesjapopp í Stapa Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Söngur Undirbúningur á lokasprettinum. Karlakór Keflavíkur hefur á undanförnum vikum æft fyrir Suðurnesjapopptónleika. Guðlaugur Viktorsson stjórnar en þeir Rúnar Júlíusson og Magnús Kjartansson verða meðal flytjenda, auk þess að vera höfundar laga. Í HNOTSKURN »Kórinn telur nú hátt í 50 söngmenn ogmargir af þeim ungir. Sá yngsti er 22 ára og sá elsti 82 ára. »Eitt af því sem Guðlaugur hefur lagtáherslu á í kórstjórninni er að auka fjölbreytnina í verkefnavalinu. »Þeir Suðurnesjapopparar sem syngjameð kórnum eru Rúnar Júlíusson, Jó- hann Helgason og Magnús Kjartansson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.