Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 36

Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 36
daglegtlíf Eftir að hafa hlustað á umræður og yfirheyrslur stjórnmála- manna um skeið datt Kristjáni Bersa Ólafssyni í hug vísa: Í framboði eru mætir menn, sem mörgu þurfa að svara. Kosningarnar koma senn. Hvernig skyldu þær fara? Bjarna Jónssyni frá Gröf hefði staðið á sama um úrslitin ef marka má vísu sem hann orti á þingpöllum: Ég þingmenn háa heyrði þar halda ræður dagsins, ég held þeir séu hornsteinar í heimsku þjóðfélagsins. Úrslitin ráðast á fleiri vígstöðvum í dag, en þá verður leikin lokaumferð ensku knattspyrnunnar. Baldur Eiríksson botnaði lítið í þeim atgangi og ef til vill á bragur hans líka við um pólitíkina? Ég stóð og horfði á knattspyrnuleik um stund, köst og spyrnur og hlaup og víti og skalla. Þar sá ég knöttinn skjótast sem hræddan hund sem hefði það eina takmark – að flýja alla. Þegar honum var sparkað í eina átt kom annar þegar og sendi hann strax til baka. Menn þvældu og töfðu hver annan á allan hátt og ei var mér ljóst hvað fyrir þeim myndi vaka. Það kemur víst nokkuð niður á sama stað hvort menn ná að skora ellegar sitja í tapi, en hlaupa svona eins og hálfviti sitt á hvað og hnjóta og meiðast – það er mér lítt að skapi. Ef mætti ég ráða ég hefði á annan hátt og hlífði mönnum við óþarfa brölti og sparki en léti þá spyrna alla í sömu átt og engan vera að þvælast fyrir í marki. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Pólitík og fótbolti Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég horfði alltaf á sirkusinnsem var í sjónvarpinu ágamlárskvöld þegar ég var lítil og mér fannst þetta heillandi. Ég hélt að fólk fæddist bara inn í svona sirkusfjölskyldur og þær ein- ar gætu starfað í sirkus en ég komst að öðru þegar ég fór sem skiptinemi til Argentínu fyrir þrem- ur árum,“ segir Elín Björk Tryggvadóttir sem hellti sér óvænt út í sirkuslistir lengst úti í heimi. „Dóttir konunnar sem ég bjó hjá þegar ég var í Argentínu æfði loft- fimleika og ég fékk að fara með henni í þennan skóla einu sinni og mér fannst það rosagaman. Og það varð úr að ég fékk að fara með henni á hverjum degi í hálft ár og lærði hinar ýmsu sirkuslistir. Ég hafði ágætan líkamlegan grunn í þetta því ég æfði ballett í tíu ár. Maður verður að vera í ágætu formi til að geta hangið í spotta og gert kúnstir með efnisstranga. Þótt þetta líti út fyrir að vera auðvelt þarf maður að læra tæknina og þetta tekur á. Maður klifrar ekkert upp í sjö metra hæð og gerir þessa hluti ef maður hefur ekki lík- amlegan styrk, en það geta samt allir lært þetta. Þetta þarf að líta vel út og vera áhugavert fyrir áhorfendur enda er þetta fyrst og fremst sýningarlist. Svo æfði ég líka parafimleika þar sem tveir æfa saman, annar stendur kannski á öxlum hins og fleira í þeim dúr.“ Helga gleypir eld Elín Björk saknaði loftfimleik- anna mikið eftir að hún kom heim frá Argentínu og fór því ári seinna á sirkusnámskeið í Englandi. „Ég var alveg viðþolslaus og ég smitaði vinkonu mína Helgu Guð- rúnu Óskarsdóttur af þessum áhuga og við stofnuðum saman sirk- usfélagið Eldmóð. Hún skellti sér út til Noregs í nám í sirkuslistum og er orðin mjög góð í að gera kúnstir með keilur, bolta og díabló, kasta logandi keilum upp í loft og grípa þær og hún lærði líka að gleypa eld. Ég er búin að ná því að halda þremur boltum á lofti í einu og er alveg að ná því að vera með fjóra,“ segir Elín Björk og hlær. „Helga er á leiðinni heim núna í maí eftir heilt ár í þessu námi og við ætlum að vera með sirk- usnámskeið fyrir börn og unglinga í sumar hér heima á Íslandi. Við verðum með barnanámskeið í Mos- fellsbæ í samstarfi við bæinn þar og það er fyrir krakka í fjórða til sjötta bekk. Við verðum líka eitt- hvað með litlu krílin sem eru á sum- arnámskeiðum bæjarins og leyfum þeim aðeins að kynnast sirk- uslistum. En við ætlum líka að vera með sirkusnámskeið fyrir unglinga og höfum fengið sal í Garðabæ til að sinna því. Eftir því sem krakk- arnir eru eldri hafa þau auðvitað meiri líkamlegan kraft til að gera til dæmis loftfimleika en við ætlum samt að leyfa þeim yngri að prófa líka. En við verðum líka með alls konar sirkusleiki og svo kennum við þeim auðvitað fimleikakúnstir á gólfi.“ Það er í nógu að snúast hjá Elínu Björk þessa dagana, því auk þess að vera að undirbúa sikusnám- skeiðin er hún í prófum og mun út- skrifast stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík núna í maí. Hún segir framtíðina óráðna en vissulega langar hana til að prófa að starfa með sirkus úti í heimi. „Ég er búin að finna einn mjög spennandi sirkusskóla á Spáni sem mig langar til að fara í. Það er endalaust hægt að bæta við sig og verða betri og læra nýja tækni og nýjar kúnstir.“ Í sirkuslistum af lífi og sál Á hvolfi Maður þarf að vera í ágætu formi til að geta gert kúnstir eins og þær sem hún Elín Björk sýnir hér. Morgunblaðið/ÞÖK Boltakast Elín Björk leikur hér með þrjá bolta í einu. Sirkussjúkar Vinkonurnar Elín Björk og Helga Guðrún hafa báðar óbilandi áhuga á sirkus. Skráning á unglinganámskeið: www.circus.kalfur.com Skráning á barnanámskeið í Mosó: s: 566-6754 Það er óneitanlega fallegt út- sýnið sem blasir við frá enda- raðhúsi einu í Fellahvarfi í Kópavogi. » 40 innlit Augnförðunin á komandi sum- armánuðum verður í anda sjötta áratugarins en með nú- tímalegum áherslum. » 38 tíska |laugardagur|12. 5. 2007| mbl.is Bolvíkingar eru í óðaönn að búa sig undir sumarið og víða í görðum bæjarins má sjá fólk önnum kafið við vorvinnu. » 39 bæjarlífið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.