Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁHÆTTA Í sjónvarpsumræðum forystu-manna stjórnmálaflokkanna ígærkvöldi staðfesti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, að fyrsta verk for- manna stjórnarandstöðuflokkanna, ef ríkisstjórnin héldi ekki meirihluta sínum, yrði að ræða saman og þá væntanlega um myndun nýrrar rík- isstjórnar. Þessi orð formanns Samfylkingar eru staðfesting á því, sem Morgun- blaðið hefur haldið fram að undan- förnu, að veruleg hætta væri á mynd- un þriggja flokka vinstri stjórnar ef tekið er mið af niðurstöðum skoð- anakannana Capacent-Gallup að undanförnu. Með því að komast að slíkri niðurstöðu í kosningunum eru kjósendur að taka verulega áhættu. Í fyrsta lagi vegna þess, að með því að opna leið til myndunar þriggja flokka vinstri stjórnar er þeim póli- tíska stöðugleika ógnað, sem skoð- anakannanir í vetur og vor hafa sýnt að kjósendur telja eftirsóknarverð- an. Reynsla Íslendinga af þriggja flokka stjórnum er slæm, svo að ekki sé meira sagt. Engin þriggja flokka stjórn, sem mynduð hefur verið frá stofnun lýðveldis, hefur setið út kjör- tímabilið. Nýsköpunarstjórnin féll. Stefanía féll. Vinstri stjórn Her- manns Jónassonar féll. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar féll. Ný vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar féll. Rík- isstjórn Gunnars Thoroddsens féll. Á kjörtímabilinu 1987–1991 sátu þrjár þriggja og fjögurra flokka ríkis- stjórnir. Söguleg reynsla sýnir, að það er ávísun á pólitíska upplausn að greiða fyrir því að mynduð verði þriggja flokka ríkisstjórn. Þess vegna mundi myndun slíkrar ríkisstjórnar nú þýða að rofið væri sextán ára tímabil pólitísks stöðugleika á Íslandi. Hafa landsmenn áhuga á því? Í annan stað eru verulegar líkur á því, að myndun þriggja flokka vinstri stjórnar mundi leiða til efnahags- legrar stöðnunar. Þá er einungis tek- ið mið af því, sem þessir flokkar sjálfir hafa sagt í kosningabarátt- unni. Samfylkingin hefur lagt fram efnahagsstefnu, sem þýðir í raun að stigið verður á allar bremsur. Sá flokkur og Vinstri grænir eru sam- mála um að setja stopp á allar stór- iðjuframkvæmdir. Það þýðir, að það verður ekkert álver byggt á Bakka við Húsavík í fyrirsjáanlegri framtíð og heldur ekki í Helguvík. Þrátt fyrir stuðning í grundvallaratriðum við beint lýðræði eru þessir flokkar ekki tilbúnir til að leyfa íbúum á þessum svæðum að taka þær ákvarðanir. Þegar þetta tvennt er lagt saman; ofurvarkár efnahagsstefna Samfylk- ingar og fyrirhugað stóriðjustopp, er ljóst, að mjög mun draga úr hagvexti og þar með batnandi lífskjörum. Raunar má með rökum halda því fram, að sú stefna í efnahags- og at- vinnumálum, sem vinstri flokkarnir boða, muni ekki bara leiða til stöðn- unar í lífskjörum heldur til versnandi lífskjara. Þegar við bætist næsta fyrirsjáan- legur pólitískur glundroði er augljós- lega mikil hætta á ferðum. Þess vegna er hægt að halda því fram með fullum rökum, að kjósendur séu að taka mikla áhættu ef kosningarnar í dag leiða til þessarar niðurstöðu. Núverandi ríkisstjórn hefur smátt og smátt lækkað skatta, sem hefur komið fólkinu í landinu til góða. Þótt talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi ekki viljað viðurkenna það í sjónvarpsumræðunum í gærkvöldi er þó ljóst af málflutningi þeirra að taki þeir við völdum mun tímabil skatta- lækkana líða undir lok og ekki er ósennilegt að um einhverja skatta- hækkun verði að ræða. Það er skiljanlegt, að sumir kjós- endur telji kominn tíma á breytingu. Sjálfstæðisflokkur hefur setið sextán ár í ríkisstjórn og Framsóknarflokk- ur í tólf ár. Og auðvitað væri æski- legt að stjórnmálaflokkarnir allir hefðu náð þeim þroska, að slíkar breytingar hefðu ekki stóralvarlegar afleiðingar í för með sér. Svo er því miður ekki enn sem komið er. Kannski kemur sú breyting með nýj- um kynslóðum í öllum flokkum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, á rætur í hinni sósí- alísku hreyfingu 20. aldarinnar. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir kemur úr kvennahreyfingunni en hópurinn í kringum hana á að verulegu leyti rætur í Alþýðubandalagi síðustu ald- ar, m.ö.o. kemur þetta fólk úr sama jarðvegi og Steingrímur J. Sigfús- son. Með vinstri stjórn af því tagi sem hér hefur verið lýst er í raun verið að leiða gamla Alþýðubanda- lagsmenn til valda á Íslandi. Er það svona eftirsóknarvert? Þegar á allt þetta er litið fer ekki á milli mála, að kjósendur eru að taka mikla áhættu. Til þess að ná fram breytingu? Vissulega yrði þetta breyting en er sú breyting einhverj- um til góðs? Er hún samfélaginu til góðs? Er hún hverjum einstaklingi til góðs? Það er erfitt að finna rökin fyrir því, að svo sé. Stjórnarandstaðan hefur átt erfitt með að finna höggstað á núverandi ríkisstjórn í kosningabaráttunni. Það er ósköp skiljanlegt. Núverandi stjórnarflokkar hafa staðið sig vel. Eru það nægileg rök fyrir því, að skipta um, að það sé kominn tími á breytingu? Er það ekki hin efnislega niðurstaða af starfi stjórnarflokk- anna, sem skiptir máli? Auðvitað. Þetta eru býsna örlagaríkar kosn- ingar. Það tók 20 ár að koma á efna- hagslegum stöðugleika á ný á Íslandi eftir að þriggja flokka vinstri stjórn hafði setið að völdum á árunum 1971–1974. Yrði sá leikur endurtek- inn mundu afleiðingarnar ná fram í lok þriðja áratugar þessarar aldar. Er það þess virði að kalla slíka breytingu yfir íslenzkt samfélag? Um allt þetta þurfa kjósendur að hugsa í dag, þegar þeir leggja leið sína í kjörklefann. Valið er þeirra og valdið er þeirra. Það verður óneit- anlega spennandi að sjá að hvaða niðurstöðu þeir komast. Taka þeir ákvörðun um að tryggja áframhald- andi stöðugt stjórnarfar eða komast þeir að þeirri niðurstöðu að nú sé kominn tími til að taka áhættu? En hver svo sem niðurstaðan verð- ur er eitt ljóst; það deilir enginn við þann dómara um niðurstöðuna. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Kosningarnar ídag snúastum hvort viðviljum halda áfram á þeirri braut framfara og uppbygg- ingar sem einkennt hef- ur íslenskt samfélag undanfarin ár. Sú veg- ferð hefur reynst ís- lensku þjóðinni heilla- drjúg. Hagur almenn- ings hefur batnað hratt undanfarin ár og at- vinnuleysi hér á landi er með því minnsta sem þekkist. Þær breytingar á umgjörð atvinnulífsins sem ráðist var í hafa skilað kraftmiklum fyr- irtækjum og öflugum vinnumarkaði. Uppbygging í velferðarkerfinu Í raun er það óumdeilt að við höf- um náð frábærum árangri í efna- hagsmálum. Það sem meira máli skiptir er að ávinningurinn af þessum efnahagslegu framförum hefur verið nýttur til uppbyggingar í heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfinu. Við höfum þannig tryggt jöfn tæki- færi í samfélaginu og að vel sé búið að þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti. Unnið hefur ver- ið að umbótum í þágu aldraðra og ör- yrkja og við viljum gera enn betur í þeim efnum. Framlög til heilbrigð- ismála hafa verið stóraukin og meðal annars höfum við tryggt fjármagn til byggingar nýs þjóðarsjúkrahúss, sem mun án efa verða mikil lyfti- stöng. Miklar breytingar hafa orðið í menntakerfinu sem hafa leitt til þess að háskólum og háskólanemum hefur fjölgað hratt og íslenska hagkerfið byggir í sífellt ríkari mæli á hugviti og þekkingu. Ísland er orðið land tækifær- anna. Nú þegar ríkissjóð- ur er að heita má skuldlaus getum við tekið næstu skref og gert enn betur. Velferð og verð- mætasköpun Á milli velferðar og verðmætasköpunar eru sterk tengsl, sem Íslendingar hafa alltaf borið gæfu til að skilja. Stefna Sjálfstæðis- flokksins hefur frá upphafi byggst á þessu samhengi – að án verðmætasköpunar sé engin velferð. Þegar einstaklingunum eru búin skilyrði til þess að finna kröftum sínum viðnám skapast svigrúm til þess að gera vel við þá sem á aðstoð þurfa að halda. Það er mikilvægt að við tryggjum að svo verði áfram. Sterk staða ekki sjálfgefin Þegar horft er fram á veginn er staða okkar sterk. Slík staða er þó langt í frá sjálfgefin og ef ekki er haldið rétt á spilunum tæki það skemmri tíma en margir halda að glutra niður því forskoti sem Ísland hefur hægt og bítandi tryggt sér undanfarin ár. Til þess að sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað síðustu kjörtímabil haldi áfram og að Ísland verði áfram í fremstu röð er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokk- urinn fái góða kosningu í dag. Sjálfstæðisflokkinn áfram í forystu »Nú þegarríkissjóður er að heita má skuldlaus get- um við tekið næstu skref og gert enn betur. Geir H. Haarde Höfundur er formaður Sjálfstæð- isflokksins og forsætisráðherra. Eftir Geir H. Haarde Kvenréttindafélag Íslands(KRFÍ) varð 100 ára ádögunum. Þrátt fyrirmikinn árangur sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni á þessu tímabili er starfsemi félagsins enn í fullum gangi og er að aukast ef eitthvað er. En fyrir hverju berst KRFÍ? Eru karlar og konur ekki jöfn fyrir íslenskum lögum? Til- gangur greinarinnar er að kynna stuttlega starfsemi félagsins. KRFÍ var stofnað 27. janúar 1907. Fyrsti formaður félagsins og einn helsti hvatamaður að stofnun þess var Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Fyrstu baráttumál félagsins eru nú talin sjálfsögð mannréttindi, t.d. kosn- ingaréttur og kjörgengi kvenna sem og sami réttur kvenna og karla til embætta og atvinnu. Má segja að baráttumálum Bríetar og hennar samferðakvenna sé náð, a.m.k. form- lega séð. En hvað er þá eftir? Það mun vera flestum kunnugt að konur sitja ekki alltaf við sama borð og karlar úti í þjóðfélaginu. Þetta á ekki síst við um stjórnarborð fyr- irtækja, lífeyrissjóða, banka og svona mætti lengi telja. Með öðrum orðum má segja að jafnrétti í reynd sé enn ekki náð. Fyrir utan það misvægi kynjanna sem ríkir í stjórnunar- stöðum, launamisréttið, o.fl. vantar einnig upp á að fullt jafnræði kynjanna verði viðurkennt manna á milli. Kynbundið of- beldi og vændi eru t.d. ein birtingarmynd þess að svo sé ekki. Hugarfarsbreyting virðist því nauðsynleg en hún gerist ekki yfir eina nótt. Um er að ræða langa og stranga baráttu sem KRFÍ vinnur einmitt að með því að halda uppi reglulegri umræðu um þennan málaflokk. Í því felst að kynna jafn- réttismál (sem oftar en ekk því að kynna ójafnréttið), ve stjórnvöldum aðhald og/eða jafnréttismálum en Kvenré Eftir Halldóru Traustadóttur H 100 ára kvenréttinda Í sjónvarpssal Leiðtogar fyrir alþingiskosningarna Kosningarnar í daað verða æsispeum leið og þær mínu mati einhv hinar afdrifaríkustu um ára skeið. Í allan vetur og vor h ingar legið í loftinu og meg óánægja með stjórnarstefn leynir sér ekki. Lykillinn a ingum er að ríkisstjórnin fa Vinstrihreyfingin – grænt hljóti góða kosningu. Við h fundið fyrir miklum meðby anakönnunum að undanför endurspeglar þann hljómg málflutningur okkar hefur mennings. Við Vinstri græn höfum málefnaáherslur fram undi unum „Allt annað líf!“ og m undirstrikað að atkvæði gr er skýrasta krafan um brey við stjórn landsins. Tólf ára Framsóknar- og Sjálfstæði langur tími, of langur, og n þessi ár ekki verða fleiri. H verið algjör kyrrstaða í jafn Eftir Steingrím J. Sigfú Tökum og kjós Framsóknarflokkurinn heitirá allt framsóknarfólk ogaðra frjálslynda kjósendurað veita flokknum braut- argengi í kosningunum í dag til þess að tryggja alhliða framfarastefnu fyrir íslensku þjóðina á næstu árum. Í dag ganga landsmenn til kjör- klefa og kjósa sér þann flokk sem þeir vilja að fari með stjórn lands- mála næstu fjögur árin. Það er lýð- ræðislegur réttur kjósenda að fara með þetta vald og vil ég hvetja sem flesta til að nýta sér þennan rétt. Lýðræðið er dýrmætara en margir gera sér grein fyrir og því ber að sýna fyllstu virðingu. Undanfarin 12 ár hafa verið tíma- bil samfellds hagvaxtar og kaup- máttaraukningar. Það er mikil breyting frá því sem var þegar Framsóknarflokkurinn settist í ríkisstjórn árið 1995 og tók við búi sem stóð illa. Þá gekk tutt- ugasti hver maður hér um atvinnulaus, kaup- máttur meðallauna og óskertur lágmarkslíf- eyrir aldraðra og ör- yrkja hafði rýrnað og endurgreiðsluhlutfall námslána hafði verið hækkað upp í allt að 7%. Í dag er staðan sú að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist um 60% á þessum 12 árum, atvinnuleysi er hér með því lægsta sem þekkist í veröldinni, skattar á einstaklinga og fyrirtæki haf lækkaðir, hag hefur verið m landsframlei ur stóraukist issjóður hefu rekinn með m gangi á þessu tímabili en dæ um áður, end skuldir ríkiss ið lækkaðar u hundruð mill undanfarin á þessi uppgan ur skilað sér í stórauknum f lögum til velferðarmála og e nú sú að á lista Sameinuðu þ þar sem ríkjum heims er ra lífskjörum er Ísland í 2. sæt Við framsóknarmenn eru Eftir Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson Í dag verður kosið um stöðug leika og traust stjórnarfar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.