Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 43

Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 43 Samfylkingin á brýnt erindi íþessum kosningum. Húnhefur jafnaðarstefnuna aðleiðarljósi en grunngildi hennar eiga víðtækan hljómgrunn í okkar samfélagi. Þessi grunngildi lúta að jöfnuði fólksins og jöfnum tækifærum þar sem allir geta þroskað og notið hæfi- leika sinna. Sterku ör- yggisneti ef og þegar út af bregður þannig að enginn sé skilinn út undan. Öflugu mennta- og heilbrigðiskerfi þar sem enginn kemur að lokuðum dyrum. Jafn- rétti kynjanna þar sem enginn er látin gjalda kynferðis, hvorki kon- ur né karlar. Náttúru- og umhverfisvernd þar sem mikilvægum framtíðarhagsmunum er ekki fórnað með skammsýnum ákvörð- unum. Frjálsu mark- aðskerfi í viðskiptum þar sem hið opinbera setur leikreglur og sér til þess að samkeppni þrífist og almanna- hagsmuna sé gætt. Opinberri stjórnsýslu sem einkennist af gagnsæi, stjórnfestu og sanngirni. Op- inberu stjórnkerfi þar sem fagleg sjónarmið og hæfni einstaklinga er í fyrirrúmi en flokkspólitísk fyrirgreiðsla og mannaráðningar heyra sögunni til. Baráttuþrek og sigurvilji Með þessar mikilvægu áherslur í farteskinu hefur Samfylkingarfólk um land allt tekið þátt í kosninga- baráttu liðinna mánaða. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með sam- stöðu og sigurvilja þess. Það hefur jafnt og þétt sótt í sig veðrið, aukið fylgi Samfylkingarinnar í öllum kjördæmum, unnið öfluga málefna- vinnu og hvarvetna komið fram með sjálfstrausti og reisn. Þessi barátta hefur enn og aftur fært mér heim sanninn um mik- ilvægt erindi flokksins til fólksins í landinu. Þeim fjölmörgu Íslend- ingum sem láta sér annt um jöfnuð, velferð og réttlæti gefst nú tækifæri til að styðja við þann flokk sem er öflugasti valkosturinn við hægri flokka í landinu. Þeir geta stutt frjálslyndan jafnaðarflokk sem stendur vörð um velferðarkerfið en vill líka gera það öflugra og skilvirk- ara, sem ber hag þeirra fyrir brjósti sem minnst bera úr býtum, en sem veit líka að gott og fjölbreytt at- vinnulíf er forsenda samhjálpar og jafnaðar. Þeir geta stutt flokk sem vill að Ísland taki sér stöðu með vel- ferðarsamfélögum Evrópu en ekki öfgafullu markaðssamfélagi vest- anhafs. Flokk sem vill að Íslend- ingar verndi eigin náttúru og taki jafnframt þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsbreytingum af manna- völdum. Flokk sem vill bæta kjör aldraðra og um leið greiða götu ungs fólks með fjölbreyttum menntunar- og starfsmöguleikum. Breytinga er þörf Á Íslandi hefur nú öðlast kosningarétt kynslóð sem aldrei hef- ur kynnst öðrum vald- höfum en þeim sem mynda núverandi rík- isstjórn. Sú staðreynd ein ætti að ýta við mörgum. En verra er þó að á þessum langa valdatíma hafa mik- ilvægar stoðir velferð- arkerfisins verið van- ræktar, misskipting auðs hefur aukist, hlut- fallslegar skattaálögur á láglaunafólk þyngst, kynbundinn launa- munur hefur ekkert lagast, biðraðir sjúk- linga og aldraðra lengst. Þessi rík- isstjórn hefur gengið fram af fólki með stuðningi við stríðs- rekstur Bandaríkj- anna í Írak, fram- göngu sinni í fjölmiðlamálinu og átökum við öryrkja. Í atvinnumálum hefur verið einblínt um of á stóriðju á kostnað ann- arrar atvinnustarfsemi. Hér er breytinga þörf og nú er tækifærið, tími skoðanakannana liðinn, tími kosninga kominn. Við viljum samfélag jafnaðar, velferðar og réttlætis Í þessari kosningabaráttu hefur það sýnt sig að Samfylkingin er og verður mikilvægasti valkostur þeirra sem finnst ekki sjálfgefið að núverandi ríkisstjórnarflokkar ráði mestu um framvindu íslensks sam- félags. Ég er sannfærð um að þjóðin finnur að nú þarf að rétta kúrsinn, stýra þjóðarskútunni eftir þeim gild- um sem flestir Íslendingar vilja taka mið af, velferð, jöfnuði og réttlæti, leiða til valda flokk sem einsetur sér að bæta úr því sem aflaga hefur far- ið en horfir líka til framtíðar um at- vinnuuppbyggingu á Íslandi og stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka mótherjum okkar drengilega baráttu, fjölmiðlum áhugaverða um- fjöllun um kosningarnar og stuðn- ingsfólki Samfylkingarinnar sam- stöðu, dugnað og baráttugleði. Ég hvet kjósendur til að leiða hugann að grundvallargildum íslensks sam- félags og veita Samfylkingunni brautargengi í dag. Kosið um framtíð íslensks samfélags Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur » Í dag verðurkosið um vægi jafnaðar, velferðar og réttlætis í ís- lensku sam- félagi. Grunn- gildi Samfylk- ingarinnar; frjálslynds jafn- aðarflokks. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. ki felst í eita a álit á éttinda- félagið fær jafnan sendar þingsályktun- artillögur er varða málefni kvenna og jafnréttismál til um- sagnar. Má þess geta í því sambandi að KRFÍ er þverpólitískt félag þar sem í stjórn félagsins sitja fulltrú- ar frá öllum þeim stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Al- þingi. Á þann hátt hef- ur félagið tök á að láta rödd sína heyrast þegar málefni kvenna og jafnréttis eru tekin fyrir á löggjafarþingi Íslendinga. Fyrir utan ráðstefnu- og funda- hald sem opið er öllum almenningi vinnur stjórn KRFÍ að því að taka fyrir einstök mál sem konur í þjóð- félaginu bera upp á félagið. KRFÍ vinnur einnig í nánu samstarfi við ýmis samtök og félög er varða mál- efni kvenna s.s. Mæðrastyrksnefnd, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöf- ina, Kvenfélagasamband Íslands, Femínistafélagið, Jafnréttisráð, Mannréttindaskrifstofu Íslands o.fl. Útgáfa tímaritsins 19. júní er einnig á könnu félagsins og hefur verið síðan 1949 þegar fyrsta eintak blaðsins kom út. Tímaritið er því eitt það langlífasta í sögu Íslands en venja hefur verið fyrir því að fá rit- stjóra og ritstjórn úr röðum fólks sem annars kemur ekki með beinum hætti að starfsemi félagsins. Með því hefur skapast grundvöllur fyrir fjöl- breytt og skemmtilegt efni um mál- efni kvenna og jafnréttis líðandi stundar. Stjórn KRFÍ er kosin til tveggja ára í senn. Eru þá kosnir formaður og varaformaður, gjaldkeri og ritari auk fjögurra meðstjórnenda. Skipa þessir átta aðilar framkvæmda- stjórn félagsins. Eins og fyrr segir eiga stjórnmálaflokkarnir einnig fulltrúa í stjórn félagsins, sem nú skipa alls 12 konur. Í kjölfar alþing- iskosninganna má ætla að ein- hverjar breytingar verði á fulltrúum flokkanna í stjórn félagsins. Stjórn KRFÍ er því í stöðugri endurnýjun sem má teljast jákvætt því konur hafa vissulega mismun- andi skoðanir á málefnum kvenna og jafnréttisbaráttunni. Því fleiri konur sem koma að starfsemi fé- lagsins því betra! Karlar eru að sjálfsögðu einnig velkomnir en hing- að til hafa þó engir karlmenn setið í stjórn Kvenréttindafélagsins. Karl- kyns félagar eru þó nokkrir en mættu gjarnan vera fleiri. Það er forvitnilegt í kvennafélagi að heyra raddir karlanna um málefni kvenna. Það væri óskandi að karlarnir, sem að öllu jöfnu stjórna landinu, fyr- irtækjunum o.s.frv., hefðu sömu ósk- ir, þ.e. að fá raddir kvenna með í ákvarðanatökur er varða okkur öll, karla og konur. Í því ljósi má segja að þrátt fyrir háan aldur KRFÍ er stefnan sú að félagið eigi fullan rétt á sér – eða þangað til fullu jafnrétti kynjanna er náð. »KvenréttindafélagÍslands varð 100 ára á dögunum. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafn- réttismálum á þessu tímabili eru enn málefni að berjast fyrir. Halldóra Traustadóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands. abarátta Morgunblaðið/Brynjar Gauti r stjórnmálaflokkanna öttu kappi í síðasta sinn ar í þætti í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Næsta kjörtímabil erskammt undan. Sjálf-stæðisflokkur ogFramsóknarflokkur vona að kjósendur glepjist enn á ný til að rétta þeim stjórnartaumana. En hver eru helstu verk þessara flokka í ríkisstjórn? Svona skömmu fyrir kosn- ingar eiga flokkarnir auðvitað ekki að setja ljós sitt undir mæli- ker, heldur hampa helstu afrekum sínum. En af einhverjum ástæðum gera þeir það ekki. Eða minnist þess nokkur að hafa heyrt frambjóðendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stæra sig af stuðningi við innrásina í Írak eða einkavinavæðingu bankanna? Eru þeir ekkert stoltir af nið- urstöðu Hæstaréttar í svokölluðum Ör- yrkjadómi? Finnst þeim ekki ástæða til að hreykja sér af því hvað þeir gerðu vel við lífeyrisþega, þ.e. þá sem taka lífeyri sem fyrrverandi alþingismenn og ráðherrar? Og menn hljóta nú að hafa ástæðu til að vera roggnir yfir hærri vöxt- um en þekkjast annars staðar og lengstu biðlistunum. Er það ekki met sem ástæða er til að halda á lofti? Kjósendur, sem eru sammála um að ofangreind verk stjórn- arflokkanna séu þeim ekki til framdráttar, eiga að láta af stuðningi sínum við ríkisstjórn- ina. Kjósendur, sem vilja að ríki- dæmi þjóðarinnar sé nýtt þeim til hagsbóta, sem minnst bera úr být- um, eiga að láta af stuðningi sínum við ríkisstjórnina. Kjósendur, sem vilja að þeir og börn þeirra njóti náttúru Íslands og þeirra ótal tækifæra, sem felast í enn óbeisl- aðri orku landsins til annars en stór- iðju, eiga að láta af stuðningi sínum við ríkisstjórnina. Ég hvet kjós- endur til að hug- leiða vel hvernig þjóðfélag þeir vilja á Íslandi. Íslandshreyfingin vill fjölbreytt mennta- og atvinnu- líf. Mikilvægasta efnahagsmálið er að snúa af braut gegndarlausrar stóriðju áð- ur en það er of seint. Við getum snúið af þessari braut á næsta kjörtímabili. Við megum ekki bíða lengur. Veljum Íslandshreyfinguna. Næsta kjörtímabil Eftir Margréti Sverrisdóttur Margrét Sverrisdóttir Höfundur er varaformaður Íslandshreyfingarinnar. »Mikilvæg-asta efna- hagsmálið er að snúa af braut gegndarlausrar stóriðju áður en það er of seint. ag stefna í ennandi eru að verjar atuga hafa breyt- gn nuna ð breyt- alli og að framboð öfum yr í skoð- rnu sem grunn sem meðal al- lagt okkar ir kjörorð- með því reitt okkur ytingar a valdatíð isflokks er nú mega Hér hefur nrétt- ismálum, velferð- arkerfið hefur veikst og lands- byggðin stendur höllum fæti. Smán- arblett eins og þann að setja Ísland á lista yfir stuðnings- aðila Írakstríðsins verður að þvo af. Stóriðjustefna rík- isstjórnarinnar hef- ur auk þess valdið náttúruspjöllum sem aldrei verða tekin til baka og reynst skuldsettum heimilum og fyrirtækjum landsins þungur baggi. Þá reikninga og marga fleiri verður hægt að gera upp í dag. Kosningar eiga að snúast um raunveruleikann; um það sem hefur verið gert og ekki gert, en ekki um sýndarheim loforðanna. Allra síst er það líðandi að flokkar sem haft hafa 12 eða 16 ár til að framkvæma hlut- ina reyni nú að láta kosningarnar snúast um kosningaloforð sem aldrei verður staðið við en ekki um raun- veruleikann eins og hann blasir við almenningi. Framsóknarflokkurinn vill nú láta kjósa sig út á loforð um úrbætur í geð- heilbrigðismálum og ókeypis tannvernd fyrir börn en forðast umræður um ófremdarástandið sem ríkir og um stefnu flokks- ins og athafnir undanfarin ár. Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir sjálfan sig sem táknmynd efnahagslegs stöðugleika en sleppir því að nefna að stýrivextir hafa hækkað úr 5,3% í 14,25% á kjörtímabilinu og að viðskiptahallinn hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári. Allt er tekið að láni og almenn- ingur líður fyrir. Þeir sem ekki vilja frekari einkavæðingu í velferð- arkerfinu, ekki vilja einkavæðingu Landsvirkjunar, vilja að vatnið sé áfram í eigu samfélagsins, þeir sem vilja snúa af braut ójafnaðar og mis- réttis í samfélaginu og hafna frekari náttúruspjöllum í þágu stór- iðjustefnunnar mega ekki láta tæki- færið sér úr greipum ganga. Þetta tækifæri verður að nýta. Fyrir hönd Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs þakka ég öllum sem lagt hafa hönd á plóg í okkar baráttu. Ég er stoltur af því að hún hefur verið málefnaleg og uppbyggileg af okkar hálfu. Al- menningur veit hvar við stöndum því við höfum alla tíð talað skýrt um okkar áherslur og biðjum nú um styrk til að gera það áfram. Af við- tökunum að dæma tekur stór hluti þjóðarinnar undir sjónarmið okkar og gerir kröfu um annars konar for- gangsröðun í landsstjórninni. For- gangsröðun í þágu umhverfis, kven- frelsis, velferðar og friðar. Kosningarnar í dag eru þær mik- ilvægustu og mest spennandi um margra ára skeið. Ég hvet kjós- endur til að nýta sér atkvæðisrétt- inn. fússon » Af viðtökunum aðdæma tekur stór hluti þjóðarinnar undir sjónarmið okkar og gerir kröfu um annars konar forgangsröðun í landsstjórninni. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. m höndum saman sum breytingar fa verið gvöxtur mikill, ðslan hef- t og rík- ur verið meiri af- u kjör- æmi eru da hafa sjóðs ver- um mörg ljarða ár. Allur ngur hef- fram- er staðan þjóðanna aðað eftir ti. um stoltir af verkum okkar en viljum jafnframt gera enn betur. Við viljum árangur áfram og stefnum ótrauðir að því marki að Ísland verði fyrirmynd- arsamfélag á öllum sviðum. Til að svo megi verða þurfum við að fá áframhaldandi umboð þjóðarinnar til að vinna að metnaðarfullum verk- um og auka lífsgæði þjóðarinnar enn frekar. Framsóknarflokkurinn biður þig um stuðning í kosningunum. Stuðn- ingur þinn skiptir öllu enda geta úr- slitin ráðist á örfáum atkvæðum. Sagan hefur sýnt okkur það. » Við viljum áranguráfram og stefnum ótrauðir að því marki að Ísland verði fyrir- myndarsamfélag á öllum sviðum. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. g-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.