Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 45

Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 45 UMRÆÐAN Tungumálið endurnýjaststöðugt, við bætast nýorð og orðasambönd eftirþörfum. Umsjónarmaður rakst nýlega á nýjung af þessum toga, orðasambandið yfir og undir og allt um kring. Það vísar til þess að einhvers gætir hvarvetna. T.d. skrifar Indriði Aðalsteinsson: … ásamt fjölbreyttu sukki og spill- ingu svo sem Byrgismálinu þar sem framsóknarmenn virðast vera yfir og undir og allt um kring (15.3.07). Ýmis önnur dæmi eru auðfundin, t.d.: Alþjóðlegt menn- ingarsamfélag þar sem hið ís- lenska er þó yfir og undir og allt um kring (2007); En þannig er að forstjóri Landsvirkjunar er yfir og undir og allt um kring í öllum þeim ákvörðunum sem teknar hafa ver- ið (2007); Lítið er sýnt af óhugnaði helfararinnar en hann er þarna yf- ir og undir og allt um kring (2007) og hið trúarlega er yfir og undir og allt um kring í öllum myndum hans (2005). Umsjónarmaður þótt- ist kannast við orðasambandið, hélt að það ætti rætur að rekja til Hallgríms Péturssonar eða Jóns Vídalíns. Svo reyndist þó ekki vera heldur virðist fyrirmyndina vera að finna í sálmi Sigurðar Jóns- sonar frá Presthólum (1590–1661): Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Eins og sjá má á orðasambandið sér ekki beina samsvörun í sálmi Sigurðar en ættarmótið leynir sér þó ekki. Þetta dæmi er eitt af þús- undum sem sýna hve sterk ítök kristni og kristilegar bókmenntir eiga í þjóðarsálinni. Til fróðleiks skal á það bent að sæng merkir hér ‘rekkja, rúm’. Sú merking sem algengust mun vera í nútímamáli (‘ver með fiðri, dúni til að hafa ofan á sér í rúmi’) kemur fyrir í textum frá 18. öld en jafnvel þó hún væri eldri sýnir samhengi umrædds staðar að hún kemur þar ekki til greina. Upphaflega merk- ingin er reyndar enn algeng í ýms- um orðasamböndum, t.d.: færa konu gjöf á sængina; ganga í eina sæng með e-m; leggjast á sæng (‘taka léttasótt’); liggja á sæng (‘liggja í rúminu eftir barnsburð’); sjá sína sæng uppreidda; skilja að borði og sæng og skríða í eina sæng, sbr. enn fremur: Tak sæng þína og gakk. Ofnotkun nafnháttar Í íslensku er (eða hefur verið) gerður munur á einfaldri nútíð/ þátíð og orðasambandinu vera að + nafnháttur (dvalarhorf), t.d.: Maðurinn skrifar vel/bréf á hverj- um degi en hins vegar: Maðurinn er að skrifa bréf. Í síðara dæminu er um að ræða (afmarkaðan) verknað sem stendur yfir en fyrra dæmið vísar til þess sem er ekki afmarkað í tíma (maðurinn skrifar alltaf vel/skrifar bréf daglega). Þegar í fornu máli má sjá þennan mun en þær reglur sem ráða notk- uninni er nokkuð flóknar og að mestu óskráðar. Málnotendur fara eftir málkennd sinni enda dugir hún vel í flestum tilvikum. En eftir hverju fer notkunin? Til einföldunar má segja að merking eða vísun sagnar skipti mestu máli um það hvort notað er orðasambandið vera að + nh. eða ekki. Í fyrsta lagi er það ekki not- að með sögn- um er vísa til ástands eða kyrrstöðu, t.d. segja flestir: barnið sefur, konan situr við borðið og mað- urinn býr í Hafnarfirði. Þessi ‘regla’ hefur frá fornu fari og til skamms tíma verið býsna traust en nú virðist hafa orðið breyting þar á, sbr.: Við erum að liggja [‘liggjum oft, þurfum oft að leggj- ast] til að ná slösuðum úr bílum (14.9.06). Í öðru lagi eru naumast til ritaðar heimildir um að nafn- háttarorðasambandið sé notað með svo kölluðum skynjunar- sögnum (t.d. sjá, heyra, vita, skilja), sbr. Þó: við erum að sjá það gerast (4.11.05); við erum að sjá hlutina sömu augum (18.12.06) og ég er ekki að skilja þetta. Í þriðja lagi á sama við um sagnir sem lýsa afstöðu eða skoðun (t.d. telja, halda, álíta, trúa, vona) en út af því bregður oft í nútímamáli, t.d.: Ertu að reikna með að gengið hækki? (14.12.06) og Ég var ekk- ert að hugsa (12.4.07). Í fjórða lagi er nafnháttarorðasambandið sjaldnast notað með sögnum sem eru ekki bundnar við stað eða stund, t.d. leika vel, tala skýrt og standa sig vel. Hér gætir einnig breytinga í nútímamáli, t.d.: leik- skólarnir eru að standa sig mjög vel (13.3.07). ‘Reglur’ sem þessar eru auðvitað miklu fleiri en fjórar ofantaldar en mikilvægasta reglan er vitaskuld málkenndin. Með því að velta fyrir sér dæmum og skoða þau geta áhugasamir lesendur auðveldlega fundið fleiri ‘reglur’ um notkun orðasambandsins vera að + nh. Í næsta pistli verður vikið að fleiri slíkum ‘reglum’. Nafnorðasýki Í pistlum þessum hefur nokkr- um sinnum verið vikið að því sem nefnt hefur verið nafnorðahröngl eða nafnorðasýki (substantívítis). Þetta fyrirbrigði er einnig nefnt nafnorðastíll (stofnanastíll) og vís- ar það til þess að nafnorð eru not- uð þar sem betur færi á að nota sagnorð. Dæmi þessa er auðfundin í nútímamáli, t.d.: reynt verði að hækka þjónustustigið [‘auka þjón- ustuna’] eins hratt aftur og hægt er (28.12.06); vill þróa lyf til að koma í veg fyrir kransæða- sjúkdóma og hefur sótt um einka- leyfi fyrir beitingu slíks lyfs [‘einkaleyfi fyrir lyfi/Því að nota lyf’] (5.1.07); Farsæll ferill rithöf- undarins Clive Cussler var næst- um því eyðilagður vegna kvik- myndaaðlögunar á bók hans Sahara [‘með því að gera kvik- mynd eftir bók hans’] (7.2.07); Reykjavíkurborg hefur verið í for- ystu um aðgerðir til minnkunar svifryks [‘um að draga úr svif- ryki’] (16.2.07); Leiðastjórnun skipa er nauðsynleg [‘nauðsynlegt að stýra því hvaða leiðir skip sigla’] (8.2.07); Verði skip fyrir vélarbilun, stýrisbilun [‘bili vél eða stýri skips’] (8.2.07); spurði þá saksóknari hver hefði séð um ákvarðanatöku [‘tekið ákvarð- anir’] (28.2.07) og stjórn Faxaflóa- hafna býður aðkomu sína að bygg- ingu Sundabrautar [‘býðst til að eiga hlut að’] (21.3.07). Í sumum tilvikum er gengið svo langt að framsetning verður nán- ast óskiljanleg. Hvað merkir t.d. markaður fyrir færsluhirðingu?: Tilefnið var rökstuddur grunur um brot á ákvæðum samkeppn- islaga, einkum misnotkun á mark- aðsráðandi stöðu á markaði fyrir færsluhirðingu sem er innlausn færsluávísana til kaupmanna (15.3.07). Af svipuðum meiði eru eftirfarandi dæmi: um viðhorf landsmanna til veitingar heil- brigðisþjónustu (29.3.07); For- maður umhverfisráðs segir áhersl- una nú á að auka loftgæði í borginni (6.3.07) og að sögn varð- stjóra var nokkurt ölvunarástand í bænum í nótt [‘talsverð ölvun var’] (24.2.07). – Umsjónarmanni eru minnisstæð orð sem íslensku- kennara lét falla er dæmi af þess- um toga var borið undir hann: Ekki er það vakurt þótt riðið sé. Úr handraðanum Í Morgunblaðinu var nýlega fjallað um menningarsamning um samstarf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Borgarleikhúss- ins (Mbl. 10.3.07). Yfirskriftin var Mjór er mikils vísir og felur hún í sér gömul sannindi og ný. Vísir merkir hér ‘frjóangi, spíra’, sbr. orðasambandið vísir að e-u. Máls- háttur þessi er eldforn þótt hann hafi ekki ratað inn í málsháttasöfn (né páskaegg). Hann á rætur sínar í lausavísu Óttars svarta sem Finnur Jónsson telur vera frá því um 1023. Málshátturinn á enn fullt erindi við okkur og merking hans er öllum auðsæ, jafnt nú sem fyrir 1.000 árum. Málnotendur fara eftir mál- kennd sinni enda dugir hún vel í flestum til- vikum. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 102. þáttur Í bandaríska tímaritinu Time, 9. apríl, 2007, er dregin upp skrautleg mynd af framtíðarlífinu á jörðinni, ef ekki verður alvarleg hegðunarbreyting alls mannkyns. Alls eru talin upp 51 atriði, sem menn ættu að gaumgæfa, nema allt fari nánast fjandans til. Of langt er að telja öll atriðin upp en vilji menn kynna sér efnið er bent á bókasöfn eða netið. Það er ekki falleg lýsing, sem við eigum í vændum nema við ger- breytum lífsháttum okkar, förum að ganga meir, notum almenn- ingssamgöngur, fljúgum í breytt- um flugvélum, o.fl. o.fl. Íslendingar fá góða einkunn vegna nota á jarðvarma og ann- arri endurnýjanlegri orku. Sér- staklega er vitnað í forseta Ís- lands vegna þess síðastnefnda og er rétt að hann njóti þess og hafi heiður af. Fyrir nokkru var grein í Nat- ional Geographic Magazine þar sem Íslendingum var hrósað í há- stert fyrir verndun þorskstofns- ins, á sama tíma og ofveiði er að drepa alla fiskstofna. Ég hvet alla til að kynna sér þessar greinar og virða störf vís- indamanna okkar og stjórnmála- manna, sem hafa stuðlað að þess- um góðu málum. Páll B. Helgason Umhverfisspjöll Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir. Í MORGUN- BLAÐINU birtist 6. þ.m. ítarleg og fróðleg grein eftir Örnólf Thorlacius líffræðing og fv. rektor MH und- ir fyrirsögninni „Loft- mengun af loftferð- um“, en helsta heimild hans er greinin „Green sky thinking“ eftir Bennett Davis í New Scientist 24. febrúar sl. Pistill Örnólfs varð síðan tilefni til rit- stjórnargreinar blaðsins 8. þ.m. undir fyrirsögninni „Flug- samgöngur og mengun“. Í lok hennar eru birt hvatningarorðin „Flugið er ekki undanskilið í bar- áttunni fyrir því að draga úr út- blæstri gróðurhúsa- lofttegunda“. Ég tel að í báðar þessar greinar vanti tilteknar grunn- upplýsingar um raunverulegan þátt flugsins í loftmengun jarðarinnar, og um þær stórfelldu úr- bætur í hönnun og smíði flugvéla, sem unnið hefur verið að á liðnum áratugum, og er áfram að vænta. Á vefsíðu Alþjóðasamtaka flug- félaga, www.iata.org, koma fram ýmsar gagnlegar upplýsingar um hlutdeild alþjóðlegs flugs í meng- un, og hvað flugfélög og framleið- endur séu að gera til að draga úr áhrifum þess á umhverfið. Í fyrsta lagi er þess að geta, að hlutdeild flugs í öllum koltvíoxíð útblæstri á jörðinni er aðeins um 2%. Sé hins vegar aðeins litið til koltvíoxíðs út- blásturs vegna samgangna er hlut- deild flugsins talin um 13%, borin saman við um 75% vegna bíla- umferðar. Þetta skýrir væntanlega að hluta til hvers vegna ekki þótti brýn ástæða til að Kyotobókunin næði einnig til losunar frá flug- vélum. Koltvíoxíð útblástur flugvéla er nánast í beinu hlutfalli við elds- neytiseyðslu þeirra. Með stöðugt hækkandi verði á flugvélaeldsneyti er til staðar mjög sterkur fjár- hagslegur hvati til flugvélafram- leiðenda og flugfélaga að þróa nýj- ar flugvélar og hreyfla, sem eyða minna eldsneyti. Frá árinu 1990 hefur Icelandair verið með Boeing 757 þotur í rekstri sínum, en þær voru frá upphafi hannaðar til að vera meðal sparneytnustu flug- vélagerða. Undanfarin tvö ár hafa þessar þotur nú verið búnar nýj- um vænglingum ("winglets"), sem hafa í för með sér að eldsneyt- iseyðsla þeirra minnkar um 5%. Bæði hjá Boeing og Airbus eru nú í þróun nýjar þotugerðir, þar sem meginmarkmiðið er að minnka eldsneytiseyðsluna um 20% miðað við núverandi sam- bærilegar þotur. Hjá Boeing er um að ræða 787 „Dreamliner“, sem mun fljúga sitt fyrsta flug seinna í ár, og verður tekin í notk- un á næsta ári. Icelandair var meðal fyrstu flugfélaga til að panta þessa fullkomnu gerð, og fær félagið fyrstu tvær þoturnar árið 2010. Airbus er með svipaða gerð í þróun, A350, en hún mun sennilega ekki fara í sitt fyrsta flug fyrr en árið 2011. Það er enginn einn þáttur í hönnun og smíði flugvéla, sem veldur því að eldneytiseyðslan geti minnkað um heil 20%. Talið er að nýir og endurbættir hreyflar eigi þar um þriðjungs hlut að máli, endurbætt flugeðlisfræðileg hönn- un annan þriðjung, og ný smíða- efni og kerfi verði einnig með sína þriðjungs hlutdeild. Boeing 787 verður að 60% til smíðuð úr gervi- efnum, að langmestu leyti kolt- refjaefnum, um 21% úr áli, 11% títaníum og 8% stáli. Talið er að heildarhlutdeild flugsins í öllum þeim aðgerðum mannkyns, sem stuðla að loftfars- breytingum á jörðinni, sé nú að- eins um 3,5%, en geti hins vegar aukist í allt að 5% árið 2050 miðað við þá aukningu, sem nú er al- mennt spáð í alþjóðlegum flug- flutningum. Meint mengun flugsins Stórfelldar úrbætur í hönnun flugvéla minnka eldsneyt- isnotkun segir Leifur Magn- ússon »Hlutdeild flugsins íöllum koltvíoxíð út- blæstri á jörðinni er að- eins um 2%, og unnið er að þróun nýrra þotu- gerða, sem eyða um 20% minna eldsneyti. Leifur Magnússon Höfundur er verkfræðingur. SÚ var tíð að hvorki þrifust síma- sjálfsalar né tré í miðborg Reykjavík- ur. Það þótti sjálf- sagður hluti af kvöld- skemmtuninni að skera sundur síma- snúrur og rífa upp trjáplöntur og fleygja þeim á gaddinn. Satt að segja hélt ég að þetta væri liðin tíð og þjóðin orðin sið- menntaðri því trjá- gróður hefur fengið að dafna í borginni þó enn sé verið að snúa af honum grein- ar. En ég sé núna að ég hef sett kíkinn fyrir blinda augað að undanförnu, auðvitað hefði mér sem íbúa í miðborginni átt að vera það ljóst að ekk- ert hefur breyst í þessum efnum. Glerflöskur eru mölbrotnar hvar sem er, svo gangstéttir og garðar eru þakin glerbrotum og fólk gengur örna sinna eða ælir þar sem það er statt hverju sinni, of- urölvi en í merkjafatnaði. Það sem vakti mig af þyrnirósarsvefninum er það að einhverjir hafa verið að stunda torfæruakstur á Arn- arhólnum að und- anförnu og enginn virðist hafa gert at- hugasemdir við það, þrátt fyrir öflugar ör- yggismyndavélar allt um kring, því hjólför- unum fjölgar stöðugt. Finnst öllum þetta í lagi nema mér? Verstu hjólförin eru frá því fyrr í vetur en þau voru gerð í rign- ingartíð og eru því mjög djúp. Þau liggja eftir endilöngum Arn- arhólströðum sem er gamla þjóðleiðin til Reykjavíkur og er á fornminjaskrá. Það hefur verið breitt milli hjóla á þessum bíl, lík- lega verið Hummer eða einhver slíkur lúx- usjeppi. Hvað segir það okkur um þessa þjóð að hún skuli hafa ótaldar milljónir til að kaupa slíka bíla en kann ekki mannasiði? Ég skammast mín. Utanvegaakstur á Arnarhóli Benóný Ægisson segir ein- hverja stunda torfæruakstur á Arnarhólnum Benóný Ægisson » Verstu hjól-förin liggja eftir endilöng- um Arnarhóls- tröðum sem eru á fornminja- skrá. Höfundur er íbúi í miðbænum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.