Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 49 UMRÆÐAN NÚ í aðdraganda kosninga heyr- ist því stundum haldið fram að ekki sé byggðastefna á Íslandi, eða þá að ef hún sé fyrir hendi þá sé hún í öllu falli arfavitlaus, og mætti þannig álykta að um hana væri mikill ágreiningur. En svo er ekki þegar betur er að gáð. Byggðastefna stjórnvalda er sett fram í formi þings- ályktunar á Alþingi til fjögurra ára í senn, nú síðast fyrir um einu ári fyrir árin 2006– 2009. Lögum sam- kvæmt var hún lögð fram af ráðherra byggðamála. Við meðferð hennar í þinginu komu fram ýmsar breyt- ingatillögur af hálfu þingflokkanna, og voru þær flestar teknar til greina. Var þingsályktunartillagan svo sam- þykkt samhljóða af öllum flokkum í atkvæðagreiðslu í þinginu hinn 3. júní 2006. Það er því ljóst að ekki er mikill pólitískur ágreiningur um málefnið. Byggðaáætlun er öllum aðgengileg, m.a. á vef Byggðastofn- unar. Meginmarkmið hennar er að bæta búsetuskilyrði á landsbyggð- inni og efla samkeppnishæfni lands- ins alls í alþjóðlegu umhverfi. Eitt meginhlutverk Byggðastofnunar er að framfylgja byggðaáætlun í sam- vinnu við þau ráðuneyti, stofnanir og einkaaðila sem við á hverju sinni, og vinna að framkvæmd þeirra verkefna sem í henni eru skilgreind til að ná markmiðum henn- ar. Verkefnin lúta flest á einn eða annan hátt að eflingu innviða sam- félagsins, framkvæmd vaxtarsamninga, eflingu menntunar með áherslu á aðgengi að menntun óháð búsetu, bættum samgöngum, fjar- skiptum, eflingu tækniþróunar og nýsköpunar auk þess sem margt fleira mætti nefna. Meðal stærstu verkefna Byggða- stofnunar nú er að annast fram- kvæmd vaxtarsamninga, söfnun og úrvinnsla tölfræðiupplýsinga um byggðaþróun og athugun á stöðu byggðarlaga sem búa við viðvarandi fólksfækkun. Einn mikilvægasti þátturinn í starfi íslenskra stjórnvalda að byggðaþróunarmálum er rekstur kröftugs atvinnuþróunarstarfs á landsbyggðinni. Byggðastofnun hef- ur yfirumsjón með þessu starfi. Í lögum um Byggðastofnun er kveðið á um að stofnunin skipuleggi og vinni að ráðgjöf við atvinnuvegi á landsbyggðinni í samstarfi við at- vinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra. Stofnunin skal gera samninga við atvinnuþróunarfélög, stofnanir, sveitarfélög, sjálfstætt starfandi ráðgjafa eða aðra um að annast at- vinnuráðgjöf á tilteknu sviði, at- vinnugrein eða landsvæði. Í því skyni hefur Byggðastofnun gert samninga við átta atvinnuþróun- arfélög sem öll tengjast landshluta- samtökum sveitarfélaga þótt rekst- ur þeirra og starfsemi sé mismunandi. Atvinnuþróunarfélögin veita ráðgjöf við stofnun og rekstur fyrirtækja á starfssvæðinu, svo sem markaðssókn, vöruþróun, fjár- mögnun, kynningu, endurskipulagn- ingu, erlend samskipti o.fl. Áhersla skal að jafnaði lögð á nýstofnuð fyr- irtæki, fyrirtæki í nýjum atvinnu- greinum og fyrirtæki sem hafa af- gerandi áhrif á atvinnulíf lítilla byggðarlaga. Félögin veita upplýs- ingar um mögulega fyrirgreiðslu og aðstoð annarra aðila og leita sam- starfs við stofnanir í stoðkerfi at- vinnulífs, fyrirtæki og aðra aðila sem vinna ráðgjafar- og leiðbeining- arstarf í atvinnumálum. At- vinnuþróunarfélögin vinna í sam- starfi við sveitarfélög, opinbera aðila og félagasamtök að eflingu búsetu- þátta, sem m.a. snúa að samgöngum, verslun og þjónustu, húsnæðis- málum, félagslegu umhverfi, mennt- unar- og menningarmálum. Í fjár- veitingu til félaganna er einnig gert ráð fyrir verkefnastyrkjum, og geta atvinnuþróunarfélögin sótt um stuðning við sérstök verkefni á sviði atvinnu- og byggðaþróunar á starfs- svæði sínu. Annar meginþáttur í starfsemi stofnunarinnar er svo fjármögn- unarstarfsemi, einkum útlána- starfsemi. Megintilgangur hennar er að tryggja atvinnulífi á starfssvæði stofnunarinnar aðgengi að lánsfé óháð staðsetningu. Byggðastofnun er hluti af stoðkerfi atvinnulífsins. Henni er ætlað að vega upp skort á aðgengi lítilla og meðalstórra fyr- irtækja að lánsfjármagni á grund- velli byggða- og atvinnuþróun- arsjónarmiða, og vinna að eflingu byggðar og nýsköpun atvinnulífs á landsbyggðinni. Hún er ekki í sam- keppni við viðskiptabanka og spari- sjóði, og raunar eru flest verkefni sem stofnunin á aðild að á þessu sviði í góðu samstarfi við þessa aðila. Eðli máls samkvæmt er því rekstur útlánastarfsemi hennar bundinn meiri áhættu en annarra lánastofn- ana. Við lifum á tímum örra þjóðfélags- breytinga og alþjóðavæðingar, og þess sjást skýr merki í atvinnulífi á landsbyggðinni. Störfum í frum- vinnslugreinunum hefur fækkað verulega og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Það á að vera meg- inviðfangsefni okkar að takast á við þessi verkefni á þeim forsendum að breytingar og vaxandi alþjóðavæð- ing séu ekki ógnun, heldur tækifæri. Ef samfélagið hefur sameiginlega sýn á framtíð sína, sýn sem byggist á gagnkvæmu trausti og sterkum inn- viðum, ásamt opinberri stefnumót- um sem tryggir borgurum landsins jafnræði óháð búsetu, þá þurfa íbúar landsbyggðarinnar ekki að kvíða óhjákvæmilegum breytingum í sam- félagsgerðinni. Er virk byggðastefna á Íslandi? Aðalsteinn Þorsteinsson skrifar um hlutverk Byggðastofnunar » Í aðdraganda kosn-inga heyrist stund- um að mikill ágrein- ingur sé um byggðastefnu á Íslandi. Svo er ekki þegar betur er að gáð. Aðalsteinn Þor- steinsson Höfundur er forstjóri Byggðastofnunar. Í apríl í fyrra var haldið líflegt og skemmtilegt íbúaþing þar sem íbúar Kópavogs tóku þátt í stefnu- mótun bæjaryfirvalda í skipulags- málum. Farið var í gegnum skipu- lagshugmyndir bæjarins, hvað væri vel heppnað og hverju mætti breyta. Ein meginniðurstaða fundarins var skýr: Bæjarbúar eru ein- róma um að taka þarf til hendinni í nið- urníddu iðnaðarhverfi vesturbæjar Kópa- vogs. Stefnumál allra flokka Fyrir síðustu bæj- arstjórnarkosningar var enduruppbygging Kársness á stefnuskrá allra framboðslist- anna. Reyndar hefur enduruppbyggingin verið á stefnuskrá sumra þeirra síðast- liðin átta ár. Nú er kjörið tækifæri fyrir fulltrúa allra flokka að leggja sitt af mörkum og byggja upp betra Kársnes. Vilji íbúa er til staðar og ef vandað er til verka mun nýr hluti Kársness verða fallegur og góður staður að búa á og hafa já- kvæð áhrif á verðgildi nærliggjandi fasteigna. Blönduð byggð Iðnaðarhúsabyggðin yst á Kárs- nesi er að mestu úrelt og illa til þess fallin að hýsa núverandi starf- semi. Hættulegir húsgrunnar, tóm- ar byggingar, bílflök og annað brotajárn einkennir svæðið og kemur í veg fyrir að íbúar á Kárs- nesi geti notið þess að fara þar um. Slæmt ástand svæðisins hefur auk þess verið segull á neikvæða sam- félagshætti undanfarin misseri. Ljóst er að taka þarf til hendinni sem fyrst. Svæðið yst á Kársnesi er ein- staklega vel fallið til uppbyggingar íbúðahverfis. Það er við rótgróna byggð og fellur vel að núverandi gatnakerfi. Töluverðs landhalla nýtur við sem leyfir nýja byggð án skerðingar á útsýni fyrir íbúa í eldri húsum. Undanfarin tvö ár hafa verið unnar hugmyndir að blandaðri byggð á svæðinu öllu. Áhersla er á að hverfið fái á sig mynd erlendra bryggjuhverfa en stuðst hefur verið við nokkur best heppnuðu bryggju- hverfi Norður-Evrópu. Ekki þarf að færa alla atvinnustarfsemi af svæðinu því blönduð byggð er skemmtileg ef vandað er til verka. Auk íbúða er gert ráð fyrir listagalleríum, kaffihúsum, veitinga- húsum og annarri menningarstarfsemi. Umferðarmál unnin í sátt Við þéttingu byggð- ar verður að taka tillit til núverandi íbúa og hverfisins í heild. Skipulagsyfirvöld verða að skoða há- marksflutningsgetu gatna í sátt og sam- lyndi við þá íbúabyggð sem fyrir er. Verk- fræðistofur hafa unnið að umferðarmálum fyr- ir skipulagsyfirvöld Kópavogsbæjar og væntum við vel ígrund- aðra lausna úr þeirri vinnu. Glæsileg sportbátahöfn Við brotthvarf Atlantsskipa hafa smábáta- og sportbátaeigendur uppi áætlanir um að stækka legu- höfn sína. Hugmyndir eru um að byggja lágreista byggð í kringum smábátahöfnina sem skapa mun einstaka umgjörð um tóm- stundaiðju sívaxandi hóps og stuðla að fjölbreyttara mannlífi. Sambland íbúðabyggðar og smábátahafnar er hugmynd sem mörgum fellur vel í geð og hefur notið vinsælda í ná- grannalöndum okkar. Nú er tæki- færi fyrir Kópavogsbæ að skipu- leggja og byggja upp skemmtilegt og metnaðarfullt íbúðahverfi sem verður eftirsóknarvert til búsetu og útivistar fyrir íbúa Kópavogs. Betri byggð í vest- urbæ Kópavogs Guðni Bergsson vill hreinsa til á Kársnesinu Guðni Bergsson »Nú er kjöriðtækifæri fyrir fulltrúa allra flokka að leggja sitt af mörkum og byggja upp betra Kársnes Höfundur er lögfræðingur og stjórn- armaður í Nesbryggju ehf. Á ALÞJÓÐLEGUM baráttudegi kvenna, 8. mars síðastliðinn, skrif- aði landsnefnd UNI- FEM á Íslandi undir samstarfssamning við utanríkisráðuneytið og var þar með ára- langt og farsælt sam- starf formfest. Í sameiningu eigum við mikið starf fyrir höndum, því enn hall- ar á konur á flestum sviðum þjóðlífsins og út um allan heim, þó ójöfnuðurinn birtist vissulega í mismun- andi myndum og í mismiklum mæli. Á meðan eitt helsta bar- áttumál kvenna á Ís- landi er kynbundið launamisrétti styður UNIFEM afganskar konur í baráttu þeirra fyrir því að fá að læra að lesa og skrifa, en þar í landi er ólæsi meðal kvenna yfir 80 prósent. Alnæmi og ofbeldi gegn konum og stúlkum eru önnur baráttumál sem UNI- FEM leggur áherslu á. Í sunnanverðri Afr- íku eru konur 59 prósent þeirra sem hafa smitast af alnæmisveir- unni og alnæmissmit meðal kvenna og stúlkna fer vaxandi um allan heim. Ástæðurnar má rekja m.a. til slæmra félagslegra aðstæðna sem er afleiðing kynjamisréttis og kynbundins ofbeldis. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta mannréttindabrot okkar tíma. Af- leiðing þess teygir anga sína víða og lætur nánast engan ósnortinn. Það hefur margsýnt sig að fjár- festing í menntun, heilsu og rétt- indum kvenna skilar sér margfalt. Sérfræðingar halda því fram að árangursríkasta leiðin til að taka á helstu vandamálum þróunarlanda, s.s. fátækt, útbreiðslu alnæmis og óstöð- ugleika, sé að efla og styrkja stöðu kvenna. Þeim beri að tryggja sömu möguleika og körlum hvað varðar menntun, atvinnu- tækifæri, eigna- og erfðarétt og þátttöku í ákvörðunartöku. UNI- FEM veitir tækni- legan stuðning og leggur fé til verkefna sem ætlað er að efla mannréttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum og efna- hagslegt öryggi. UNI- FEM hefur einnig það hlutverk að tryggja að jafnrétt- issjónarmið séu lögð til grundvallar í allri stefnumótun og starfi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Þrátt fyrir fögur fyrirheit alþjóða- samfélagsins hefur kynjajafnrétti ekki fengið framgang inn- an SÞ og í alþjóðlegri þróunaraðstoð sem skyldi. Ef SÞ stæðu við eigin markmið um jafn- rétti og þróun væri UNIFEM ein af öflugustu stofnunum innan sam- takanna en því fer fjarri að svo sé. Samtökin Association for Women’s Rights in Development (Samtök um réttindi kvenna í þróun- araðstoð) gerðu rannsókn þar sem þau skoðuðu opinber þróun- arframlög fyrir árið 2003. Rann- sóknin sýndi að af þeim 70 millj- örðum bandaríkjadala sem fóru í opinbera þróunarsamvinnu árið 2003 fór aðeins 0,5 prósent til þró- unarverkefna sem höfðu kynjajafn- rétti að meginmarkmiði. Þetta seg- ir okkur að alþjóðleg jafnréttisbarátta og starf UNI- FEM á allt sitt undir þeim ríkjum sem skilja nauðsyn kynjajafnréttis og láta efndir fylgja orðum með markvissum stuðningi. Utanríkisráðherra Íslands, Val- gerður Sverrisdóttir, hefur sýnt og sannað að hún er tilbúin að beita sér í jafnréttismálum á al- þjóðavettvangi. Fjárframlög ís- lenska ríkisins til UNIFEM hafa verið stóraukin og í dag er Ísland það aðildarríki SÞ sem gefur mest til sjóðsins, miðað við höfðatölu. Utanríkisráðherra hefur svo sann- arlega verið ötul stuðningskona UNIFEM og talað fyrir því á vett- vangi SÞ að vægi sjóðsins verði aukið innan samtakanna. Á síðustu mánuðum hefur áherslum Íslensku friðargæslunnar verið breytt og hefur nú aðferðafræði UNIFEM um kynjasjónarmið við friðarupp- byggingu til hliðsjónar og fyrir liggur að fjölga friðargæslustöðum í UNIFEM-verkefnum úr einni í þrjár. Í fyrrgreindum samstarfssamn- ingi skuldbinda landsnefnd UNI- FEM á Íslandi og utanríkisráðu- neytið sig, með markvissum hætti, til að vinna saman að því að bæta stöðu kvenna í heiminum og að út- rýma ójöfnuði byggðum á kyn- ferði. Samstarfssamningur UNIFEM Á Íslandi og utanríkisráðuneytisins Guðrún Margrét Guðmunds- dóttir og Jónína Helga Þórólfs- dóttir skrifa um UNIFEM »Utanríkisráðherrahefur svo sann- arlega verið ötul stuðn- ingskona UNIFEM og talað fyrir því á vett- vangi SÞ að vægi sjóðs- ins verði aukið innan samtakanna Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Guðrún Margrét er formaður lands- nefndar UNIFEM á Íslandi og Jón- ína Helga er varaformaður lands- nefndar UNIFEM á Íslandi. Jónína Helga Þórólfsdóttir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.