Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 52

Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 52
52 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MARGIR af vinum mínum hafa haft samband við mig og spurt hvað hafi komið yfir mig á gamals aldri að fara að skipta mér af pólitík? Það er eðli- legt að þið spyrjið, þið sem vitið að ég tel mig lýðræðissinnaðan ein- stakling. Ég hef sjaldan kosið sama flokkinn tvö kjörtímabil í röð. Satt best að segja hef ég oftar en ekki gengið í kjörklefann án þess að hafa verið búinn að ákveða hvað ég ætli að kjósa og sjaldan sáttur við val mitt þegar ef sting kjörseðlinum í kjörkassann. Ég hef oft hugleitt þetta: Við þurf- um hugsjónafólk til að gæta hags- muna borgaranna. Lækkum kaup al- þingismanna. Það er þá nokkuð víst að þá fáum við alþingismenn sem koma til starfa vegna hugsjóna, ekki vegna góðra launa og góðs lífeyris. Svar mitt við spurningu ykkar er einfalt og ætti reyndar að vera öllum ljóst sem hafið séð hvað er í bo- ði.Ómar Ragnarsson fer í stjórnmal vegna hugsjóna. „Húrra“, loksins, loksins kemur fram á sjónarsviðið maður sem kastar frá sér frægð og frama fyrir hugsjónir sínar. Með Ómari stendur margt heiðarlegt hugsjónafólk sem þorir. Ég vil nefna annað nafn. Margréti Sverrisdóttur sem sparkað var úr litlum stjórn- málaflokki, sem hefði eflaust getað orðið stór ef heiðarleiki hefði verið hafður þar í fyrirrúmi.Var Margréti sparkað vegna kynferðis hennar eða vegna heiðarlegrar afstöðu hennar gagnvart málefnum innflytjenda? Margir hafa velt þessum spurn- ingum fyrir sér. Í mínum huga eru þau Ómar Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir heiðarlegt hug- sjónafólk sem vert er að hafa í huga þegar við göngum í kjörklefann. Þótt ég nefni þessi tvö nöfn minni ég á að að baki þeirra stendur heið- arlegt hugsjónarfólk. Þessi stjórn- málasamtök hefur þetta ágæta fólk nefnt „Íslandshreyfingin“. Nafn sem minnir okkur á landið okkar fagra Ísland. Margt gott hefur þetta fólk fram að færa í stefnuskrá sinni sem vert er að gefa gaum að. Gömlu flokkarnir lofa miklu fyrir kosn- ingar. Hafa ætíð gert það. Lítið heil- ræði til stjórnmálamanna og vald- hafa sem mér var kennt í æsku; lofið aldrei neinu sem þið getið ekki stað- ið við. Að lofa og svíkja er við- urstyggð í hugum alls heiðarlegs fólks. Ég leyfi mér að vitna í ljóð- línur Margrétar Jónsdóttur skáld- konu „Ísland er land þitt, því aldrei mátt gleyma.“ Ég bið alla góða vætti Íslands að veita þessu og öðru heið- arlegu hugsjónafólki brautargengi um ókomin ár. PÉTUR S. VÍGLUNDSSON, (eldri borgari), Nökkvavogi 42, Reykjavík. Ómar og Margrét, loksins hugsjóna- fólk í pólitík Frá Pétri S. Víglundssyni ÞAÐ leynir sér ekki að nú eru kosn- ingar alveg við það að skella á. Inn um lúguna á hverju heimili streyma bæklingar frá stjórnmálaflokkunum, fólk er að drukkna í þessu. Allir stjórnmálaflokkarnir keppast við að boða sín helstu baráttumál út í ystu æsar. Hver og einn flokkur beitir sér fyrir ákveðnum málefnum, sumum meira en öðrum. En við, fólkið í landinu, vitum að margt af því sem sagt og ritað er framkvæmist seint eða jafnvel aldrei. Innantóm loforð, eða hvað? Sumt fer í framkvæmd og þá oftast löngu eftir að því hefur ver- ið lofað og þá kannski aðeins lítill hluti af því og svo á að klára seinna o.s.frv. Ég verð að viðurkenna að flest þeirra málefna sem hver flokkur berst fyrir, eða segist berjast fyrir svona rétt fyrir kosningar, eru mjög brýn og góð, hvert á sinn hátt. Ég, litli maðurinn, sem er eins og hver annar í fjöldanum, vildi fegin sjá eitthvað virkilega gerast í þessum málum. Hvernig væri þá fyrir ykkur stjórnmálamenn og konur að taka minni skref hverju sinni og efna eitt- hvað af þessum loforðum ykkar? Það er heilmikið og flókið mál að forgangsraða baráttumálunum hverju sinni og áherslur þeirra liggja á misjöfnum stöðum, sem kannski litast að einhverju leyti út frá persónuleika fólksins í hverjum flokki fyrir sig, sem er gott og gilt. Allir hafa sínar skoðanir og hafa full- an rétt á því, en hefur verið gerð formleg könnun á því hvað hinum al- menna borgara í landinu finnst um öll þessi málefni, hvaða málefni vilj- um við helstu áherslurnar á? Við eigum að standa saman, þessi litla fallega þjóð, og sem fullorðið fólk, fyrirmyndir ungu kynslóð- arinnar, ekki að vera endalaust að karpa hvert við annað. Það að hlusta á stjórnmálamenn og -konur rífast í fjölmiðlum landsins t.d. yfir því hver sagði hvað og hvenær. Ég skammast mín á vissan hátt. Látum nú verkin og viljann tala en ekki samkeppnina eina og sér um það hver sé vinsælastur. HJÖRDÍS BÁRA GESTSDÓTTIR, Melgerði 26, Kópavogi. Kosningar framundan Frá Hjördísi Báru Gestsdóttur Í UMRÆÐUNNI undanfarið hefur mikið verið rætt um mál Jónínu Bjartmarz og skjótfengið íslenskt ríkisfang tilvonandi tengdadóttur hennar. Í raun og veru snýst þetta mál ekki lengur um það hvort það sé einni stelpunni fleira eða færra með íslenskan ríkisborgararétt. Og kannski finnst ýmsum það í lagi að fólk skuli redda sér og sínum vensla- mönnum, hafi það aðstöðu til þess. Íslenska stjórnkerfið er nú einu sinni litað af fámenninu og stundum talað um kunningjasamfélagið. Í raun hefur okkur óskaplega lítið farið fram síðan á Sturlungaöld. Á Sturlungaöld skipti það máli af hvaða ætt þú varst og hvar þú áttir inni vinargreiða og hvað þú áttir af peningum til þess að borga fyrir greiðann. Þannig komstu þínum málum fram. Þrátt fyrir að í millitíðinni hafi Upplýsingin komið fram, ásamt sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkj- anna og frönsku stjórnarbyltingunni þá hefur okkur Íslendingum lítið miðað á leið til nútíma stjórn- unarhátta. Skýrasta dæmið er helg- asta vé Framsóknarflokksins í Stjórnarráði Íslands, sem starfar eins og hvert annað 19. aldar kansilí (þ.e.a.s. landbúnaðarráðuneytið) og siðferði Sturlungaaldar lifir þar góðu lífi. Nú kann einhver að spyrja; Er þetta bara ekki allt í lagi? Í vangaveltum mínum um þessa spurningu hef ég rekist á grein um þann mann íslenskan, sem mestur stjórnvitringur verður talinn eftir Njál á Bergþórshvoli og var sá stjórnmálamaður sem hvað drýgst- an þátt átti í stofnun lýðveldisins, þ.e. lagaprófessorinn og forsætisráð- herrann Bjarna Benediktsson. Í grein sem Matthías Johannessen rit- stjóri Morgunblaðsins skrifar í bók- ina ,,Bjarni í augum samtíð- armanna“ (Almenna bókafélagið 1983, bls. 234) rekur hann samtal sitt við Bjarna. Þar hneykslast Bjarni mjög á því, sem hann telur alvarleg- asta siðferðisbrest í sögu Bandaríkj- anna þ.e. Chappaquddick-málið, sem snerist um bílslys sem Edward Ken- nedy lenti í 19. júní 1969 og stúlkan Mary Jo Copper drukknaði. Blöskr- aði Bjarna mjög öll málsmeðferð þessa máls, ekki síst að hlífa Ken- nedy við óþægilegri rannsókn og yf- irvofandi dómi. Taldi Bjarni þetta réttarhneyksli, sem gæti orðið upp- haf að enn verri áföllum, spillingu og siðferðilegu óréttlæti. Svo sem síðan hefur orðið raun á þar í landi. Matthías segir Bjarna Benedikts- son formann Sjálfstæðisflokksins hafa gert miklar siðferðilegar kröfur til fólks, ekki síður til vina sinna en annarra. ,,Hann var vammlaus mað- ur,“ segir Matthías. Það alvarlegasta við mál Jónínu Bjartmarz er sá trúnaðarbrestur sem orðinn er á milli þings og þjóðar. Alþingismenn eru með fullyrð- ingar sem ekki nokkur maður trúir. Í núverandi þingliði Sjálfstæð- isflokksins eru þrír venslamenn Bjarna heitins Benediktssonar. Væru þeir menn að meiri tækju þeir sér Bjarna til fyrirmyndar og stigju fram og segðu sannleikann í málinu. Því það gæti orðið þeim dýrt reynist þeir hafa fórnað sannfæringu sinni fyrir spillingu Framsóknarflokksins. Því Framsóknarflokkurinn er hvort eð er búinn að vera og verður ekki á vetur setjandi, hvað sem er satt eða logið í máli Jónínu Bjartmarz. INGILEIF STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR er í Íslandshreyfingunni og býr í Hveragerði. Nú bregðast krosstré sem önnur tré Frá Ingileif Steinunni Kristjánsdóttur Á FUNDUM um málefni aldraðra sem Samfylkingin hélt helgina 17.–18. febrúar sagði ég sögu af pabba sem rat- aði inn í frétta- tíma Stöðvar 2. Ég hef haft af því fregnir að þessi saga hafi brenglast eitt- hvað í flutningi annarra og fékk raunar staðfest- ingu á því í grein eftir Alfreð Jónsson, fyrr- verandi bónda, í Morgunblaðinu í gær. Það vil ég ekki að gerist vegna þess að sagan er sönn og hún er svona: Sl. haust stóð pabbi andspænis því að heilsa hans og mömmu var orðin þannig að vandséð var að þau gætu haldið heimili lengur. Læknir nefndi það við pabba hvort ekki væri ástæða til að hugsa alvarlega um að komast inn á hjúkrunarheimili. Honum leist satt að segja ekki mjög vel á þá hugmynd enda hafði hann heim- sótt marga gamla vini og kunn- ingja á hjúkrunarheimili þar sem þeir bjuggu í tví- og jafnvel þrí- býli með ókunnugu fólki. Hann sagði því við lækninn: „Það kemur ekki til greina að ég verði í her- bergi með einhverjum öðrum en mömmu. Hvernig heldur þú að færi ef ég lenti með einhverjum framsóknarmanni að norðan,“ og bætti svo við: „ég myndi ganga frá honum fyrsta kvöldið.“ Svo tók hann bakföll af hlátri eins og hon- um einum var lagið. En pabba var hvorki hlátur í huga né sérstök meinbægni í garð framsóknarmanna sem honum var þó stundum uppsigað við, aðallega af því hann gat haft af því græskulaust gaman. Hann pabbi var alltaf glaðbeittur og kjarn- yrtur og þarna beitti hann fyrir sig húmornum til að takast á við aðstæður sem hann óttaðist. Þetta eru aðstæður sem 900 aldraðir, sem deila herbergi með öðrum á hjúkrunarheimili, búa við um land allt og þetta eru aðstæður sem 400 aldraðir sem eru á biðlistum óttast. Úrlausn þessara mála er í algerum forgangi hjá Samfylking- unni fyrir þessar kosningar. Af pabba er það hins vegar að segja að hann var svo heppinn að komast inn á Droplaugarstaði 1. október sl. og fékk að deila þar herbergi með mömmu til 23. októ- ber þegar hann lést. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, Nesvegi 76, Reykjavík. Saga af pabba – Svar til Al- freðs Jónssonar, Sauðárkróki Frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Formaður Sam- fylkingarinnar BÖRN eru alltaf sögð það mik- ilvægasta sem við eigum og er ég sammála því, en samt er allt of margt sem þarf að laga í sambandi við þau. T.d. hef ég ekki verið sátt við að fæðingarorlof var ekki tekið fyrir fyrir þingslit. Ég er einstæð eins barns móðir, að verða tveggja barna einstæð móðir núna í kring- um 27. júlí. Barnið mitt fær ein- ungis 6 mánuði með foreldri/um en ekki 9 mánuði. Ekki það að mér þyki 9 mánuðir vera nóg en það er alltaf talað um að fyrsta árið sé mjög mikilvægt fyrir barnið að umgangast foreldri/a. Því þykir mér það afar slæmt að barnið mitt fær ekki nema 6 mánuði. Svo er það að ég er ekki launahá en ég er með um 115.000 kr. í laun en ég fengi um 100.000 í fæðingarorlof- inu. Þá fengi ég um 90.000 miðað við 6 mánuði, ef ég tæki orlof í 9 mánuði fengi ég um 60.000 en mið- að við árið væru það um 45.000 en ég spyr: Hvernig á einstæð 2 barna móðir að geta farið að því að halda heimili, bíl, borga af lánum og allt sem fylgir því fyrir þessar upphæðir? Það er ekki hægt. Ég á ekki kost á því að taka mér lengra fæðingarorlof en sem nemur þess- um 6 mánuðum. Einnig finnst mér það alveg furðulegt að ekki sé fylgt eftir lof- orðum eins og með barnabætur en mér finnst að það mætti alveg laga þær. Maður má ekki hafa mjög miklar tekjur til að farið sé að draga af þeim. Mér finnst alveg furðulegt að það sé dregið af barnabótum einstæðra foreldra við sömu laun og annað foreldrið í sambúð má hafa þegar í raun er dýrara fyrir einstæða foreldra að halda heimili en fólk í sambúð. Enda hefur það oft endað þannig að einstæðir foreldrar taka sér meiri yfirvinnu bara til að ná end- um saman. Það kemur niður á bót- um en það kemur þá einnig niður á börnunum því þau fá þá styttri tíma með foreldri sínu. Foreldri á rétt á 10 dögum á ári með barninu sínu í veikindafríi eftir að hafa unnið árið eða meira, annars 7 daga en það er ekki tekið mið af því hvort foreldri sé einstætt eða ekki. Sem sagt foreldrar í sambúð fá 20 daga en einstætt 10 daga sem mér þykir alveg fáránlegt því börn einstæðra foreldra verða ekk- ert síður veik en önnur. Svo varðandi laun þá er það eins og allir vita ekki há talan sem mið- að er við til skattleysismarka en mér finnst að hún mætti hækka stórlega. Er rétt að níðast á þeim sem minna eiga? Það finnst mér ekki, mér finnst einnig að það megi stighækka skattinn eftir að náð er hærra en skattleys- ismörkum. Alla vega skil ég ekki að fólk er oft að puða við að ná í smáyfirvinnu til að hækka launin aðeins en svo fer þetta svo gott sem allt í skatt og munar ekki miklu á útborguðum launum af 115.000 eða 150.000 kr. heild- arlaunum. Svo er það nám. Mér finnst að skólar ættu að vera opinn kostur fyrir alla og finnst mér að bæði framhaldsskóli, háskóli og bókakostnaður ætti að vera gjald- frjáls og þá einnig hvort sem fólk stundar skólann á staðnum eða gegnum tölvu enda er ekki alls staðar kostur á því námi sem ósk- að er á staðnum. Einnig vil ég aukna aðstoð við foreldra til náms. STEINUNN ANNA, Fjólugötu 7, Akureyri. Börn Frá Steinunni Önnu UNDANFARIÐ hafa verið stjórn- málaumræður í Sjónvarpinu,í þætt- inum „Kastljós“, þar sem framá- mönnum úr hverjum stjórnmálaflokki,sem fram býður við næstu alþingiskostningar, var „gefinn kostur“ á að setja fram sitt mál. Þarna set ég gæsalappir, þar sem mér ofbauð svo frekjan í við- mælendunum, enginn fékk að tala sínu máli og allir voru grípandi fram í fyrir hver öðrum, svo ekkert vit var í þeirra framsögu, og okkur hlustendum var varla skiljanlegt hvað þeir voru almennt að ræða. Þarna má og segja, að stjórnendur þáttarins voru vart betri, þar sem þeir klipptu einnig á framsögn gest- anna með sínum innskotum og voru sennilega að sýna þjóðinni hvað þeir væru klárir í stjónmálum landsins. Svona nokkuð er til skammar og ætti þetta fólk að læra almenna kurteisi og leyfa mönnum að svara þeim spurningum, sem að þeim er beint í svona umræðuþætti. Væri ekki vitlegra að gefa hverjum manni vissan tíma og láta hann ráðstafa honum eftir sinni vild og án þess að hinir væru að gjamma fram í fyrir þeim. Ég hef rætt þetta við marga,sem allir voru á sama máli, að svona fréttaflutningur gerir engum gagn. Vonandi hugsa menn mál sitt af ein- lægni og breyta eftir því og leyfa næst hverjum og einum að setja fram sitt mál án íhlutunar hinna sem eiga svo að fá að flytja sit mál í friði, þegar að þeim kemur. Vonandi tekst kjósendum að sjá í gegnum þennan þáttarflutning og kjósa sér menn og málefni, sem þeir trúa á. BJÖRN B. SVEINSSON, Kotagerði 35, Akureyri. Stjórnmálin lykta Frá Birni B. Sveinssyni Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.