Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 54

Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 54
54 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN DRAMATÍSKUR endir á fram- boði E-listans, þar var í engu sinnt því að umbeðinn skilafrestur yrði veittur af dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. 17 mínútur urðu til þess valdandi, og að sjálf- sögðu villandi upp- lýsingar er þetta ráðuneyti veitti okk- ur er við sóttum um listabókstafinn E, og eru í engu samræmi við þær reglugerðir er embættið sendi síðar frá sér. Okkur var ekki sagt frá þeim né við látin vita á neinn hátt að við skyldum fara með gögnin: Norðvest- urkjördæmi til Hótel Borgarnes, Suðurkjördæmi til Héraðsdóms Suðurlands, Selfossi, Suðvest- urkjördæmi (Kraginn) til sýslu- mannsins í Hafnarfirði, Reykjavík- urkjördæmi suður í Hagaskóla og Reykjavíkurkjördæmi norður í Ráð- húsið í Reykjavík, en ekki í dóms- og kirkjumálaráðuneytið eins okkur var sagt í byrjun. Fáheyrð framkoma af fulltrúa dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, Hjalta Zophaníassyni í garð for- manns Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja, Arndísar H. Björns- dóttur, er í senn óskiljanleg og óaf- sakanleg svo að það jaðrar við mann- fyrirlitningu og sennilega met í embættishroka af hans hálfu í þessu embætti í eigu þjóðarinnar, sem við jú eigum öll sameiginlega og á svo sannarlega að fara að lögum, eins og það ætlar að einstaklingarnir og geri. ,,Með lögum skal land byggja“. For- maður Baráttusamtakanna ætlaði að afhenda honum undirskriftir að 5 kjördæmum af 6, og við komum að- eins 17 mínútum of seint til hans og við vissum ekki betur en að hann hefði fengið upplýsingar um að við hefðum beðið um frest til þess að skila inn undirskriftunum. En hann var hinn versti og vísaði okkur á dyr án þess að taka við undirskriftunum sem hann hafði þó sagt okkur að gera þegar við sóttum um listabók- stafinn. Formaður Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja hafði hringt í númerið 590-2600 hjá Þórunni Guð- mundsdóttur hrl., sem mun svara fyrir yfirkjörstjórn, og sagði síma- stúlkunni að við vildum sækja um smá frest, bara til að vera örugg, ef ekki næðist að ganga frá og prenta út alla listana á tíma. ,,Ertu að sækja um frest? spurði stúlkan – ,,Það er alveg sjálfsagt, hringdu bara í 893- 5232 sem er beinn sími Þórunnar. – Formaðurinn gerði eins og fyrir hana var lagt, en þar svaraði aðeins talhólf og reyndi hún þetta númer margsinnis og talaði inn á talhólfið. – Því ætti Þórunn að vita af þessum hringingum, þó svo að hún láti í það skína að við höfum ekki beðið um umræddan frest. – Einnig hafði for- maðurinn fengið upp númerið 568-1171 hjá Sveini Sveinssyni hrl., hún reyndi einnig að ná þangað, en hvorki hann né Þórunn voru til viðtals, og létu ekki ná í sig á þessum örlagaríka tíma. Var það virkilega að með þessum hætti væri verið að bola E-listanum út úr kosningabarátt- unni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru allsráðandi í yfirkjörstjórn og eigi síður í landskjörstjórn þar sem valinn sjálfstæðismaður var í hverju sæti að undanskildum formanni nefndarinnar, Gesti Jóns- syni hrl., en hann var erlendis. Hér er ekkert réttlæti á ferðinni. Við vit- um að Frjálslyndi flokkurinn var einnig mjög tæpur á tíma við þessar aðstæður og hrein tilviljun að það náðist í tæka tíð? Hér eru engir til frásagnar nema þeir er að þessum málum koma og því afar erfitt að fá sannar reiður á þær fullyrðingar. En eitt mun þó vera alveg kristaltært, að frestir hafa verið veittir – ,,þótt að ekki eigi að veita þá núna!“ Enda er engum jafnilla við fram- boð eldri borgara og öryrkja og Sjálfstæðisflokknum og að sjálf- sögðu viðhenginu Framsókn- arflokknum, sem hefur í stjórnarsetu sinni hlunnfarið eldri borgara óspart í gegnum TR og einnig notað Fram- kvæmdasjóð aldraðra í allt aðra hluti en honum var ætlað með stofnun hans og skylduaðild að honum í gegn- um skattakerfið 18–65 ára. – Hér má segja að þessir tveir flokkar viti upp á sig skömmina og því sé nauðsynlegt með öllum ráðum að koma höggi á BEÖ – þannig að þeir séu úr leik. Hér væri einnig ekki úr vegi að lýsa því mikla óréttlæti er undirrit- aður upplifði í samskiptum við of- urvaldið, og hvernig það brýtur á rétti einstaklingsins með meðferð á þeim gögnum sem eiga að vera algjör trúnaðarmál. Eða svo segja lögin; og að einstakir lögmenn geta valsað með gögn eins og þeim þóknast að vild, og grand- skoðað hverjir séu þeir aðilar er styrkja umrædda flokka er bjóða fram til Alþingis. Hér er markvisst brotið á fólki og ætti Persónuvernd að sker- ast hér í leikinn og stoppa það af að ákveðnir lögfræðingar sem tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokkum geti skoðað að vild og tekið ljósrit af þess- um pólitísku gögnum sér til fram- dráttar í kosningabaráttunni. Næsta stig er það einræði sem Sjálfstæð- isflokkurinn stefnir ótrauður að fyrir fáa útvalda. BEÖ ætluðu að skila inn til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 27. apríl sl. kl. 12:17: Norðvesturkjörd. 340 nöfnum, Suðurkjörd. 350 nöfnum, Rvík suður 374 nöfnum, Rvík norður 390 nöfnum og Suðvesturkjörd. 492 nöfnum sem eru 132 nöfn umfram umbeðna tölu og má því sjá að hér vantaði ekkert, aðeins að löggjafinn fari að eigin lögum, þar sem frestir hafa verið veittir og framboðið því gilt. Þess má geta hér að yfirkjör- stjórnir, að tilskipan dóms- og kirkju- málaráðuneytis, birtu ekki í Morg- unblaðinu breytingu þá er skilafrestinn varðar, að und- anskildum Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi eins og lögin segja til um. Gullna hliðið Eftir Einar H. Guðmundsson Höfundur er stjórnarmaður í BEÖ. SÍÐASTLIÐINN miðvikudag urðu mikil tímamót í skólabænum Ak- ureyri þegar RES Orkuskóli tók formlega til starfa. Orkuskólinn er fyrsti sjálfstæði skólinn á háskólastigi, sem helgaður er rannsóknum og hagnýtu námi um endurnýjanlega orku. Þetta er skóli sem staðsettur er á Akureyri en starfar á alþjóðavettvangi og birti nú við opnun skólans langan lista er- lendra háskóla sem gerðir hafa verið við samningar um samstarf. Og að mér skilst er enn langur listi stofnana og skóla erlendis sem bíða þess að tryggja sér tengsl við skól- ann. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem við verðum vitni að verkefnum sem ná slíku flugi strax á upphafsmetr- unum. Það er ekki aðeins ástæða til að óska þeim fjölmörgu að- ilum sem standa að þessu verkefni til hamingju með frá- bæra undirbúningsvinnu, dugnað og kraft, heldur er ástæða til að óska þjóðinni til hamingju með þau tímamót sem skólinn markar. Eins og fram kom í máli fulltrúa Háskólans á Akureyri á opn- unarhátíðinni eru farnar áður óþekktar leiðir við uppbyggingu mennta- stofnunar hér á landi þar sem saman taka höndum ríkisvaldið og einkaað- ilar. Og um leið er fjármagn sótt til útlanda, sem og nemendur. Með RES Orkuskóla er verið að gera menntun að útflutningsvöru, einmitt á orku- sviðinu þar sem við Íslendingar eigum mikil tækifæri. Á meðan ég hlýddi á kynningarræður forsvarsmanna skólans varð mér hugsað til baka um nokkur ár aftur til þess tíma þegar barist var fyrir stofnun Háskólans á Akureyri. Sjálfstæðismenn tóku fast á árum í þeim róðri og höfum við alltaf staðið þétt við bak skólans því fátt jafn áhrifamik- ið hefur verið gert á landsbyggðinni. Varla er hægt að hugsa sér að til hefði orðið alþjóðlegur orkuskóli á Akureyri nema vegna þess að búið var að skapa umhverfi á Akureyri með háskólann sem miðkjarna. Ég trúi því að við eigum eftir að sjá fleiri vörður á borð við þessa á framtíðarveginum, vörður sem styrkja Akureyri, Eyjafjarðarsvæðið og landsbyggðina alla. Þegar fram líða stundir og litið verður yfir sögu skólabæjarins Akureyrar kæmi mér ekki á óvart þó litið verði á stofnun RES Orkuskólans sem einn stærsta áfangann í útrás Akureyrar sem skólabæjar. RES Orkuskóli á Akureyri Eftir Arnbjörgu Sveinsdóttur Höfundur er alþingismaður, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. STUNDUM blöskrar manni rangfærslurnar í stjórnmála- umræðunni. Ítrekað hefur verið hallað réttu máli þegar rætt hefur verið um lífeyr- isréttindi og kjara- mál þingmanna, ráðherra og hæstaréttardóm- ara. Erfitt er að sitja undir því hvernig stað- reyndum er vísvitandi snúið á hvolf. Ummæli sem fallið hafa eru á þann veg að nú hefur stjórnarandstaðan náð hæsta tindi hræsninnar. En rangfærslur og ósannindi hitta að lokum fyrir eiganda sinn. Ég var þingmaður þegar hið umdeilda frumvarp um eftirlaun og lífeyri þingmanna var til um- ræðu og afgreiðslu á Alþingi og fylgdist náið með allri þróun mála. Mig langar til að segja í stuttu máli þá sögu, eins og hún var í raun og sann, en ekki hvernig vinstri menn vilja að hún sé í dag. Upphaf þess að frumvarpið var samið er þetta: Fulltrúar stjórn- arandstöðunnar, Guðjón A. Krist- jánsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson komu til forsætisráðherra og hreyfðu þessu máli fyrstir manna. Í kjöl- farið var ákveðið að allir flokkar á þingi flyttu frumvarpið. Frum- varpið þýddi í fyrsta lagi að líf- eyriskjör þingmanna voru lækkuð um 1%. Í öðru lagi voru eftirlaun ráðherra og hæstaréttardómara rýmkuð. Eftir ákveðinn starfs- tíma gátu þeir tekið eftirlaun þótt þeir hyrfu til annarra starfa. Það hefur vakið athygli mína að stjórnarandstaðan vill ekkert tala um þetta. Ekki heldur rann- sóknarblaðamenn Íslands, Komp- ás, DV og fleiri. Menn hljóta að spyrja sig hvaða menn það eru sem njóta þessa réttar, lögum samkvæmt. Ætli hakan sé ekki skyld skegginu? Sjálfur veit ég um nokkra menn sem njóta hlunninda sem lögin færðu þeim og mun ég að sjálfsögðu ekki nafngreina þá. Ég get þó sagt að þeir eru ekki sjálfstæðismenn. Í þriðja lagi: Laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hækk- uðu samkvæmt lögunum um 50%. Þá spyr ég: Taka þeir vinstri menn sem nú tala hæst þá launa- hækkun sem þeim var færð með lögunum? Eða eru þeir að tala gegn betri samvisku? ASÍ og fleiri tóku upp hatram- lega andstöðu gegn frumvarpinu. Þá gerðist það við afgreiðslu frumvarpsins, mitt í eldheitum umræðum í þjóðfélaginu, að þeir sem fyrstir kveiktu eldana hurfu sporlaust af vettvangi. Þeir létu sem þeir hefðu hvergi nærri kom- ið. Aðeins Guðmundur Árni Stef- ánsson stóð vaktina fyrir Sam- fylkinguna í þingsölum. Hvernig sem reynt var náðist hvergi í frumkvöðlana sjálfa. Guð- jón Arnar var kominn vestur á firði, horfinn. Steingrímur J. var á fjöllum, úr sambandi við um- heiminn. Össur var með lokaðan síma eða batteríslaus, horfinn. Einkennilegt er í dag, örfáum árum seinna, að hlusta á þessa menn sem kannast ekki við sinn hlut í þessu máli. Þeir ættu að skammast sín og segja satt í stað þess að flytja fólki ósannindi. Hér gildir það sem víðar að betri er beiskur sannleikur en blíðmálg lygi. Hæsta tindi hræsninnar hefur verið náð Eftir Gunnar Inga Birgisson Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi og fyrrverandi alþingismaður. NÚ líður að kosningum eftir sex- tán ára valdatíð Sjálfstæðisflokks. Þegar litið er yfir tímabilið blasa við margar ástæður til breytinga: Kvóta- kerfi, listi hinna staðföstu, hernaður gegn landinu, aukin verðbólga, of- urverðlag, okurvext- ir, skattaóréttlæti, fjölmiðlafrumvarp, vaxandi ójöfnuður, stríð gegn öldruðum og öryrkjum, spilling og valdhroki. Skoðanakönnun sýndi 70% að- spurðra andvíga kvótakerfi í sjávar- útvegi. Halldór Ásgrímsson er arki- tekt þessa kerfis sem hefur svipt margar byggðir lífsbjörginni. Sjálf- stæðisflokkur stendur vörð þrátt fyr- ir fögur orð um sættir. Frjálslyndi flokkurinn leiðir baráttuna gegn kvótakerfinu og hefur sett innflytj- endamál á dagskrá en fengið bágt fyrir. Útlendingum er mismunað og lágir taxtar undirbjóða íslenskt verkafólk. Það er verið að hengja sendiboðann þegar ráðist er á Frjáls- lynda fyrir að vilja leita lausna. Þegar Bandaríkin gerðu innrásina í Írak lögðu formenn stjórnarflokk- anna nafn Íslands við herferðina. Alla tíð hafði hér verið sátt um að gæta hlutleysis. Formennirnir rufu þessa sátt og svertu nafn Íslands. Á heima- síðu stjórnarinnar í Washington má enn sjá lista hinna viljugu þjóða. Þar er að finna nafn Íslands. Hernaðurinn gegn landinu er svartur blettur á ferli stjórnarinnar. Virkjanir til að knýja álver eru óynd- isleg framtíðarsýn og koma aldrei í stað sjávarútvegs í byggðum lands- ins. Neðri hluti Þjórsár er næstur í röðinni, allir þekkja ásælnina í Þjórs- árver, Langisjór er í hættu, fljótin í Skagafirði, Skjálfandafljót og búið að stinga Jöklu inn í rör í Fljótsdals- heiði. Listinn er lengri. Sjálfstæð- isflokkur birtist okkur nú í grænum litum, með ósnortin öræfi í baksýn. Meira að segja fálkinn er orðinn grænn! Hvernig væri að styðja við bakið á Ómari Ragnarssyni og hans fólki? Ómar sér framtíðina í íslenskri nátt- úru betur en flestir enda verður hún mun verðmætari á komandi árum en öll heimsins álver. Hvar eru þeir ann- ars þessir hægri grænir sem Fram- tíðarlandið dreymdi um að höfða til? Ríkisstjórnin hefur haft 12 ár til að lækka verðlag og vexti. Hvort tveggja er með því hæsta á byggðu bóli og lítur út eins og náttúrulögmál. Tveim mánuðum fyrir kosningar var gripið til aðgerða sem höfðu óveruleg áhrif. Hvað veldur því að við ein Evr- ópuþjóða þurfum að hafa verðtrygg- ingu á lánunum okkar áratugum sam- an? Hinn málskrúðugi formaður Framsóknar, sem nú birtist skæl- brosandi á auglýsingum, hefur sagt afnám verðtryggingar á stefnuskrá en aðstæður ekki réttar – núna. Skemmst er að minnast er framsókn- arráðherra bankamála undirbjó sölu ríkisbanka, hætti síðan sem ráðherra og var allt í einu farinn að kaupa banka með vinum sínum. Nú virðist enn einn skandallinn skekja þennan flokk sem „hefur ekkert fylgi en er samt alltaf við völd“. Á bolludag 2003 sagði forsætisráð- herra í útvarpi að maður hefði sagt við hann að bjóða ætti ráðherranum fé til að hafa hann góðan. Þetta var í upphafi ofsókna gegn Bónusfeðgum. Sýnt hefur verið fram á hvernig innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokks lögðu á ráðin um atlöguna. Eftir mestu nornaveiðar Íslandssögunnar hefur málinu að mestu verið sópað út af borðinu en á forstjórann stendur eftir einn reikningur. Hinar tröll- auknu aðgerðir eru ekki í neinu sam- ræmi við tilefnið. Þetta er eins og að fella naut með kjarnorkusprengju. Minnisstætt er þegar formaðurinn lagði niður Þjóðhagsstofnun er spárnar voru ekki að skapi. Mann- réttindastofa missti ríkisstyrk vegna gagnrýni á Íraksstríðið. Eldri borg- arar hafa verið hunsaðir þar til rétt fyrir kosningar. Nú á allt í einu að gera allt fyrir þá eins og flesta aðra. Þá hefur stjórnin verið í stríði við ör- yrkja árum saman og m.a. fengið á sig hæstaréttardóma. Steingrímur J. er glæsilegur for- ingi og tími til kominn vinstri grænir fái að sýna hvað í þeim býr. Samfylk- ingin er flokkur sameinaðra jafn- aðarmanna sem á að mynda mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Ingibjörg Sólrún er það leiðtogaefni vinstri manna sem mestar vonir hafa verið bundnar við. Hún stóð undir vænt- ingum í Reykjavík þó að samherjar hafi svikið hana og hún átt í vanda að ná fyrra flugi. Nú er tækifæri til að styðja eina flokkinn sem hefur konu í leiðtogasæti! Þótt ýmislegt gott megi segja um Sjálfstæðisflokkinn er hann fyrst og fremst hagsmunabandalag sem sinn- ir málum sérhagsmunahópa eins og LÍÚ og Samtaka atvinnurekenda. Lífseig er goðsögnin um að hann einn flokka sé fær um að stjórna efnahags- málum landsins. Reyndar hefur hag- stjórnin undanfarið verið í ólestri með mikla þenslu, verðbólgu og svim- andi vexti. Sjálfstæðisflokkurinn þarf eins og Framsókn að komast í leyfi, vera í stjórnarandstöðu nokkur kjör- tímabil. Það væri gott fyrir báða flokka og óskaplega hollt fyrir lýð- ræðið í landinu. Gleðilegt væri að sjá nýtt fólk á valdastólum eftir svo lang- an tíma. Ekki er ástæða til að verð- launa Sjálfstæðisflokkinn frekar fyrir valdhroka og skæting síðustu kjör- tímabila (að ekki sé minnst á fram- komuna gagnvart forseta Íslands) þó svo að flokkurinn hafi nú fengið nýjan formann sem er til friðs. Mál er að linni. Mál að linni Eftir Ingólf Steinsson Höfundur er ritstjóri og tónlistarmaður. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.