Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 55
,,VIRÐULEGI forseti. Góðir Íslendingar. Sú rík-
isstjórn sem tók við 28. september síðastliðinn hóf
feril sinn eins og allar ríkisstjórnir á Íslandi und-
anfarna áratugi með brýnum aðgerð-
um í efnahags- og atvinnumálum, en
e.t.v. brýnni nú en um langt skeið.
Jafnframt því sem ég mun að sjálf-
sögðu fjalla um stefnu ríkisstjórn-
arinnar í mikilvægum málaflokkum
mun ég lýsa fyrstu ráðstöfunum til
endurreisnar atvinnulífinu.“
Þannig komst Steingrímur Her-
mannsson þáverandi forsætisráðherra að orði árið
1988 í stefnuræðu sinni. Þetta var árið sem ég fékk
kosningarétt.
Hver man eftir þessu? Getur verið að 85.371 kjós-
andi, sem bæst hefur við kjörskrá frá kosningunum
1987, muni ekki eftir því ástandi sem birtist í þessum
orðum? Þeir voru allir 19 ára eða yngri á þeim tíma,
en eru nú rúm 38% kjósenda.
Nú er ekki beðið endurreisnar atvinnulífsins eða
eftir brýnum efnahagsaðgerðum til að rétta við stöðu
ríkissjóðs. Hér er ekki atvinnuleysi og staða rík-
issjóðs hefur aldrei verið sterkari. Sagan kennir okk-
ur hins vegar að þannig hefur það ekki alltaf verið.
Aldrei er mikilvægara að rifja þetta upp en fyrir
kosningar.
Það er engin tilviljun hve jákvæð þróun hefur orð-
ið í efnahags- og atvinnumálum undanfarin 16 ár.
Það gerðist ekki óvænt að hér skapaðist gott atvinnu-
ástand. Skattar lækkuðu ekki vegna skilyrða í nátt-
úrunni og fjármálageirinn varð ekki til af sjálfu sér.
Það kom enginn og greiddi niður skuldir ríkissjóðs
fyrir okkur. Þetta er allt árangur stefnu sem mörkuð
hefur verið af ríkisstjórnum með aðild Sjálfstæð-
isflokksins frá árinu 1991.
Það er líka mikilvægt að muna að þær umbætur
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir hafa ver-
ið umdeildar. Það á við um aðildina að Evrópska
efnahagssvæðinu, einkavæðingu ríkisfyrirtækja,
lækkun skatta á fyrirtæki og einstaklinga og breyt-
ingar á lögum um háskóla til að hleypa að einka-
framtakinu. Þessi og mörg önnur umdeild mál hafa
nú fyrir löngu sannað gildi sitt. Hver talar annars
fyrir stofnun ríkisbanka í dag? Hvar eru þeir sem
vilja endurreisa Ríkisskip, stofna ríkissímafélag eða
Áburðarverksmiðju ríkisins? Eru einhverjir að boða
hækkun skatta aðrir en Vinstri-grænir?
Allt þetta er mikilvægt að hafa í huga nú þegar
kjósendur ákveða með atkvæði sínu hvaða áherslur
skuli ráða við stjórn landsins á komandi árum. Fram-
tíðin ræðst af þeirri stefnu sem við nú tökum. Við
skulum halda áfram á sömu forsendum. Það mun
skila ávinningi fyrir alla.
Árið sem ég fékk kosningarétt
Eftir Bjarna Benediktsson
Höfundur er alþingismaður.
ÉG HEF margoft spurt mig
þessarar spurningar. Til margra
ára hafa bæði ríki og sveitarfélög
rætt um málefni aldraðra. Sér-
staklega hefur þessi
mál borið á góma
skömmu fyrir kosn-
ingar, bæði sveit-
arstjórnar- og ekki
síður alþingiskosn-
ingar.
Hefur verið staðið
við öll þau loforð sem ausið er yfir
eldri borgara fyrir hverjar kosn-
ingar? Langt því frá. Stjórnvöld
virðast hvorki átta sig á því hvaðan
gamla fólkið kemur né heldur hvað
skuli gera við það. Heppilegast er
líklega að stinga vandamálinu bara
undir stólinn.
Ráðamenn þjóðarinnar átta sig
ekki á þeirri augljósu staðreynd að
þjóðin er að eldast. Þegar ég var
yngri þótti það stórviðburður ef
einhver náði 100 ára aldri. Und-
anfarin ár má kalla það nánast dag-
legan viðburð að fólk nái þeim
áfanga og er þá jafnan við hesta-
heilsu.
Eldri borgarar þessa lands ólust
upp við allt aðrar aðstæður en við
sem yngri erum. Þeir máttu þræla
og púla við erfiðar aðstæður, bæði
til sjávar og sveita til að sjá sér og
sínum farborða og búa í haginn fyr-
ir komandi kynslóðir. Okkur.
Hver er svo uppskeran fyrir allt
þetta erfiði? Eldra fólki er skammt-
aður skammarlega lítill lífeyrir. Það
er komið aftur til fortíðar, rétt
skrimtir og getur ekkert leyft sér.
Öldruðum er komið fyrir á stofn-
unum og öldrunarheimilum þar sem
fer misvel um þá. Hjónum er stíað í
sundur, ókunnugir settir saman í
herbergi og svo mætti lengi telja.
Er þetta virkilega það sem við
viljum láta minnast okkar fyrir?
Eru þetta þakkirnar fyrir það sem
fólkið lagði á sig svo við gætum haft
það gott? Nei. Eru þetta aðstæður
sem við viljum búa við í ellinni? Það
held ég ekki.
Við ættum í raun að skammast
okkar. Við ættum að setja málefni
eldri borgara í forgang og hlúa
þannig að þessu fólki, sem við eig-
um svo mikið að þakka, að sómi
verði að. Hættum að koma fram við
eldri borgara eins og þurfalinga.
Þeir eru og hafa alltof lengi verið
afgangsstærð. Innan Íslandshreyf-
ingarinnar er fólk sem vill breyt-
ingar, eldri borgurum
til hagsbóta.
Eldri borg-
arar eru af-
gangsstærð
Eftir Kristínu Á. Arnberg Þórðardóttur
Höfundur er í 7. sæti
Íslandshreyfingarinar í
Suðurkjördæmi.
SAMKVÆMT skoðanakönnunum
síðustu daga eru verulegar og vax-
andi líkur á vinstri stjórn eftir
kosningar. Slík
stjórn myndi kú-
venda í efnahags- og
hagstjórnarmálum,
þjóðinni og þeim
sem minnst mega
sín, til ómetanlegs
tjóns.
Þeir sem efast um slíka kúvend-
ingu, ættu að gera tvennt. Kynna
sér efnahags- og hagstjórnarafrek
íslenskra vinstri stjórna fram til
1991, og huga að málflutningi Sam-
fylkingar og Vinstri grænna í þess-
ari kosningabaráttu um efnahags-
og atvinnumál og ráðstöfunar-
tekjur.
Vinstri efnahagsráðstafanir
Í júní 1989 gat að líta frétt í
Morgunblaðinu um dæmigerðar
efnahagsráðstafanir þáverandi
vinstri stjórnar. Þar segir um áform
fjármálaráðherra: ,,Hann segist
munu leggja fram tillögur um
aukna skattheimtu, niðurskurð og
auknar lántökur innanlands. Hins
vegar verði að forðazt að taka er-
lend lán til þess að rétta af hall-
ann.“ En þeim var ekki alls varnað
þessum stjórnarherrum því eitthvað
varð að gera fyrir fólkið í landinu.
Aftur að Morgunblaðsfrétt um
efnahagsráðstafanir 1989: ,,mjólk-
urverð lækkar strax í dag um fjórar
krónur lítrinn, verð á blýlausu
bensíni lækkar úr 52 krónum í 50
krónur lítrinn og loks verður sér-
pakkað og brytjað lambakjöt boðið
á sérstöku tilboðsverði sem verður
20% til 25% lægra en nú.“ Hér var
það Steingrímur Sigfússon sem
bauð upp á brytjað lambakjöt, enda
landbúnaðarráðherra.
En ólíkt hafast menn að því nú-
verandi ríkisstjórn hefur tekist að
lækka skatta, og á sama tíma að
greiða skuldir ríkissjóðs og leggja
meira til velferðar-, heilbrigðis-, og
menntamála en nokkurn tíma fyrr.
Hagvöxtur er ekki
náttúrulögmál
Málflutningur vinstri manna um
efnahagsmál bendir til þess að þeir
hafi ekkert lært og engu gleymt.
Þegar Ingibjörg Sólrún var spurð
að því hvernig hún ætlaði að fjár-
magna 30 milljarða kosningaloforð
Samfylkingarinnar, sagði hún að
með aga í fjárlögum mætti hagræða
í ríkisrekstrinum. Þegar spyrillinn
efaðist um að þannig næði hún í 30
milljarða, bætti hún við: ,,Hún er
mörg matarholan“ – og sagði svo:
„Það gerist bara með hagvextinum.
Ef þú tekur 3% hagvöxt á ári, er
það að skila á ári hverju 9–10 millj-
örðum á ári í ríkissjóð. Við hljótum
öll að gera ráð fyrir því að það verði
góður hagvöxtur á næstu árum.“
Hagvöxtur er hins vegar ekkert
náttúrulögmál og allra síst hjá
vinstri stjórn.
Gaspur um velferð okkar allra
Árni Páll Árnason, frambjóðandi
Samfylkingarinnar, kallar 75%
kaupmáttaraukningu frá 1994,
,,innistæðulaust kaupmáttargrobb“.
Þegar Kolbrún Halldórsdóttir í
Vinstri grænum var innt eftir kaup-
máttaraukningunni í sjónvarpsþætti
sagðist hún ekki telja það merkilegt
þó einhverjir gætu nú keypt nokkr-
um kartöflum meira í soðið en áður.
Sama Kolbrún sagði í sama þætti
að það hefði verið glapræði að
einkavæða bankana á sínum tíma.
Hún lætur sér í léttu rúmi liggja þó
um þúsund ný störf hafi orðið til
hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum
á árinu 2006, þó fjölgun starfa í
fjármálageiranum sé meira en tvö-
falt hraðari en í öðrum atvinnu-
greinum, og þó skattgreiðslur bank-
anna til ríkisins hafa rúmlega
55-faldast frá 1993. Það ár fékk rík-
issjóður um 200 milljónir króna í
skattgreiðslur frá bönkunum en í
fyrra námu þessar greiðslur 11,3
milljörðum króna.
Mótsagnakennd atvinnustefna
Þegar frambjóðendur Vinstri
grænna og Íslandshreyfingarinnar í
Suðurkjördæmi voru spurðir hvar
þeir eygðu helst von um atvinnu-
uppbyggingu þegar stóriðju sleppir,
nefndu þeir Bláa lónið. Steingrímur
Sigfússon svaraði svipaðri spurn-
ingu með því að benda á fjölskyldu
norður í Eyjafirði sem bruggaði
bjór. Þessi tvö dæmi hafa vakið at-
hygli í kosningabaráttunni því at-
vinnumálin hafa ekki verið sterk-
asta hlið þessara framboða. Gallinn
við dæmin er hins vegar sá að hvor-
ugur kosturinn væri fyrir hendi ef
þessir aðilar hefðu ráðið ferðinni.
Bláa lónið varð til við stór-
iðjuframkvæmdir á Suðurnesjum
og væri líklega í dag skilgreint sem
umhverfisslys, en Steingrímur Sig-
fússon barðist á sínum tíma hart
gegn því að áfengur bjór væri leyfð-
ur hér á landi.
Árangur í efnahagsstjórn er
forsenda framfara
Undir forystu sjálfstæðismanna í
ríkisstjórn hefur náðst meiri ár-
angri í efnahagsmálum en nokkur
önnur ríkisstjórn, fyrr eða síðar.
Kaupmáttur hefur aukist um 75% á
sl. tólf árum, meira en nokkurn
tíma fyrr, kaupmáttur bótaþega
Tryggingastofnunar hefur aukist
enn meira á tímabilinu, atvinnuleysi
er ekkert á Íslandi og hér ríkir
meiri jöfnuður en í nokkru öðru
Evrópuríki, greiðslubyrði sem hlut-
fall af ráðstöfunartekjum hefur
lækkað umtalsvert á síðustu tveim-
ur árum, skattar hafa aldrei verið
lækkaðir jafnmikið, ríkissjóður er
rekinn með meiri afgangi á þessu
kjörtímabili en dæmi eru um og er-
lendar skuldir ríkissjóðs hafa verið
greiddar upp.
Stjórnmálamenn sem hafa slíkan
árangur í flimtingum eru ekki lík-
legir til að halda áfram á þessari
framfarabraut. Þeir eru heldur ekki
líklegir til að koma á umbótum í
heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu
eða velferðarkerfinu því allar raun-
verulegar framfarir byggjast á
traustri efnahagsstjórn.
Framfarir byggjast á
traustri efnahagsstjórn
Eftir Mörtu Guðjónsdóttur
Höfundur er varaborgarfulltrúi
og formaður Varðar, full-
trúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík.
ÉG er heimspekingur og ein af
mínum lífsreglum hefur verið að
ganga ekki í stjórnmálaflokk. Ég hef
alltaf verið þeirrar skoðunar að póli-
tík snúist um völd og að völd hafi til-
hneigingu til að spilla þeim sem þau
hafa. Þess vegna
þarf að skipta reglu-
lega um valdhafa.
Ég hef einnig verið
þeirrar skoðunar að
heimspekingar eigi
ekki að henda sér út
í hringiðu stjórnmál-
anna heldur að standa til hliðar við
hana til þess að geta haft hæfilega
fjarlægð á málin. Það er oft nauðsyn-
legt að standa utan við hlutina til að
geta metið sem flestar hliðar mála.
Það er einmitt það sem heimspek-
ingar gera, að velta hlutunum fyrir
sér. Það getur líka verið liður í því að
halda trúverðugleika sem sam-
félags- og menningarrýnir að taka
ekki afstöðu með tilteknum málstað,
hagsmunum eða valdi.
Með því að fara á lista Íslands-
hreyfingarinnar í þessum alþing-
iskosningum þverbrýt ég prinsipp
mitt um að standa utan við flokkap-
ólitík. Helsta ástæðan er sú að ég tel
baráttuna um framtíð Íslands, sem
er barátta um stóriðjustefnuna, vera
miklu stærra og meira mál en ég og
mitt starf.
Framboð Íslandshreyfingarinnar
er jafnframt rökrétt næsta skref í
umhverfisbaráttu síðustu ára sem ég
hef tekið þátt í. Þetta er barátta um
umhverfi í víðum skilningi sem snýst
ekki bara um verndun íslenskrar
náttúru, heldur einnig um það sam-
félagslega umhverfi sem verið er að
byggja upp hér á landi. Ég hef ein-
faldlega ekki trú á álverum sem ein-
hvers konar heildarlausn á atvinnu-
málum á landsbyggðinni. Mig óar við
því að ef svo fer sem horfir og Alcoa
eignast flest álverin og sé þar með
kaupandi að stærstum hluta orkunn-
ar sem hér á að framleiða. Ef álver
verður reist á Húsavík verður Alcoa
langstærsta fyrirtækið í landshlut-
anum. Þetta er í takt við þá þróun að
stórfyrirtæki séu í raun að verða hið
ráðandi afl í heiminum sem stað-
bundin pólitík má sín lítils gegn.
Stóriðjustjórnin sem er hér við völd
hefur verið fyrirgreiðsluaðili fyrir ál-
fyrirtækin. Þess vegna þarf stjórn
með aðrar áherslur því ábatinn af ál-
framleiðslu, bæði peningalegur og
samfélagslegur, er mun minni en
margir telja.
Sú staðreynd að konum hefur víða
fjölgað á þjóðþingum undanfarin ár
gæti verið ein vísbending um vald-
skerðingu stjórnmála. Þegar konum
fjölgar í einhverri starfstétt þá hefur
það stundum haft í för með sér gild-
islækkun þeirrar stéttar hvað ásýnd
og áhrif varðar. Konum var sagt að
mennta sig til að geta öðlast jafnrétti
á við karla. Þær gerðu það og eru nú
í meirihluta í flestum háskólagrein-
um. Á sama tíma virðist sem ungir
karlar sæki sér frekar menntun og
starfsþjálfun í fjármálageiranum þar
sem launahækkanir hafa verið hvað
mestar á undanförnum árum. Einka-
væðing bankanna virðist hafa verið
karlavæðing þeirra, en fáar konur
eða engar eru í hópi ofurlaunahaf-
anna innan þeirra. Álverin reyna aft-
ur á móti að státa sig af framsæknu
jafnréttisstarfi með því að laða að og
hafa sem flestar konur að störfum í
kerskálunum. Sum þeirra fá jafn-
réttisverðlaun fyrir vikið. Ber þetta
tvennt vott um þróun í jafnréttisátt?
Nei.
Ég kæri mig ekki um þessa þróun
og þess vegna gekk ég til liðs við Ís-
landshreyfinguna. Það þarf að fella
stóriðjustjórnina sem stendur fyrir
gamaldags atvinnuuppbyggingu,
orkusölu undir verði og nátt-
úruspjöll.
Al Gore segir að ef maður er ekki
ánægður með hvað sé gert á þingi í
umhverfismálum eigi maður að
bjóða sig fram til þings. Ómar Ragn-
arsson og fleira fólk innan Íslands-
hreyfingarinnar stóð upp frá sínum
verkefnum og hlýddi svona kalli.
Ekki vegna þess að þau ásælist völd
valdanna vegna, heldur vegna þess
að þeim finnst þau hafa skyldum að
gegna gagnvart Íslandi framtíð-
arinnar sem
þeim finnst meirihluti þingheims
ekki taka nógu alvarlega.
Um umhverfi og jafnrétti
Eftir Sigríði Þorgeirsdóttur
Höfundur er heimspekingur
og skipar 3. sæti á lista
Íslandshreyfingarinnar
í Reykjavík suður.
LANDSMENN standa frammi fyrir óvenju skýrum og afdráttarlausum
valkostum þegar þeir ganga til kosninga til Alþingis nú á laugardag. Fram-
sóknarflokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórn í tólf ár, eða síðan 1995. Það
er lengsta samfellda hagvaxtarskeið sögunnar hér á landi og
þær framfarir sem orðið hafa hér á landi á aðeins örfáum ár-
um eru í raun ævintýri líkastar.
Það er væntanlega af þeim sökum sem sífellt stærri hópur
landsmanna vill sjá Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn að lokn-
um kosningum. Til þess að svo geti orðið þarf Framsókn-
arflokkurinn auðvitað nauðsynlegt afl og lykill að því er öfl-
ugt fylgi í kosningunum á laugardag.
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur vakið athygli í
kosningabaráttunni fyrir bjartsýna og einlæga framgöngu. Hann hefur ekki
látið bugast þótt á móti hafi blásið og hann nýtur augsýnilega trausts fyrir
margháttaða framgöngu á sínum starfsferli.
Reykvíkingar eiga þess kost að tryggja Jóni Sigurðssyni öruggt þingsæti í
kosningunum á laugardag og leggja um leið lóð á þær vogarskálar sem geta
ráðið úrslitum um myndun ríkisstjórnar í landinu til næstu fjögurra ára.
Ég heiti á borgarbúa að leggja góðum manni lið og minni á að hvert og eitt
atkvæði getur í raun ráðið úrslitum.
Vilt þú ráða úrslitum?
Eftir Björn Inga Hrafnsson
Höfundur er formaður borgarráðs.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn