Morgunblaðið - 12.05.2007, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 57
Á UNDANFÖRNUM dögum hef-
ur hinni pólitísku umræðu verið snú-
ið að heilbrigðis- og velferðarmálum.
Það fer vel á því vegna þess að góð
heilbrigðisþjónusta er undirstaða
byggðar og góðs
mannlífs. Allt bendir
til þess að heilbrigð-
isþjónusta sé góð á
Íslandi, Íslendingar
eru langlífir og ung-
barnadauði er mjög
lítill. Því miður er
það svo í sumum greinum lækn-
isfræðinnar að biðlistar hafa mynd-
ast, t.d. í augnaðgerðum þar sem
skipt er um augasteina, í gerviliðs-
aðgerðum og hjartaþræðingum.
Hvers vegna biðlistar?
Af hverju hafa þessir biðlistar
myndast? Fyrst og fremst er það
vegna þess að ný tækni hefur leitt til
þess að nú er hægt að hjálpa fleirum
en áður og svo líka vegna aukins
fjölda aldraðra. Ný aðgerðartækni í
augasteinaaðgerðum hefur með
byltingarkenndum hætti leitt til
þess að læknar geta gert aðgerðir
vegna skýs á augasteini miklu fyrr
en áður. Ný rannsóknatækni (ný
kynslóð tölvusneiðmyndatækja) hef-
ur gert það að verkum að mun fleiri
greinast með kransæðasjúkdóma en
áður og miklu fyrr. Þetta hefur vald-
ið auknu álagi á heilbrigðiskerfið.
Aldrei hafa fleiri augnaðgerðir verið
framkvæmdar eða fleiri hjartaþræð-
ingar! Hvað er þá til ráða? Hvernig
getum við losnað við biðlistana?
Aukið valfrelsi og aukin gæði
Við sjálfstæðismenn viljum fara
frá miðstýrðu kerfi og láta fé fylgja
þeim verkum sem vinna þarf, t.d.
augnaðgerðum eða gerviliðaaðgerð-
um. Við þessa tilhögun geta fleiri að-
ilar komið að aðgerðum sem þessum
eins og til dæmis sjálfstætt starfandi
sérfræðingar. Fjármagnið kæmi frá
ríkinu en framtak einstaklinganna
yrði virkjað öllum til heilla. Á þenn-
an hátt getum við losnað við óvið-
unandi bið og aukið valfrelsi og gæði
í heilbrigðisþjónustunni.
Samfylkingin hefur að und-
anförnu farið mikinn í umræðu um
velferðar- og heilbrigðismál. Biðlist-
ar í heilbrigðiskerfinu eru ástand
sem við sjálfstæðismenn getum ekki
sætt okkur við. Sjálfstæðisflokk-
urinn vill að allir landsmenn fái
bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er
á. Biðlistar eru því miður staðreynd
í ákveðnum sérgreinum læknisfræð-
innar og eru óviðunandi. Þeir eru
hins vegar merki um miðstýrt kerfi
þar sem fé fylgir ekki verkefnum.
Höfnum sænsku leiðinni
Í hverju felast loforð Samfylking-
arinnar „Biðlistana burt með
sænsku leiðinni“? Hver er sænska
leiðin? Hefur fólk leitt hugann að því
hvað sú leið þýðir? Svíar hafa til
langs tíma búið við miðstýrt heil-
brigðiskerfi sem stjórnað er af jafn-
aðarmönnum og skilið eftir sig bið-
lista eftir ÖLLU í
heilbrigðisþjónustunni. Bið eftir
tíma hjá lækni, bið eftir myndatöku,
bið eftir rannsóknum, bið eftir að-
gerðum. Þeir komust í þrot og settu
í gang umbætur í kerfinu sem eiga
að tryggja fólki þjónustu innan
„eðlilegs“ tíma. Hver er hann? Jú,
fólk á að fá tíma hjá sérfræðilækn-
um innan 90 daga frá því að tilvísun
berst!
Sjúklingar í Svíþjóð hafa ekki val-
frelsi í heilbrigðisþjónustu. Þeir
geta ekki fengið tíma hjá sérfræð-
ingi nema að kría út tilvísun hjá
heimilislækni. Er þetta þjónustan
sem við viljum bjóða okkar þjóð?
Miðstýrt „sænskt“ kerfi þar sem öll-
um er skömmtuð þjónusta sem við
eigum að fá innan 90 daga frá því við
þurfum á henni að halda? Góð leið
það á milli biðraða, eða hitt þó held-
ur!
Okkar leið er best
Við sjálfstæðismenn viljum fara
íslensku leiðina. Við viljum láta fé
fylgja verkum, fé greitt af ríkinu en
einkaframtakið nýtt. Við viljum ekki
bíða í 90 daga eftir tíma hjá sérfræð-
ingum. Við höfnum sænsku leiðinni
en bjóðum annað og miklu betra í
staðinn.
Burt með biðlistana
Eftir Þorvald Ingvarsson
Höfundur er framkvæmda-
stjóri lækninga við FSA og
skipar 4. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Norðaustur-
kjördæmi.
HVERS vegna er þessari fullyrð-
ingu slegið fram hér? Það er vegna
þess að við aldraðir eigum ekki full-
trúa á Alþingi Ís-
lendinga og munum
ekki eiga, þó svo að
stjórnmálaflokk-
arnir tali mikið um
að lagfæra kjör aldr-
aðra og annarra sem
minna mega sín.
Það hefur vakið athygli að hr. al-
þingismaður Pétur H. Blöndal hefur
undanfarið skrifað greinar í Morg-
unblaðið þar sem hann er reyna að
verja þessar arfavitlausu tillögur,
sem forsætisráðherra kom með á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins og
segir Pétur þær vera niðurstöður
samningaviðræðna við aldraða. Ekki
kemur fram annað en hann sé á móti
kjarabótum til aldraðra því hann
skrifar hverja greinina á fætur ann-
arri til að mótmæla málflutningi
aldraðra en heldur fram rang-
færslum sem fram koma hjá stjórn-
völdum og hefur verið marghrakið.
Pétur og stjórnarliðar halda fram að
kaupmáttur hafi aukist um 67% hjá
okkur hin síðustu ár, hver er sann-
leikurinn? Árið 1999 var ellilífeyrir
minn kr.17.715 en er dag kr. 24.131.
Það skiptir engu máli hvort þetta
eru 67 % eða 7% þetta eru bara 6.415
kr. sem ellilífeyrir hefur hækkað.
Það skiptir engu máli hvað % heitir,
það er jafn lítið fyrir því. Einhvern
veginn finnst mér að laun þing-
manna og ráðherra hafi hækkað eitt-
hvað meira á þessum árum, a.m.k. í
krónutölu og þá sjálfsagt í %.
Pétur talar um örlæti Geirs þar
sem hann er að fjalla um málefni
aldraðra.
En í hverju felst þetta örlæti
Geirs? Geir sagði við upphaf lands-
fundar sjálfstæðisflokksins að
tryggja þyrfti hverjum öldruðum
lágmarksgreiðslu til viðbótar
greiðslum almannatrygginga upp á
25.000 krónur, lífeyrisgreiðslur, og
að draga úr skerðingum almanna-
trygginga vegna annarra tekna.
Í hverju felst þá þetta örlæti?
Ekki er hugmyndin að draga úr
þessum ofureftirlaunaréttindum
sem þeir eru búnir að skammta sér,
Nei, það á ekkert að leggja á sjálfan
sig til hagsbóta fyrir aldraða.
Hvernig getur nokkur sýnt eitthvert
örlæti ef hann leggur ekkert til frá
sjálfum sér?
Örlætið virðist felast í því að
draga aðeins úr því óréttlæti sem
forystumenn hafa sýnt okkur und-
anfarið, með því að leyfa okkur að fá
örlítið meira í okkar hlut en verið
hefur, m.ö.o. aðeins að draga úr
skattlagningu á okkur
Í þessari grein um örlæti Geirs er
talað um samstarf og samning
stjórnarmanna við samtök aldraðra,
en það kemur ekki fram um hvað var
samið, að stjórnarstarfsmenn í Ás-
mundarnefndinni lögðu fram
ákveðnar tillögur, sem ekki voru að
skapi eldriborgara og sögðu annað
hvort skrifið þið undir þetta eða þið
fáið ekki neitt, þannig að þessi
samningur var hreinn nauðung-
arsamningur eins og samningurinn
fyrir fjórum árum. Hver hafði síðan
hag af þessu gervisamningi? Það var
einungis ríkisvaldið.
Hvernig er hægt að halda því
fram að þessar tillögur Geirs séu í
samræmi við óskir eldri borgara?
Landsfundur eldri borgara 2005
samþykkti eftirfarandi kröfu:
„Landsfundur Landssambands
eldri borgara haldinn í Reykjavík 9.
og 10. maí 2005 krefst þess að rík-
isstjórnin geri nú þegar ráðstafanir
til að bæta kjör aldraðra m.a. með
eftirfarandi hætti:
1. Að grunnlífeyrir verði alltaf
undanþeginn tekjuskatti.
2. Að tekjutrygging, heimilis-
uppbót, tekjutryggingarauki og ein-
greiðslur verði felldar saman í einn
launaflokk, sem verði á þessu ári hjá
einstaklingum kr. 90.000 á mánuði
og taki breytingum eftir launa-
vísitölu. Hjá hvoru hjóna eða sam-
býlisfólki kr. 70.000 á mánuði.
3. Að áhrif skatta og tekjuteng-
ingar á laun og lífeyrissjóðstekjur
undir 160.000 kr. á mánuði verði
ekki hærri en 50% af þeim tekjum
auk tekna skv. 1. og 2. lið.
4. Fjármagnstekjur séu ekki
tekjutengdar bótagreiðslum frá
Tryggingastofnun ríkisins.“
Þetta er það sem forystumenn
okkar áttu að ræða en fengu ekki
vegna ofríkis stjórnarsinna.
Af þessu má ljóst vera að við get-
um ekki valið stjórnarflokkana því
stefna þeirra er langt frá okkar. Þeir
litu ekki á fyrstu kröfu okkar sem er
raunverulega eina færa leiðin til að
bæta kjör hinna verst settu aldr-
aðra, en þessi hækkun hefði þýtt
nokkurra þúsunda króna hækkun
hjá þeim lægstu en dofnað síðan með
hækkandi tekjum, vegna skerðingar
ákvæða.
Alveg er sama með aðra flokka,
þeir höfðu ekki kjark eða vilja til að
styðja okkur, heldur eru með alls
konar útúrsnúninga frá okkar til-
lögum og telja þær betri en okkar.
Niðurstaðan er því sú að enginn
flokkur vill raunverulega standa
með okkur, það eina sem þeir eru
sammála um er að vera ósammála.
Því ítreka ég það, að við eigum
engra kosta völ. Þessi afstaða
stjórnmálaflokkanna er nánast eins
og einelti gegn öldruðum.
Aldraðir eiga enga
von í næstu kosningum
Eftir Karl Gústaf Ásgrímsson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
ÞAÐ var árið 1909 sem konur –
eða hluti kvenna – fengu kosninga-
rétt á Íslandi. Nú um 100 árum síð-
ar standa konur ekki jafnfætis körl-
um á mörgum
sviðum.
– Um 100 árum
síðar eru konur
rúmlega hálfdrætt-
ingar á við karla í
launum.
– Um 100 árum
síðar eru völd kvenna hvergi sam-
bærileg við völd karla í opinberu lífi.
Fyrstu jafnréttislögin á Íslandi
tóku gildi fyrir rúmlega 30 árum.
Þrátt fyrir skýrt ákvæði í stjórn-
arskrá um að ekki megi mismuna
eftir kynferði virðist það gert. Nú er
kominn tími á eðlisbreytingu.
Þó að bankarnir séu örlátir á laun
til bankastjóra, þá eru engar konur í
þeim stöðum. Bilið á milli þeirra
sem hafa og þeirra sem hafa ekki er
nú óðum að breikka. Gjaldþrot blas-
ir við mörgum heimilum. En rétt-
lætisbankinn er ekki gjaldþrota, eða
hvað?
Nú er tíminn og tækifærið til að
komast upp úr misréttishjólför-
unum á braut jafnréttis í víðri merk-
ingu þess orðs. Nú er tíminn til að
hverfa af braut misréttis og á braut
jafnréttis.
Gerum þjóðfélagið réttlátara fyrir
þegna þessa lands. Gerum þetta 100
ára afmæli kvennabaráttunnar á Ís-
landi að upphafi nýrrar sýnar í
stjórnmálum.
Sem betur fer eru nú margir karl-
ar femínistar í þeirri merkingu að
vilja jafnrétti kynjanna og vera til-
búnir til að vinna að því. Því göng-
um við saman til þessa verks konur
og karlar. Samstaða kynjanna er
mikilvæg nú sem fyrr, öllum í hag.
Líklega þarf ekki að minna okkur
Íslendinga á mikilvægi þess að ná
fram réttlæti á friðsamlegan hátt,
eins og Martin Luther King fannst
mikilvægt að árétta við sitt fólk 28.
ágúst 1963. Feministar eru fyrst og
fremst metnaðargjant fólk með
sterka réttlætiskennd.
Við verðum ekki ánægð fyrr en
launa- og valdamisréttið hverfur.
Við verðum ekki ánægð fyrr en kon-
ur og þeirra störf verða metin til
jafns við karla og þeirra störf, bæði
til launa og virðingar.
Kosningaþátttaka er á niðurleið.
Æ fleiri Íslendingar með full lýð-
réttindi sjá varla tilgang með því að
kjósa, því þeir sjá engan mun á
stjórnmálaforingjunum.
Nei við erum ekki ánægð, og
verðum það ekki fyrr en réttlætið
flæðir um þjóðfélagið, flæðir eins og
vatn, eins og öflugt fljót.
Konur hafa oft verið skapandi við
sínar aðstæður en hafa jafnframt
mátt þola ýmislegt, sem er óðum að
koma fram í dagsljósið og að ná at-
hygli stjórnmálanna. En betur má
ef duga skal.
Lítum öll í eigin barm, í öllum
kjördæmum, til sjávar og sveita, og
gerum eitthvað til að breyta þessu.
Eigum við ekki sameiginlegan
draum? Draum um jafnrétti þegna
þessa lands, draum um virðingu fyr-
ir landinu og náttúru þess, draum
um velferð barna okkar, draum um
góðan aðbúnað aldraðra og öryrkja
og fallegan draum um örugga fram-
tíð?
Ég á mér draum um að við Ís-
lendingar áttum okkur brátt aftur á
því að „allir menn eru fæddir jafnir“
og að við höfum að auki stjórn-
arskrá og jafnréttislög sem ættu að
gefa öllum þegnum landsins sömu
tækifæri.
Ég á mér draum um að börnin á
landsbyggðinni eigi sömu möguleika
og börnin í Reykjavík til menntunar
og á því að verða það sem þau vilja.
Ég á mér draum um að konurnar
í kvennastörfunum; kennarar,
hjúkrunarfræðingar og fólk í
umönnunarstörfum, vinnukonur
kerfisins, geti tekið völdin í sínar
hendur, og uppskeri virðingu og
réttlæti í launum.
Ég á mér draum um að fólk verði
ekki metið eftir líkamsgerð, hvort
sem það er kynferði, hörundslitur
eða holdafar, heldur eftir hæfi-
leikum, menntun og mannkostum.
Með þessum draumi gætum við
breytt landi okkar og þjóð í samhent
samfélag bræðra og systra.
Ef Ísland á að skara fram úr sem
jafnréttisþjóðfélag verðum við að
snúa af þeirri braut misréttis sem
við erum á: Þar sem konur eru hálf-
drættingar í launum á við karla, þar
sem ofbeldi gagnvart konum við-
gengst, þar sem of stór hópur barna
býr við fátækt, þar sem aldraðir,
sjúkir og öryrkjar búa við biðlista
og afskiptaleysi, þar sem háskólar
mismuna nemum og kennurum eftir
fræðasviðum – og þar sem þeir ríku
verða miklu ríkari.
Hringjum bjöllum réttlætis og
jafnréttis – í Reykjavík suður, í
Reykjavík norður, í Suðvest-
urkjördæmi, í Norðvesturkjördæmi,
í Norðausturkjördæmi og í Suður-
kjördæmi.
Hringjum bjöllum réttlætis og
jafnréttis hátt og skýrt út um allt
land – alla leið upp í stóla banka-
stjóranna, inn í stjórnir stórfyr-
irtækjanna, alls staðar þar sem ráð-
um er ráðið.
Látum jafnréttið ná upp í stjórn-
arráðið og helst alla leið – í stól for-
sætisráðherrans.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lyfti
grettistaki í jafnréttismálum í
Reykjavíkurborg. Gefum henni um-
boð og tækifæri til að endurtaka það
á landsvísu, landi og þjóð til fram-
dráttar.
Nú í fyrsta sinn í sögu lýðveld-
isins er kona formaður stjórn-
málaflokkssem á raunhæfan mögu-
leika á að leiða ríkisstjórn. Þessi
kona getur gert drauminn að veru-
leika. Nú er einstakt tækifæri,
klúðrum því ekki.
Kjósum Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur í alþingiskosningunum á
laugardaginn. Kjósum Samfylk-
inguna út um allt land.
Ég á mér draum
Eftir Guðnýju Guðbjörnsdóttur
Höfundur er prófessor og fv.
alþingismaður.
AÐ BAKI er kjörtímabil mikils
óstöðugleika, þenslu og verðbólgu
í efnahagsmálum. Ekki var staðið
á bremsunum vegna gríðarlegra
framkvæmda á Austurlandi, held-
ur keyrt áfram af
fyrirhyggjuleysi.
Ríkisstjórnin hef-
ur því gert sig seka
um hagstjórn-
armistök. Þau hafa
rýrt kjör fólksins í
landinu og aukið
skuldir heimilanna um 38,5 millj-
arða.
Greiðslubyrði hvers heimilis
hefur aukist að meðaltali um um
510 þúsund krónur, skv. hagfræð-
ingi ASÍ. Og áfram hækka lánin
okkar vegna verðbólgu og hárra
vaxta.
Ríkisstjórnin hefur líka vanrækt
margvíslega félagslega þjónustu
eins og margoft hefur komið fram.
Biðraðir hafa myndast fyrir
börn og unglinga með geðrask-
anir, yfirfull geðdeildin á LSH,
ungt fólk með fíkniefnavanda og
skortur á hjúkrunarrými handa
eldri borgurum.
Tekjurýrnun eldri borgara og
fullur skattur á lífeyrisgreiðslur
þeirra er þjóðarskömm um leið og
Sjálfstæðisflokkurinn hleður undir
þá ríku með 10% skatt á fjár-
magnstekjur.
Tryggingastofnun hefur ekki
fylgt almennri launaþróun og líf-
eyrisþegar hafa dregist aftur úr í
kjörum. 60% aldraðra eru með
tekjur undir 140 þúsund á mánuði
(fyrir skatta). Um 4.000 manns
eru undir fátæktarmörkum og
5.300 börn í landinu búa við fá-
tækt.
Mál er að linni. Í Samfylking-
unni er metnaðarfullt baráttufólk
sem berst fyrir betra samfélagi,
þar sem skynsemi og sanngirni
ræður ríkjum. Landsmenn þurfa
nú að kjósa Samfylkinguna, sem
hefur hag eldri borgara og ör-
yrkja í forgangi.
Með því að kjósa áfram Sjálf-
stæðisflokkinn verður áfram ójöfn-
uður í landinu. Loforð stjórn-
arflokkanna til eldri borgara eru
álíka nískuleg og þau hafa verið
sl. 12 ár.
Á landsfundi Samfylkingarinnar
ríkti gleði og baráttuvilji. Formað-
urinn, Ingibjörg Sólrún, boðaði
lausnir á fjölmörgum vanda-
málum. Lausnir fyrir unga og
aldna. Lausnir til að útrýma bið-
listum og 10% skatt á lífeyr-
isgreiðslur eldri borgara.
Frábært var líka að sjá á fund-
inum formenn í þremur jafn-
aðarmannaflokkum, þ.e. Dan-
mörku, Svíðþjóð og Íslandi. Þrjár
konur, boðberar nýrra tíma.
Nú er lag að kjósa konu til for-
ystu í næstu ríkisstjórn. Verum
stoltar eins og þegar við kusum
konu sem forseta. Ingibjörg Sól-
rún er mikilhæfur stjórn-
málamaður í frjálslyndum jafn-
aðarmannaflokki.
Látum ójöfnuð tilheyra fortíð-
inni, lítum til framtíðar þar sem
jöfnuður og velferð ríkir fyrir alla
landsmenn. Það er leiðarljós jafn-
aðarmanna.
Konur og karlar kjósum Sam-
fylkinguna 12. maí.
Velferð – Nýir tímar
Eftir J. Rebekku Jóhannesdóttur
Höfundur er ritari/lyfjatæknir.