Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 65

Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 65 FRÉTTIR Hannes Hlífar Stefánsson náði allgóðum árangri á Evrópumeistara- mótinu í Dreseden sem lauk í síðasta mánuði. Hannes hlaut 6 ½ vinning úr 11 skákum og tapað aðeins einni skák. Mótið var geysilega sterkt. Ekki hefur mikið borið á Hannesi undanfarið en hann býr í Prag í Tékklandi og unir hag sínum vel. Hann varð Íslandsmeistari í áttunda skipti sl. haust og Íslandsmeistari með Helli á dögunum. Hann hefur margoft sýnt að hann getur unnið hvern sem er enda er ferill hans afar glæsilegur. Einn af bestu skák- mönnum þjóðarinnar og mikill orð- hákur lét þau orð falla að helsti galli Hannesar væri kannski sá hversu kórréttur hann væri; hann fylgdi tískunni fullmikið. Miðað við þá ofgnótt upplýsinga sem liggur fyrir í dag er kannski ekki endilega best að þræða sömu byrjanir og t.d. Anand sem í dag er leiðandi meðal kóngspeðsmanna. Eftirfarandi skák frá Dresden sýnir að Hannes hefur býsna alhliða skákstíl og er jafnvígur á kóng- speðs- og drottningarpeðsbyrjanir. Eftir hefðbundna byrjun kemur upp geysilega flókið miðtafl þar sem skiptamunarfórn Hannesar ræður úrslitum: EM í Dresden; 9. umferð: Hannes Hlífar Stefánsson – Roman Nechepurenko (Rússland) Grunfelds vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3 O-O 5. Bg2 d5 6. cxd5 Rxd5 7. O-O Rb6 8. Rc3 Rc6 9. e3 e5 10. d5 Re7 11. e4 Bg4 12. h3 Bxf3 13. Bxf3 c6 14. Bg2 cxd5 15. exd5 Rf5 16. Dd3 Hc8 17. Hd1 Rd6 18. Rb5 a6 19. Rxd6 Dxd6 20. Db3 Hfe8 21. Bd2 e4 22. Bb4 Dd7 23. Bf1 Be5 24. a4 Df5 25. d6 Rd7 26. Hac1 Hxc1 27. Hxc1 Bd4 28. Dc2 Re5 29. Hd1 Rc6 30. Bc3 Dc5 31. d7 Hd8 32. Hxd4 Rxd4 33. Dxe4 Re6 34. Dxb7 Dd6 35. Dxa6 Dxd7 36. a5 Dc7 37. Dc4 Dxc4 38. Bxc4 Rc5 39. Be5 Hc8 40. Bb5 Rb3 41. a6 Hc1+ 42. Kg2 Ha1 43. Bc4 Rc5 44. b4 Ha4 45. Bb5 Hxa6 46. Bxa6 Rxa6 47. Bd6 – og svartur gafst upp. Lokastað- an er gott dæmi um yfirburði bisk- ups yfir riddara í opnum stöðum. Kasparov á lista 100 áhrifa- mestu einstaklinga hjá Time Hið virta tímarit birti á dögunum lista yfir 100 áhrifamestu einstak- linga heims um þessar mundir. Á þessum lista er Garrí Kasparov „… fyrir að leiða einmanalega baráttu fyrir auknu lýðræði í Rússlandi“, eins og það er orðað. Skilningur Kasparovs á lýðræði virtist nokkuð á reiki er hann stjórnaði GMA, sam- tökum stórmeistara á sínum tíma og frægt var þegar hann sagði sig úr stjórn samtakanna á fundi í Murcia á Spáni árið 1990 eftir að hafa orðið undir í atkvæðagreiðslu um lítilfjör- legt mál. Í viðtali við Time á dög- unum gat hann þess að það hefði ekki verið fyrr en árið 1996 sem hann skildi hið raunverulega inntak lýðræðis. Þó svo margir telji vafa- samt að hann nái miklum árangri á pólitíska sviðinu á næstum árum liggur fyrir að stuðningsmönnum hans er ekki vært í Rússlandi og Kasparov fer varla út fyrir hússins dyr í Moskvu nema í fylgd lífvarða. Nigel Short kallaður fyrir siðanefnd FIDE Þó Florencio Campomanes hafi verið afar umdeildur sem forseti FIDE stóð hann vörð um ýmsar þær hefðir sem FIDE gat talið sér til tekna og varðaði þá einkum heims- meistarakeppnina í skák með all- flóknu en þó sanngjörnu fyrirkomu- lagi. Nú er það óumdeilt að hnignun FIDE hófst með skipsbroti heims- meistaraeinvígjanna 1993 þegar Kasparov og Nigel Short héldu boð- að FIDE-einvígi sitt á vegum nýrra samtaka atvinnumanna, PCA. Í árs- lok ’93 stóð skákheimurinn skyndi- lega uppi með tvo heimsmeistara – og kannski þrjá því Bobby Fischer titlaði sig heimsmeistara þegar hann tefldi við Spasskí í Serbíu og Svart- fjallalandi árið 1992. Einvígi Kasp- arovs og Shorts í London ’93 fór ágætlega fram en var engu að síður mikill álitshnekkir fyrir skákhreyf- inguna á alþjóðavísu og hefur Kasp- arov viðurkennt einvígið sem mis- tök. Hann stökk síðan á vagninn aftur með Campo og félögum þegar þing FIDE fór fram í Moskvu 1994. Arftaki Campomanes í forseta- stóli, Kirsan Ilumzinov hefur á sinni tíð safnað í kringum sig hirð sem varla myndi þrífast í öðrum alþjóða- samtökum. Þar fer fremstur í flokki Georgíumaðurinn Zurab Azmap- arashvili. Zurab er reyndar frábær skákmaður en dálítið bröndóttur og langfrægastur fyrir að hafa tekið þátt í frægu svindlmóti í Makedóníu, tekið upp leik á Evrópumeistara- mótinu í Tyrklandi fyrir fjórum ár- um og skallað öryggisvörð á Ólymp- íumótinu í Calvia 2004. Fyrir nokkru samþykktu margar af fremstu skák- konum heims yfirlýsingu sem bar yfirskriftina: FIDE án Azmaparas- hvili. Nigel Short gerði Zurab að umtalsefni fyrir nokkrum misserum en hefur nú verið kallaður fyrir sér- skipaða siðanefnd FIDE vegna um- mæla sinna. Mikil þörf hefur verið á slíkri siðanefnd en svo undarlega vill til að siðanefndin á nú að taka á um- mælum Shorts um Azmaparashvili. Enska skáksambandið hefir gefið út stuðningsyfirlýsingu fyrir Short og krefst jafnframt að Azmaparashvili geri hreint fyrir sínum dyrum. Af Hannesi Hlífari SKÁK Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Öflugur Hannes Hlífar Stefánsson stóð sig vel í Dresden. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Vífil- felli: „Í Morgunblaðinu 10. maí 2007 er eftirfarandi haft eftir Einari Oddi Kristjánssyni alþingismanni á fram- boðsfundi á Hvalfjarðarströnd: „Kókið hefur hækkað helmingi meira en mjólkin! Ég furða mig á að menn skuli ekki taka eftir þessu....“ Vífilfell vill í tilefni þessara um- mæla benda á meðfylgjandi vísitölu- mælingu Hagstofu Íslands á neyslu- verði fyrir mjólk annars vegar og gosdrykki hins vegar frá 1993 til 2007. Fullyrðing um að kók hafi „hækkað helmingi meira en mjólkin“ stenst augljóslega ekki. Þvert á móti lækkaði verð á gosdrykkjum fyrr á þessu ári við lækkun virðisauka- skatts á matvælum að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Til fróðleiks – og í tilefni af því að Einar Oddur tengist sjávarútvegi – er þriðja línan höfð með á myndinni. Sú sýnir hækkun fiskverðs sam- kvæmt vísitölumælingu Hagstofunn- ar á viðmiðunartímabilinu.“ Athugasemd frá Vífilfelli KYNNING á 3ja ára námi í náttúrulækningum, heilsumeist- aranám, verður á Kaffi Hljóma- lind, Laugavegi 21, sunnudaginn 13. maí kl. 17. The School of Natural Medicine á Íslandi (SNMI) býður uppá einstaklega djúpt nám í almenn- um náttúrulækningum sem færir nemendum fjölbreytta færni til að verða sannir meistarar í náttúrulegri heilsu og heilun. Heilsumeistaranám veitir þekk- ingu í heilsuvernd sem er án inn- gripa svo sem skurðaðgerða og lyfja, sem styðst við faglega leið- sögn, kennslu og náttúrulegar að- ferðir og efni við uppbyggingu heilsunnar Kennslan fer fram á þremur árum með kennslulotum vor og haust og heimanámi. Inni- hald námsins byggist á þremur menginþáttum sem eru Lit- himnufræði (Master Iridology), Grasalækningar (Master Herbal Medicine) og Náttúrulækningar (Master Naturopathy). Auk þess eru í náminu aðrir námsþættir s.s. svæðanudd, kjarnaolíur, blómadropar, lækningafæði og síðast en ekki síst að vinna að eigin heilsuvernd, segir í frétta- tilkynningu. Námslotur eru viðamestar í maí og september, þá mun dr. Farida Sharan kenna samþætt- ingu allra meginviðfangsefna námsins. Námið er alþjóðlega við- urkennt nám og nemendur fá ND, Naturopath Diploma. Nýtt nám í nátt- úrulækningum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ástu R. Jóhannesdóttur: Vegna úttektar Samtaka um betri byggð í Morgunblaðinu í gær þar sem sagt er að ég telji að flugvöllur- inn eigi að fara úr Vatnsmýrinni 2016 vil ég leiðrétta þá fullyrðingu. Ég hef verið þeirrar skoðunar að flugvöllur eigi að vera í Reykjavík. Finnist jafngott eða betra flugvallar- stæði fyrir hann en nú er, væri í lagi að flytja flugvöllinn í framtíðinni, en ég hef ákveðnar efasemdir um að betra stæði finnist í borginni. Aftur á móti má auka byggð í Vatnsmýri ef flugbrautum verður breytt eins og hugmyndir hafa komið fram um. Reykjavíkurflug- völlur í Vatnsmýri VORHÁTÍÐ, sem ber yfirskriftina Laugarnes á ljúfum nótum, fer fram á lóð Laugarneskirkju á morgun, sunnudaginn 13. maí, á milli kl. 14 og 16. Leikskólabörn úr leikskólunum Hofi, Laugaborg og Lækjarborg munu syngja. Auk þess mun Barna- kór Laugarness syngja undir stjórn Maríu Magnúsdóttur. Þorvaldur Halldórsson tekur gamlar en sígild- ar perlur, nemendur Laugarnes- skóla sýna dans, fimleikadeild Ármanns sýnir fimleika, Ármann/ Þróttur sýnir glímu og fleiri íþrótt- ir. Sunnudagaskólaleiðtogar Laug- arneskirkju verða með brúðuleikrit, trúbadorinn Svavar Knútur syngur og spilar, hljómsveitir og einleik- arar úr Laugalækjarskóla og Laug- arnesskóla troða upp. Þá verður lögreglan á svæðinu til halds og trausts ásamt hundinum Tinna. Skátafélagið Skjöldungar verða með hoppkastala og félagsmiðstöð ÍTR í Þróttheimum mun stýra leikj- um á lóðinni. Foreldrafélög Laug- arnes- og Laugalækjarskóla selja grillaðar pylsur, kaffi og jafnvel eitthvað fleira nytsamlegt til fjár- öflunar góðu málefni. Kynnir verð- ur sr. Hildur Eir Bolladóttir settur sóknarprestur við Laugarneskirkju. Að vorhátíðinni koma allir skólar og öll félög í Laugarneshverfi sem bera hag barna og unglinga fyrir brjósti. Öllum er velkomið að láta sjá sig á svæðinu og njóta þess sem fram fer í góðum og glöðum hópi og vonandi í góðu veðri. Laugarnes á ljúfum nótum FUGLAHUNDAHÁTÍÐ verður haldin um helgina, en sunnudaginn 13. maí verða fuglahundar sýndir í reiðhöll Sörla við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Sýningin hefst kl. 11 og er áætlað að henni ljúki um kl. 16.30. Á sýningunni, sem er á vegum Fuglahundadeildar Hundaræktar- félags Íslands, verða sýndir stand- andi fuglahundar sem tilheyra teg- undahópi 7, en þær tegundir sem sýndar verða eru: Breton, Enskur seti, Gordon seti, Írskur seti, Point- er, Vizsla, Vorsteh og Weimaraner. Auk hunda úr þessum tegundahópi verða Schnauzer-hundar sýndir í sérstökum sýningahring. Alls taka um 80 hundar þátt í sýningunni. Eðli fuglahunda er afar forvitni- legt og er árangur ræktunar í ár- hundruð, segir í fréttatilkynningu. Veiðar með fuglahundum voru fyrst og fremst íþrótt aðalsmanna áður fyrr. Náttúra þeirra hunda sem þjálfaðir eru hér á landi er fyrst og fremst sú að leita að rjúpum. Þeir hlaupa skipulega yfir landið og nýta vindinn sem ber með sér lykt af bráðinni. Þegar hundurinn finnur hana stansar hann, tekur „stand“ og bíður eigandans. Þessir hundar nýt- ast einnig vel við aðrar fuglaveiðar, einkum til að sækja fellda bráð. Á sýningunni á sunnudaginn er fyrst og femst verið að dæma útlit, byggingu og geðslag hundanna. Veiðieiginleikarnir eru metnir á veiðiprófum. Dómarar á sýningunni koma frá Noregi en það eru hjónin Vigdis og Per Nymark. Þau hafa bæði dæmt hér á landi áður, bæði á sýningum og í veiðiprófum. Þau munu jafnframt dæma á veiði- prófum á vegum Fuglahundadeildar HRFÍ á föstudag og laugardag. Fuglahundar Pointerinn Vatnsenda-Vera, sem hér er með Ásgeiri Heiðari eiganda sínum og Cathy Delmar dómara frá Írlandi, var valin besti hvolp- ur í yngri flokki á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands í mars sl., en þessi mynd var tekin við það tækifæri. Vatnsenda-Vera verður sýnd á fuglahundasýningunni á morgun, sunnudag. Fuglahundasýning í reiðhöll Sörla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.