Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 66

Morgunblaðið - 12.05.2007, Síða 66
66 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR/KIRKJUSTARF ÁRBÆJARKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Leikhópurinn Perlan verður með leiksýningu. Söngur og fræðsla. Eftir stundina verður boðið upp á grillaðar pyls- ur og meðlæti. ÁSKIRKJA: | Messa kl. 14. Kór Áskirkju syngur, organisti Kári Þormar. Kaffisopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Sóknarprestur. ÁSTJARNARSÓKN: | Guðsþjónusta í sam- komusal Hauka, Ásvöllum kl. 11. | Guðs- þjónusta og gönguferð, kl. 13. Lagt af stað frá samkomusal Hauka, Ás- völlum, og haldið um Ástjörn og Ásfjall. Klæðnaður eftir veðri. BORGARNESKIRKJA: | Messa kl 14. Org- anisti Steinunn Árnadóttir. Sóknarprestur BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Félagar úr Söngsveitinni Fílharmóníu leiða sönginn. Organisti Magnús Ragnarsson. Hressing í safnaðarsal eftir messuna. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa klukkan 11. Hópur ungmenna á aldrinum 15-18 ára úr Árbæjarkirkju kemur í barnamess- una í Bústaðakirkju og sýnir þar dans. Barnamessur eru skemmtilegar sam- verustundir fyrir börnin, foreldrana, afana og ömmurnar. Allir hjartanlega velkomnir. BÚSTAÐAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Skúlason biskup predikar. Pró- fastur, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti, sr. Pálma Matthíassyni, organisti Renata Ivan, kór Bústaðakirkju syngur. Fermdur verður Arn- þór Ingi Sverrisson, Búlandi 10, 108 Reykjavík. Messukaffi eftir messu. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A-hópur. Súpa í safnaðarsal eftir messu. Sunnudagaskólaferð í Heiðmörk á sama tíma. Lokin hjá sunnudagaskólanum. Að- alsafnaðarfundur að messu lokinni. www.digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson predikar, Dómkórinn syngur, Marteinn Friðriksson leikur á org- el. Engin barnastund á kirkjuloftinu en í þess stað ferðalag með æskulýðs- leiðtogum. EGILSSTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 14 í umsjá sr. Jóhönnu I. Sigmarsdóttur pró- fasts. Kór eldri borgara leiðir sönginn. Organisti Kristján Gissurarson. Eldri borg- arar heiðursgestir – kirkjukaffi. 14. maí (mánud.) Kyrrðarstund kl. 18. EYRARBAKKAKIRKJA: | Messa 13/5 kl. 13. Ferming. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta fellur niður í Fella- og Hólakirkju sunnu- daginn 13. maí vegna vorferðar starfs- fólks. Kirkjurnar í Breiðholti taka á móti kirkjugestum Fella- og Hólakirkju. FÍLADELFÍA: | English service at 12.30 pm. Everyone Welcome. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Bob Condon frá Gateway Christi- an Center í Boston. Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng Barnakirkja (1-13 ára) Allir vel- komnir. Bein úts. á Lindinni og www.go- spel.is Samkoma á Omega kl. 20. filadel- fia@gospel.is Laugardagurinn 12. maí: Maí samvera Jesú Kvenna fellur niður vegna Nor- egsferðar. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Fermingarguð- sþjónusta kl. 13.30. Níu ungmenni verða fermd. 50 ára fermingarafmælishópur mætir til messunnar. Kór Fríkirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnar Arnarsonar. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Samræðu- hringmessa kl. 20. Í nándinni sitjum við saman í hring, lesum og ræðum orð ritn- ingarinnar, Pre 3:1-8, Gal 6:2-10 og Lúk 11:5-13. Komið með Biblíuna meðferðis. Tónlistina leiðir Carl Möller, en Ása Björk Ólafsdóttir leiðir messuna ásamt Nöndu Maríu. Altarisganga. Öll hjartanlega vel- komin. FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl. 11. Söngur, sögur, brúðuleikhús og fleira. Allir krakkar velkomnir! Almenn samkoma kl. 20. Athugið breyttan samkomutíma og að barnagæslan er komin í sumarfrí! Sig- rún Einarsdóttir predikar. Á samkomunni verður lofgjörð og niðurdýfingarskírn. Kaffi og samfélag eftir samkomu. GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Lena Rós Matthíasdóttir predik- ar og þjónar fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Kór Grafarvogskirkju syng- ur. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Aðalsafn- aðarfundur að lokinni guðsþjónustu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Sveinbjörn Bjarnason. HAFNARFJARÐARKIRKJA | 13. maí, 5. sd. e. páska. Bænadagur Þjóðkirkjunnar. Gengið á Helgafell. Ekið frá kirkjunni kl. 11.15, eftir stutta helgistund, sem hefst kl.11. Helgistundir við Fellið og í hlíðum þess sem prestar kirkjunnar leiða. Nesti snætt í boði kirkjunnar. Göngustjóri: Sig- urjón Pétursson, formaður sókn- arnefndar. Gönguklúbbur Kvenfélagsins verður með honum í fararbroddi. Farartími áætlaður um tveir tímar. Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Prestar: Prestar Hafnarfjarð- arkirkju. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur. Hafnarfjardarkirkja.is HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Bára Friðriksdóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni og messuþjónum. Hópur úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Hörður Áskels- son. Sögustund verður fyrir börnin. HÁTEIGSKIRKJA: | Messa kl. 11. Ung- lingakór Háteigskirkju syngur undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. Barnastarf á sama tíma undir stjórn Erlu Guðrúnar Arnmund- ardóttur og Þóru Marteinsdóttur. Veitingar eftir messu. Organisti Douglas Brotchie. Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA: | Hjallakirkja í Ölfusi. Messa 13. maí kl. 13.30. Fermd verður: Einey Ösp Gunnarsdóttir, Bjarnastöðum. HJALLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Sig- fús Kristjánsson þjónar. Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur predikar. Fé- lagar úr Kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). HJÁLPRÆÐISHERINN: | Samkoma sunnudag kl. 20. Umsjón: Elsabet Daní- elsdóttir. Heimilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Norsk 17. maí hátíð fimmtudag kl. 20. Opið hús daglega kl. 16-18 nema mánudaga. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Sunnudaginn 13. maí sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 17. Fjalar Freyr Einarsson talar. Allir eru hjartanlega vel- komnir. HÓLANESKIRKJA Á SKAGASTRÖND | Fermingarmessa 13. maí í Hólaneskirkju kl. 11. Prestur sr. Fjölnir Ásbjörnsson. Sjá fermingarbörn á mbl.is/fermingar Íslenska kirkjan í Lundúnum | Sunnudag- inn 13. maí nk. kl. 15 verður sérstök fjöl- skyldustund í Þýsku kirkjunni á Montpe- lier Place í Knightsbrige. Hafdís Huld Þrastardóttir mun frumflytja ásamt fleir- um nokkur lög, sem hún hefur sér- staklega samið fyrir sunnudagskólastarf. Á eftir stundinni er svo fjölskyldukaffi. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Fjölbreytt og skemmtilegt barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna. Halldóra Ásgeirs- dóttir kennir. Síðasta morgunsamvera vetrarins. Samkoma kl. 20 með mikilli lof- gjörð og fyrirbænum. Ólafur H Knútsson predikar. Fréttir frá Eþíópíu lesnar. Sam- koma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA: | Á uppstigning- ardag 17. maí verður myndlistarsýning listakonunnar Sossu opnuð. Dagskráin hefst með guðsþjónustu kl. 14 þar sem sr. Björn Jónsson þjónar fyrir altari og Eld- eyjarkórinn syngur. Dr. Gunnar Krist- jánsson flytur erindi um myndlist og trú. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: | Guðsþjónusta verður í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 13. maí kl. 11. Nú er barnastarfið komið í sumarfrí og verður því ekki sunnudaga- skóli. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. KFUM og KFUK: | Samkoma kl. 20. „Guð kallar Samúel“, ræðumaður er Ragnar Snær Karlsson, Keith Reed sér um tón- listina. Mikil lofgjörð og söngur. Samfélag og kaffi eftir samkomu. Verið öll velkom- in. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónakirkjan: | KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna Síðari Daga Heilögu, Mor- mónakirkjan Ásabraut 2, Garðabæ. Sunnudaga: 11.15 sakrament- issamkoma. 12.30 sunnudagaskóli. 13.20 prestdæmis- og líknarfélagsfundir. Þriðjudaga: 17.30 trúarskóli yngri, 18.00 ættfræðisafn opið, 18.30 unglingastarf, 20.00 trúarskóli eldri. Allir eru alltaf vel- komnir. www.mormonar.is KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Aðalsafnaðarfundur Kárs- nessóknar að guðsþjónustu lokinni. Bænastund þriðjudag kl. 12.10. Landsspítali háskólasjúkrahús: Foss- vogur | Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Kjart- an Örn Sigurbjörnsson, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: | Hátíðamessa og höklasýning kl. 11. Séra Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar ásamt sóknarpresti. Kammerkór Langholtskirkju syngur. Opnuð verður sýning á 10 höklum og altarisdúk sem Herder Andersson hef- ur saumað. Veitingar í hádeginu. Tón- leikar Kammerkórsins kl. 17 með mót- ettum e. Bach o. fl. LAUGARNESKIRKJA: | Messa með suð- rænu sniði kl. 20. Flutt verður Misa Cri- olla, Argentínsk messa. Sr. Hildur Eir Bolladóttir þjónar ásamt Sigurbirni Þor- kelssyni meðhjálpara, hljómsveit, kór Laugarneskirkju og tveimur einsöngv- urum. Stjórnandi Gunnar Gunnarsson. LÁGAFELLSKIRKJA: | Sumarhátíð barna- og æskulýðsstarfsins kl. 11. Stopp- leikhópurinn flytur leikritið Eldfærin. Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl 14. Ræðumaður Marteinn Magnússon. Karla- kórinn Stefnir syngur. Kirkjureið hesta- manna að Mosfellskirkju frá hesthúsa- hverfinu í Mosfellbæ kl. 13. Prestarnir. LINDASÓKN í Kópavogi: | Fjölskylduguðs- þjónusta í Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3, kl. 11. Allir velkomnir. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. sr. Sigurður Árni Þórðarson predikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í mess- unni en fara síðan í safnaðarheimilið. Kaffi og spjall í safnaðarheimilinu eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN |Messa á sunnu- dag kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Viða- mikill viðurgerningur að lokinni messu. SELFOSSKIRKJA: | Barna- og fjöl- skyldumessa kl. 11. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edítar Molnár. Hress- ing á eftir. Uppstigningardagur 17. maí kl. 11. Messa. Ágústa Skúladóttir, Kjartan T. Ólafsson, Hjörtur Þórarinsson og Ólafur Ólafsson lesa bænir og ritningarorð. Létt- ur hádegisverður á eftir. SELJAKIRKJA | Sunnudagur 13. maí. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli P. Bollason predikar. Kór kirkjunnar leiðir almennan söng. Organisti Jón Bjarnason. Sjá meira um starf kirkjunnar á seljakirkja.is SELTJARNARNESKIRKJA: | Guðsþjón- usta kl. 11. Kammerkór Seltjarnar- neskirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Pavel Manasek organista. Prestur er Sigurður Grétar Helgason. Að- alfundur Seltjarnarnessóknar verður hald- inn í safnaðarheimilinu eftir guðsþjón- ustuna, venjuleg aðalfundarstörf, verið velkomin. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa sunnu- dag 13. maí kl. 11. Sóknarprestur. VEGURINN kirkja fyrir þig | Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Lofgjörð, kennsla, ung- barnakirkja, barnakirkja, Skjaldberar og létt máltíð að samkomu lokinni. Kristín Magnúsdóttir kennir. Samkoma kl. 19, Lilja Ástvaldsdóttir predikar. Lofgjörð, fyr- irbænir og samfélag eftir samkomu í kaffi- sal. Allir hjartanlega velkomnir. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Guðsþjónusta nk. sunnudag kl. 13.30. Söngkór Hraungerðisprestakalls undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar leiðir al- mennan safnaðarsöng. Sr. Egill Hall- grímsson þjónar fyrir altari og predikar. Vænst er þátttöku fermingarbarna og að- standenda þeirra. Kristinn Ágúst Frið- finnsson. Eftir guðsþjónustuna verður að- alsafnaðarfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa í Vídal- ínskirkju. Sr. Þórhildur Ólafs predikar og þjónar fyrir altari ásamt Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna. Kór Vídalínskirkju leiðir lof- gjörðina undir stjórn Jóhanns Baldvins- sonar organista. Minnt er á skráningu í ferð eldri borgara á uppstigningardag í síma 565-6380. Guðspjall dagsins: Sending heilags anda. (Jóh. 16.) Morgunblaðið/Finnur Pétursson Hagakirkja á Barðaströnd. Helgiganga eftir kosningar frá Hafnarfjarðarkirkju Sunnudaginn 13. maí, daginn eftir alþingiskosningar, verður í staðinn fyrir árdegisguðsþjónustu kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju efnt til göngu upp á Helgafell, en þar fara fram stuttar helgistundir. Lagt verður af stað í bílum frá Hafnarfjarð- arkirkju eftir stutta bænastund þar kl. 11 og ekið að Helgafelli og síðan gengið upp á fjallið. Göngustjóri verður Sigurjón Pétursson, for- maður sóknarnefndar. Göngu- klúbbur Kvenfélags Hafnarfjarð- arkirkju verður með honum í fararbroddi. Lesið verður úr Fjall- ræðu Jesú í helgistundum við rætur Helgafells, í miðjum hlíðum og uppi á tindi þess, bænir lesnar og sálmar sungnir. Nesti verður snætt á Helgafelli í boði kirkjunnar áður en haldið verður niður fjallið og aftur til Hafnarfjarðarkirkju. Prestar Hafnarfjarðarkirkju munu leiða helgistundirnar en allt göngufólkið mun geta tekið virkan þátt í þeim. Þess er vænst að margir komi í þessa fjallgöngu upp á Helgafell og taki þátt í helgistundum þar á kom- andi sunndegi sem er bænadagur Þjóðkirkjunnar. Þaðan er gott að horfa vítt yfir eftir nýafstaðnar al- þingiskosningar og biðja fyrir framtíð lands og þjóðar í von og trú. Ferðatími er áætlaður um tveir tímar. Allir eru velkomnir í för. Gott væri þó að þeir sem hygðust koma í helgigönguna hefðu sam- band við kirkjuþjón, Jóhönnu Björnsdóttur, í síma 892-9510 eða 555-1295 og gerðu grein fyrir sér með einhverjum fyrirvara. Að kvöldið bænadags fer fram kvöld- messa í kirkjunni kl. 20. Þar mun hljómsveitin Gleðigjafar leika og syngja. Aðalsafnaðarfundur Grafarvogssóknar Að lokinni guðsþjónustu næstkom- andi sunnudag 13. maí verður hald- inn aðalsafnaðarfundur Graf- arvogssóknar. Guðsþjónustan er kl. 11 og mun séra Lena Rós Matthías- dóttir prédika og þjóna ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Að lokinni messu er boðið upp á súpu og brauð. Auk aðalfundarstarfa verður greint frá starfi Krakkakórs, Ung- lingakórs og Kirkjukórs. Fjallað verður um starf eldri borgara og æskulýðsstarfið, foreldramorgna, kyrrðarstundir og TTT-starfið. All- ir eru velkomnir á fundinn. Vortónleikar Kóra Grafarvogskirkju Næstkomandi sunnudag verða vor- tónleikar kóra Grafarvogskirkju. Dagskráin verður sem hér segir: Kór Grafarvogskirkju syngur. Stj.: Hilmar Örn Agnarsson. Krakkakór Grafarvogskirkju syngur. Stj.: Gróa Hreinsdóttir. Barna- og ung- lingakór Grafarvogskirkju flytur söngleikinn „Sekkur jörðin“ eftir John Hojbye. Stj.: Svava Kristín Ingólfsdóttir. Einsöngvari: Haf- steinn Þórólfsson. Aðgangur ókeypis. Vor í hjarta Kór Fella- og Hólakirkju heldur vortónleika í Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 20. Kórinn mun fagna vori með gleði og fjöri og syngur létta vorsöngva en auk þess flytur kórinn Messu í G- dúr eftir F. Schubert. Einsöngvarar koma allir úr röðum kórsins en þau eru Margrét Grétarsdóttir, Þórunn E. Pétursdóttir, Sólveig Sam- úelsdóttir, Sigmundur Jónsson, Stefán Sigurjónsson og Gunnar Jónsson. Peter Maté leikur undir á píanó. Stjórnandi er Lenka Má- téová. Eftir tónleikana verður boð- ið upp á kaffi og konfekt í safn- aðarheimili kirkjunnar. Verið innilega velkomin. Á uppstigning- ardag, fimmtudaginn 17. maí, verð- ur guðsþjónusta kl. 14 í Fella-og Hólakirkju. Guðsþjónustan er sér- staklega tileinkuð eldri borgurum. Dr. Einar Sigurbjörnsson prédik-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.