Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 66
66 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR/KIRKJUSTARF
ÁRBÆJARKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Leikhópurinn Perlan verður
með leiksýningu. Söngur og fræðsla. Eftir
stundina verður boðið upp á grillaðar pyls-
ur og meðlæti.
ÁSKIRKJA: | Messa kl. 14. Kór Áskirkju
syngur, organisti Kári Þormar. Kaffisopi í
safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Sóknarprestur.
ÁSTJARNARSÓKN: | Guðsþjónusta í sam-
komusal Hauka, Ásvöllum kl. 11. | Guðs-
þjónusta og gönguferð, kl. 13.
Lagt af stað frá samkomusal Hauka, Ás-
völlum, og haldið um Ástjörn og Ásfjall.
Klæðnaður eftir veðri.
BORGARNESKIRKJA: | Messa kl 14. Org-
anisti Steinunn Árnadóttir. Sóknarprestur
BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11.
Prestur sr. Gísli Jónasson. Félagar úr
Söngsveitinni Fílharmóníu leiða sönginn.
Organisti Magnús Ragnarsson. Hressing í
safnaðarsal eftir messuna.
BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa klukkan
11. Hópur ungmenna á aldrinum 15-18
ára úr Árbæjarkirkju kemur í barnamess-
una í Bústaðakirkju og sýnir þar dans.
Barnamessur eru skemmtilegar sam-
verustundir fyrir börnin, foreldrana, afana
og ömmurnar. Allir hjartanlega velkomnir.
BÚSTAÐAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Ólafur Skúlason biskup predikar. Pró-
fastur, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar
fyrir altari ásamt sóknarpresti, sr. Pálma
Matthíassyni, organisti Renata Ivan, kór
Bústaðakirkju syngur. Fermdur verður Arn-
þór Ingi Sverrisson, Búlandi 10, 108
Reykjavík. Messukaffi eftir messu.
DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti
Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju
A-hópur. Súpa í safnaðarsal eftir messu.
Sunnudagaskólaferð í Heiðmörk á sama
tíma. Lokin hjá sunnudagaskólanum. Að-
alsafnaðarfundur að messu lokinni.
www.digraneskirkja.is
DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson predikar, Dómkórinn
syngur, Marteinn Friðriksson leikur á org-
el. Engin barnastund á kirkjuloftinu en í
þess stað ferðalag með æskulýðs-
leiðtogum.
EGILSSTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 14 í
umsjá sr. Jóhönnu I. Sigmarsdóttur pró-
fasts. Kór eldri borgara leiðir sönginn.
Organisti Kristján Gissurarson. Eldri borg-
arar heiðursgestir – kirkjukaffi. 14. maí
(mánud.) Kyrrðarstund kl. 18.
EYRARBAKKAKIRKJA: | Messa 13/5 kl.
13. Ferming.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta
fellur niður í Fella- og Hólakirkju sunnu-
daginn 13. maí vegna vorferðar starfs-
fólks. Kirkjurnar í Breiðholti taka á móti
kirkjugestum Fella- og Hólakirkju.
FÍLADELFÍA: | English service at 12.30
pm. Everyone Welcome.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðum. Bob Condon frá Gateway Christi-
an Center í Boston. Gospelkór Fíladelfíu
leiðir söng Barnakirkja (1-13 ára) Allir vel-
komnir. Bein úts. á Lindinni og www.go-
spel.is Samkoma á Omega kl. 20. filadel-
fia@gospel.is
Laugardagurinn 12. maí: Maí samvera
Jesú Kvenna fellur niður vegna Nor-
egsferðar.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Fermingarguð-
sþjónusta kl. 13.30. Níu ungmenni verða
fermd. 50 ára fermingarafmælishópur
mætir til messunnar. Kór Fríkirkjunnar
leiðir söng undir stjórn Arnar Arnarsonar.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Samræðu-
hringmessa kl. 20. Í nándinni sitjum við
saman í hring, lesum og ræðum orð ritn-
ingarinnar, Pre 3:1-8, Gal 6:2-10 og Lúk
11:5-13. Komið með Biblíuna meðferðis.
Tónlistina leiðir Carl Möller, en Ása Björk
Ólafsdóttir leiðir messuna ásamt Nöndu
Maríu. Altarisganga. Öll hjartanlega vel-
komin.
FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl.
11. Söngur, sögur, brúðuleikhús og fleira.
Allir krakkar velkomnir! Almenn samkoma
kl. 20. Athugið breyttan samkomutíma og
að barnagæslan er komin í sumarfrí! Sig-
rún Einarsdóttir predikar. Á samkomunni
verður lofgjörð og niðurdýfingarskírn.
Kaffi og samfélag eftir samkomu.
GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Séra Lena Rós Matthíasdóttir predik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt séra Bjarna
Þór Bjarnasyni. Kór Grafarvogskirkju syng-
ur. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Aðalsafn-
aðarfundur að lokinni guðsþjónustu.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: |
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan
Ólafsson. Sr. Sveinbjörn Bjarnason.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | 13. maí, 5.
sd. e. páska. Bænadagur Þjóðkirkjunnar.
Gengið á Helgafell. Ekið frá kirkjunni kl.
11.15, eftir stutta helgistund, sem hefst
kl.11. Helgistundir við Fellið og í hlíðum
þess sem prestar kirkjunnar leiða. Nesti
snætt í boði kirkjunnar. Göngustjóri: Sig-
urjón Pétursson, formaður sókn-
arnefndar. Gönguklúbbur Kvenfélagsins
verður með honum í fararbroddi. Farartími
áætlaður um tveir tímar. Kvöldguðsþjón-
usta kl. 20. Prestar: Prestar Hafnarfjarð-
arkirkju. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og
syngur. Hafnarfjardarkirkja.is
HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr.
Bára Friðriksdóttir predikar og þjónar fyrir
altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni og
messuþjónum. Hópur úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur og leiðir almennan
safnaðarsöng. Organisti Hörður Áskels-
son. Sögustund verður fyrir börnin.
HÁTEIGSKIRKJA: | Messa kl. 11. Ung-
lingakór Háteigskirkju syngur undir stjórn
Þóru Marteinsdóttur. Barnastarf á sama
tíma undir stjórn Erlu Guðrúnar Arnmund-
ardóttur og Þóru Marteinsdóttur. Veitingar
eftir messu. Organisti Douglas Brotchie.
Helga Soffía Konráðsdóttir.
HJALLAKIRKJA: | Hjallakirkja í Ölfusi.
Messa 13. maí kl. 13.30.
Fermd verður: Einey Ösp Gunnarsdóttir,
Bjarnastöðum.
HJALLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Sig-
fús Kristjánsson þjónar. Þorgils Hlynur
Þorbergsson guðfræðingur predikar. Fé-
lagar úr Kór kirkjunnar syngja og leiða
safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sig-
urðsson. Við minnum á bæna- og kyrrð-
arstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á
www.hjallakirkja.is).
HJÁLPRÆÐISHERINN: | Samkoma
sunnudag kl. 20. Umsjón: Elsabet Daní-
elsdóttir. Heimilasamband fyrir konur
mánudag kl. 15. Norsk 17. maí hátíð
fimmtudag kl. 20. Opið hús daglega kl.
16-18 nema mánudaga.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: |
Sunnudaginn 13. maí sunnudagaskóli kl.
11. Almenn samkoma kl. 17. Fjalar Freyr
Einarsson talar. Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
HÓLANESKIRKJA Á SKAGASTRÖND |
Fermingarmessa 13. maí í Hólaneskirkju
kl. 11. Prestur sr. Fjölnir Ásbjörnsson. Sjá
fermingarbörn á mbl.is/fermingar
Íslenska kirkjan í Lundúnum | Sunnudag-
inn 13. maí nk. kl. 15 verður sérstök fjöl-
skyldustund í Þýsku kirkjunni á Montpe-
lier Place í Knightsbrige. Hafdís Huld
Þrastardóttir mun frumflytja ásamt fleir-
um nokkur lög, sem hún hefur sér-
staklega samið fyrir sunnudagskólastarf.
Á eftir stundinni er svo fjölskyldukaffi.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Fjölbreytt
og skemmtilegt barnastarf kl. 11.
Fræðsla fyrir fullorðna. Halldóra Ásgeirs-
dóttir kennir. Síðasta morgunsamvera
vetrarins. Samkoma kl. 20 með mikilli lof-
gjörð og fyrirbænum. Ólafur H Knútsson
predikar. Fréttir frá Eþíópíu lesnar. Sam-
koma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl. 20.
KEFLAVÍKURKIRKJA: | Á uppstigning-
ardag 17. maí verður myndlistarsýning
listakonunnar Sossu opnuð. Dagskráin
hefst með guðsþjónustu kl. 14 þar sem
sr. Björn Jónsson þjónar fyrir altari og Eld-
eyjarkórinn syngur. Dr. Gunnar Krist-
jánsson flytur erindi um myndlist og trú.
Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: | Guðsþjónusta
verður í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 13.
maí kl. 11. Nú er barnastarfið komið í
sumarfrí og verður því ekki sunnudaga-
skóli. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir
stjórn Hákonar Leifssonar. Prestur er sr.
Skúli S. Ólafsson.
KFUM og KFUK: | Samkoma kl. 20. „Guð
kallar Samúel“, ræðumaður er Ragnar
Snær Karlsson, Keith Reed sér um tón-
listina. Mikil lofgjörð og söngur. Samfélag
og kaffi eftir samkomu. Verið öll velkom-
in.
KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga
heilögu, Mormónakirkjan: | KIRKJA JESÚ
KRISTS Hinna Síðari Daga Heilögu, Mor-
mónakirkjan Ásabraut 2, Garðabæ.
Sunnudaga: 11.15 sakrament-
issamkoma. 12.30 sunnudagaskóli.
13.20 prestdæmis- og líknarfélagsfundir.
Þriðjudaga: 17.30 trúarskóli yngri, 18.00
ættfræðisafn opið, 18.30 unglingastarf,
20.00 trúarskóli eldri. Allir eru alltaf vel-
komnir. www.mormonar.is
KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir
altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju
syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti
Julian Hewlett. Aðalsafnaðarfundur Kárs-
nessóknar að guðsþjónustu lokinni.
Bænastund þriðjudag kl. 12.10.
Landsspítali háskólasjúkrahús: Foss-
vogur | Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Kjart-
an Örn Sigurbjörnsson, organisti Helgi
Bragason.
LANGHOLTSKIRKJA: | Hátíðamessa og
höklasýning kl. 11. Séra Kristján Valur
Ingólfsson predikar og þjónar ásamt
sóknarpresti. Kammerkór Langholtskirkju
syngur. Opnuð verður sýning á 10 höklum
og altarisdúk sem Herder Andersson hef-
ur saumað. Veitingar í hádeginu. Tón-
leikar Kammerkórsins kl. 17 með mót-
ettum e. Bach o. fl.
LAUGARNESKIRKJA: | Messa með suð-
rænu sniði kl. 20. Flutt verður Misa Cri-
olla, Argentínsk messa. Sr. Hildur Eir
Bolladóttir þjónar ásamt Sigurbirni Þor-
kelssyni meðhjálpara, hljómsveit, kór
Laugarneskirkju og tveimur einsöngv-
urum. Stjórnandi Gunnar Gunnarsson.
LÁGAFELLSKIRKJA: | Sumarhátíð barna-
og æskulýðsstarfsins kl. 11. Stopp-
leikhópurinn flytur leikritið Eldfærin.
Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl 14.
Ræðumaður Marteinn Magnússon. Karla-
kórinn Stefnir syngur. Kirkjureið hesta-
manna að Mosfellskirkju frá hesthúsa-
hverfinu í Mosfellbæ kl. 13. Prestarnir.
LINDASÓKN í Kópavogi: | Fjölskylduguðs-
þjónusta í Safnaðarheimili Lindasóknar,
Uppsölum 3, kl. 11. Allir velkomnir.
NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl.
11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn-
aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls-
son. sr. Sigurður Árni Þórðarson predikar
og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í mess-
unni en fara síðan í safnaðarheimilið.
Kaffi og spjall í safnaðarheimilinu eftir
messu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN |Messa á sunnu-
dag kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Viða-
mikill viðurgerningur að lokinni messu.
SELFOSSKIRKJA: | Barna- og fjöl-
skyldumessa kl. 11. Barnakór kirkjunnar
syngur undir stjórn Edítar Molnár. Hress-
ing á eftir. Uppstigningardagur 17. maí kl.
11. Messa. Ágústa Skúladóttir, Kjartan T.
Ólafsson, Hjörtur Þórarinsson og Ólafur
Ólafsson lesa bænir og ritningarorð. Létt-
ur hádegisverður á eftir.
SELJAKIRKJA | Sunnudagur 13. maí.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli P. Bollason
predikar. Kór kirkjunnar leiðir almennan
söng. Organisti Jón Bjarnason. Sjá meira
um starf kirkjunnar á seljakirkja.is
SELTJARNARNESKIRKJA: | Guðsþjón-
usta kl. 11. Kammerkór Seltjarnar-
neskirkju leiðir almennan safnaðarsöng
undir stjórn Pavel Manasek organista.
Prestur er Sigurður Grétar Helgason. Að-
alfundur Seltjarnarnessóknar verður hald-
inn í safnaðarheimilinu eftir guðsþjón-
ustuna, venjuleg aðalfundarstörf, verið
velkomin.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa sunnu-
dag 13. maí kl. 11. Sóknarprestur.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Fjölskyldu-
samkoma kl. 11. Lofgjörð, kennsla, ung-
barnakirkja, barnakirkja, Skjaldberar og
létt máltíð að samkomu lokinni. Kristín
Magnúsdóttir kennir. Samkoma kl. 19,
Lilja Ástvaldsdóttir predikar. Lofgjörð, fyr-
irbænir og samfélag eftir samkomu í kaffi-
sal. Allir hjartanlega velkomnir.
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa |
Guðsþjónusta nk. sunnudag kl. 13.30.
Söngkór Hraungerðisprestakalls undir
stjórn Inga Heiðmars Jónssonar leiðir al-
mennan safnaðarsöng. Sr. Egill Hall-
grímsson þjónar fyrir altari og predikar.
Vænst er þátttöku fermingarbarna og að-
standenda þeirra. Kristinn Ágúst Frið-
finnsson. Eftir guðsþjónustuna verður að-
alsafnaðarfundur. Dagskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf.
VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa í Vídal-
ínskirkju. Sr. Þórhildur Ólafs predikar og
þjónar fyrir altari ásamt Nönnu Guðrúnu
Zoëga djákna. Kór Vídalínskirkju leiðir lof-
gjörðina undir stjórn Jóhanns Baldvins-
sonar organista. Minnt er á skráningu í
ferð eldri borgara á uppstigningardag í
síma 565-6380.
Guðspjall dagsins:
Sending heilags anda.
(Jóh. 16.)
Morgunblaðið/Finnur Pétursson
Hagakirkja á Barðaströnd.
Helgiganga eftir
kosningar frá
Hafnarfjarðarkirkju
Sunnudaginn 13. maí, daginn eftir
alþingiskosningar, verður í staðinn
fyrir árdegisguðsþjónustu kl. 11 í
Hafnarfjarðarkirkju efnt til göngu
upp á Helgafell, en þar fara fram
stuttar helgistundir. Lagt verður af
stað í bílum frá Hafnarfjarð-
arkirkju eftir stutta bænastund þar
kl. 11 og ekið að Helgafelli og síðan
gengið upp á fjallið. Göngustjóri
verður Sigurjón Pétursson, for-
maður sóknarnefndar. Göngu-
klúbbur Kvenfélags Hafnarfjarð-
arkirkju verður með honum í
fararbroddi. Lesið verður úr Fjall-
ræðu Jesú í helgistundum við rætur
Helgafells, í miðjum hlíðum og uppi
á tindi þess, bænir lesnar og sálmar
sungnir. Nesti verður snætt á
Helgafelli í boði kirkjunnar áður en
haldið verður niður fjallið og aftur
til Hafnarfjarðarkirkju. Prestar
Hafnarfjarðarkirkju munu leiða
helgistundirnar en allt göngufólkið
mun geta tekið virkan þátt í þeim.
Þess er vænst að margir komi í
þessa fjallgöngu upp á Helgafell og
taki þátt í helgistundum þar á kom-
andi sunndegi sem er bænadagur
Þjóðkirkjunnar. Þaðan er gott að
horfa vítt yfir eftir nýafstaðnar al-
þingiskosningar og biðja fyrir
framtíð lands og þjóðar í von og
trú. Ferðatími er áætlaður um tveir
tímar. Allir eru velkomnir í för.
Gott væri þó að þeir sem hygðust
koma í helgigönguna hefðu sam-
band við kirkjuþjón, Jóhönnu
Björnsdóttur, í síma 892-9510 eða
555-1295 og gerðu grein fyrir sér
með einhverjum fyrirvara. Að
kvöldið bænadags fer fram kvöld-
messa í kirkjunni kl. 20. Þar mun
hljómsveitin Gleðigjafar leika og
syngja.
Aðalsafnaðarfundur
Grafarvogssóknar
Að lokinni guðsþjónustu næstkom-
andi sunnudag 13. maí verður hald-
inn aðalsafnaðarfundur Graf-
arvogssóknar. Guðsþjónustan er kl.
11 og mun séra Lena Rós Matthías-
dóttir prédika og þjóna ásamt séra
Bjarna Þór Bjarnasyni. Að lokinni
messu er boðið upp á súpu og
brauð.
Auk aðalfundarstarfa verður
greint frá starfi Krakkakórs, Ung-
lingakórs og Kirkjukórs. Fjallað
verður um starf eldri borgara og
æskulýðsstarfið, foreldramorgna,
kyrrðarstundir og TTT-starfið. All-
ir eru velkomnir á fundinn.
Vortónleikar Kóra
Grafarvogskirkju
Næstkomandi sunnudag verða vor-
tónleikar kóra Grafarvogskirkju.
Dagskráin verður sem hér segir:
Kór Grafarvogskirkju syngur. Stj.:
Hilmar Örn Agnarsson. Krakkakór
Grafarvogskirkju syngur. Stj.:
Gróa Hreinsdóttir. Barna- og ung-
lingakór Grafarvogskirkju flytur
söngleikinn „Sekkur jörðin“ eftir
John Hojbye. Stj.: Svava Kristín
Ingólfsdóttir. Einsöngvari: Haf-
steinn Þórólfsson. Aðgangur
ókeypis.
Vor í hjarta
Kór Fella- og Hólakirkju heldur
vortónleika í Fella- og Hólakirkju
miðvikudaginn 16. maí kl. 20.
Kórinn mun fagna vori með gleði
og fjöri og syngur létta vorsöngva
en auk þess flytur kórinn Messu í G-
dúr eftir F. Schubert. Einsöngvarar
koma allir úr röðum kórsins en þau
eru Margrét Grétarsdóttir, Þórunn
E. Pétursdóttir, Sólveig Sam-
úelsdóttir, Sigmundur Jónsson,
Stefán Sigurjónsson og Gunnar
Jónsson. Peter Maté leikur undir á
píanó. Stjórnandi er Lenka Má-
téová. Eftir tónleikana verður boð-
ið upp á kaffi og konfekt í safn-
aðarheimili kirkjunnar. Verið
innilega velkomin. Á uppstigning-
ardag, fimmtudaginn 17. maí, verð-
ur guðsþjónusta kl. 14 í Fella-og
Hólakirkju. Guðsþjónustan er sér-
staklega tileinkuð eldri borgurum.
Dr. Einar Sigurbjörnsson prédik-