Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 12.05.2007, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 75 færir Stuðmönnum og Sálinni innilegar þakkir fyrir frábæra tónleika í Cirkusbygningen á síðasta vetrardag. Einnig færum við þeim Valgeiri Guðjónssyni, Björgvini Halldórssyni og Eyjólfi Kristjánssyni sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag til tónleikanna. Við þökkum öllum þeim 1.129 gestum sem sóttu tónleikana fyrir frábærar viðtökur. Ljósmyndir frá kvöldinu má skoða á heimasíðu okkar. Starfsfólki Icelandair í Reykjavík og Kaupmannahöfn þökkum við einstaklega gott samstarf. Sjáumst á ný í Kaupmannahöfn 30. apríl 2008! Egill, Björgvin og Valgeir í stuðiTroðfullur salur af prúðbúnum tónleikagestum Stuðmenn og Sálin í Kaupmannahöfn 18. apríl 2007 Hótelbókanir í Kaupmannahöfn www.kaupmannahofn.dk Bókið hótelin hjá okkur Hagstæðasta verðið á bestu hótelum Kaupmannahafnar. hotel@kaupmannahofn.dk - www.kaupmannahofn.dk L jó s m . S ig u rj ó n R a g n a r Nú að undanúrslitum loknummá spyrja hvað tekur viðþað sem eftir er dvalar- innar í Helsinki. Keppendur yfir- gefa svæðið ekki fyrr en á morg- un, hvort sem þeir taka lagið í kvöld eður ei. Hið sama gildir um íslenska hópinn. Allt í einu er næg- ur tími fyrir höndum, þétt skipulag síðastliðinnar viku hefur runnið sitt skeið. Eiríkur og félagar hafa hingað til ekki náð að skoða borg- ina. Dagarnir voru þó að mestu óráðnir er blaðakona náði af þeim tali.    Misjafnar undirtektir eru viðniðurstöðu fimmtudags- kvöldsins meðal gesta og íbúa í Helsinki. Allnokkrir segja nauð- synlegt að hafa fleiri en eina und- ankeppni að ári. Austur og vestur segja sumir, aðrir telja keppnina einfaldlega hafa verið of langa. Vonbrigða hefur gætt í Finnlandi með að Eiríkur kæmist ekki áfram og enginn botnar í hvað varð An- dorra að falli. Ánægja ríkir hins vegar með aðstandendur keppn- innar. Stoltir Finnar hafa ákveðið að demba sér í Evróvisjóngleðina af fullum krafti. Miðborg Helsinki var í gær troðin af fólki, annað eins mannhaf er sjaldséð hér um slóðir. Aleksanterinkatu, sem er eins konar Laugavegur Hels- inkibúa, tengir tvö tónleikasvið þar sem lands- og jafnvel heims- þekktir hæfileikamenn á borð við 22 Pistepirkko og M.A. Numminen troða upp.    Lífið heldur áfram og einnigEvróvisjón. Herlegheitin í kvöld hefjast þar sem þau enduðu í Aþenu, Lordi stígur á svið. Afar spennandi verður einnig að sjá at- riði sellótríósins Apocalyptica í miðri útsendingunni. Söngva- keppnin sjálf hefst svo á framlagi Bosníu og Herzegóvínu. Falleg kona í fallegum kjól syngur fallegt lag sem hljómar eins og langur millikafli. Svipað má segja um Armeníu og Litháen, lögin sitja ekki, jafnvel ekki í þeim sem hafa kynnt sér málin og hlustað nokkr- um sinnum. Tvö strákagengi eru í keppninni. Hvítklæddir súkku- laðidrengir frá Spáni stíga dans og bak við stóra trommu á sviðinu dansar hvítklædd stúlka með kjuða í höndum. Um lettneska framlagið mætti segja að Backstreet Boys hafi vaxið úr grasi og byrjað að syngja Andrea Bocelli með pípu- hatt á höfði. Grikkir senda Tyrkj- um keppinaut í danspoppi, en þeir sem kjósa heldur sætar stelpur með kisuaugu er bent á að fylgjast með rússneska tríóinu Serebro. Þær eiga reyndar hrós skilið fyrir að vera ekki of léttklæddar, en hárbeittir Finnarnir hafa gert gys að fjölda hálfnaktra kvenkyns keppenda.    Af þeim sem ekki tóku þátt íundankeppninni eru sér á báti Írar með fullhæga þjóðlagatónlist, Þjóðverjinn Roger Cicero í svings- veiflu og Bretar sem eru í flug- vélaleik. Finnar og Svíar eru held- ur ekki með beinan keppinaut hvað tónlistarstefnu varðar, helst þá að þeir keppi hvorir við aðra. Hanna Pakarinen er glæsileg á sviðinu og þykir sýnt að finnsku tæknimennirnir hafi vandað verk sitt sérstaklega.    Halastjarna kvöldsins er þóóumdeilanlega hin silfur- klædda Verka Serduchka. Úkra- ínski klæðskiptingurinn dansar kostulegan dans undir harmóníku- leik og hvetur áhorfendur til að dansa með. Verka syngur á þýsku, ensku og úkraínsku, berandi stjörnu á höfði og risastór sólgler- augu. Umdeild í heimalandinu, en hér í Helsinki; bætir, hressir og kætir. Helsinki, tólf stig Morgunblaðið/Eggert Hressandi „Úkraínski klæðskiptingurinn dansar kostulegan dans undir harmóníkuleik og hvetur áhorfendur til að dansa með. “ FRÁ HELSINKI Halldóra Þórsdóttir halldt@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.