Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 77

Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 77 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ var ekki laust við að hjartað tæki nokkur aukaslög þegar Ris- essan gekk til móts við mig á Frí- kirkjuvegi í gærmorgun. „Risastór Björk Guðmundsdóttir,“ var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég leit þessa trébrúðu augum sem kom hingað til lands til að bjarga okkur frá reiða risanum föður sínum sem hefur látið öllum illum látum í borg- inni síðan hann var vakinn af mörg hundruð ára dvala sínum. Miðbær höfuðborgarinnar iðaði af lífi þegar Risessan vaknaði við Hljómskálann og hóf göngu sína, hundruð skóla- barna störðu agndofa á þetta fyr- irbæri sem franska götuleikhúsið Royal de Luxe færir okkur í tilefni Listahátíðar í Reykjavík og frönsku menningarveislunnar Pourquoi Pas? En það voru ekki aðeins börnin sem glöddust því fullorðnir brostu líka sínu breiðasta enda ekki ástæða til annars þegar slíkur menningar- viðburður gengur um götur, svo spillti veðrið ekki fyrir. Blundaði við Hallgrímskirkju Heil hljómsveit í vagni fylgdi Ris- essunni í upphafi og ýtti undir stemninguna, fyrir framan Mennta- skólann í Reykjavík varð Risessan undrandi er hún leit eitt skemmd- arverk föður síns augum; stræt- isvagn klofinn með hníf sem stóð í sárinu, við Dómkirkjuna stoppaði hún til að skvetta úr skjóðunni og hélt svo sem leið lá að gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis þar sem hún var klædd í húfu og hlífðargleraugu og steig á hlaupa- bretti sem hún renndi sér á að Gróf- inni þar sem hún skoðaði goshver sem hafði sprungið upp úr malbik- inu. Á Lækjartorgi lék hún sér að- eins við börnin og settist síðan á bíl sem bar hana upp að Hallgríms- kirkju þar sem hún fékk sér hádeg- isblund en hélt síðan áfram að leita föður síns í miðborginni og endaði á hafnarbakkanum þaðan sem hún hefur ferðina í dag. Í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni sagði leikstjóri Royal de Lux, Jean Luc Courcoult, að hann vildi að íslenskir áhorfendur fyndu ástríðu og hamingju í hjörtum sér þegar þeir fylgdust með sögu Ris- essunnar. Ég er ekki frá því að það hafi ræst í gær enda mikil karnival- stemning í miðbænum sem gat ekki annað en brætt hrímið af vetr- arhjörtum Íslendinga. Þeir sem misstu af ferðum Risess- unnar í gær geta fylgst með henni í dag þegar hún hittir Risann föður sinn og lokkar hann að hafnarbakk- anum til að bjarga Reykjavík frá frekari eyðileggingu. Í sól og sumaryl hóf Risessan ferð sína um miðborgina í gær Risessan vakti undrun og hamingju Gleði Kát börn á öllum aldri fylgdu Risessunni eftir um borgina. Morgunblaðið/G.Rúnar Uppgefin Risessan fékk sér hádegisblund við Hallgrímskirkju. ' ( ) ( *  + , +  + , + +  + , + ' / 0 ( 1 . + *  + , +  * 2 1  3 * + ( , C! ! '               $     %          &'( "            )               *+  -  *+  ( -  .    ( $         *+ - )+   +       &  0 +   +                 " + 11 0 )+   2   ( -         "+( 30              )+ ( - 0 ) + -  ( $       "     0 "       ) 0 0 4        ,0 )3 (    ) 4     * + -        9#, B M 5G$   G $    ** B 6**M$ # # M    *%   0 &$  & +  (  E  "   <#8% B    )  /          ! " #  $ % 5      %      &'( "                -  *+  (-  .    ( $        *+  )+ /$  +                 "  1  0 )+          " +( 3   0     ) 0 0 4         ,0 ) +    3  0     5 -+ ) + $      )3 (          ) 1      0    4                   1 *    0        "  0*      0    %    &   + +    0    ($0      0    "  6         0    "       0                        %         ) -    /     *   2    ( -  "-$ )+$  *  + -       0 &$ !$ % M   **M <$  $   $ //  "   <#( $ 0*' &?  &

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.