Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 78

Morgunblaðið - 12.05.2007, Page 78
78 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir ÍSLEN SKT TAL It’s a Boy Girl Thing kl. 3 - 5.50 - 8 - 10.10 Spider Man 3 kl. 2.30 - 5.30 - 8.30 - 11.20 B.i. 10 Pathfinder kl. 8 B.i. 16 Inland Empier kl. 2.30 - 5.45 - 9 B.i. 16 The Hills Have Eyes 2 kl. 10.15 B.i. 18 Úti er Ævin... m/ísl. tali kl. 3 - 6 FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS STURLAÐ STÓRVELDI NÝJASTA ÞREKVIRKIÐ FRÁ MEISTARA DAVID LYNCH. eeee „Marglaga listaverk... Laura Dern er mögnuð!“  K.H.H, FBL eeee „Knýjandi og áhrifaríkt verk!”  H.J., MBL eeee  L.I.B., TOPP5.IS NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKU VÍKINGANA LIFIR GÓÐU LÍFI Í ÞESSARI KYNGIMÖGNUÐU HASARMYND! Í KJÖLFAR 300 KEMUR PATHFINDER TVEIR HEIMAR EITT STRÍÐ LOKAORUSTAN ER HAFIN! Stranglega bönnuð innan 18 ára! eee EMIPIRE It’s a Boy Girl Thing kl. 4 - 8 - 10 Spider Man 3 kl. 2 - 5 - 8 - 10.40 B.i. 10 ára Next kl. 6 B.i. 14 ára Úti er Ævint... m/ísl.tali kl. 2 - 450 kr. B.i. 14 ára eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST It’s a Boy Girl Thing kl. 1.30 - 3.45 - 5.50 - 8 -10.10 Spider Man 3 kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára Spider Man 3 LÚXUS kl. 2 - 5 - 8 - 11 Next kl. 5.45 B.i. 14 ára Pathfinder kl. 8 - 10.15 B.i. 16 ára The Hills Have Eyes 2 kl. 10.30 B.i. 18 ára Perfect Stranger kl. 5.30 - 8 B.i. 16 ára TMNT kl. 1.30 - 3.30 B.i. 7 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 2 - 3.45 Þau skipta óvart um líkama og nota tækifærið til að hefna sín á hvort öðru! Frábær gamanmynd um strák og stelpu og stelpu og strák! Með Samaire Armstrong úr O.C. og Kevin Zegers úr Dawn of the Dead Hann reynir að komast úr nærbuxunum hennar... ekki í þær! kevin zegres samaire armstong sharon osbpurne * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * 20.000 MANNS Á AÐEINS 8 DÖGUM! Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÞAÐ VAR mikil gleði í Hartwall- höllinni í Helsinki og líka sorg og beiskja. Þær þjóðir sem komust áfram fögnuðu en margar þeirra sem sátu eftir tóku ósigrinum illa og óíþrótta- mannslega. Skemmtileg þversögn kom í ljós í spjalli við danska söngvarann Peter Andersen í Politiken í gær, þar sem hann bar sig mannalega þrátt fyr- ir ósigurinn. Í spjallinu ber meðal ann- ars á góma að hugsanlega væri rétt að skipta keppninni upp landfræðilega, en síðan þegar hann er spurður að því hvaða lög honum hugnist best nefnir hann Úkraínu, Serbíu og Hvíta- Rússland – allt Austurevrópulönd. Sitthvað söngur og söngur Metfjöldi landa tók þátt í und- ankeppninni, 28 lönd alls, og komust tíu áfram. Af þeim voru níu frá Austur- Evrópu, en Tyrklandi verður seint tal- ið til Austur Evrópu þó það sé vissu- lega austan við Dóná. Ekki frekar en Ísrael eða Malta. Ekki verður annað sagt en að löndin sem komust áfram hafi öll náð þangað fyrir eigin verðleika, þ.e. ef keppnin miðast á annað borð við að besta lagið og það sem best er flutt komist í úrslit- in. Lag Dana var þannig til dæmis skelfilega sungið, þó flutningurinn hafi verið í lagi að öðru leyti. Aftur á móti sýndi Eiríkur Hauksson og sannaði að hann er rokksöngvari af guðs náð, en flutningurinn óttalega hallærislegur með fjóra gítar- og bassaleikara sem hömuðust í takt – samhæft sund víkur fyrir samhæfðum loftgítar þar sem all- ir eru að pósa og enginn að spila. Önnur lönd sem ekki komust áfram voru lítið betri – sjá til að mynda „Austanblokkarríkið“ Pólland sem setti Evrópumet í smekkleysu. Hugs- anlega felst þar skýring á því af hverju þær tvær milljónir Pólverja sem flust hafa til Englands greiddu sínum mönnum ekki atkvæði. Löndin sem komust á fram voru annars Hvíta-Rússland, Makedónía, Slóvenía, Ungverjaland, Georgía, Lett- land, Serbía, Búlgaría, Tyrkland og Moldóva. Þau eru eiginlega öll vel að því komin að hafa komist áfram, sér- staklega Búlgaría, Serbía og Hvíta- Rússland, en flestir spá því líka að þau séu líkleg til að lenda ofarlega í loka- keppninni. Serbneska lagið nýtur þess hugsanlega best að hafa fengið að heyrast tvívegis, seinteknara lag til að mynda en það búlgarska. Mestar líkur á sigri Úkraínu Í úrslitum hitta þessi lönd fyrir Bosníu-Herzegóvínu, Spán, Írland, Finnland, Litháen, Grikkland, Svíþjóð, Frakkland, Rússland, Þýskaland, Úkraína, Bretland, Rúmenía og Ar- menía. Mjög er misjafnt hverju menn spá um úrslitin, enda keppnin óvenju fjölbreytt að þessu sinni, en þó óhætt að spá því að Úkraína eigi eftir að vekja verulega athygli sem dugað gæti til sigurs. Serbía kemst eflaust langt á söngkonunni og Hvíta-Rússland gæti líka komist nálægt toppnum, en þó varla á hann. Á vefsetri helsta veðbankans á þessu sviði eru líkurnar svo, fimm efstu: Úkraína 5 á móti 2, Lettland 4 á móti 1, Serbía 11 á móti 2, Hvíta-Rússland 11 á móti 2 og Svíþjóð 10 á móti 1. Á botn- inum eru svo Frakkland með 66 á móti 1, Spánn og Armenía með 80 á móti 1, Bosnía-Herzegóvína með 100 á móti 1 og Litháen með 150 á móti 1.Reuters Allir að pósa – enginn að spila Partí Pólska sveitin The Jet Set setur Evrópumet í smekkleysu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.