Morgunblaðið - 04.06.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.06.2007, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BÓKAÚTGÁFAN Hólar hefur sent frá sér bókina Nýjar sög- ur og sagnir úr Vestmanna- eyjum og er hún eftir hinn kunna húmorista og sagnaþul Sigurgeir Jónsson. Bókin hef- ur að geyma 150 gamansögur af Eyjamönnum og eru margir kallaðir til. Sem dæmi um sög- ur má nefna þegar Guðjón lík- kistusmiður á Oddsstöðum slær máli á látna og lifandi, Mundi í Draumbæ ekur með prestsfrúna og fleira drasl og góðtemplarinn Tóti í Berjanesi fær sér einn lítinn. Um þetta fólk og fleira er fjallað í bók- inni sem er 96 blaðsíður. Bækur Gamansögur af Eyjamönnum Eyjasögur ÍSLENSKI bærinn og Hleðsluskólinn standa fyrir tveggja daga námskeiði í hefð- bundinni íslenskri hleðslu- tækni um næstu helgi. Nám- skeiðið fer fram á torfbænum að Austur-Meðalholtum í Flóa og í nágrenni hans. Leiðbein- endur verða Víglundur Krist- jánsson fornhleðslumeistari og Hannes Lárusson myndlistar- maður. Námskeiðsgjald er 20.000 kr. og hádegismatur og kaffi er innifalið. Þeir sem ljúka námskeiðinu fá viðurkenningu Hleðsluskólans. Skráning og nánari upplýsingar á www.islenskibaerinn.com og í síma 694-8108. Námskeið Hefðbundin íslensk hleðslutækni kennd Hannes Lárusson LISTAHÁTÍÐIN Bjartir dag- ar heldur áfram í Hafnarfirði í kvöld. Kl. 20 heldur Gafl- arakórinn, kór eldri borgara, tónleika í Víðistaðakirkju. Kór- inn syngur lög um vorið og sumarið. Kórstjóri er Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir og undir- leikari er Sóley Stefánsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Á sama tíma hefst hverfafundur með bæjarstjóra í Hvaleyrarskóla fyrir íbúa á Holtinu og í Suðurbæ. Þá verður hald- ið Geimverukvöld með Magnúsi Skarphéðinssyni í Gamla bókasafninu. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur og er opið frá kl. 19.30 til 23. Hátíð Nóg um að vera á Björtum dögum Magnús Skarphéðinsson BÍTILLINN Paul McCartney gefur út sína 21. sólóplötu í dag, en platan nefnist Memory Almost Full. Um er að ræða fyrstu plötuna sem hann gefur út hjá útgáfufyrirtækinu Hear Music, sem er í eigu kaffihúsakeðj- unnar Starbucks og plötufyrirtæk- isins Concord Music Group. Að venju sem- ur Paul McCartn- ey öll lög og texta og spilar auk þess á nánast öll hljóðfæri á plöt- unni sjálfur. Þeir Paul „Wix“ Wick- ens (hljómborð), Rusty Anderson (gítar), Brian Ray (bassi) og Abe Laboriel Jr. (trommur) aðstoða hann þó í sex lögum á plötunni. Upptökustjórn var í höndum David Kahne, en upptökur hófust í október 2003 og lauk í febrúar á þessu ári. „Ég hóf vinnu við þessa plötu áður en ég byrjaði að vinna við síðustu plötuna mína, Chaos And Creation In The Backyard sem kom út í sept- ember árið 2005,“ segir McCartney. „Þetta er að vissu leyti mjög per- sónuleg plata og hún er að stórum hluta byggð á minningum mínum, til dæmis minningum frá því ég var lít- ill drengur í Liverpool og frá löngu liðnum sumrum. Platan er því full af tilfinningu, en hún er líka rokkuð þannig að ég get ekki lýst henni í einni setningu,“ segir Bítillinn. „Fyrsta lagið á plötunni heitir „Dance Tonight“. Nýlega fékk ég mér mandólín og lagið varð til þegar ég var að leika mér með það. Fyrir nokkrum vikum gerðum við svo myndband við lagið sem var mjög skemmtilegt. Leikstjóri þess er Michel Gondry sem gerði Eternal Sunshine Of The Spotless Mind og Natalie Portman og Mackenzie Crook eru í aðalhlutverkum. Ég ætla ekki að segja um hvað það snýst, þið verðið bara að sjá það.“ Minningar Memory Almost Full. McCartney með nýja plötu Segir að um persónu- lega plötu sé að ræða Paul McCartney HINN umdeildi bandaríski ljós- myndari Spencer Tunick var að störfum í Amsterdam í Hollandi um helgina. Þar sátu tvö þúsund nakt- ar manneskjur fyrir á myndum og röðuðu fyrirsæturnar sér meðal annars á brýr yfir síki í borginni. Tunick er þekktur fyrir fjölda- myndir sínar af nöktu fólki á al- mannafæri víðs vegar í heiminum. Flesta í einu myndaði hann í Mexíkóborg í síðasta mánuði, alls 18.000 manns. Spencer Tunick í Amsterdam Reuters Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Á NÝAFSTAÐINNI kvik- myndahátíð í Cannes var kynnt stefnuyfirlýsing evrópskra handrits- höfunda þar sem ýmsum viðteknum venjum varðandi hlutskipti handrits- höfunda í kvik- myndagerð og í umfjöllun um hana er nánast sagt stríð á hend- ur. Í yfirlýsing- unni er „handa- hófskenndri notkun“ svokall- aðrar eignakenn- ingar kvikmynda harðlega mót- mælt. Þar er átt við það þegar kvikmyndir eru sagðar „eftir“ tiltekna leikstjóra. Í stefnu- yfirlýsingunni eða ávarpinu er þann- ig áréttað að handritshöfundur sé höfundur kvikmyndaverks og að virða beri rétt hans sem slíks. Standa höllum fæti „Handritshöfundaávarpið varð upphaflega til innan Evrópusamtaka handritshöfunda, FSE, sem stofnuð voru árið 2001 og eru aðildarfélögin nú yfir tuttugu með um 9 þúsund meðlimi,“ segir Sveinbjörn I. Bald- vinsson, varaformaður samtakanna og fulltrúi Félags leikskálda og hand- ritshöfunda á Íslandi. „Ávarpið hefur raunar þegar vakið athygli meðal höfunda og annarra kvikmyndagerð- armanna víða um heim, en auk undir- skrifta fulltrúa aðildarfélaga FSE skipta undirskriftir einstakra höf- unda nú þegar þúsundum.“ Hann segir að unnið hafi verið að samningu ávarpsins í París á liðnu hausti, en í nóvember hafi 125 evr- ópskir handritshöfundar samþykkt stefnuyfirlýsinguna, auk allra full- trúa á árlegum aðalfundi FSE, og formleg kynning hafi ekki átt sér stað fyrr en núna um daginn. „Útgangspunktur okkar er sá að handritshöfundar standa iðulega höllum fæti í samskiptum sínum við framleiðendur og aðra sem að málum koma varðandi þeirra vinnu. Vinna handritshföunda er oft býsna lítils metin og takmörkuð virðing borin fyrir þeim og þeirra fagi. Það er kannski af þeirri ástæðu sem þessi stefnuyfirlýsing verður til.“ Í yfirlýsingunni segir að sagna- menn nútímans séu handritshöf- undar. Sveinbjörn segir þetta blasa við þegar litið sé til útbreiðslu og áhrifamáttar kvikmynda og sjón- varpsefnis. Það skjóti því skökku við að sjaldan sé um þá fjallað, þeir hafi takmarkað að segja um þróun verks- ins eftir að hafa lokið sínu starfi og auðvitað sé allur gangur á því hvern- ig greitt sé fyrir það. Röddin heyrist í Brussel „Þetta eru fyrst og fremst við- brögð við þessu ástandi,“ segir hann. „Það er ánægjulegt fyrir FSE að finna hversu eindreginn stuðningur er við yfirlýsinguna og það langt út fyrir okkar raðir. Einn sá fyrsti sem hafði hreinlega samband til að óska eftir að fá að skrifa undir þetta var til dæmis Guillermo Arriaga frá Mexíkó, sem skrifaði m.a. handritin að Amores Perros, 21 Grams og Babel.“ Sveinbjörn segir það mismunandi eftir löndum hver sé lagaleg staða handritshöfunda. „Þess vegna vilj- um við ítreka að handritshöfundur er höfundur kvikmyndar – ekki sá eini – en hann er sannarlega höfundur kvikmyndaverks. Og í því samhengi hefur það farið í taugarnar á hand- ritshöfundum að kvikmyndir séu sí- fellt kenndar við leikstjóra, óháð því hversu mikinn þátt hann átti í frum- sköpun verksins. Í allri umfjöllun um kvikmyndir eru þær oftast kenndar við leikstjóra og stöku sinnum nefnt hverjir leika, en sjaldan eða aldrei getið um handritshöfunda. Þetta myndi ekki þykja eðlilegt í leikhúsi.“ Evrópusamtök handrithöfunda eru stofnuð í varnarskyni, að sögn Sveinbjörns. „Með tilkomu ESB hef- ur myndast ný valdastofnun í Brussel og fjárhagslega öflug samtök fram- leiðenda og dreifingaraðila hafa starfað þar í áratugi við það eitt að hafa áhrif á þá löggjöf sem þar er undirbúin. Fátæk samtök höfunda og annarra listamanna hafa ekki mátt sín mikils. Þegar menn sáu að hags- munir framleiðenda og dreifing- araðila voru orðnir gegnumgangandi í allri frumvarpsvinnu í ESB vildu menn reyna að koma á fót evrópskum samtökum sem gætu þó ekki væri nema fylgst með því sem gert væri í Brussel og látið rödd handritshöfunda heyrast varðandi þau mörgu málefni sem snúa að sjón- varpi og kvikmyndum og öðrum miðl- um.“ Nota sköpunargáfuna – Breytir þetta einhverju? „Það á náttúrlega eftir að koma í ljós. Í rauninni hefur yfirlýsingin þegar breytt meiru en við upphaflega áttum von á, bara með athyglinni og umræðunni sem hún hefur vakið og því hvað hún virðist hafa hitt í mark, til dæmis hjá kollegum okkar handan við hið mikla sund, vestur í Ameríku. Nýlega lýstu samtök allra enskumæl- andi höfunda þannig stuðningi við þetta plagg. Þeir telja sig geta nýtt þetta í baráttu fyrir réttindum sínum þar vestra. Þetta er þrotlaus barátta sem svona samtök þurfa að standa í vegna þess að hagsmunir þeirra sem eiga fjármagnið fara ekki endilega saman við hagsmuni þeirra sem skapa verkin. Og augljóst er hvor hefur meira umleikis til að stunda sína baráttu. Það þýðir að við þurfum að beita sköpunargáfu til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það hefur tekist vel með því að búa til þessa stefnuyfirlýsingu. Nú eru nokkrir dagar síðan þetta var form- lega kynnt í Cannes og svo eigum við eftir að sjá til hvernig þessu verður fylgt eftir. Í stjórn FSE hafa ýmsar hugmyndir verið ræddar en það er of snemmt að greina frá þeim að sinni.“ Evrópskir handritshöfundar mótmæla viðteknum venjum í kvikmyndagerð Handrit að yfirlýsingu Úr Babel Arriaga, höfundur myndarinnar, var einn sá fyrsti til að óska eftir að fá að skrifa undir yfirlýsinguna. Í HNOTSKURN »Yfirlýsing FSE, Evrópu-samtaka handritshöfunda, var kynnt í kvikmyndahátíð- inni í Cannes, sem var að ljúka. »Forseti FSE, Christina Kallas, sagði á ráðstefn- unni þar sem hún var sam- þykkt: „Það eru handritshöf- undar sem horfast í augu við auða blaðsíðu og skapa úr engu þær sögur sem síðan heilla heimsbyggðina.“ »Hún sagði enn fremur:„Allt annað – framleiðsla, leikstjórn og dreifing – kemur síðar. Við erum frumhöfundar kvikmyndaverks.“ »Wim Wenders, formaðurEvrópsku kvikmyndaaka- demíunnar, sagði tíma til kom- inn að handritshöfundurinn skipaði þann virðingarsess sem hann ætti skilið. Reuters Guillermo Arriaga Höfundur Am- ores Perros, 21 Grams og Babel. Sveinbjörn I. Baldvinsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.