Morgunblaðið - 04.06.2007, Qupperneq 23
Fréttir á SMS
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 23
ólíkindum er. Og þetta
er gert án þess að
reyna með nokkrum
hætti að afsaka kerfið
ómanneskjulega,
hræsni valdhafanna og
allan viðbjóðinn.
Það sem heillaði Vík-
verja mest var að að-
ferð leikstjórans minnti
mjög á Íslendingasög-
urnar þar sem hlutirnir
eru sjaldan útskýrðir í
þaula heldur verður
lesandinn að lesa milli
línanna, túlka sjálfur.
Fólk roðnar eða fölnar,
stynur eða bara þegir á
örlagastundu, okkar er
að skilja hvað liggi að baki. Og Mühe
er eins og nútímaleg útgáfa af þess-
um söguhetjum, segir nánast aldrei
neitt sjálfur sem geti gefið okkur
skýra hugmynd um átökin í sál hans.
En við sjáum á stífu göngulaginu,
bældum hreyfingunum, að hann er
ósáttur, tómt augnaráðið kemur
stundum upp um orðlausa örvænt-
inguna. Og einmanaleiki hans er
nístandi, næstum áþreifanlegur.
Hryllingurinn varð efni í klassískt
listaverk. Víkverji vonar að sem
flestir sjái Líf annarra og skilji þá
hvernig ríkisvald þeirra sem segjast
vilja vel getur orðið þegar það geng-
ur berserksgang.
Í endalausum flaumiaf heldur mis-
jöfnum Hollywood-
myndum kvikmynda-
húsanna í Reykjavík
bregður stöku sinnum
fyrir snilldarverkum.
Eitt þeirra er þýska
myndin Líf annarra
sem gerð er af manni
með hið tígulega heiti
Florian Henckel von
Donnersmarck. Þar er
sagt frá súrrealískri
tilveru fólks í Austur-
Þýsklandi fyrir hrunið
1989, heimi þar sem
stjórnvöld óttuðust
ekkert meira en sína
eigin borgara. Hundruð þúsunda
embættismanna og uppljóstrara
höfðu vakandi auga á þeim sem tald-
ir voru geta orðið til vandræða,
hvorki meira né minna en þriðjungi
þjóðarinnar í sæluríkinu.
Athyglisverðasta persónan er kaf-
teinn í öryggislögreglunni (Stasi),
sem leikinn er af Ulrich Mühe.
Sjaldan hefur Víkverji orðið vitni að
jafn áhrifaríkum en um leið maka-
laust hófstilltum leik. Samúðin var
að sjálfsögðu með fórnarlömbum al-
ræðisins en Mühe tekst að gæða
persónu kafteinsins, gráu mús-
arinnar sem „bara“ vinnur sína
vinnu, svo mannlegri ásjónu að með
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
við erum að láta upp í okkur. Lifr-
arkæfa og steiktur fiskur er í sér-
stöku uppáhaldi. Hann fær hins-
vegar aldrei lauk því þá verður
hann svo andfúll. Annars étur hann
tvisvar á dag og er aðallega á þurr-
fóðri og vatni ef undan eru skildar
nammistundir, svona við og við.
Hann þarf að fara út að labba
nokkrum sinnum á dag og í bað
tvisvar í mánuði eða oftar ef hann
lendir í drullu. Honum finnst af-
skaplega gott að naga hundabein
og þarf þá að vera í friði við það og
það styrkir og hreinsar tennurnar,“
segir Heiður um hundinn sinn sem
nú er rétt eins og hálfs árs gamall.
Ef unga parið bregður sér af bæ
er fullt af fólki sem býður sig fram
í pössunarhlutverkið. „Fyrstir
koma, fyrstir fá,“ segir Heiður
enda er Rómeó aufúsugestur orð-
inn víða, afar vinsæll og veit af því,
núna eftir að hann hefur fengið til-
sögn í því hvað má og hvað ekki.
„Hann týndist þó um miðjan vet-
ur í snjó, frosti og svartamyrkri og
hefði auðveldlega getað orðið úti.
Ég hafði miklar áhyggjur af mínum
litla vini og fór út í sjoppu þar sem
ég skildi eftir skilaboð og síma-
númer. Eftir þrjá tíma hringdi í
mig maður sem hafði komið í um-
rædda sjoppu og séð skilaboðin.
Hann sagðist sitja uppi með
ókunnan hund, sem hafði skriðið
upp í sófa hjá þessu ókunnuga
fólki, greinilega rammvilltur
greyið.“
Reyndi að stela extra-tyggjói
Rómeó hefur fengið býsna „ag-
að“ uppeldi og er skammaður ef
hann gerir eitthvað sem er fjöl-
skyldunni á móti skapi. „Hingað til
hefur hann látið skóna okkar í friði,
en finnst algjört æði að tæta niður
klósettrúllur. Hann hefur líka gert
ítrekaðar tilraunir til að stela af
mér extra-tyggjói úr peysuvasanum
og þegar ég stóð hann að verki,
varð hann svakalega skömmustu-
legur. Á kvöldin finnst honum svo
geggjað að kúra með okkur yfir
sjónvarpinu og vill þá helst vera á
bólakafi í sænginni.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Nammidagur Lifrakæra og steiktur fiskur er það besta sem hann fær.
Nú er svo komið að
mamma er algjörlega
bráðnuð gagnvart
Rómeó og hann hefur
náð að heilla hana upp
úr skónum, eins og
okkur hin í fjölskyld-
unni.