Morgunblaðið - 15.06.2007, Side 1

Morgunblaðið - 15.06.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 161. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÆÐRI MÁTTUR HINN TAÍVANSKI LU YU LEIKUR Í STÓRA PLANI ÓLAFS JÓHANNESSONAR >> 44 ÞRIÐJUNGI ÍSLANDS- MÓTSINS LOKIÐ KNATTSPYRNA KR NEÐST >> ÍÞRÓTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is BÆJARRÁÐ Kópavogs sam- þykkti í gær tillögu um að frá og með næstu áramótum yrði gjald- frjálst fyrir alla íbúa Kópavogs í strætó. Frá áramótum hafa ellilífeyr- isþegar í Hafnarfirði getað fengið strætófarmiða á bæjarskrifstofum gegn framvísun vildarkorts en kort- ið fá bæjarbúar eldri en 67 ára sent til sín. Reykjavíkurborg tilkynnti nýverið að allir námsmenn fengju frítt í strætó. Borgin hefur átt í við- ræðum við nemendafélög fram- halds- og háskóla um hvernig fram- kvæmdin gæti orðið en líklega verður nægilegt að framvísa nem- endaskírteini. Gísli Marteinn Bald- ursson, formaður umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar, reiknar með að önnur sveitarfélög taki þátt og því verði ekki nauðsynlegt að að- greina nemendur úr Reykjavík sér- staklega. Gunnar I. Birgisson, bæj- arstjóri Kópavogs, segir framkvæmdina ekki ákveðna en lík- lega verði gefin út sérstök aðgangs- kort fyrir Kópavogsbúa. Gjaldtaka svarar ekki kostnaði Samþykkt Kópavogsbæjar vekur nokkra eftirtekt, enda gagnrýndi Gunnar I. Birgisson að Reykjavík- urborg lýsti því einhliða yfir að námsmenn þar fengju frítt í strætó. Gunnar segir það ljóst að önnur sveitarfélög myndu fylgja í fótspor Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Að- gangseyrir annarra hópa en þeirra sem þá fengju frítt væri um 300 milljónir og kostnaðurinn við gjald- tökuna næmi um helmingi þeirrar upphæðar. Því hefði einhliða ákvörð- un Kópavogsbæjar nú verið svar við ákvörðunum annarra sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arstjóri Reykjavíkur, segir það hafa verið skoðað að hafa algjörlega gjaldfrjálst í strætó en borgin muni fyrst um sinn hafa gjaldfrjálst fyrir námsmenn. Engar aðrar ákvarðanir hafi verið teknar. Málefni Strætó séu til rækilegrar skoðunar, ekki síst fjárhagsleg staða fyrirtækisins. Morgunblaðið/Eggert Frítt í strætó fyrir alla Sveitarfélögin ganga mislangt Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SÝSLUMAÐURINN á Selfossi hyggst gera það sem í hans valdi stendur til þess að mótorhjól mannanna sem óku á ofsahraða undan lögreglu frá Kambabrún þar til þeir lentu í árekstri á Breiðholtsbraut aðfaranótt mánu- dags sl. verði tekin af þeim fyrir fullt og allt. Hann hefur þegar lagt hald á hjólin og mun krefjast þess fyrir dómi að þau verði gerð upptæk til ríkissjóðs. Sýslumanni er heimilt að gera þessa kröfu samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í vetur. Í lögunum segir m.a. að þegar um stórfelldan eða ítrekaðan hraðakstur, eða akstur sem telst sérstaklega vítaverður, sé að ræða megi gera vélknúið ökutæki sem ökuskírteini þarf til að stjórna upptækt, nema það sé eign manns sem ekkert er viðriðinn brotið. Nú kynni einhver að halda að ökuníðingar gæti sloppið við þessa refsingu með því að aka bara of hratt á lánsbíl eða -hjóli. Svo er ekki, því í lögunum er girt fyrir þennan möguleika, þar segir að við sömu aðstæður megi gera ökutæki hins brotlega upptækt, jafnvel þótt það hafi ekki verið notað þegar brotið var framið. Notað með hættulegum hætti Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sagði að full ástæða væri til að láta reyna á lögin. „Þarna er um að ræða tæki sem hafa verið notuð með mjög hættulegum hætti og það er þannig að ef maður væri að veifa byssu og ógna fólki með henni þá er alveg klárt mál að krafist yrði upptöku á byssunni. Og ég sé ekki mikinn mun á þessu. Reyndar engan,“ sagði hann. Aðspurður kvaðst Ólafur Helgi ekki vita til þess að þessu ákvæði, að gera ökutæki upptæk vegna ofsaaksturs, hefði verið beitt áður. Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk Nýju ákvæði í umferðarlögum beitt í fyrsta skipti NICHOLAS Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, telur ekki að ákvæði í stjórnarsáttmálanum þar sem stríðsreksturinn í Írak er harmaður spilli samskipt- um ríkjanna. Þessi ágreiningur sé ekki neitt stórmál. „Ég tel ekki að þau fordæmi það sem við erum að gera þar, satt að segja virðist yfirlýsingin snúast um það sem við gerðum fyrir fjórum árum,“ segir Burns. „Eitt er að greina á um það sem við gerðum 2003 og allt annað að meta það sem við erum að gera núna. Um er að ræða ger- ólíka hluti. Stjórn okkar taldi sig hafa rétt til að gera inn- rás, það var afstaða okkar þá en núna erum við að að- stoða írösku stjórnina við að lifa af við mjög erfiðar aðstæður árið 2007.“ | Miðopna Spillir ekki sam- skiptum þjóðanna Nicholas Burns Í DÓMI sem kveðinn var upp í fyrrahaust yfir mótorhjólamann- inum sem slasaðist minna á Breiðholtsbraut kemur fram að 10. júní sl. stóð lögregla hann að því að aka bifhjóli sínu á 181 km hraða á klukkustund suður Hafn- arfjarðarveg. Hann var þó ekki einn á hjólinu því aftan á var 13 ára farþegi, að því er segir í dómnum en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins mun þetta hafa verið sonur mannsins. Líkt og maðurinn gerði á Hellisheiði freistaði hann þess að komast undan lögreglu og í dómnum er því lýst hvernig hann ók þvers og kruss um Ásahverfi í Garðabæ, þar á meðal eftir gang- stíg, áður en lögregla stöðvaði hann. Maðurinn játaði og var dæmd- ur í 115.000 króna sekt og missti ökuréttindi í fimm mánuði. Með soninn á 181 km hraða 26 79 / IG 13 Stanga sett tilbúin í veiðiferðina Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun MILDI þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki þegar bíl var ekið fram af kanti við bráðamóttöku Landspít- alans við Hringbraut í gærkvöld. Slysið varð um kl. 22:30. Svo virðist sem ökumaður hafi ekið á talsverðri ferð upp á járnboga og tekið þaðan stökk í átt að húsi bráðamóttök- unnar. Margir gangandi vegfar- endur eiga þarna leið um, en bíllinn lenti m.a. á reiðhjólum við húsið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hlaut ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, aðeins minniháttar meiðsl. Tildrög óhappsins eru enn í rann- sókn, en grunur leikur á að mað- urinn hafi fengið aðsvif undir stýri. Hann var til skoðunar á bráða- móttöku þegar blaðið fór í prentun.Morgunblaðið/Kristinn Ók fram af kanti við Land- spítala

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.