Morgunblaðið - 15.06.2007, Side 2

Morgunblaðið - 15.06.2007, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Vestfjarðablað Land og saga Vestf irðir 1. tbl . 2007 Land og saga ehf. Morgunblaðinu í dag fylgir 32 síðna sérblað um Vestfirði þar sem kynnt er það helsta sem í boði er í ferða- þjónustu og afþreyingu. Að auki er stiklað á stóru í sögu svæðisins og dregin fram mynd af þeirri stórbrotnu náttúru og dýralífi sem þar þrífst. Land og saga ehf. stendur fyrir út- gáfunni og í kjölfarið hyggst Land og saga gefa út fleiri landshlutablöð sem fara í dreifingu með Morgunblaðinu og í verslanir N1 um allt land. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is BÚAST má við að verulegar breytingar og endurbætur á veikindarétti launafólks á al- menna vinnumarkaðinum verði eitt af stærstu málunum í komandi kjarasamningum. Fulltrú- ar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hafa allt frá seinustu áramótum verið í undirbúningsvið- ræðum um breytingar á núverandi kerfi og er stefnt að því að niðurstaða liggi fyrir með haustinu. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að veikindarétturinn og aukið orlof félagsmanna gætu orðið stóru mál kjarasamninganna, en samningar á almenna vinnumarkaðinum renna flestir út um næstu áramót. Að sögn hans hafa viðræðurnar snúist um að samræma veikinda- rétt allra, stytta þann tíma sem launþegi í veik- indaorlofi fær laun beint frá vinnuveitanda en við taki sérstakur tryggingasjóður, sem rekinn yrði af aðilum vinnumarkaðarins. Greiðslurnar yrðu hærri og yfir lengri tíma en gildir í dag. Er við það miðað að sjóðurinn taki yfir hluta greiðslna til einstaklinga úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélaga, greiðslna frá Tryggingastofn- un og lífeyrissjóðum í allt að fimm ár. Ein- staklingar sem ekki snúa aftur á vinnumark- aðinn vegna veikinda fái því ekki örorkuúrskurð fyrr en að allt að fimm árum liðnum. Beita virkari úrræðum Þessar hugmyndir tengjast starfsemi nefnd- ar sem forsætisráðherra skipaði um samræm- ingu á viðmiðunum við örorkumat og endur- hæfingu öryrkja. Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA, vék að þessum hugmyndum á að- alfundi SA í vor og kom fram að gert er ráð fyrir því, að þessi nýi sjóður muni fá til sín hluta af núverandi sjúkrasjóðsgjaldi, hluta af gjaldi, sem myndast vegna lækkunar iðgjalda til lífeyrissjóða, og hlutdeild í tryggingagjaldi. Markmiðið sé að gera sjóðfélaga sem fyrst virka á vinnumarkaði. Enn er mikil vinna eftir í viðræðunum, að sögn Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra SA. Hann segir að veikindarétt- urinn sé eina efnislega atriðið sem rætt hefur verið enn sem komið er á milli samningsaðila. Það ráðist svo í haust þegar eiginlegar við- ræður hefjast við einstök félög hver afdrif þessara hugmynda verði. Hannes segir að fyr- irkomulag veikindaréttar hér á landi sé býsna ólíkt því sem gildir í öðrum löndum. Sérstak- lega sá langi tími sem einstaklingar fá greiðslur beint frá fyrirtækjunum og síðan taki sjúkrasjóðirnir við en þeir þekkist vart í ná- lægum löndum. „Á þessu tímabili er ekki færi fyrir úrræði, aðstoð eða inngrip til að snúa við því ferli sem einstaklingarnir geta lent í. Ef menn komast ekki aftur inn á vinnumarkaðinn eftir svona ferli þá tekur örorkulífeyririnn við. Það hefur orðið slík sprenging á fjölda örorku- lífeyrisþega á undanförnum árum að menn hljóta að staldra við og reyna að koma við ein- hverjum aðgerðum,“ segir hann. Undirbúningur að gerð kjarasamninga á vinnumarkaði að komast á fullt skrið Rætt um róttækar end- urbætur á veikindarétti Í HNOTSKURN »Undirbúningur kjaraviðræðna er kom-inn á fulla ferð á vettvangi VR. Þrír málefnahópar fjalla um stærstu málin, vinnutíma- og launamál. »Formaður VR segir félagsmenn leggjamikla áherslu á aukið orlof og sveigj- anlegri vinnutíma. »SA og ASÍ stefna að því að ljúka kjara-samningum fyrir næstu áramót. ÍSLENSK erfðagrein- ing tilkynnti í gær að fyr- irtækið hefði náð sátt í dómsmáli fyrir alríkis- dómstóli Fíladelfíu sem væri fyrirtækinu hag- stæð. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagrein- ingu kemur fram að fyr- irtækið var aðili að dómsmáli sem var höfðað gegn bandaríska sjúkrahúsinu Children’s Hospital of Phila- delphia (CHOP) og nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar sem hófu þar störf. Með dómsáttinni hafa allir aðilar dregið kröfur sínar til baka og fellt málið niður. Sáttin var gerð með samningi sem leggur ákveðnar skyldur á herðar CHOP og þeim fyrrverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar sem hér um ræðir. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar, að hann sé ánægður með að fyr- irtækinu skuli hafa tekist að ná sátt í deilu- málinu við Barnaspítala Fíladelfíuborgar, sem eigi að baki langa, farsæla sögu og hafi þjónað samfélagi sínu af myndarbrag. deCODE nær sátt í dómsmáli Sáttin felur í sér samning við CHOP HEILDARKOSTNAÐUR við mis- læg gatnamót og stokkalausnir Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar getur numið allt að tólf millj- örðum króna, segir Dagur B. Egg- ertsson, borgarfulltrúi Samfylking- arinnar. Það sé allt að fjórum sinnum hærri upphæð en ætluð var til mis- lægu gatnamótanna á samgöngu- áætlun sem samþykkt var á vor- þingi. Frumathugun á mislægum gatna- mótum og stokkalausnum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar var kynnt á fundi borgarráðs í gær. Að sögn Dags hefur formlegt samráð við íbúa og hagsmunaaðila ekki haf- ist en Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það vera næsta skref. Þegar hafi tillögur meirihlutans verið kynntar fyrir Landssamtökum hjól- reiðamanna, hverfissamtökum Hlíðasvæðis og atvinnurekendum í Kringlunni. Gísli Marteinn segir framkvæmd- ina hafa breyst frá upphaflegum áætlunum. Horfið hafi verið frá mis- lægum gatnamótum og ákveðið að setja u.þ.b. helming umferðar um svæðið í stokk með hringtorgi ofan- jarðar. Sú framkvæmd sé umhverf- isvænni en jafnframt dýrari. Dagur segir skoðun Samfylkingarinnar vera þá að kanna eigi stokkalausnir á Miklubraut. Mislæg gatnamót geti beðið en frekar eigi að ráðast í Öskjuhlíðargöng og dreifa þannig umferð og álagi betur. Margfaldur kostnaður Mislæg gatnamót og stokkalausnir á mörkum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar eru dýrari en ætlað var Framkvæmdastjóri heildsölufyrirtækisins Rolf Johansen & Co. hefur verið dæmdur í Hæstarétti til að greiða hálfrar milljónar króna sekt fyrir að standa fyrir birtingu auglýs- inga um áfengan bjór í nokkrum íslenskum fjölmiðlum. Á sama tíma var forsvars- maður annars fyrirtækis sýknaður af ákæru fyrir samskonar brot, þar sem hvorki hann né fyrirtækið voru nafn- greind í auglýsingunum. Í niðurstöðum Hæstaréttar segir að auglýsingar Rolf Johansen & Co hafi ver- ið andstæðar áfengislögum. Hinsvegar hafi hvorki fyrirtækið né framkvæmda- stjórinn verið nafngreind í fjórum auglýs- ingum af fimm og því beri hann ekki refsiábyrgð á þeim. Fimmta auglýsingin var hinsvegar auðkennd með heimasíðu Rolf Johansen og Co. og því nægilega tengd fyrirtækinu til að framkvæmda- stjórinn teljist ábyrgur vegna birting- arinnar. Hæstiréttur féllst ekki á að ákvæði áfengislaga um auglýsingabann bryti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar eða skuldbindingum íslenska ríkisins sam- kvæmt EES-samningnum. Sektaður fyrir að auglýsa bjór ♦♦♦ HURÐ skall nærri hælum þegar þessi voldugi byggingarkrani valt af flutningabíl og skall á götuna við mót Lönguhlíðar og Flókagötu í sem umferðartafir urðu vegna óhappsins að sögn lögreglunnar, sem leiðbeindi vegfar- endum svo þeir kæmust leiðar sinnar. gær. Sem betur fer féll hann hvorki á fólk né bíla en einhverjar skemmdir urðu á umferð- areyjunni, bæði steypu og gróðri, auk þess Morgunblaðið/Júlíus Festingin gaf sig og kraninn féll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.