Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhjúpaði í gær granítstyttu við heilsuræktarstöðina Laugar. Styttan, sem er fimm metra há og sextán tonn að þyngd, er eftir Sigurð Guðmundsson og var hún búin til í Kína. Sigurður átti á sínum tíma einnig hlut að hönnun skúlptúra sem standa í baðstofu Lauga. Á myndinni eru Guðrún Kristjáns- dóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Björn Leifsson, Sigurður Guðmundsson og Hafdís Jónsdóttir. Lífssúla líkama afhjúpuð við Laugar Morgunblaðið/Kristinn Á VORDÖGUM eru víða farnir slep- pitúrar og hestum hleypt út í náttúr- una. Sigurður Sigurðsson dýralækn- ir vill benda á að menn hafi stundum gleymt að loka hliðum á eftir sér þegar farið er í gegn með hestana en það geti haft alvarlegar afleiðingar vegna smithættu á riðu og þá sér- staklega á Suðurlandi þar sem riðu- veiki hefur orðið vart og valdið tjóni. „Oft er það þannig að fyrsti maður opnar hliðið og svo þegar síðasti maður fer í gegn heldur hann að hlið- ið hafi verið opið fyrir og lokar því ekki aftur,“ segir Sigurður. Þurfi hestamenn því að gæta að því áður en þeir fara af stað hvort þeir fari yf- ir varnarlínur eða á milli varnar- svæða en hægt er að sjá varnarlínur á vef yfirdýralæknis og á vef land- búnaðarstofnunar. Sigurður vill einnig benda fólki á að flytja ekki hey á milli varnarlína og sótthreinsa eða hreinsa vel hesta- kerrur sem notaðar hafa verið fyrir fé. Að lokum bendir hann hesta- mönnum á að hafa gætur á hundum sem ferðist með þeim en nýlega hafi hundur í för með hestamönnum drepið tvö lömb inni í girðingu. Opin hlið valda smithættu FIMM dómar féllu í gær í hinum svonefndu þjóðlendumálum. Í fjór- um málum var úrskurður óbyggða- nefndar staðfestur og ríkið sýknað af öllum ákærum landeigenda og sveit- arfélaga. Rökstuðningur Hæstarétt- ar var svipaður í öllum málunum fjórum, eignarréttur landeigend- anna er talinn ósannaður, en sýnt þykir fram á afréttarnot, svo að um- rædd svæði eru úrskurðuð þjóðlend- ur með afréttarnotum. Í fimmta málinu var fjallað um Þórsmerkurafrétt og Goðaland, og þar vísaði Hæstiréttur málinu frá dómi, því aðild að því hafði breyst frá úrskurði óbyggðanefndar. Rétturinn kvað að þeir einir gætu gert kröfu fyrir dómstólum sem hefðu gert kröfu fyrir óbyggðanefnd. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður stefnenda, var mjög ósáttur við nið- urstöðuna. „Fjölda áleitinna spurn- inga er ekki svarað í dómnum og því er hann ekki lögfræðilega sannfær- andi.“ Ragnar tekur undir það sjón- armið að sönnunarbyrði sé undarleg í þessum málum, að í raun sé fólk sem búið hafi á þessum jörðum um áratuga skeið sett í þá stöðu að gera eignartilkall til jarðanna sem það byggir, frekar en að ríkið geri tilkall til eigna þeirra. Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 í þeim tilgangi að skýra landa- merki. Þá var landinu skipt í 11 svæði til umfjöllunar nefndarinnar. Þjóðlendulögin kveða á um að leysa skuli úr ágreiningi um mörk jarða og að þau svæði sem landeigendum tak- ist ekki að sanna að þeir eigi skuli teljast þjóðlendur. Ríkið skal fara með málefni þjóðlendna. Áætlað er að nefndin ljúki störfum árið 2011, þó að ætla megi að málarekstur fyrir dómstólum muni standa nokkru lengur. Nokkrum málum hefur þeg- ar verið vísað til Mannréttindadóm- stóls Evrópu. Oft er erfitt að færa sönnur á landamerki, og eru sönnunargögnin oft æði gömul, svo sem landamerkja- bréfin sem gefin voru út árið 1882. Hæstiréttur sýknar enn ríkið í þjóðlendumálum Í HNOTSKURN » Þjóðlendulögin voru settárið 1998 og óbyggða- nefnd sett á stofn um leið. » Nefndin hefur ekki ennhafið umfjöllun um Vest- urland, Vestfirði, vestanvert Norðurland og Austfirði. » Meginregla eignarréttarsegir að sá sem geri kröfu í eign verði að færa sönnur á að hann eigi hana. „VIÐ erum búin að gefa okkar álit og það er ekki hlustað á það,“ segir Magnús Skúlason forstöðumaður Húsfriðunarnefndar um gamla salt- fiskþurrkunarhúsið á Kirkjusandi sem fyrirhugað er að rífa, en þar munu nýjar höfuðstöðvar Glitnis rísa. Húsfriðunarnefnd mun funda um málið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborg- ar er það á dagskrá að rífa húsið, jafnvel strax eftir helgi. Magnús seg- ir hins vegar ekkert liggja á. „Við höfum beðið munnlega um frest í við- bót en það eru einhverjir samningar á milli Glitnis og Reykjavíkurborgar um að afhenda lóðina. Það sem væri rétt í stöðunni, fyrst búið er að dæma húsið úr leik, er að flytja það eitt- hvert þar sem það á heima, s.s. á Sjó- minjasafn Reykjavíkur.“ Spurður út í mikilvægi hússins sem er fremur illa farið segir Magn- ús það vera leifar af minjum um ákveðna atvinnu sem stunduð var í Reykjavík. „Það er svo lítið eftir, þetta er meira og minna allt farið.“ „Ekki hlustað á okkar álit“ ORLOFSHÚS VR verða einungis leigð félagsmönnum 20 ára og eldri frá og með 1. september næstkom- andi. Þetta er afleiðing versnandi umgengni í sumarhúsunum síðustu mánuði, sem náði hámarki sínu ný- verið þegar eitt húsanna var skilið eftir nánast í rúst eftir partíhald. Í langflestum tilfellum má rekja subbuskapinn til svartra sauða með- al yngstu félagsmannanna, sem spilla þar með fyrir jafnöldrum sín- um. Þar sem þessir félagsmenn geta ekki lengur leigt hús fá þeir í staðinn allt orlofsiðgjald sitt greitt inn á varasjóð, að því er segir á vef VR. Tekið fyrir sóðaskapinn ♦♦♦ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@ml.is SVEITARSTJÓRN Flóahrepps hef- ur samþykkt að ekki verði gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun í drögum að aðalskipulagi fyrrverandi Villinga- holtshrepps sem lögð verða fram til kynningar á íbúafundi í hreppnum 25. júní en í upphaflegri tillögu fyrr- verandi hreppsnefndar Villingaholts- hrepps var gert ráð fyrir virkjuninni. „Þetta kemur okkur verulega á óvart að hreppurinn álykti svona í ljósi þess að við höfum verið í samn- ingaviðræðum og samstarfi við þá við undirbúning að framsetningu á aðal- skipulagi þarna þar sem gert er ráð fyrir virkjuninni,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. „Þessar viðræður voru yfirstandandi og ekkert gefið til kynna að breyting væri í vændum fyrr en þeir álykta þetta,“ segir Þor- steinn og tekur fram að áfram verði rætt við sveitarstjórnina um málið, m.a. á fundi í dag. Í bókun sveitarstjórnar með sam- þykktinni segir að meginástæða þess að ekki er gert ráð fyrir virkjuninni sé „að sveitarstjórn telur ekki nægi- legan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans né að bættur verði sá skaði sem áhrif virkjunar hefðu á vatnsverndarsvæði, ferða- þjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotk- un í nágrenni virkjunarinnar“. Allir fulltrúar í sveitarstjórn samþykktu tillöguna nema Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, sem sagði sig frá afgreiðslu málsins vegna vanhæfis. Þorsteinn telur að ávinningurinn sem sveitarstjórn Flóahrepps vísar til snúist um fasteignagjöld af stöðv- arhúsinu, en þau renna til þess sveit- arfélags þar sem húsið stendur, en ekki er gert ráð fyrir stöðvarhúsi í Flóahreppi. „En þetta eru landslög og hvorki við né þeir geta breytt því,“ segir Þorsteinn og tekur fram að hann teldi æskilegt ef lög væru þann- ig að hægt væri að jafna betur tekjur milli sveitarfélaga þegar um stór mannvirki væri að ræða. Nær til þriggja sveitarfélaga Eins og kunnugt er nær Urriða- fossvirkjun til þriggja sveitarfélaga, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverja- hrepps og Flóahrepps. Þorsteinn bendir á að gert sé ráð fyrir virkj- uninni í skipulagi tveggja fyrrnefndu sveitarfélaganna og verði misræmi á milli aðalskipulaga þessara þriggja sveitarfélaga sé það á valdi Skipu- lagsstofnunar að skipa nefnd með fulltrúum hlutaðeigandi sveitarfélaga með það að markmiði að samhæfa skipulög svæðisins. „Þetta gæti því orðið langur og flókinn ferill.“ Ekki gert ráð fyrir Urriða- fossvirkjun hjá Flóahreppi Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir fréttirnar koma mönnum á óvart Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Urriðafoss í Þjórsá Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að gera ekki ráð fyrir fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun í tillögu að aðalskipulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.