Morgunblaðið - 15.06.2007, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þið verðið að hætta þessu kossaflensi og flengja bara Dabba fast á rallann.
VEÐUR
Nicholas Burns, aðstoðarutanrík-isráðherra Bandaríkjanna
fagnaði í heimsókn sinni hér í gær
framboði Íslands til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna.
Hér verður ekki fjallað um meg-inatriði þess framboðs, sem
fyrst og fremst endurspeglar
barnalega trú embættismanna ut-
anríkisþjónust-
unnar á að smá-
þjóð á borð við
okkur geti skipt
einhverju máli í
heimsmálum.
En eitt hefur þóbreytzt á
þeim tíma, sem
liðinn er frá því,
að Íslendingar gáfu fyrst til kynna,
að við mundum sækjast eftir sæti í
Öryggisráðinu.
Þá sagði erlendur sendimaður viðviðmælanda sinn: Hvernig dett-
ur ykkur í hug að aðrar þjóðir hafi
áhuga á að Bandaríkin hafi tvö at-
kvæði í Öryggisráðinu?
Setning, sem sýndi afstöðu við-komandi sendimanns til sam-
skipta Íslands og Bandaríkjanna.
Nú þarf þetta sjónarmið ekkilengur að vera myllusteinn um
háls embættismannanna, sem vilja
komast í Öryggisráðið.
Hvers vegna skyldu hugsanlegirfulltrúar Íslands í Örygg-
isráðinu veita Bandaríkjamönnum
sérstakan stuðning eftir framkomu
þeirra við okkur?
Aðrar þjóðir geta því óhræddargreitt Íslandi atkvæði án þess
að telja að þar með sé verið að
tryggja Bandaríkjunum tvö at-
kvæði í Öryggisráðinu, sem mun
áreiðanlega gleðja rússnesku dipló-
matana í Túngötu.
STAKSTEINAR
Nicholas Burns
Ísland og Öryggisráðið
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
#$
#$
:
*$;<
!
""#
$
%&'&
(
$
*!
$$; *!
%
#&
!
'
$(
=2
=! =2
=! =2
%'&
)
*+,-
>2?
;
.&
&!
-!/ !
%
! , &
0 '
,
.
12 0#
*
@A2?
.&
&!
-!/ !
%
!
($!
-
,/$!
3$
!
/
%
1* !
4,
!
, &
0!
#&
,-
!
($. 0#
,
5/ 66 $7! ,$)
3'45 B4
B*=5C DE
*F./E=5C DE
,5G0F ).E
0
0
0
" " 4
4
4
4
0"
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Eygló Harðardóttir | 14. júní 2007
Brjóstgóðir karlar
New York Times
fjallar um aukna eft-
irspurn ungra pilta eft-
ir brjóstaaðgerðum, en
2006 fóru 14.000
bandarískir piltar í
þess konar skurð-
aðgerð. Ólíkt ungum konum þá eru
ungir karlar ekki að leitast eftir að
stækka á sér brjóstin, heldur
minnka þau. En hvað er það sem
rekur þessa pilta áfram í þessar að-
gerðir?
Meira: eyglohardar.blog.is
Björgvin Guðmundsson | 14. júní 2007
Getum boðið jafn góð
kjör og Svíar
Íslendingar hafa á síð-
ustu árum verið dug-
legir að minna á hvað
þeir eru ríkir.
Í Svíþjóð sæta ellilíf-
eyrisþegar engum
tekjutengingum tryggingabóta
vegna atvinnutekna eða lífeyr-
issjóðstekna. Engar skerðingar eiga
sér heldur stað vegna tekna maka.
Við getum búið eldri borgurum jafn
góð kjör og Svíar gera.
Meira: gudmundsson.blog.is
Ása Hildur Guðjónsdóttir | 14. júní
Mansöngur
Það stendur karlmaður
undir glugganum mín-
um og tekur aríur öðru
hverju í allan morgun.
Oft hef ég nú bölvað
hávaðanum frá bygg-
ingavinnunni í næsta
húsi sem nær undir svefnherberg-
isgluggann minn, en í dag hef ég
gaman af. Það er greinilega kominn
nýr verkamaður í hópinn sem brest-
ur reglulega í söng og það sko engan
smásöng, hér hljóma aríur eða brot
úr þeim um allt hverfið.
Meira: ormurormur.blog.is
Hlaupasamtök Lýðveldisins | 14. júní
2007
Vesturbæjarlaug
Vesturbæjarlaug er
upphaf og endir alls.
Þar hefjast hlaupin - og
þar lýkur þeim. Þar er
brottfararsalur og þar
er líka heimahöfn. Vatn
er undirstaða lífs á jörð-
inni, líka í Vesturbænum. Hlauparar
eru elskir að vatni. Félagar í Hlaupa-
samtökum Lýðveldisins þrífast best í
vatni og á vatni. Þeir elska sturturnar
sínar, vatnsmiklar og kraftmiklar. Nú
er komin ný sturta í útiklefa og sápa
að auki - þetta elskum vér. Hafi þeir
þökk fyrir er sýna slíkt framtak!
En það er ekki tekið út með sæld-
inni að vera hlaupari! Þegar einn
verkur hverfur, birtist annar. Nú hef-
ur frétzt að vera Hlaupasamtakanna í
anddyri Vesturbæjarlaugar fyrir
hlaup veki svo sterkar tilfinningar hjá
aðvífandi og væntanlegum baðgest-
um að þeir hverfi frá og felli niður
ásetning um bað. Þetta hryggir oss ef
rétt er - og við erum hnuggin og sleg-
in. Hvernig getur það verið að öðrum
finnist við ekki vera bæði fyndin og
gáfuð þegar okkur finnst það sjálf-
um? Það hefur verið orðað við okkur
að við "færum" okkur - ekki veit ég
sosum hvert við ættum að færa okk-
ur. (Nú munaði minnstu að ég segði:
einhvers staðar verða vondir að vera,
en sem betur fer hætti ég við það á
síðustu stundu.) Við munum ekki
hafa neina sektarkennd yfir því að
hittast nokkrum sinnum í viku að
laugu og sýna af okkur kæti og glatt
viðmót.
En að því sem máli skiptir: hlaupi.
Það var hlaupið í gær, miðvikudag.
Miðvikudagar eru dagar hinna löngu
hlaupa. Þá er einnig farið í sjóinn í
Nauthólsvíkinni. Í gær mættu einir
fjórtán hlauparar til hlaups frá Vest-
urbæjarlaug. Þeirra á meðal voru
Friðrik læknir og próf. Fróði. Pró-
fessorinn byrjaði á því að láta alla vita
að hann væri sárlasinn, væri með
kverkaskít og hefði hóstað allan dag-
inn. Svo hóstaði hann grunnum hósta
til að leggja áherslu á orð sín. Friðrik,
spurði hann: er nokkuð skynsamlegt
fyrir svona veikan mann eins og mig
að fara í sjóinn í dag? Fæ ég ekki
bara lungnabólgu? Friðrik svaraði
honum því til að það gerði mönnum
bara gott að fara í sjóinn. Svarið olli
prófessornum vonbrigðum, en hann
var ekki af baki dottinn.
Meira: hlaup.blog.is
BLOG.IS
PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23
SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866
WWW.PARKETGOLF.IS
PARKET@PARKETGOLF.IS
ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF
ClickBoard
BYLTINGARKENNDAR
VEGG- OG LOFTPLÖTUR
Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og
loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador
HDF plöturnar frá Parador
hafa nær engin sýnileg
samskeyti og eru einstaklega
auðveldar í uppsetningu.
KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR
Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra
höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna
losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu
stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð
Komdu við í verslun okkar og kynntu þér
þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér
ka
ld
al
jó
s
20
06