Morgunblaðið - 15.06.2007, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um
0,65% í Kauphöll Íslands í gær og
var lokagildi hennar 8.165 stig. Atl-
antic Petroleum hækkaði um 3,77%,
Landsbankinn um 1,47%. Össur
lækkaði um 0,95% og Eimskip um
0,61%. Eins og segir hér til hliðar var
Century Aluminum skráð á First
North markaðinn í gær og hækkaði
gengi bréfa félagsins úr 3.360 í
3.400, en lítil viðskipti voru með bréf
félagsins. Krónan styrktist um 0,5% í
gær og er gengi Bandaríkjadals nú
63,15 kr., evran er 84,05 kr. og
pundið kostar 124,39 kr.
Hækkun í Kauphöllinni
● NOKKRIR hlut-
hafar í sænska
fjármálafyrirtæk-
inu Invik segja yf-
irtökutilboð ís-
lenska
fjárfestingafyr-
irtækisins Mile-
stone brjóta gegn
reglum sænsku
kauphallarinnar
og krefjast þess að Milestone verði
refsað.
Tilboð Milestone felur það í sér að
ekki er sama verð boðið fyrir A- og B-
hlutabréf í Invik og segja hluthafarnir
það brjóta gegn yfirtökureglum
sænsku kauphallarinnar.
Býður Milestone 230 sænskar
krónur fyrir hvern B-hlut og 253 krón-
ur fyrir hvern A-hlut, en A-hlutabréf-
um fylgir meira atkvæðavægi en B-
bréfum.
Hluthafarnir sem um ræðir eru líf-
eyrissjóðirnir Alecta, Fjärde AP, Nord-
ea Fonder og Swedbank Robur Fond-
er og eiga þeir samtals um 9,1%
hlutafjár í Invik.
Hluthafar í Invik á
móti tilboði Milestone
● BAUGUR Group jók í gær hlut sinn
í dótturfélögunum Teymi hf. og 365
hf, að því er kemur fram í tilkynn-
ingum til kauphallar OMX á Íslandi.
Keypti Baugur 120.953.520 hluti í
Teymi (um 3,37% af heildarhlutafé í
félaginu) á genginu 6,31 og sam-
kvæmt því var kaupverðið ríflega
760 milljónir króna.
Þá keypti Baugur 227.848.591
hluti í 365 hf. (um 6,64% af heildar-
hlutafé í félaginu) á genginu 4,3, en
seljandi var Diskurinn ehf. Kaupverð
nam um 980 milljónum króna.
Um leið og Baugur keypti hlutina í
Teymi og 365 seldi hann hlutina
áfram til Landsbanka Íslands. Sam-
hliða sölu hlutabréfanna gerði
Baugur afleiðusamning við Lands-
bankann, en samkvæmt afleiðu-
samningnum ber Baugur Group hf.
fjárhagslega áhættu og nýtur
fjárhagslegs ávinnings af gengi
umræddra bréfa í Teymi og 365.
Baugur bætir við sig
í Teymi og 365 hf.
VIÐSKIPTARÁÐHERRA, Björg-
vin G. Sigurðsson, segir áform
Frakka um að setja lög sem skuld-
bindi fyrirtæki til að árangurstengja
starfslokasamninga áhugaverð.
„Þetta er spennandi tilraun hjá
Frakklandsforseta og er vonandi til
þess fallin að jarðtengja þessa hluti
og setja í samræmi við það sem al-
menningur telur sanngjarnt.“
Björgvin segir að slík lagasetning
hafi ekki verið tekin formlega fyrir
hér á landi en að málefni starfsloka-
samninga hafi vissulega verið rædd.
„Ég mun fylgjast með þróun mála í
Frakklandi af fullri alvöru, skoða
hver reynsla þeirra verður og í fram-
haldinu verður mögulegt að sjá hvort
fýsilegt sé að reyna eitthvað slíkt
hér.“
Í Morgunblaðinu í gær var sagt
frá áðurnefndum áætlunum Nicolas
Sarkozys, Frakklandsforseta, en
forsetanum þykir ótækt að forstjór-
ar geti gengið frá fyrirtækjum með
fúlgur fjár óháð því í hvaða ástandi
fyrirtækin eru eftir stjórnartíð
þeirra.
Segir frönsku til-
raunina áhugaverða
Ráðherra segist munu fylgjast með ár-
angurstengingu starfslokasamninga
Þórður Friðjónsson, forstjóri
OMX Nordic Exchange á Íslandi,
fagnaði komu Century Aluminum á
First North. Skráningin myndi auka
fjölbreytni á markaðnum.
„Félagið tilheyrir vaxandi at-
vinnugrein á Íslandi og eykur
breiddina í fjárfestingarkostum
bæði fyrir innlenda og erlenda fjár-
festa,“ sagði Þórður.
Umsjónaraðilar skráningarinnar
voru Kaupþing banki og Landsbank-
inn. Landsbankinn verður ennfrem-
ur viðurkenndur ráðgjafi á First
North Iceland.
Móðurfélag Norðuráls
skráð í kauphöllina
Fyrsta nýja félagið á íslenska First North markaðinn í ár
Morgunblaðið/G.Rúnar
Nýskráning Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Logan Kruger,
forstjóri Century, ásamt Þórði Friðjónssyni, forstjóra OMX á Íslandi.
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
VIÐSKIPTI með bréf Century Al-
uminum Company hófust á First
North Iceland markaðnum í gær
þegar Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra hringdi opnunar-
bjöllu markaðarins í kauphöllinni.
Century Aluminum er fyrsta fé-
lagið á First North Iceland síðan
markaðnum var hleypt af stokkun-
um. Félagið er þegar skráð á Nas-
daq og er eina bandaríska félagið
sem skráð er í kauphöll OMX á Ís-
landi og hið fyrsta á bandarískum
markaði til að fara í tvíhliða skrán-
ingu hér á landi. Ennfremur er það
fyrsta nýja félagið til að skrá bréf sín
á íslenska markaðinn á þessu ári.
Century Aluminum rekur nú
Norðurál á Grundartanga og hyggst
útvíkka starfsemi sína á Íslandi m.a.
með byggingu nýs álvers í Helguvík.
Logan Kruger, forstjóri Century
Aluminum, kvaðst ánægður með
skráningu félagsins í Kauphöllina.
„Í okkar huga er skráningin eðli-
legt framhald af árangursríku sam-
starfi við íslenska aðila,“ sagði Kru-
ger og bætti við að umfang íslenska
markaðsins hefði komið á óvart.
Century Aluminum myndi halda
áfram að byggja upp tengsl við nú-
verandi samstarfsaðila en jafnframt
reyna að auka vöxt sinn hér á landi.
Mikilvægt væri að vinna náið með
innlendum aðilum.
Í HNOTSKURN
»First North er hluti afsamnorræna markaði
OMX kauphallanna.og er ætl-
aður smærri félögum í vexti.
»Markaðsvirði Century Al-uminum fyrir útboð þess
þann 7.júní síðastliðinn var
115 milljarðar króna.
»Á First North Iceland erutvö félög fyrir, Hampiðjan
og HB Grandi.
KYNNING Þýsk-íslenska viðskipta-
ráðsins, „Konur í heimi viðskipta“,
sem haldin var í Berlín í gær, var vel
sótt að sögn Kristínar Hjálmtýsdótt-
ur, framkvæmdastjóra ráðsins, en
fulltrúar fyrirtækja, stofnana og
ráðuneyta hlýddu á erindi íslenskra
athafnakvenna auk annarra gesta.
„Mikill fjöldi kvenna sótti ráðstefn-
una, en einnig var stór hópur karla.
Atvinnuþátttaka kvenna í Þýska-
landi er mun minni en hér á landi og
vakti ráðstefnan því nokkra athygli.
Var stemningin mjög góð og var er-
indum íslensku athafnakvennanna
vel tekið,“ sagði Kristín.
Á morgun verða veitt verðlaun
samtaka frumkvöðla- og uppfinn-
ingakvenna í Evrópu og eru fjórar
íslenskar konur meðal þeirra þrjátíu
sem tilnefndar eru.
Íslenskar athafnakonur
Góðar viðtökur Erindum íslensku athafnakvennanna var vel tekið.
NÝJA farsímafélagið 09 Mobile,
sem greint var frá í Morgunblaðinu
í gær, var stofnað árið 2002 af Lár-
usi Jónssyni og Fanneyju Gísladótt-
ur, þeim sömu og stofnuðu farsíma-
félagið Halló-Frjáls fjarskipti á
sínum tíma, er síðar sameinaðist Ís-
landssíma, for-
vera Vodafone.
Árið 2004 keypti
hollenska síma-
félagið Scarlet
sig inn í 09 og
síðan þá hafa fé-
lög tengd tveimur áströlskum fjár-
festum komið að félaginu. Starfs-
menn 09 eru átta talsins og
höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík.
Lárus er framkvæmdastjóri félags-
ins og Fanney fjármálastjóri en
samanlagður eignarhlutur þeirra
er nú rúm 20%. Sitja þau í stjórn
ásamt Paul Gelderloos, forstjóra
Scarlet, Ashley Dunster frá Köben
Holding Ltd og Áströlunum Ashley
Dunster og Adrian Wood frá
Awesomedia Ltd en sá síðastnefndi
er stjórnarformaður 09.
Erlendir
fjárfestar
aðaleigendur
09 Mobile
!" #$$%
!
"
#
!$
%
&'
(
)
*
+
%
$
*%
)
*
,
,
!
-
."
/!0/%
1
'2
!
3
*
&*
3
*
450
6,7"
89
89
#
:
#
&"
*
&
0
;
9
!
&*
.
*
8% <*
+
-
>?@AAAA
?ABCB
>C>BA?
@C@A
DCDB B
??A@B
>C?@@>?
@@DDCD C>
AAAD
DC B?BBC
C ABDC?
D>>AA
?>AA
@C? DD
DB@>A
CA>@>C
.
AA>
.
.
.
D>>D@CCA
@C@@DAA
.
>AB@??
.
E
??EA
@E?A
>ACAEAA
?EAD
CE?A
DCE@A
D?EA
@AECA
>AC@EAA
BEC
?@E@A
>E A
DAEC
>A@EAA
E
DEAD
DBE
EA
>?EA
EAD
CEAA
EBA
??EBA
@E?B
>ACEAA
?EA
BAE>A
DCEA
D?EA
@>EA
>ACBEAA
?E>A
?@EBA
>BEAA
D>EA
>AEAA
EA
DEA
DBEBA
EC
>CEDA
EA
CE@A
>DEA
BEAA
@AA
: <F
8&G
!0#*
>
D>
B
B
B
D>
>
?
@
>
>
DA
.
?
.
.
.
>A
D
.
>
.
.
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>@DAAB
> DAAB
>@DAAB
>DDAAB
DAAB
@>DAAB
>@DAAB
>@DAAB
>>DAAB
>@DAAB
DDAAB
>@DAAB
6,7"
6,7#
H
H
6,7$
%"7
H
H
IJ
4
*
K
H
H
!8-'
7
H
H
6,7&>
6,7@A
H
H
SUND Holding hefur selt mestan ef
ekki allan hlut sinn í Glitni banka.
Þetta kemur í ljós þegar skoðaður
er nýr listi yfir 20 stærstu hluthafa
bankans. Var Sund meðal FL
Group og fleiri aðila sem Fjármála-
eftirlitið taldi fara saman með virk-
an eignarhlut í Glitni. Samkvæmt
lista frá mánaðamótum átti Sund
4% hlut í Glitni og var þá sjötti
stærsti hluthafinn en er nú ekki á
listanum. Þess í stað er LI-Hedge
komið í sjötta sætið. Um mánaða-
mótin var LI-Hedge, sem heldur ut-
an um framvirka samninga fyrir
hönd Landsbankans, ekki á meðal
20 stærstu hluthafa.
Aðrar breytingar eru m.a. þær
að Kaupþing er ekki lengur á meðal
20 stærstu en þar hefur Gnúpur
bæst í hópinn og á nú 1,03% hlut.
((
8
H2? < 89:95.,
89:,6., ;! #!
< = !
,
%
>-/= ! ?( .,
9=4.! !
@,
$!
:95.! !
: -
%
45
*:/*
<
I
H
>
J
A
K
> E>>L
>DE?BL
BEAAL
EAAL
@E?L
@EBCL
ECCL
E?L
DEBL
DEL
J@JL
Sund hefur
selt hlut sinn
GREININGARDEILD Landsbank-
ans mælir með því í nýrri greiningu
sinni á Glitni að fjárfestar minnki
hlut sinn í félaginu. eða markaðs-
vogi í vel dreifðu eignasafni.
Í greiningunni segir að Glitni sé
áfram spáð góðu gengi og góðri
arðsemi en að væntingar fjárfesta
til félagsins séu fullmiklar.
Verðmatsgengi bankans um
þessar mundir er að mati greining-
ardeildar Landsbankans 27,3 krón-
ur á hlut en gengi Glitnis í kaup-
höllinni er um 28,5 krónur.
Segja bréf
Glitnis ofmetin
ÞETTA HELST ...