Morgunblaðið - 15.06.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.06.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Starfsfólk Vínbúðarinnar Holtagörðum hefur flutt í nýja vínbúð í Skeifunni 5. Verið velkomin! vinbud.is 9-20 MÁN-FÖS 11-18 LAU E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 3 4 6 TIL LEIGU EITT GLÆSILEGASTA VÖRUHÚS LANDSINS Klettagarðar 12, Sundahöfn Flatarmál húss samtals 7.132 m2 Lager/iðnaðarhluti 4.638 m2 Skrifstofu-, verslunar- og sýningarsvæði 2500 m2 Flatarmál lóðar samtals 18.324 m2 Staðsetning hússins, frágangur og skipulag í algjörum sérflokki. • Allar vöruhurðir rafopnaðar með fjarstýringum. • Eftir endilöngum mæni er bjartur þakgluggi sem gerir húsnæðið bjart og skemmtilegt að vinna í. • Snjóbræðslusvæði við innkeyrslur. • Frábært útsýni úr skrifstofu-, verslunar- og sýningarsvæði hússins. • Mötuneyti á efri hæð fyrir um 70-100 manns og búið góðum tækjum. • Gott 30 m2 tölvuherbergi með kælingu. Hafðu samband í síma 899 2950 eða með tölvupósti á klettagardar@akso.is og fáðu nánari upplýsingar eða pantaðu skoðun. AKSO fasteignir SAMNINGI um fríverslun milli EFTA-ríkjanna og Kanada var fagnað á fundi í Ottawa sl. föstu- dag. David Emerson, ráðherra ut- anríkisviðskiptamála í ríkisstjórn Kanada, tilkynnti um samninginn á alþjóðlegum viðskiptadegi. Samningaviðræður hafa staðið í níu ár með hléum en á síðasta ári komst skriður á þær. Emerson not- aði tækifærið til að þakka sam- starfið við sendiherra EFTA- ríkjanna í Ottawa, þá Tor B. Næss, sendiherra Noregs, Markús Örn Antonsson, sendiherra Íslands, og Claude Wild, sendiráðunaut Sviss. Fögnuðu samningi DANSKI bankinn Jyske Bank spáir því að stýrivextir Seðlabanka Ís- lands verði óbreyttir, 14,25%, út þetta ár. Í greiningu á íslensku efna- hagslífi, sem bankinn sendi frá sér í tilefni af upplýsingum frá Hagstofu Íslands um landsframleiðsluna á fyrsta ársfjórðungi 2007, segir að markaðurinn reikni með því að Seðlabankinn muni lækka stýrivext- ina fyrir árslok. Telur Jyske Bank að Seðlabankinn muni valda markaðn- um vonbrigðum. Það hafi hann áður gert. Seðlabankinn vilji ekki lækka vextina of snemma. Jyske Bank segir að hann muni bíða með að breyta greiningu sinni fyrir Ísland þangað til eftir að árs- fjórðungsrit Seðlabankans, Peninga- mál, verður birt hinn 5. júlí næst- komandi. Þangað til haldi bankinn sig við að mæla með kaupum á skammtímaskuldabréfum í íslensk- um krónum. Spá óbreyttum stýri- vöxtum Seðlabankans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.