Morgunblaðið - 15.06.2007, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Í DANMÖRKU starfa samtök
þeirra sem eiga erfitt með að vakna
á morgnana. B-samtökin berjast
fyrir sveigjanlegum vinnutíma því
að hefðbundinn skrifstofutími sé
morgunhönum augljóslega í hag. Á
fyrstu starfsmánuðum samtakanna
gengu þúsundir Dana í þau.
Á vorum dögum þurfa fæstir að
vakna við fyrsta hanagal til þess að
gefa hænsnunum og líta eftir kún-
um. Því er það mat samtakanna að
það sé bara af gömlum vana, en
ekki af neinni nauðsyn, sem obbi
vinnandi fólks er látinn að rífa sig
upp fyrir allar aldir. Það er bæði í
þágu starfsmanns og vinnuveitanda
að starfsmaðurinn geti mætt í vinn-
una á þeim tímum sólarhringsins
þegar hann er
hressastur.
Nokkur B-
fyrirtæki hafa
tekið til starfa í
Danmörku, og
samtökin reka
m.a.s. B-
vinnumiðlun.
En það er ekki
bara verkalýð-
urinn sem sam-
tökin ætla að frelsa úr viðjum vekj-
araklukkunnar, heldur einnig
skólabörn. Árangri hefur þegar
verið náð. Haustið 2008 munu
nokkrir skólar í Danmörku gefa
kost á því að hefja störf ýmist
klukkan 8 eða 10.
B-samtökin í Danmörku berj-
ast fyrir rétti morgunsvæfra
SJÍTAR hafa, þvert á hvatningar
trúarleiðtoga sinna, hefnt spreng-
ingarinnar í Samarra í síðustu viku
sem Al-Qaeda liðar voru grunaðir
um aðild að. Ein helgasta moska
sjíta stórskaðaðist.
Þrjár moskur súnníta voru
sprengdar í gær, að því er talið er í
hefndarskyni. Útgöngubann var
strax sett í bæði Bagdad og Sam-
arra af ótta við að bardagar brytust
út. Reiðir sjítar mótmæltu í Kut.
„Við krefjumst þess að stjórnin
verndi helgistaði og komi í veg fyr-
ir trúarleg átök,“ hrópaði mótmæl-
andinn Dhiya Abdul Amir. „Við
krefjumst þess að blóði Íraka verði
ekki úthellt.“
Moskur sprengdar á víxl
Rústir Ein helgasta moska Sjíta
eftir sprenginguna á miðvikudag.
Reuters
ÞÆR GLEÐIFRÉTTIR bárust í
gær frá Alþjóðabankanum að stór-
sigrar hefðu orðið í baráttunni
gegn alnæmi á nokkrum svæðum í
Afríku. Sérstaklega var nefndur
góður árangur í Rúanda, Sambíu
og Eþíópíu, en í Rúanda hefur hlut-
fall smitaðra farið úr 11% niður í
3% á sjö árum, í kjölfar fyrirbyggj-
andi aðgerða.
„Kröftugt starf grasrót-
arsamtaka auk dreifingar smokka
og lyfja er byrjað að hægja á út-
breiðslu faraldursins,“ sagði í
skýrslu bankans.
Alnæmisfar-
aldur í rénun
Reuters
Hjálparstarf Sambísk alnæmis-
hjúkrunarkona skoðar sjúkling.
Gazaborg. AFP, AP. | Mahmoud Abbas,
forseti Palestínumanna, ákvað í gær
að leysa upp palestínsku þjóðstjórn-
ina og lýsa yfir neyðarástandi á
svæðum Palestínumanna vegna
blóðsúthellinganna þar síðustu daga.
Fyrr um daginn höfðu liðsmenn ísl-
ömsku hreyfingarinnar Hamas náð
mestum hluta Gaza-svæðisins á sitt
vald og lagt undir sig höfuðvígi ör-
yggissveita Fatah-hreyfingarinnar
eftir harða skotbardaga.
Abbas ákvað að verða við áskorun
framkvæmdastjórnar Frelsissam-
taka Palestínumanna (PLO) um að
víkja palestínsku þjóðstjórninni frá
þegar í stað og lýsa yfir neyðar-
ástandi á Gaza-svæðinu og Vestur-
bakkanum. Að minnsta kosti 108
manns hafa beðið bana í átökunum á
einni viku.
Abbas hefur lýst blóðsúthelling-
unum sem „vitfirringu“ og varað við
algerri upplausn og borgarastyrjöld
á svæðum Palestínumanna.
Fregnir um aftökur
Vopnaðir hópar Hamas-liða réð-
ust inn í höfuðstöðvar öryggissveita
Fatah, hreyfingar Abbas, í Gaza-
borg í gær. Þeir settu upp fána Ham-
as á þaki byggingarinnar eftir nokk-
urra klukkustunda bardaga og tugir
Fatah-manna voru dregnir út úr
henni. Að minnsta kosti fjórtán
manns lágu í valnum og 70 særðust.
Vopnaðir hópar Hamas sögðust
einnig hafa lagt undir sig byggingar
Fatah í borginni Rafah og bænum
Beit Lahiya á norðanverðu Gaza-
svæðinu. Hamas-liðar sögðust enn-
fremur hafa líflátið leiðtoga Al Aqsa-
herdeildanna, sem tengjast Fatah.
Óstaðfestar fregnir hermdu að
nokkrir Fatah-menn hefðu einnig
verið teknir af lífi.
Mikil spenna hefur verið milli pal-
estínsku fylkinganna frá því að
Hamas sigraði Fatah í þingkosning-
um Palestínumanna í janúar 2006.
Hamas sakar Fatah um þjónkun við
Ísraela en Fatah segir íslömsku
hreyfinguna starfa fyrir klerka-
stjórnina í Íran.
Abbas forseti leysir
þjóðstjórnina upp
Lýsir yfir neyðarástandi á svæðum Palestínumanna
Í HNOTSKURN
» Arababandalagið hvatti ígær Hamas og Fatah til að
semja um vopnahlé og banda-
lagið efnir til neyðarfundar
um átökin í dag.
» Ban Ki-moon, fram-kvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, hóf viðræður um
hvort senda ætti alþjóðlegt
friðargæslulið á Gaza-svæðið.
Leiðtogar Hamas hafna þeirri
tillögu og segja að litið yrði á
allar erlendar hersveitir á
svæðinu sem hernámslið.
AP
„Vitfirring“ Palestínumenn hlaupa að byggingu öryggissveita Fatah eftir
sprengjuárás Hamas-liða í borginni Rafah á sunnanverðu Gaza-svæðinu.
ELÍSABET Englandsdrottning verður tæpast sögð
mikill herkonungur, en það verður ekki af henni skafið
að Falklandseyjastríðið vannst undir hennar gunnfána.
Þess var minnst í gær að aldarfjórðungur var liðinn frá
stríðslokum og var drottningin kampakát þar sem hún
ræddi við þegna sína að lokinni messu í Pangbourne.
AP
Brosandi drottning Breta
Vín. AFP. | Kurt Waldheim, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna og forseti Austurríkis, lést
í gær, 88 ára að aldri.
Waldheim var framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna 1972-1982 og
forseti Austurríkis 1986-1992.
Hann beið álitshnekki eftir að
birtar voru upplýsingar um að hann
hefði gengið í SA-sveitir nasista-
flokksins 1938, árið sem Austurríki
var innlimað í Þýskaland, og barist í
her nasista á Balkanskaga í síðari
heimsstyrjöldinni. Var hann einkum
gagnrýndur fyrir að hafa haldið
þessum upplýsingum leyndum. Upp-
lýsingarnar voru
birtar þegar
Waldheim bauð
sig fram í forseta-
kosningunum í
Austurríki 1986,
þegar hann var
68 ára.
Hann sigraði í
kosningunum en
málið varð til
þess að stjórn Ísraels kallaði sendi-
herra sinn í Austurríki heim þegar
Waldheim tók við forsetaembættinu.
Stjórnin í Washington setti Wald-
heim á lista yfir menn sem voru
óæskilegir í Bandaríkjunum og
stjórnvöld í tugum annarra landa
sniðgengu hann.
Í æviminningum sínum, sem
komu út árið 1996, viðurkennir
Waldheim að honum hafi orðið á
mistök með því að gera ekki ítarlega
grein fyrir fortíð sinni í her nasista.
„Líkt og svo oft áður þá var sann-
leikurinn sá að ég hafði ekkert að
fela. Það gilti um hermennsku mína
og þann tíma sem ég dvaldist á Balk-
anskaga.“
Waldheim fékk hjartaáfall í síð-
asta mánuði og náði sér ekki af veik-
indunum.
Kurt Waldheim látinn
Kurt Waldheim