Morgunblaðið - 15.06.2007, Page 17

Morgunblaðið - 15.06.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 17 A-Class – Ánægjunnar vegna ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Nýr A-Class sameinar skynsemi og þægindi með fullkomnum hætti. Hann er nettur en einnig ótrúlega rúmgóður og glæsileikinn helst í hendur við stórkostleg þægindin. A-Class er bíll sem þú velur ánægjunnar vegna – af því að það er skynsamlegt. Verð frá 2.290.000 kr. BRJÖMS- NJUMS- BRRÖMS- BRÖMS- SNJÖMM- … AHHH! Á kexmáli þýðir þetta: úrvalsgott súkkulaði, hafrar, hveilhveiti og unaðslegt bragð. Hob-Nobs er nefnilega eina kexið sem talar! ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 3 76 44 0 6/ 07 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is AFRÍKURÍKI hafa náð málamiðl- unarsamkomulagi um að heimila fjórum löndum í sunnanverðri álf- unni að selja birgðir sínar af beinum sjálfdauðra fíla. Sala á fílabeini verð- ur síðan bönnuð í níu ár með það að markmiði að stöðva ólöglegar fíla- veiðar sem hafa stóraukist síðustu árin. Samkomulagið náðist á fundi að- ildarríkja CITES, sáttmála um við- skipti með dýr í útrýmingarhættu. Willem Wijnstekers, fram- kvæmdastjóri CITES, sagði sam- komulagið marka tímamót í barátt- unni gegn fílaveiðum. „Þessi afríska lausn á afrísku vandamáli er stórt skref fram á við í náttúruvernd,“ sagði hann. „Þetta eru góðar fréttir fyrir fílana og fólkið sem býr við hliðina á þeim.“ Viðbrögð fulltrúa helstu umhverf- isverndarsamtaka heims voru þó blendin. Þeir fögnuðu banninu en sögðu að heimildin til að selja birgð- irnar gæti ýtt undir fílaveiðar og ólöglega sölu á fílabeini. Vildu 20 ára bann Sala á fílabeini hefur verið bönnuð frá 1989 en CITES hefur tvisvar sinnum áður veitt undanþágu frá banninu í löndum í sunnanverðri Afríku. Fjögur Afríkulönd – Botsvana, Namibía, Suður-Afríka og Zimbabve – höfðu beitt sér fyrir því að tak- mörkuð sala á fílabeini yrði heimiluð og að þeim yrði úthlutaður kvóti ár- lega. Um 20 önnur Afríkulönd, undir forystu Kenýa og Malí, lögðu hins vegar til að sala á fílabeini milli landa yrði algerlega bönnuð í 20 ár. Fulltrúar landanna sögðu að tak- mörkuð sala á fílabeini ýtti undir fílaveiðar og bentu á að ólöglegu við- skiptin stórjukust eftir að undan- þágurnar voru veittar. Samkvæmt málamiðlunarsam- komulaginu geta Afríkulöndin fjög- ur selt birgðir sínar af beinum sjálf- dauðra fíla eins og þær voru skráðar 31. janúar síðastliðinn. Wijnstekers sagði að deilt væri um hversu miklar birgðirnar væru nákvæmlega en taldi að þær væru samtals um 150-200 tonn í löndunum fjórum. Náttúruverndarsamtök telja að birgðirnar séu miklu minni. Arðinn af sölu fílabeinsins á að nota til að vernda fíla og fjármagna uppbyggingarverkefni sem miðast að því að stöðva fílaveiðar. CITES heimilar aðeins að fíla- beinið sé selt til Japans og bannað er að selja það þaðan til annarra landa. CITES synjaði beiðni Kínverja um heimild til að kaupa fílabein en hugs- anlegt er að beiðnin verði samþykkt síðar. Peter Pueschel, talsmaður Al- þjóðadýraverndunarsjóðsins (IFAW), sagði samkomulagið marka tímamót í baráttunni gegn fílaveið- um. „Þetta er augljóslega sigur fyrir fílana og verndunarstarfið á öllum svæðum fílanna.“ „Þetta ýtir undir eftirspurn sem verður aldrei hægt að mæta með löglegum hætti,“ sagði þó Michael Wamithi, sérfræðingur IFAW í fíla- vernd í Kenýa. „Þetta stuðlar að ólöglegum viðskiptum og það eru þau sem ganga af fílunum dauðum.“ Susan Lieberman, talskona World Wide Fund for Nature (WWF), fagnaði samkomulaginu en sagði að því þyrfti að fylgja nákvæm áætlun um hvernig stöðva ætti ólögleg við- skipti með fílabein. Fílum hefur fækkað úr milljónum í um hálfa milljón í Afríku og veið- arnar hafa stóraukist á síðustu sex árum. Sérfræðingar áætla að árlega séu um 12.000 til 20.000 fílar drepnir vegna mikillar ásóknar í fílabein sem einkum er selt til Austur-Asíu. Málamiðlun um viðskipti með fílabein Sala á birgðum heimiluð en síðan tekur við níu ára bann AP Í hættu Fílafjölskylda í Etosha-þjóðgarðinum í Namibíu. Fílaveiðar hafa stóraukist í Afríku síðustu ár þrátt fyrir 18 ára bann við sölu á fílabeini. » Áætlað er að árlega séu um 12.000-20.000 fílar drepnir vegna mik- illar ásóknar í fílabein sem einkum er selt til Austur-Asíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.