Morgunblaðið - 15.06.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.06.2007, Qupperneq 24
mælt með ... 24 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Íslenski fáninn í skrúðgönguna Á 17. júní sem er á sunnudaginn fara auð- vitað þeir sem vettlingi geta valdið í skrúð- göngu í sínu bæjarfélagi. Munið bara að láta börnin vera með íslenska fánann og styrkja íþróttafélög eða góðgerðarstarfsemi með því að kaupa eitthvað í gogginn í sölu- tjöldum. Það er vonandi að sólin skíni á landsmenn en annars er bara að taka með sér regnhlífina og góða skapið. Þjóðhátíðarganga meðfram Varmá Laugardagar eru tilvaldir fyrir göngu- ferðir með vinum eða fjölskyldu. Það vill svo skemmtilega til að á morgun, laug- ardag, verður þjóðhátíðarganga meðfram Varmá í Mosfellsbæ. Lagt verður af stað frá Reykjalundi kl. 10 og gengið niður með Varmá í gegnum Álafosskvos þar sem með- al annars verður sagt frá fánadeginum sem haldinn var hátíðlegur að Álafossi á árum áður. Gangan endar við Skiphól hjá hest- húsahverfinu um kl. 13 og þaðan verður bíl- ferð til baka að Reykjalundi. Leið- sögumaður er Guðmundur Jónsson á Reykjum. Allir eru velkomnir og það er ekkert þátttökugjald. Krakkar hafa alltaf gaman af því að vera með nesti og það má stinga safa og samloku í bakpokann fyrir þau. Ljón og hreindýrstarfur Ljón, sebrahestur og hreindýrstarfur eru meðal uppstoppaðra dýra sem gestir geta barið augum í nýjum sýningarsal Veiði- safnsins á Stokkseyri. Stofnendur safnsins, þau Fríða Magn- úsdóttir og Páll Reynisson hafa veitt dýrin sem nú eru í sýningarsalnum ásamt fleiri veiðidýrum, veiðitengdum munum og skot- vopnum. Veiðisafnið er opið alla daga frá kl. 11 til 18. Allar nánari upplýsingar á www.veidi- safnid.is Búðaráp og líkamsmálun Mörgum finnst skemmtilegt að rölta í búðir um helgar og það er mikið um tilboð í verslunum þessa dagana. Á morgun verður formlega opnuð verslunin MAC í Kringl- unni. Af því tilefni verður á milli 12 og 18 boðið upp á óáfenga kokteila og Guðbjörg Huldís verður með líkamsmálun. MAC snyrtivörufyrirtækið var stofnað í Toronto í Kanada árið 1985 og er nú í 57 löndum. Upp í sveit Þeir sem vilja forðast húllumhæ og búða- ráp geta skroppið í Heiðmörkina, grillað þar og farið í göngutúr. Svo er kannski komið að því að heimsækja góða vini sem eiga sumarbústað og lengi hefur staðið til að kíkja á. Morgunblaðið/Eyþór Morgunblaðið/Sverrir BJARNI G. Kristinsson fylgist á vefvarpi mbl.is með Sigurði Friðriki Gíslasyni mat- reiðslumeistara elda smálúðu með fennelsalati. 1 fennel (fingurkál) 1 vel þroskaður tómatur ¼ agúrka nokkrar grænar baunir, létt soðnar (hægt að fá þær frosnar og forsoðnar) ólífuolía 1/2 sítróna 1 lúka söxuð hundasúra salt og pipar Fennel hefur anísbragð og er því gott með fiski. Það er skorið í mjög þunnar sneiðar. Tómatarnir eru skornir í litla bita ásamt agúrkunni. Öllu er blandað saman og kryddað til með ólífuolíunni, salti og sítrónu. Látið salatið standa í um það bil 10 mínútur áður en það er borið fram. Smálúða með fennel- salati og hægsoðnu eggi að hætti Sigga Gísla 4 smálúðuflök ½ búnt kerfill ½ búnt steinselja ½ búnt hundasúrur ½ bolli ólífuolía 1 sítróna salt og sykur 4 egg sjóðandi vatn sítrónusafi eða edik Smálúðuflakið er hreinsað og roðdregið. Svo er salti og sykri stráð létt á það. Ólífuolían og jurtirnar eru maukaðar í mat- vinnsluvél og maukinu er svo makað yfir lúðuna. Börkurinn af sítrónunni er rifinn yfir flakið og örlítið af safanum kreist yfir. Þetta er látið standa í kæli í u.þ.b. 20 mínútur. Þá er lúðan elduð í ofni við 160°C í um það bil 1-2 mínútur, hún á ekki að eldast alveg í gegn. Hægsoðið egg Setjið um 2 msk. af sítrónusafa í 1 lítra af vatni og brjótið eggið varlega út í sjóðandi vatnið (vatnið má ekki bullsjóða, þá fer eggið út um allt). Látið eggið vera í vatninu í 4 mínútur. Takið það þá varlega upp úr svo það springi ekki. Saltið og gefið með lúðunni sem einskonar sósu. Gott er að hafa með réttinum brauðteninga, til dæmis úr malt- brauði eða rúgbrauði. Salat Fennel er uppistaðan í salati að hætti Sigurðar F. Gíslasonar sem borið er fram með smálúðunni. Lúða og fennel Fiskmáltíð Smálúða með harðsoðnu eggi mbl.is/folk unarhæfileika manns- ins í þessu tilviki. Þó er líklegt að eitthvað af úrgangsefninu hafi rat- að ofan í sundlaugina sjálfa. Víkverji varð vitni að þessu aðförum nokkrum sinnum í sundferðinni og þurfti að harka af sér í barátt- unni við löngunina til að spretta uppúr laug- inni á stundinni. x x x Víkverji hefur ekkiáhuga á því að fylgjast með ítarlegri innri hreinsun mann- anna og biðst undan slíkum látum. Að minnsta kosti er hægt að hemja aðfarirnar eitthvað, það hlýtur að vera hægt að halda að einhverju leyti aftur af sér eða tileinka sér laumulegri aðferðir til að hlífa við- stöddum sundlaugagestum? Vík- verji hélt að minnsta kosti að hráka- dallar hefðu verið aflagðir af ástæðu en kannski er þörf á að taka þá aftur upp í sundlaugum bæjarins? Sú til- hugsun er heldur ekki sérstaklega geðsleg. Sem betur fer eru laug- arnar vel klórbættar og gegnir efnið sínu sótthreinsunarhlutverki. Von- andi að sem fæstir blási úr nös í sundlaugum á næstunni. Sund er góð og ódýrlíkamsþjálfun og hefur Víkverji sér- staklega gaman af því að synda í einni af fal- legu laugum Reykja- víkurborgar. Þess vegna brá Víkverji sér í hverfislaugina í Vest- urbænum í vikunni eins og fjölmargir aðr- ir. Orðatiltækið „að blása úr nös“ fékk þó nýja merkingu. Á brautum beggja vegna Víkverja syntu karl- menn á miðjum aldri af ákafa. Þeir skyrptu jafnframt af álíka ákafa í rennur meðfram lauginni með tilheyrandi sogum og ræsk- ingum. Nú jaðrar við að það flæði uppúr rennunni í Vesturbæjarlaug- inni og geta menn þá rétt ímyndað sér hvað verður um hrákann. Af- fallið er ekki ofaná bakkanum eins og sumstaðar er raunin. x x x Öllu verra var þegar annar mann-anna tók ítrekað uppá því að snýta sér í rennuna. Hann setti fing- ur fyrir aðra nösina og blés úr hinni í talsverðri fjarlægð frá rennunni. Eins og gefur að skilja þurftu við- staddir að treysta á góða mið-          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Ívikunni var lokafundurlestrarfélagsins Krumma á bókavertíðinni. Því rifjast upp bragurinn „Hrafninn“ eftir Kristján Helga Benediktsson, málara á Akureyri: Gekk ég um götuslóða, þá gargaði á flugi hrafn, eg var að yrkja kvæði, aðeins vantaði nafn. Þá drullaði hrafninn og hitti í hausinn á mér og síðan hata ég hrafninn sem hægir sér og skeytir ekki um það skömmin sú arna hvert skíturinn fer. Kristján orti fleira um hrafninn, nefnilega vísu sem lýsir vel tíðarandanum, eins og lesa má í hinum bráðskemmtilegu Eyfirsku skemmtiljóðum: Ég þekki svo fáa fugla og fákænska virðist minn arfur, ég held oft að hrafnin sé ugla og hænan í sveitinni skarfur. Sigurjón Pálsson sendir kveðju að norðan með skilaboðum til vinar á sólarströnd: Latur hann liggur við strendur léttklædd þá hjá gengur dama. Norðlenska Nonnanum stendur nú orðið bara á sama. Að síðustu rifjar Sigurjón upp orð Sveinbjörns allsherjargoða, sem hann rakst á í bragfræðivafri sínu á Netinu: „Auðséð er, að bragregla er ekki trygging þess að kvæði sé mikils virði, en alltaf er leitt að sjá fagra hugsun í tötrum.“ VÍSNAHORNIÐ Af krumma og tötrum pebl@mbl.is meistaramatur ÞEGAR unglingar sýna ofsa- fengin viðbrögð við aðstæðum er mislyndi oft kennt um og nefnt til sögunnar. Vís- indamenn hafa nú fundið það út að kvenhormónið östrógen, sem er til staðar bæði hjá konum og körlum í mis- miklum mæli, er nátengt geði og skapsveiflum. Hins vegar leika umhverf- isþættir stórt hlutverk líka og þegar unglingar detta oft í fýluköst eða bregðast ókvæða við aðstæðum stýrast þau gjarnan af umhverf- isaðstæðum á borð við ónóg- an svefn eða misnotkun áfengis eða vímuefna auk annarra þátta, að því er segir á vefmiðli The Indepentent nýlega. Morgunblaðið/Árni Torfason Östrógenið stýrir skapi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.