Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SEM foreldrar
tveggja einhverfra
barna höfum við
reynt að lesa og
fylgjast með nýjustu
fréttum og fylgjast
með hvað er í gangi
tengt rannsóknum á
einhverfu. Mörg ykk-
ar hafa eflaust lesið
frétt sem birtist í Morgunblaðinu
sunnudaginn 3. júní sl. eftir heim-
sókn dr. Eric Fombonne. Í þeirri
frétt er talað um að búið sé að
færa sönnur á það að einhverfa sé
nær eingöngu háð erfðum eða
genum. Við sem foreldrar vorum
vonsvikin yfir að eingöngu sjón-
armiða dr. Fombonne væri getið í
fréttinni.
Þess vegna vildum við benda á,
að það eru önnur sjónarmið hvað
varðar einhverfu en sem þar
komu fram. Margir fræðimenn
eru þannig á öndverðum meiði við
dr. Fombonne og hafa birt rann-
sóknir sem styðja þeirra sjón-
armið að einhverfa tengist um-
hverfinu ekki síður heldur en
erfðum.
Deilur hafa staðið lengi um
hvort bólusetningar hafi áhrif á
algengi einhverfu. Einkum hefur
verið deilt um hvort MMR-
sprautan (mislingar, rauðir
hundar og hettusótt), sem börn fá
hafi áhrif, en þó hafa deilurnar
verið enn háværari vegna notk-
unar á kvikasilfri (thiomersal)
sem rotvarnarefni í bóluefninu.
Dr. Fombonne er í hópi þeirra
sem halda því fram að bólusetn-
ingar og umhverfisþættir hafi
engin áhrif á algengi einhverfu.
Vísar hann meðal annars í eigin
rannsóknir á efninu, sem sumir
hafa gagnrýnt harðlega vegna
vinnubragða. Má þar benda á eft-
irfarandi heimasíðu:
http://www.safeminds.org/
pressroom/pres_releases/
Fombonne-6-30-06.pdf
Ennfremur er vert að nefna að
dr. Fombonne hefur sjálfur út-
nefnt sig sem lykilvitni banda-
rískra lyfjafyrirtækja vegna lög-
sókna á þeirra hendur, tengt
notkun á kvikasilfri sem rotvarn-
arefni í bóluefni.
Núna, 11. júní, voru að hefjast í
Washington DC fyrir Alrík-
isdómstól málaferli 4.800 foreldra
sem telja að bólusetningar hafi or-
sakað einhverfu í börnum þeirra.
Þar verður fróðlegt að fylgjast
með vitnaleiðslum og fræðimönn-
um gera grein fyrir máli sínu.
Dr. Fombonne afneitar enn
fremur því að um verulega aukn-
ingu í algengi einhverfu sé að
ræða í heiminum. Samkvæmt The
Autistic Research Institute in San
Diego California, hefur tilfellum
einhverfu fjölgað um allt að
1.500%. Samkvæmt tölum sem
okkar fræðimenn hér á Íslandi
hafa birt er algengi einhverfu hér
á landi svipað og í Bandaríkj-
unum. Páll Magnússon og Evald
Sæmundsen gefa upp að 1 af
hverjum 171 sé greindur á ein-
hverfurófinu árin 1994-1998. Sam-
bærilegar tölur í Bandaríkjunum
eru 1 af hverjum 150. Að hluta til
getum við útskýrt aukninguna
með betri greiningum núna enn
fyrir 20 árum síðan, eins og dr.
Fombonne bendir réttilega á, en
ef algengi einhverfu hefur ekki
aukist, hvar eru þá allir einhverfu
einstaklingarnir sem eru eldri en
þrítugir í dag?
Nýverið samþykkti bandaríska
þingið og síðar Bandaríkjaforseti
eins milljarðs dollara fjárveitingu
til rannsókna á hvaða orsakir liggi
að baki einhverfufaraldrinum sem
sé kominn upp.
Okkur langar að benda á fræði-
menn sem okkur finnst vert að
fólk kynni sér vilji það heyra mis-
munandi sjónarmið um einhverfu.
Fyrst má nefna dr. Martha Her-
bert, sem er assistant professor of
neurology við Harvard Medical
School. Hún hefur m.a. verið að
rannsaka einhverfu og áhrif um-
hverfisþátta á heila einhverfra.
Hún birti t.d. auðlæsilega grein
undir heitinu: „Time to get a grip.
Does an environmental role in
autism make sense? How do we
decide?“ birt í Autism Advocate
Fifth edition 2006.
Einnig má nefna dr. Timothy
Buie MD við Harvard-háskóla,
sem hefur komist að svipuðum
niðurstöðum og mjög umdeildar
rannsóknir dr. Wakefield um áhrif
MMR-bólusetningarinnar á melt-
ingarveg einhverfra.
Dr. Paul Shattock við Sunder-
landháskóla hefur einnig verið að
rannsaka algengi einhverfu og
meðal annars komist að því að al-
gengi einhverfu til sveita í Bret-
landi er meira en í borgum. Þar
beinast rannsóknir hans meðal
annars að hugsanlegum áhrifum
skordýraeiturs, sem notað er í
landbúnaði, á algengi einhverfra.
Ennfremur má benda á hóp
lækna í Bandaríkjunum sem kallar
sig DAN (Defeat Autism Now).
Einn af stofnendum þessa hóps er
dr. Sidney Baker frá Yale Medical
School. Hann ásamt félaga sínum,
dr. Jon Pangborn, hefur gefið út
leiðbeiningar um hvernig megi
hjálpa einhverfum með lækn-
isfræðilegum inngripum, breyttu
mataræði og réttri þjálfun.
Allir þeir vísindamenn sem við
höfum nefnt hér að ofan aðhyllast
þá skoðun að einhverfa orsakist af
blöndu af erfðum og umhverfi.
Þessi sama skoðun kom einnig
fram á fyrirlestri hjá Íslenskri
erfðagreiningu sl. vetur þar sem
fjallað var um rannsóknir ÍE á
erfðum einhverfu.
Það er skoðun okkar hjóna að
einhverfa eigi sér erfðafræðilegar
skýringar að hluta, en að umhverf-
isþættir, hvort sem þar sé um að
ræða bólusetningar, mengun,
notkun aukefna í mat eða eitthvað
allt annað, sé hluti skýringarinnar
á hvers vegna sumir verða ein-
hverfir, og að umhverfisþættir
skýri stóran hluta aukningar á
einhverfugreiningum.
Því viljum við biðja fólk að forð-
ast alhæfingar og sleggjudóma,
því aðeins með opnum huga getum
við komist að hvað raunverulega
sé orsök einhverfu.
Enn af einhverfu,
erfðum
og umhverfi
Karen Kristín
Ralston og Olgeir
Jón Þórisson skrifa
um tíðni einhverfu
Karen Ralston
»Miklar deilur eru umhvort einhverfa
tengist erfðum eða um-
hverfi. Hér er bent á
mismunandi sjónarmið
þar um.
Höfundar eru foreldrar
einhverfra drengja.
Olgeir Jón Þórisson
Í NÝLIÐNUM maímánuði voru
skoðaðar 1.008.384 síður á vef
Reykjavíkurborgar www.reykjavik-
.is (skv samræmdri vefmælingu
Modernus) og er þetta
í fyrsta sinn sem skoð-
aðar síður fara yfir
milljón á mánuði. Að-
sókn að vefnum hefur
vaxið jafnt og þétt sl.
ár og helst vöxturinn í
hendur við aukið fram-
boð á þjónustu og upp-
lýsingum á vefnum.
Helstu ástæður þess að
þessi áfangi náðist í
maí eru þær að fram
fór skráning barna í
frístundaheimili ÍTR,
kynnt voru ný upp-
byggingarsvæði og lóðaframboð auk
þess sem rúmlega 40.000 Reykvík-
ingar flettu sér upp í rafrænni kjör-
skrá hér á vefnum áður en þeir
mættu á kjörstað. Til gamans má
geta að rafræn kjörskrá hefur verið
á vef borgarinnar frá árinu 2002 en
ekkert annað sveitarfélag hefur boð-
ið upp á þessa þjónustu.
Þessar tölur gefa til kynna hversu
öflug upplýsingaveita vefurinn er
fyrir íbúa borgarinnar og aðra þá
sem vilja afla sér upplýsinga um
starfsemi borgarinnar. Í við-
horfakönnun sem Reykjavíkurborg
gerði í lok árs 2006 kom fram að 58%
borgarbúa kjósa helst að fá upplýs-
ingar um starfsemi og þjónustu
borgarinnar á vefnum. Þessum ósk-
um eru borgaryfirvöld í auknum
mæli að mæta með öflugri og efn-
ismeiri vef. Þessi vilji borgarbúa
kemur skýrt fram í aðsókn að vefn-
um enda hentar vefurinn vel því
hann er opinn öllum á
öllum tímum sólar-
hringsins allt árið um
kring. Vefurinn er líka
fréttamiðill og ótrúlegt
en satt er hann fjórði
eða fimmti stærsti veff-
réttamiðill landsins
þegar skoðaðar eru töl-
ur frá samræmdri vef-
mælingu Modernus.
Þjónusta Reykjavík-
urborgar er mjög víð-
feðm og margbrotin og
því eiga margir erindi
við borgina. Í æ ríkari
mæli er fólki gert kleift að klára er-
indi sín við borgina á vefnum þegar
hverjum og einum hentar. Margt er
vissulega enn ógert og þau eru mörg
verkefnin, smá og stór, sem við
stöndum frammi fyrir. Á sama tíma
og mikilvægt er að hraða uppbygg-
ingu vefjarins og efla hann enn frek-
ar má ekki gleyma því að þróa þarf
viðmót hans af kostgæfni þannig að
hann sé auðveldur í notkun. Notast
hefur verið við formlegar viðmóts-
prófanir til að stuðla að þessu og al-
mennt hafa þær sýnt að vefurinn
gagnast fólki vel. Við gerum okkur
vel grein fyrir því að margt þarf að
bæta en um leið og það er sagt má
ekki gleyma því hversu ótrúlegur ár-
angur hefur náðst á síðustu árum.
Róm var ekki byggð á einum degi og
uppbygging vefjar af þessu tagi er
heldur ekki verkefni sem unnið er á
stuttum tíma eða án aðstoðar starfs-
fólks borgarinnar og ég vil nota
tækifærið til að þakka þeim öllum
fyrir sitt framlag.
Reykjavíkurborg heldur ótrauð
áfram á þessari braut og framundan
er m.a. rafræn afgreiðsla frí-
stundakorta, fjölgun rafrænna um-
sókna og margt fleira mætti nefna
auk stöðugrar vinnu við að bæta vef-
inn almennt og gera hann öflugri og
notendavænni. Aðsóknin að vefnum
mun halda áfram að aukast, í dag
koma 5.000 notendur inn á vefinn
daglega að meðaltali og sú tala fer
ört hækkandi. Byltingin er hljóðlát,
það sér enginn allt þetta fólk sem er
„á vefnum“. Það yrði líklega talsverð
ös í Ráðhúsinu ef daglega kæmu
þangað 5.000 manns.
Milljón á mánuði
– hin hljóðláta bylting
Hreinn Hreinsson segir
frá heimsóknum á vef
Reykjavíkurborgar
» Byltingin er hljóðlát,það sér enginn allt
þetta fólk sem er á vefn-
um. Það yrði líklega
talsverð ös í Ráðhúsinu
ef daglega kæmu þang-
að 5.000 manns.
Hreinn Hreinsson
Höfundur er ritstjóri vefjar
Reykjavíkurborgar.
ÞÁ er lokið enn einni heimsókn
„sérfræðinga“ Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins til Íslands. Boðskapur
þeirra til okkar er nú sem endra-
nær á sömu lund. Þeir vilja sam-
drátt í ríkisumsvifum, einkavæð-
ingu og aðhald í kjarasamningum
við almennt launafólk. Núna vilja
þeir að flutt verði til landsins fólk
frá láglaunasvæðum heimsins til að
grafa undan kjörum og réttindum
íslensks launafólks! Eins og í und-
angengnum heimsóknum er við-
kvæðið að Íbúðalánasjóður verði
lagður niður.
Vilja þrengja að sjóðnum
Og nákvæmlega eins og eftir
fyrri heimsóknir fagna bankarnir
ákaflega enda vilja þeir Íbúðalána-
sjóð feigan. Leiðarahöfundur
Morgunblaðsins tekur einnig undir
með þeim 13. júní: „Það er athygl-
isvert hvað sjóðurinn leggur mikla
áherzlu á tilvist Íbúðalánasjóðs í
þessu samhengi og telur greini-
lega, að ef ekki væri vegna sam-
keppni þessa opinbera sjóðs væru
bankarnir búnir að hækka vexti á
íbúðalánum sínum svo verulega að
draga mundi úr fasteignakaupum
og byggingu á nýju húsnæði.
Stjórnmálamennirnir hafa haft
áhyggjur af því, að ef Íbúðalána-
sjóður væri ekki til staðar mundu
bankarnir engin lán veita til bygg-
inga og kaupa á húsnæði á lands-
byggðinni. Sjóðurinn kemur til
móts við það sjónarmið með því að
segja að taka megi upp sértækar
aðgerðir til þess að tryggja þá
lánsfjármögnun. Er það ekki eitt-
hvað, sem Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra getur verið til
viðræðu um?“
Fjármagnskostnaður
íbúðalána of lítill?
Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra kveðst vera til við-
ræðu um þessar ábendingar því í
Blaðinu 13. júní segir að hann ætli
að fara yfir þessar hugmyndir:
„Ráðherrann segir að gagnrýni Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins verði tekin
alvarlega.“
Hvað á eiginlega að taka alvar-
lega? Á að taka alvarlega hvatn-
ingu um að takmarka
umsvif Íbúðalánasjóðs
svo bankarnir geti
óhindrað hækkað
vexti? Það er þó alla
vega framför að við-
urkenna að Íbúða-
lánasjóður haldi vöxt-
unum niðri – hinu
gagnstæða hefur iðu-
lega verið haldið
fram. Finnst leið-
arahöfundi Morg-
unblaðsins og við-
skiptaráðherra að
vextir á húsnæð-
islánum séu of lágir?
Þeir eru núna tæp-
lega 5% auk verðbóta.
Undanfarna þrjá
mánuði hefur vísitala
neysluverðs hækkað
um 2,0% sem jafn-
gildir 8,2% verðbólgu
á ári. Miðað við þá
verðbólgu bera þessi
lán rúmlega 13%
vexti! Þótt verðbólgan verði ekki
svona mikil yfir árið er engu að
síður ljóst að fjármagnskostnaður
íbúðakaupenda verður verulegur.
Varðandi þá ráðleggingu Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins – sem
Morgunblaðið tekur undir – að
Íbúðalánasjóður einskorði sig við
„sértæk“ lán, þ.e. lán til fólks sem
á í félagslegum þrengingum eða
býr á stöðum þar sem veð eru
ótrygg – nokkuð sem bankarnir
helst vilja vera lausir við, þá er
þetta að segja: Með þessu móti
yrði lánsfjármagn Íbúðalánasjóðs
dýrara en lánsfjármagn bankanna.
Vilja menn íþyngja hinu opinbera
með þessum hætti – til þess eins
að bankarnir geti setið einir að
íbúðalánunum?
Jafnaðarmannaflokkur?
Lán til húsnæðiskaupa eru al-
mennt tryggustu lán sem um getur
– nema að sjálfsögðu í þeim til-
vikum sem að framan greinir. Ef
áhættunni er hins vegar dreift á
landsmenn alla eins og við núver-
andi fyrirkomulag er um jöfnunar-
aðgerð að ræða. Ætlar
Jafnaðarmannaflokkur
Íslands – er það ekki
það sem Samfylkingin
kallar sig á hátíðast-
undum? – að skrifa
upp á það? Hvað er
það sem Björgvin G.
Sigurðsson við-
skiptaráðherra ætlar
að leggjast yfir?
Annars er ástæða til
að gjalda varhug við
„sérfræðingum“ Al-
þjóðagjaldeyrissjóðs-
ins. Það gleymist að
kynna þá rétt til sög-
unnar. Staðreyndin er
nefnilega sú að „sér-
fræðingarnir“ sem
fara um heiminn með
nafnspjöld Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og
Alþjóðabankans upp á
vasann eru fyrst og
fremst pólitíkusar. Ef-
laust hafa þeir há-
skólagráðu í hagfræði. En þeirra
sérfræði er pólitík. Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn
eru langt frá því að vera hlut-
lausar stofnanir. Þær hafa fyrst og
fremst það hlutverk að tala fyrir
markaðsbúskap og hafa ítrekað
sýnt að þær svífast einskis þegar
kemur að áróðri fyrir einkavæð-
ingu og andstöðu við verkalýðs-
hreyfinguna. Óskandi væri að næst
þegar „sérfræðingar“ koma frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum að ráð-
leggja Íslendingum um stjórn
efnahagsmála verði þeir kynntir í
fjölmiðlum undir réttum formerkj-
um. Þá kunna ráðleggingar þeirra,
til dæmis um að leggja niður
Íbúðalánasjóð eða flytja verkafólk
til landsins svo undirbjóða megi ís-
lenska launamarkaðinn, að fá ann-
an hljóm.
Aðför að Íbúðalánasjóði
Ögmundur Jónasson skrifar
um málefni Íbúðalánasjóðs
»… Hvað erþað sem
Björgvin G. Sig-
urðsson við-
skiptaráðherra
ætlar að leggj-
ast yfir?
Ögmundur Jónasson
Höfundur er alþingismaður.