Morgunblaðið - 15.06.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 31
✝ Ingunn Eiríks-dóttir fæddist í
Kampholti í Flóa 13.
maí 1923. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 8. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Eirík-
ur Jónsson, f. 8.5.
1889, d. 14.10 1967,
og Guðrún Stef-
ánsdóttir, f. 30.7.
1892, d. 23.6. 1974.
Systir Ingunnar var
Stefanía Þóra, f.
28.3. 1920, d. 1.6.
1992.
Ingunn giftist 1. desember 1942
Þorsteini Guðmundssyni, f. 8.9.
1917, d. 12.8. 1943. Dóttir þeirra
er Steinunn, f. 2.2. 1943, gift
Hreini Gunnarssyni, f. 3.2. 1944,
þau eru búsett á Þórarinsstöðum.
Ingunn og Þorsteinn bjuggu á
Selfossi.
Ingunn giftist 23. desember
1944 Jóni Guðmundssyni, f. 4.6.
1921. Börn þeirra eru: 1) Agnes,
f. 26.6. 1945, gift Jóni Ólafssyni, f.
27.1. 1940, þau eru búsett í
Grindavík og eiga tvö börn og
fjögur barnabörn. 2) Eyrún, f.
24.7. 1948, gift Stefáni Stef-
ánssyni, f. 5.6. 1941, þau eru bú-
sett í Innri-Njarðvík
og eiga þrjú börn
og fimm barnabörn.
3) Guðmundur, f.
24.7. 1950, kvæntur
Margréti Reyn-
isdóttur, f. 28.9.
1949, d. 29.3. 2007,
þau voru búsett í
Grindavík og eiga
þrjú börn og sjö
barnabörn. Ingunn
og Jón voru búsett í
Grindavík, þau
skildu.
Ingunn giftist
31.12. 1980 Gunnari B. Valdi-
marssyni Randrup, f. 7.11. 1941,
þau voru lengst af búsett í Hafn-
arfirði en fluttu á Skúlagötu 20 í
Reykjavík 1998.
Ingunn ólst upp í Kampholti og
gekk þá hefðbundu skólagönu
sem þá tíðkaðist. Hún fór í Hús-
mæðraskóla í Hveragerði. Ingunn
vann ýmis störf með heim-
ilisstörfunum. Hún vann á sauma-
stofu í Hveragerði, við fiskvinnslu
í Grindavík, á barnaheimili í
Hafnarfirði og síðustu starfsárin í
Hátúni 12 í Reykjavík.
Útför Ingunnar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Elsku Inga mín.
Ég þakka þér fyrir góðu sam-
verustundirnar sem við áttum sam-
an. Minningarnar eru margar og
mun ég varðveita þær í hjarta
mínu. Þú varst dugleg í öllum þín-
um veikindum, kvartaðir aldrei. Þú
varst orðin þreytt og þráðir hvíld-
ina. Ég mun sakna þín. Ég bið Guð
að blessa þig, elskan mín. Ég kveð
þig með þessu ljóði:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt og ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þinn eiginmaður,
Gunnar.
Elsku Inga amma, takk fyrir all-
ar góðu stundirnar okkar saman.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kveðja,
Reynir, Ásrún, Margrét Rut og
Arna Rún.
Föstudaginn 8. júní lést amma
mín og nafna, Ingunn Eiríksdóttir,
á Landspítala – háskólasjúkrahúsi
eftir langvarandi veikindi. Ég
hugsa að hún amma mín hafi verið
hvíldinni fegin, það var ekki henn-
ar lund að láta bíða eftir sér.
Amma mín var sterk, sjálfstæð,
ákveðin og hafði sínar skoðanir á
hlutunum, oft rökræddum við nöfn-
urnar um álitamál. Ég lærði það
fljótlega þegar ég komst í fullorð-
inna manna tölu að ekki var hægt
að snúa skoðunum hennar.
Ég bjó hjá ömmu og Gunnari
þegar ég var í menntaskóla, þá
bjuggu þau á Álfaskeiðinu í Hafn-
arfirði. Gunnar komst að því sam-
komulagi við okkur nöfnurnar að
hann segði Inga við ömmu en Ing-
unn við mig til að forðast allan mis-
skilning. Á þessum tíma vann
amma á dagheimilinu á Hörðuvöll-
um sem matráðskona. Eftir vinnu
gengum við oft um næsta nágrenni
eða tókum í spil. Ömmu fannst
ákaflega gaman að spila og það
mátti oft ekki á milli sjá hvor væri
yngri ég eða hún, svo mikið var oft
kappið. Hún hafði einnig gaman af
að fara í bingó. Gunnar og amma
stunduðu gömlu dansana og kynnt-
ust þar öðru fólki sem varð kunn-
ingjar þeirra.
Hin síðari ár eftir að amma mín
og Gunnar fluttu á Skúlagötuna
kom ég yfirleitt tvisvar í viku í
heimsókn til að spjalla, fá mér kaffi
og leita frétta. Amma mín var ákaf-
lega fróð um ætt sína Reykjaætt-
ina og ræddum við oft um hana og
skyldleika manna á milli. Einn leik-
ur komst fljótt á okkar á milli eða
þegar amma byrjaði að tala um
einstaklinga sagði hún ekki nöfnin
en sagði „hann er skyldur þér“,
„þú átt að þekkja hann“, „mamma
hans er“. Ég hugsaði og hugsaði og
oft var ég fljót að koma með svarið,
stundum rétt og stundum rangt.
Þetta var leikurinn getið í eyðurn-
ar og hafðu gaman af.
Amma mín hafði góða reikni-
hæfileika sem hún nýtti vel auk
einstæðra skipulagshæfileika sem
komu sér vel þegar þau Gunnar
voru að ferðast. Stundum var hún
tilbúin viku eða tveimur vikum fyrr
en átti að fara af stað. Hún reikn-
aði út vegalengdir, eyðslu á bens-
íni, hvert skyldi halda og fleira.
Amma mín skráði alla afmælisdaga
barnabarna sinna og sendi þeim af-
mælisgjafir. Hún var mjög stolt af
þeim og sagði við mig að hún væri
rík að eiga 4 börn, 7 barnabörn og
15 barnabarnabörn.
Amma á einstakan eiginmann,
hann Gunnar sem bar hana á hönd-
um sér. Þau voru einstaklega sam-
hent í lífinu og leið vel, voru lituð
af gagnkvæmri væntumþykju
hvort til annars alla sína hjúskap-
artíð
Elsku amma mín. Takk fyrir all-
ar samverustundirnar sem við átt-
um, ég mun minnast þeirra með
hlýhug. Elsku Gunnar. Megi guð
styrkja þig.
Guð blessi minningu Ingunnar
Eiríksdóttur.
Ingunn Jónsdóttir.
Ingunn Eiríksdóttir
Samúðar og
útfaraskreytingar
Bæjarhrauni 2 • sími 565 0300
Hafnarfirði
✝ Óskar Helgasonfæddist 11.
mars 1916 á
Saurbæ í Eyjafirði.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 7. júní sl.
Óskar var elstur
5 barna hjónanna
Júlíönu Sigurð-
ardóttur og Helga
Ágústssonar.
Systkini hans voru
Brynjólfur, Ólöf,
Anna og Þórdís. Í
dag er Ólöf ein eft-
irlifandi. Júlíana lést þegar Ósk-
ar var á 12. ári. Var þá heimilið
leyst upp og börnunum komið til
vandalausra. Seinna giftist faðir
þeirra Láru Einarsdóttur og með
henni átti hann Einar, Skapta og
Hebu. Milli hjónabanda eignaðist
hann soninn Þormóð. Árið 1965
kvæntist Óskar Helgu Björns-
dóttur, f. 13. nóvember 1919 á
Grenivík. Helga er
dóttir hjónanna
Kristínar Baldvins-
dóttur og Björns
Ólafssonar. Helga
var ekkja Jónasar
Frímannssonar og
áttu þau 4 upp-
komin börn, Huldu,
Ingu Hrönn, Haf-
þór og Sigríði
Kristínu. Ungur fór
Óskar að vinna fyr-
ir sér, mörg ár í
vinnumennsku, síð-
an lengi sem sjó-
maður. Eftir að hann hætti á
sjónum, vann hann hjá Slipp-
félagi Akureyrar og síðan á Nið-
ursuðuverksmiðju K. Jónssonar
til loka starfsferils. Óskar var
heiðursfélagi Sjómannafélags
Eyjarfjarðar.
Útför Óskars verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Í dag kveðjum við stjúpa okkar,
Óskar Helgason. Honum kynntumst
við fyrst þegar hann kvæntist móðir
okkar Helgu Björnsdóttur, sem þá
var ekkja með 4 uppkomin börn, þar
af þrjú sem enn bjuggu í heimahús-
um. Það hefur sjálfsagt ekki verið
auðvelt fyrir mann sem alltaf hafði
verið einn að detta inn í svona stóra
fjölskyldu, en honum tókst það vel.
Með sinni einstöku ljúfmennsku og
hlýja húmor vann hann ást og virð-
ingu okkar allra og væntumþykja
okkar í hans garð fór bara vaxandi.
Óskar fór ungur í vinnumennsku
en seinna tók sjórinn við. Lengst var
hann háseti á Akureyrartogurunum,
en einnig á öðrum skipum. Hann var
m.a. háseti á Súlunni EA þegar hún
fórst í páskahretinu mikla 1963. Það
var reynsla sem hann vildi aldrei tala
um, en þar missti hann bæði vini og
skipsfélaga. Óskar var alveg einstakt
ljúfmenni, orðvar með afbrigðum og
hallmælti aldrei nokkrum manni,
gerði engar kröfur fyrir sjálfan sig,
en var ávallt reiðubúinn til að lið-
sinna öðrum. Hann var gerður heið-
ursfélagi Sjómannafélags Eyjafjarð-
ar og fannst honum hann nú hafa
lítið til þess unnið.
Fjölskyldan stækkaði, makar
stjúpbarna bættust í hópinn og „afa-
börnin“ urðu 9 og langaafabörnin 11.
Öll dáðu þau hann og elskuðu. Þau
eldri munu alltaf minnast heimsókn-
anna til afa og ömmu í sumarbústað-
inn á Illugastöðum, útileganna um
verslunarmannahelgar, silungstitta-
veiðanna í Ljósavatni og ekki síst
þegar aflinn var svo grillaður í
Vaglaskógi. Svona má lengi telja.
Óskar var mikill áhugamaður um
fótbolta og var tryggur stuðnings-
maður íþróttafélagsins Þórs á Akur-
eyri og fór á alla þess heimaleiki
meðan heilsan leyfði. Síðar stytti
boltinn í sjónvarpinu honum margar
stundirnar.
Síðari árin hefur heilsan verið lé-
leg, heyrnin mikið skert, hjartað
ekki gott og margt fleira. Aldrei var
samt kvartað og spyrðum við hann
um líðan hans var alltaf brosað og
svarað „mér líður ágætlega“.
Móður okkar sendum við samúð-
arkveðjur, það er sárt að sjá á eftir
svona manni.
Elskulegan vin kveðjum við með
orðum Valdimars Briem.
Far þú í friði,
Friður guðs þig blessi
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Hulda, Inga Hrönn,
Hafþór og Heiða,
Sigríður Kristín (Sigga Stína)
og Baldvin, afabörn og
langafabörn.
Þegar lífsins leiðir skilja
læðist sorg að hugum manna
en þá sálir alltaf finna
yl frá geislum minninganna.
(Helga frá Dagverðará)
Þegar ég hugsa um hann afa minn
koma upp minningar af einstaklega
ljúfum afa sem var ósérhlífinn og
alltaf tilbúinn að gleðja, hugga og
hjálpa. Afi hafði afskaplega þægilega
nærveru, hann gerði ekki kröfur og
sagði aldrei styggðarorð um neinn.
Afi var rólegur, hlédrægur en
samt alltaf til staðar og fylgdist af
áhuga með barnabörnum og barna-
barnabörnum sínum. Þegar við fjöl-
skyldan fórum norður í frí þótti
krökkunum alltaf spennandi að
koma við hjá langömmu og langafa á
Lindasíðunni. Þrátt fyrir að langafi
heyrði orðið illa og segði ekki margt
laðaði hann börnin til sín með ljúfu
viðmóti. Elís Þór spáði mikið í hend-
urnar á langafa sínum því hann vant-
aði framan á nokkra fingur og taldi
Elís Þór að þannig ættu langafar að
vera. Þeim systkinum þótti því
ákveðin upphefð og virðing að fá að
kveðja langafa sinn með handabandi.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi.
Og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
( Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma og langamma, við
biðjum góðan Guð að styrkja þig og
elsku afi og langafi, hjartans kveðjur
og þakkir fyrir allt.
Sif, Trausti, Elís Þór og
Þórhildur Anna.
Elsku afi.
Okkar minningar um þig eru ljúf-
ar, hversu góður maður þú varst,
ekki margmáll heldur hógvær, æðru-
laus og alltaf sáttur. Þótt heilsan
væri þrotin fannst þér það ekkert
óeðlilegt, aldur væri orðinn hár og
ekki við öðru að búast.
Við kveðjum þig með söknuði og
innilegu þakklæti.
Ég sendi þér kæra kveðju
Nú komin er lífsins nótt
Þig umvefji blessun og bænir
Ég bið að þú sofir rótt
Þótt svíði sorg mitt hjarta
Þá sælt er að vita af því.
Þú laus ert úr veikinda viðjum
Þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
Þá auðnu að hafa þig hér
og þar er svo margs að minnast
svo margt sem um hugann fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
Ég hitti þig ekki um hríð
Þín minning er ljós sem lifir
Og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Jónas, Thelma, Óskar og
þeirra fjölskyldur.
Elsku afi minn.
Mikið er sárt að eiga ekki eftir að
hitta þig framar og að geta ekki fylgt
þér síðasta spölinn, þar sem ég er
stödd erlendis. Ég náði þó að kveðja
þig áður en ég fór og ég hugga mig
við að ég á svo margar yndislegar
minningar um allar okkar samveru-
stundir. Þær eiga eftir að ylja mér
um hjartarætur alla tíð. Lagið okkar
um:" Fríðu litlu lipurtá" sem dansaði
fyrir hann afa sinn, Lindor krókant
súkkulaðið sem þú áttir alltaf handa
mér af því að þú vissir hvað mér þótti
það gott.
Elsku afi, þær eru óteljandi minn-
ingarnar. Þú vast alltaf svo hlýr og
yndislegur, fallegasti afinn.
Með þakklæti fyrir að hafa átt þig
svona lengi og með sárum söknuði
kveð ég þig elsku besti afi minn.
Þín Helga
Helga - barnabarn.
Óskar Helgason
Ekki grunaði okkur
að elsku amma færi
svona fljótt á stefnu-
mót við hann afa. Við hefðum viljað
fá að eyða aðeins meiri tíma með
ömmu áður en hún kvaddi þetta líf
enda var hún nýkomin heim eftir
átta mánaða dvöl í Bandaríkjunum.
Við vorum búnar að hlakka til að fá
ömmu heim, fara með langömmu-
börnin í Reynihvamminn og spjalla
um hvað hefði á daga okkar drifið
síðustu mánuði. En eftir standa
✝ Jensína ÞóraGuðmundsdóttir
fæddist á Skarðsbúð
í Akranessókn 9.
nóvember 1925.
Hún lést á heimili
sínu aðfaranótt 20.
maí síðastliðins og
var útför hennar
gerð frá Kópavogs-
kirkju 29. maí.
hugljúfar minningar
um skemmtilega tíma
hjá ömmu og afa í
Reynihvammi.
Amma var
skemmtileg kona og
stutt var í hláturinn.
Hún var ung í anda
og aðlagaðist nútím-
anum vel. Einnig var
hún mikill félagi og
ekki fundum við fyrir
kynslóðamun þegar
við ræddum hin ýmsu
mál hvort sem það
var um fjölskylduna,
Idolið, Rockstar, útlínurnar eða
þjóðmálin. Amma fylgdist vel með
öllu sem gerðist í fjölskyldunni af
miklum áhuga og var dugleg að
færa okkur fréttir af öðrum fjöl-
skyldumeðlimum. Hún hafði mjög
gaman af börnum og ræddum við
oft um börnin okkar og bumbu-
búana sem við biðum spenntar eft-
ir. Það var því sárt að hún fékk
ekki tækifæri til að hitta litla Jakob
Felix. Amma og afi voru einstak-
lega samrýnd hjón og eyddu ekki
miklum tíma hvort frá öðru. Við
huggum okkur því við það að þau
skuli nú vera sameinuð á ný og vit-
um að afi mun taka vel á móti
ömmu og ekki kæmi okkur á óvart
að afi væri búinn að veiða vænan
bleikan fisk í soðið handa þeim. Við
munum sakna ömmu mikið en okk-
ur þykir vænt um að hún komst
heim til Íslands og náði að eyða síð-
ustu dögunum sínum heima í
Reynihvammi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Guð geymi þig, elsku amma.
Hildur Brynja og Linda Mjöll.
Jensína Þóra
Guðmundsdóttir