Morgunblaðið - 15.06.2007, Qupperneq 33
an af. Þá er kominn háttatími og
amma strýkur á mér bakið þar til ég
sofna. Þetta er dæmigerð minning
um ömmu frá því ég var lítill. Hún
hugsaði fyrst og síðast um að dekra
við mig og systkini mín þegar við
komum í heimsókn.
Einnig eru matarboðin hjá henni
minnisstæð þar sem við fjölskyldan
lágum afvelta eftir allan matinn sem
var á boðstólum. Það var einfaldlega
vegna þess að maturinn var það góð-
ur að erfitt var að stoppa og svo
fylgdi oftar en ekki ís með í eftirrétt.
Eftir að heilsan versnaði síðustu árin
á Selvogsgötunni og amma átti erf-
iðara með að elda fyrir mann hætti
hún þó ekki að bjóða manni í mat. Þá
fórum við og keyptum tilbúin mat og
borðuðum heima hjá ömmu. Þá þótti
henni sérlega gott að fá mat frá Ken-
tucky. Amma gerði allt sem hún gat
fyrir sína nánustu og krafðist ekki
neins í staðinn. Það skipti hana ávallt
miklu máli að við hefðum það gott og
hún gerði það sem hún gat til að svo
væri. Eftir að hafa eytt síðustu árum
ævinnar á Sólvangi undir góðu eft-
irliti og umönnun starfsfólksins þar
er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri
staðreynd að kominn var tími á að
amma fengi almennilega hvíld.
Eftir situr minningin um elsku-
lega, viljuga og nægjusama ömmu.
Þinn
Jóhann Gunnar Jónsson.
Þegar ég kveð þig elsku amma mín
streyma fram minningarnar og sökn-
uðurinn.
Minningarnar um ömmu sem allt
fyrir okkur systkinin var tilbúin að
gera og svo síðar barnabörnin. Er ég
hugsa til baka er mér svo minnis-
stætt þegar við vorum send í pössun
til þín, þá var rúmið dregið frá veggn-
um og raðað kollum á milli svo við
gætum sofið uppí, einnig man ég eftir
Royal karamellubúðingnum sem þú
gerðir alltaf fyrir mig og var í miklu
uppáhaldi hjá mér. Í seinni tíð þegar
ég kom til þín að skreyta jólatréð
komst ég að því hvaðan ég hafði það
að kíkja í alla jólapakkana. Þá hafðir
þú litla þolinmæði eins og ég að bíða
eftir jólunum.
Svo kom sá tími að þú veiktist og
eyddir síðustu fjórum árum þínum á
Sólvangi og er ekki laust við það að
maður væri farinn að fá samviskubit
yfir því hvað heimsóknunum var far-
ið að fækka. Situr hvað fastast í mér
þegar við eyddum síðasta kvöldi
þínu, aðfaranótt 22. maí, saman að
ekki náði ég að heimsækja þig á okk-
ar sameiginlega afmælisdegi, 20.
maí, en ég veit að þú fyrirgefur mér
það.
Nú þegar ég kveð þig með söknuði
mun ég hugsa um allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Einar.
Elsku amma, takk fyrir góðu
stundirnar sem við áttum saman,
minningin um þig mun ávallt lifa í
hjörtum okkar.
Ó, vef mig vængjum þínum
til verndar, Jesús hér,
og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki’ og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa’ af hreinni náð.
Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesús minn,
og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæslu þinni.
Mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.
(Magnús Runólfsson)
Þórey og Jón Karl.
Í dag kveð ég Guðnýju ömmu.
Ömmu sem ég var svo lánsöm að
eignast þegar ég kynntist manninum
mínum.
Góðhjarta konu sem ávallt hugsaði
um aðra hvernig þeir höfðu það og
hvort hún gæti gert eitthvað til að
þeim liði betur, sama hversu veik hún
var sjálf.
Gjafmildi hennar var með ein-
dæmum, sem allir í kringum hana
fengu að njóta, og alltaf þurfti hún að
eiga eitthvað gott handa litlum
ömmubörnum sem komu í heimsókn.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
first sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Vald. Briem)
Elsku Guðný mín, ég veit þú ert
komin á betri stað, laus við veikindin.
Mig langar að þakka þér fyrir sam-
fylgdina og hlýjuna sem þú sýndir
mér og börnunum mínum, sem munu
sárt sakna langömmu sinnar, þótt þú
verðir aldrei langt undan því þú verð-
ur ávallt í hjörtum okkar og minn-
ingu.
Eygló
Elsku Guðný mín, mig langar að
þakka þér fyrir góða vináttu og sam-
starf í Flensborg.
Nokkur ár eru síðan leiðir okkar
skildu en minningin um góða vinkonu
sem gaman var að spjalla við og bauð
upp á frábærar kleinur þegar ég kom
í heimsókn lifir.
Ég óska þér velfarnaðar í nýjum
heimkynnum.
Þín vinkona,
Helga Herberts.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 33
Afi var alltaf góður og hugsaði
frekar um aðra en sjálfan sig, það
verður skrýtið að hafa hann ekki
hjá okkur og ég mun ávallt sakna
hans.
Kveðja,
Ingibjartur Bjarni Davíðsson.
Kær bróðir okkar er látinn.
Við systur minnumst hans með
söknuði og hlýju. Minnumst
áhyggjulausrar æsku í litla húsinu á
Framnesveginum í faðmi yndis-
legra og umhyggjusamra foreldra.
Móður sem alltaf var til staðar fyrir
okkur. Sá um heimilið meðan pabbi
var á sjónum. Eftirvæntingarinnar
þegar mamma klæddi okkur systk-
inin í sparifötin og haldið var gang-
andi niður á bryggju. Taka á móti
pabba. Hvað skyldi vera í sjópok-
anum? Leikföng, framandi sælgæti,
suðrænir ávextir. Allt þetta var svo
spennandi á tímum þegar lítið
fékkst í verslunum í Reykjavík.
Ekki síst að sjá pabba aftur, stund-
um eftir langa fjarveru. Við systur
hálfsjóveikar og hræddar að ganga
um borð. En Jonni bróðir ávallt á
heimavelli. Þetta var hans heimur.
Vissulega stolt foreldra okkar. Svo
fallegur, góður, vel gerður, ljúfur
og lítillátur. Minnumst hve gott var
að fá aðstoð við heimalærdóminn.
Hann kunni allt. Var alla tíð frábær
námsmaður. Hjá honum kom aldrei
neitt annað starf til greina en sjó-
mannsstarfið. Föðurbræður hans,
Jón og Kolbeinn, voru sjómenn sem
og margir frændur í föðurætt. 16
ára hélt hann út í heim. Kort bárust
frá fjarlægum heimsálfum. Fór
meðal annars á norskt skólaskip.
Aflaði sér siglingaréttinda og fór í
Stýrimannaskólann í Reykjavík 18
ára. Lauk þaðan prófi með hæstu
einkunn og verðlaunum, sem hann
minntist reyndar aldrei á. Það var
ekki hans stíll.
Hann vann lengst af hjá Eim-
skipafélagi Íslands. Síðustu árin
sem skipstjóri á Brúarfossi. Jón
varð 67 ára 1. mars síðastliðinn. Þar
með lauk farsælum og löngum sjó-
mannsferli. Í síðustu ferðinni var
hann orðinn veikur. Greindist með
krabbamein er í land kom. Von um
frítíma með fjölskyldu og vinum
rættist því miður ekki. Sjaldan höf-
um við systur orðið vitni að annarri
eins umhyggju, ást og virðingu sem
Páll, stjúpsonur Jóns, og hans fjöl-
skylda sýndu honum í erfiðum veik-
indum síðustu vikur. Snorri, sonur
Jóns, á erfitt með að skilja hvers
vegna pabbi hans kemur ekki leng-
ur og styttir honum stundir. Stella,
stóra systir, og við munum reyna að
fylla það skarð í framtíðinni.
Blessuð sé minning Jóns Ólafs-
sonar.
Systurnar
Viktoría og Jóhanna.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast samstarfsmanns míns,
Jóns Ólafssonar. Reyndar fóru allar
okkar samverustundir fram til sjós.
Þitt fjölskyldulíf þekkti ég lítið en
hins vegar vissi ég af gulldrengnum
honum Palla og fjölskyldu hans í
Danmörku, sem þú dáðir á þinn ein-
læga hátt. Einnig áhuga þínum á
stjúpafabörnunum sem nutu þín
sem afa og félaga. Þau vildu ár eftir
ár koma með þér í siglingu og vera
félagar þínir og vinir. Þá kom oft til
okkar kasta í áhöfninni að hafa ofan
af fyrir börnunum. Við vorum mjög
móttækilegir fyrir uppátækjum
þeirra. Stundum vorum við beðnir
um að nefna uppátækin ekki við
afa. En það var vissulega brot af
okkar hálfu.
Við tókum saman við Brúarfossi
árið 2001 og sigldum síðan saman.
Aldrei bar skugga á samstarf okk-
ar.
Þú hlakkaðir til starfslokanna
enda hafðir þú skilað þínum 40 ár-
um til sjós og gott betur. Nú skildir
þú fara að njóta erfiðis áranna. En
enginn ræður sinni för, í lok síðasta
túrs þíns með Brúarfossi kenndir
þú þér þess meins sem nú hefur
sigrað þig.
Skipi þínu sigldir þú farsællega í
höfn en dagsverki þínu lauk langt
fyrir aldur fram.
Hafðu þökk fyrir allt og blessuð
sé minning þín.
Valdimar Jóhannsson,
yfirvélstjóri á Brúarfossi.
✝ Eiríkur Júl-íusson fæddist í
Kambahrauni í
Lóni 13. ágúst
1923. Hann lést á
Hjúkrunar-
heimilinu á Höfn
hinn 6. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guðný
Kristjana Magn-
úsdóttir og Júlíus
Sigfússon. Eiríkur
var þriðji í röðinni
af sjö systkinum.
Þau fluttu á Höfn
þegar hann var á unglings-
aldri.
Eiríkur var kvæntur Ingu
Hálfdanardóttur sem lést 23.
maí 1998. Þau
eignuðust tvö
börn; Guðnýju Sig-
rúnu og Magnús
Ástvald. Barna-
börnin eru átta og
barnabarnabörnin
átta.
Eiríkur vann
ýmis störf en frá
því um 1950 hjá
KASK, lengst af á
olíubíl. Hann hafði
mikinn áhuga á
skógrækt og var
alla tíð mjög hjálp-
samur og greiðvikinn.
Útför Eiríks fer fram frá
Hafnarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
„Góður granni er gulli betri.“ Í
dag fer fram útför Eiríks Júl-
íussonar frá Hafnarkirkju. Eirík-
ur, eða Eiki eins og hann var al-
mennt kallaður, var einn af eldri
Hornfirðingunum og sjálfsagður
hluti af lífi okkar sem ólumst upp
hér á Hornafirði.
Á sínum tíma fluttu foreldrar
hans, þau Guðný og Júlíus, með
sín sjö börn úr Lóninu hingað til
Hafnar og settust að í Grafarholti
(síðar Kirkjubraut 10). Í næsta
húsi, Haga, bjuggu afi og amma
með sín tíu börn.
Strax tengdust þessar fjölskyld-
ur miklum vináttuböndum sem
hafa haldist til þessa dags og börn-
in sautján voru eins og einn systk-
inahópur. Eiki og mamma voru
jafnaldra og fermingarsystkin og
kallaði Eiki hana alltaf ferming-
arsystur sína. Afi dó á besta aldri,
en Júlíus faðir Eika hélt afahlut-
verkinu áfram til dauðadags, alltaf
hress og glaður. Hann fylgdist
með okkur öllum og var ekki feim-
inn að segja okkur sitt álit á hlut-
unum.
Þegar Eiki og Inga giftust
byggðu þau sér hús, Víðihlíð
(Kirkjubraut 12), við hliðina á
Grafarholti. Þar bjuggu þau allan
sinn búskap, ásamt foreldrum
Eika, og ólu þar upp börnin sín
tvö, Magnús og Guðnýju.
Hún Inga var „lífslánið“ hans
Eika. Hún var einstaklega blíð og
ljúf manneskja, skipti aldrei skapi
og gleymist seint þeim sem til
þekkja hvernig hún barðist við
krabbamein síðustu árin og sagði
gjarnan: „Mér er ekki vorkunn, ég
hef átt svo góða daga og verið svo
heppin í lífinu og allir hafa verið
svo góðir við mig.“
Eftirminnilegt er hve Eiki stóð
vel við hlið hennar þegar hún
þurfti mest á því að halda, fór með
hana í allar meðferðir til Reykja-
víkur og hjúkraði henni hér heima
í Víðihlíð á milli.
Fyrir um þrjátíu árum fengum
við Guðbjartur lóðina við hliðina á
Víðihlíð þar sem Grafarholt stóð.
Þau Inga og Eiki vissu hvað til
stóð, en við fórum strax og sögðum
þeim tíðindin þegar þetta var
ákveðið og þau ásamt, Júlíusi og
Guðnýju, glöddust innilega með
okkur og fylgdust af áhuga með
húsbyggingunni. Það var ekki
kvörtunum fyrir að fara þegar
jörðin nötraði af sprengingum í
húsgrunninum og kranar og
þungavinnuvélar gnæfðu yfir hús-
unum.
Nú þegar leiðir skilur um sinn
ylja minningarnar, minningar um
fólk sem ljúfmennskan og velvildin
umlukti.
Það voru mikil fríðindi að eiga
þau að samferðamönnum og fá að
alast upp með þeim.
Ómetanlegasta minningin er
samt sú að aldrei hefur borið
skugga á samskipti þessara fjöl-
skyldna, þrátt fyrir fjórar kynslóð-
ir sem nú eru komnar.
Við Guðbjartur og mamma send-
um Guðnýju, Magnúsi og fjöl-
skyldum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og þökkum ómetan-
lega tryggð og vináttu í gegnum
árin.
Blessuð sé minning Eiríks Júl-
íussonar.
Agnes Ingvarsdóttir.
Eiríkur Júlíusson
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS HJARTAR HALLDÓRSSONAR,
Hlíðarvegi 19,
Bolungarvík.
Helga Guðmundsdóttir,
Agnar H. Gunnarsson, Dalla Þórðardóttir,
Kristín Gunnarsdóttir, Benedikt K. Kristjánsson,
Ósk Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
NJÁLL HALLDÓRSSON
útgerðarmaður,
Vík,
Bakkafirði,
lést í Sundabúð 11. júní.
Útför hans fer fram frá Skeggjastaðakirkju
mánudaginn 18. júní kl. 14.00.
Guðrún Margrét Árnadóttir,
Reynir Njálsson, Sigþrúður Rögnvaldsdóttir,
Halldór Njálsson, Brynhildur Óladóttir,
Hilma Hrönn Njálsdóttir, Áki Guðmundsson,
Árni Bragi Njálsson,
börn og barnabörn.
✝
Við þökkum auðsýnda samúð við fráfall eigin-
manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
FRIÐRIKS JÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Jóseps-
spítala og hjúkrunarfræðingum í Karítas fyrir mjög
góða umönnun.
Guðrún Anna Ingimundardóttir,
Bára Friðriksdóttir, Guðmundur Ásmundsson,
Jón Leví Friðriksson,
Elín Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.