Morgunblaðið - 15.06.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 15.06.2007, Síða 37
þau félag og stjórnir sem Hrafnkell sat í verða vart talin nema í hundr- uðum og hvarvetna er hann tók sæti lét hann til sín taka og var oftar en ekki í formennsku. Á skoðunum sín- um lá hann aldrei og sjónarsviptir að slíkum Austfirðingi. Margan sigur vann Hrafnkell um ævina með þrautseigju sinni og hæfilegri blöndu af gamni og alvöru. Í sinni síðustu glímu hafði hann þann með ljáinn undir um tíma eins og hans var von og vísa. Líkt og hetjur Íslendingasagnanna mætti Hrafn- kell þessum óvægna dómi með reisn og glotti í kampinn þó að hann vissi í hvað stefndi. Ég kynntist Hrafnkeli sem stjórn- armanni í Gunnarsstofnun. Sem slík- ur var hann varamaður minn í stjórn Skriðuklaustursrannsókna og jafn- framt unnum við saman innan félags um söguslóðir Hrafnkels sögu sem hann átti þátt í að stofna. Saga fyrri alda var líf hans og yndi og aldrei komið að tómum kofum við ættfærslur og átthagasagnir. Hrafn- kels saga var honum sérstaklega hjartfólgin þar sem hann ólst upp á söguslóðum hennar og hann hafði einnig sínar kenningar um klaustur- jörðina Skriðu. Hrafnkels verður sárt saknað á Skriðuklaustri sem annars staðar í austfirsku samfélagi. Fyrir hönd alls þess starfsfólks á Skriðuklaustri sem kynntist Hrafnkeli kveð ég hann með þessum orðum og sendi fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Skúli Björn Gunnarsson. Genginn er traustur vinur sem ávallt hafði ráð undir hverju rifi. Hrafnkell A. Jónsson stendur fyr- ir hugskotssjónum mínum sem hár, vörpulegur, hlýlegur og kurteis frændi. Á mínu heimili var aldrei tal- að um Hrafnkel öðruvísi en „frænda“ og þótti allt annað óviðeig- andi þótt svo skyldleikar okkar væru langt aftur í ættum. Hrafnkell sat í stjórn Gunnars- stofnunar fyrir hönd Safnastofnunar Austurlands. Sem frændi og stjórn- armaður vann hann ómetanleg störf fyrir hönd stofnunarinnar og minn- ingu Gunnars Gunnarssonar skálds. Takk fyrir það. Ég verð þó að taka fram að það voru ekki sérstaklega málefni lang- afa sem Hrafnkatli voru hjartfólgn- ust heldur málefni Austurlands í heild sinni. Hann leit einfaldlega á Skriðuklaustur og langafa sem merkisbera fjórðungsins og var reiðubúinn að ganga eld fyrir þann málstað. Hnyttin svör og góðlátlegt glott er nokkuð sem ég minnist Hrafnkels fyrir ásamt öllum þeim fróðleik sem hann bjó yfir, hvort heldur var ætt- fræði eða mál líðandi stundar. Ég gleymi aldrei ökuferðunum okkar í Skriðuklaustur þar sem oft var tóm til þess að njóta þagnarinnar eða ræða stöðu þjóðmála. Oftar en ekki fór þó lítið fyrir þögninni og við krufðum um hin pólitísku tíðindi. Hrafnkell er reyndar eini maður- inn sem ég þekki sem tókst að færa sig úr Alþýðubandalaginu og yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Ég get ekki annað en brosað þegar ég skrifa þessi orð þar sem mér finnst það líka sýna styrkleika Hrafnkels sem kunni að breytast og aðlagast. Ég minnist Hrafnkels á lands- fundum Sjálfstæðisflokksins þar sem hann gekk hár og glæsilegur um salinn og kvaddi sér hljóðs úr pontu. Óhræddur var hann að tala frá hjarta sínu og fara ótroðnar slóð- ir. Fyrir hönd afkomenda Gunnars Gunnarssonar skálds vil ég þakka vini mínum Hrafnkatli A. Jónssyni ómetanlega vináttu og vinnu í þágu Gunnarsstofnunar. Fjölskyldu hans vottum við samúð okkar. Gunnar Björn Gunnarsson. Kveðja frá Viðlagatryggingu Íslands Harmur er að kveðinn er merk- ismenn falla frá á besta aldri. Menn sem miklu áttu eftir að koma í verk og höfðu mörg járn í eldi. Einn slíkra manna er nú kvaddur og tregaður af mörgum: Hrafnkell A. Jónsson hér- aðsskjalavörður. Hann var eftir- minnilegur maður, mikill að vallar- sýn, kvikur á fæti, hress í bragði, málsnjall og vel ritfær, fróðleiksfús og minnugur, geðríkur og góðgjarn, hló dátt er honum var skemmt, aug- un leiftruðu er honum var misboðið: Vaðbrekkumaður. Hrafnkell sat í stjórn Viðlaga- tryggingar Íslands í 12 ár, frá 1995 til dauðadags. Lét hann sér afar annt um öll málefni stjórnarinnar og velferð og stöðu félagsins. Hann var skemmtilegur félagi og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Oft á milli funda hringdi Hrafnkell eða leit við væri hann staddur í erindagjörðum syðra. Spurði hann þá gjarnan eftir málum sem hann vildi fylgjast með en óðar barst talið að þjóðmálum, þau voru Hrafnkatli óþrjótandi um- ræðu- og viðfangsefni allt fram í andlátið – og er minnst varði kvaddi hann sér hljóðs um menn og málefni svo að eftir var tekið. Eftir að skegg- ræður þraut um landsmál barst tal að liðinni tíð og þá oftar en ekki að viðburðum og mannlífi á Austur- landi. Hrafnkatli var mikil dægra- dvöl af grúski. Austfirsk fræði og ætttvísi fönguðu hugann. Leitt er að fræðaheimur skyldi ekki lengur hafa notið starfskrafta hans. Ættfróður var hann með afbrigðum og lagði oft í miklar leitir eftir fróðleik um frændur sína eða við að liðsinna öðr- um rannsakendum eins og hann var gjarn á að gera sem góður skjala- vörður. Hin síðari ár voru örlög norrænna manna á Grænlandi Hrafnkatli eink- um hugleikin. Hann hafði þá athygl- isverðu kenningu að Grænlendingar hefðu er allt um þraut gengið til skipa sinna og einfaldlega flutt aftur til Íslands. Er þörf á að halda þeirri hugsun til haga. Hrafnkell A. Jónsson var maður ekki einhamur. Viðfangsefni og áhugasvið voru mörg og margvísleg. Stundum skaut niður þeirri hugsun hversu mikil missir væri af því að hann skyldi ekki komast til lang- skólanáms og hefði þá vísast orðið mikilvirkur fræðimaður eins og hann hafði gáfur og ætterni til. En þá hefðu svo mörg félög og fyrirtæki orðið af atorkusemi Hrafnkels A. Jónssonar og verið fátækari fyrir vikið. Eitt þeirra er Viðlagatrygging Íslands. Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks eru þökkuð góð kynni og samstarf og eftirlifandi eiginkonu, Sigríði Ingimarsdóttur, og fjölskyldunni vottuð dýpsta samúð. Ásgeir Ásgeirsson. Við sjálfstæðismenn kveðjum dyggan liðsmann og félaga, Hrafn- kel A. Jónsson. Hans nærvera og útgeislum í flokksstarfinu var einstök. Næmt skyn hans á umhverfið endurspegl- aðist meðal annars oft í stór- skemmtilegum blaðagreinum þar sem hárfínt háðið undirstrikaði sterkar hugsjónir sem hann barðist fyrir. Dugnaður hans og eljusemi í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur hreif þá sem með honum störfuðu til enn frekari dáða og verð- ur hans sárt saknað. Fyrir hönd stjórnar kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Norð- austurkjördæmi sendi ég aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Skarphéðinsson, formaður. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 37 skemmtilegar stundir í yfir 30 ár. Hláturinn lengir lífið er sagt, en ég veit ekki hvort það eigi við hér, því mikið hefur verið hlegið í gegnum árin. Hláturinn og spaugsemin fylgdu honum alla leið í baráttunni miklu fram til síðasta dags. Alli var mikil barnagæla og hændust öll börn að honum, en þó mest litlu englarnir hans, barnabörnin. Mikið var hann stoltur að eiga þau og er óhætt að segja að hann hafi verið besti afi í heimi. Fótboltinn átti einnig stóran sess í lífi hans og minnist ég þess þegar hann kom til mín í heimsókn til Noregs í lengri tíma, þorði ég ekki öðru en að kaupa fótboltarás fyrir hann svo hann gæti fylgst með boltanum. Það mátti ekki missa af neinum leik. Ég vil þakka þau góðu kynni og ég kveð með tár í augum minn elskulega mág. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku Björg mín, Erna, Einar Stefán, Stefán og fjölskyldur. Minn hugur er hjá ykkur í þessari miklu sorg. Helena Ernudóttir. Hann Alli frændi minn er dáinn eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm aðeins 51 árs að aldri. Það er erfitt að setjast niður og ætla að skrifa minningargrein um jafn ynd- islegan mann og hann Alla sem ætti að vera hamingjusamur í faðmi fjöl- skyldunnar á þessum árum. Það er margs að minnast þegar ég sest niður og hugsa til baka. Ég og mamma bjuggum hjá ömmu og afa fyrstu fimm árin mín og var Alli mér eins og bróðir. Alli var aðeins 19 ára þegar ég leit dagsins ljós og hefur hann verið mér stoð og stytta í gegnum lífið, ekki síst þegar ég eignaðist frumburð minn hann Hall- dór Mar. Þegar ég hugsa um hann Alla frænda minn kemur upp í hug- ann gleði, hamingja og húmor. Hann Alli var mikill fótboltaáhugamaður, dyggur stuðningsmaður Fylkis og Arsenal. Hann var hrókur alls fagn- aðar hvar sem hann var, traustur vinur, mikill fjölskyldumaður og ekki síst mikill afi. Já hvað lífið get- ur verið óréttlátt að taka frá okkur svona yndislegan mann. Móðir mín hringdi í mig í vinnuna á fimmtu- daginn 31. maí og sagði mér að nú væri stutt eftir. Ég hafði komið til hans kvöldinu áður og sá þá hvað honum hafði hrakað mikið á nokkr- um dögum. Ég settist upp í bíl og fyrsta lagið sem kemur í útvarpinu er eftir Robbie Williams og heitir Eternity. Þessi texti mun minna mig mikið á þig, elsku frændi. You were there for summer dreamin’, / And you gave me what I need. / And I hope you’ll find your freedom, / For eternity, for eternity … Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig elsku frændi og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Elsku Björg og fjölskylda. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín frænka Eygló Sif. Ættgarðurinn er stór og því eins og oft vill verða ekki mjög mikil tengsl á milli fólks þótt flestir viti vel hver af öðrum. En eftir að ætt- móðir okkar yndisleg Þorbjörg Grímsdóttir eða amma á Skóló féll frá þá minnkuðu samskiptin. Þess vegna var það mér sérstakt ánægju- efni að endurnýja kynnin við Alla Stefáns frænda minn og hans ágætu konu í gegnum önnur trúarbrögð sem eru knattspyrnan og Arsenal okkar dásamlega. Við hittumst sam- an í ferðum og svo kom Alli með barnabörnin austur á Selfoss í klipp- ingu til að sýna mér stoltur Arsenal- afkomendur í leiðinni. Við náðum fullkomlega saman í þessari góðu trú og frændskapurinn styrktist. Alli var einstaklega gamansamur og léttlyndur sem einkenndi hann mjög en keppnismaður var hann líka og gaf það ekki eftir án orða sér í lagi ef fótbolti var annars vegar. Hann minnti mig sumpart á ömmu heitna á Skóló sem helst mátti ekki tapa í rommý þegar maður spilaði við hana og jafnvel breytti hún regl- unum til að hafa betur, hún varð að vinna. En það fást ekki svör við öllu í lífinu, kraft- og baráttumaðurinn Alli hefur verið tekinn frá okkur allt of snemma og fyrir því hljóta að vera einhverjar skýringar sem við ekki kunnum. Ég vil þakka Alla samskiptin, hlýju og vináttu en hann sagði eitt sinn við mig að okkar frændskapur væri meiri en margra annarra í ættinni þar sem margir þeirra hefðu ekkert „vit“ á enska boltanum. Ljóst er að Alli hafði það, enda sótti hann Arsenal heim á nýja völlinn Emirates nú í byrjun maí og fékk þar góðar móttökur og var það honum mjög mikilvægt að ná að komast þangað með konu sinni og vinum. Ég flyt kveðjur frá Arsenalaðdá- endum í Arsenalklúbbnum á Íslandi til fjölskyldunnar og ég hef einnig bréf undir höndum frá Arsenal fc í Englandi þar sem fluttar eru inni- legar samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Alli minn þú átt eftir að fylgjast með Fylkismönnunum þínum og Arsenal áfram í efri hæðum og senda hlýja strauma, því af þeim átt- irðu nóg, kæri frændi. Kjartan Björnsson, Selfossi. Kæri Alli frændi. Ég verð að segja að það var erfitt að sjá þig, þennan innilega duglega mann, liggja svona bjargarlausan í rúmi daginn sem ég heimsótti þig á líknardeildina. Ég óskaði þess svo heitt að þú myndir bara opna augun, standa á fætur og sigrast á þessum hræðilega sjúkdómi. Það gaf mér þó mikið að fá að sitja þarna hjá þér smástund, halda í hönd þína og láta minningarnar flæða um huga sér. Ég hugsaði svo margt á meðan ég horfði á þig. Ég hugsaði um það þeg- ar ég sem barn fór með pabba að hitta þig í Veiðivötnum og þú leyfðir mér að vera einum eftir hjá þér, þó þú værir með svo óbærilega tann- pínu að eina ráðið var að væta bóm- ull með alkóhóli til að deyfa sársauk- ann eða fá sér nokkra sopa. Ég veit að margir hefðu tekið félagsskapinn með köllunum, sem voru með í för, fram yfir það að hanga með lítinn frænda, sem kallaði bara á stans- lausa athygli og stal svo af þér koj- unni að veiðidegi loknum. En þú vissir að ég hefði svo gaman af því að fá að vera með og því var ákvörð- unin einföld, þín líðan var ekki það sem skipti þig mestu máli. Ég hugs- aði um öll þau skipti sem þú talaðir til okkar, barna systkina þinna og eigin barna, eins og við værum betri og merkilegri en önnur börn, bara af því að við vorum hluti af þessari fjöl- skyldu. Ég hugsaði hve stoltur þú varst alltaf af þínum börnum og í spjalli á förnum vegi lést þú alltaf fylgja með fréttir af börnum þínum og barnabörnum og það duldist eng- um hve stoltur þú varst af þessum hópi. En aðallega hugsaði ég að ég man þig ekki á annan hátt en bros- andi, með þinn smitandi hlátur. Eftir að hafa kvatt þig á líknar- deildinni þá keyrði ég að Laugar- nestanga og sat þar og horfði út á sjóinn. Veðrið var svo ótrúlega fal- legt og stillt, bleikur himinn og sólin að nálgast hvílu sína og mér fannst að þetta ætti að vera nákvæmlega svona á þessum degi og stundu þar sem þú hafðir stigið skrefið frá okk- ur, því minningarnar um þig eru bara góðar og fallegar. Ég hef lengi borið mesta virðingu fyrir þeim persónum sem leggja sig fram um að sýna sínum nánustu áhuga, gefa af sér gleðistundir og er umhugað um að sínu fólki líði sem best. Öll vitum við svo vel að það var nú það sem þú stóðst fyrir, svo dug- legur maður sem enginn átti inni hjá því þú gafst alltaf af þér og varst hlýjan ein. Ég get sagt þér, Alli minn, að síð- ustu áramótin hef ég sett mér þau heit að verða betri manneskja á nýju ári. Það hefur nú gengið upp og ofan að halda heitið en þú, Alli minn, þurftir engin slík heit, þú varst ein- göngu og alltaf fullkomlega góð manneskja og þannig verður þú allt- af í huga mér. Ég kveð þig nú, Alli minn, með djúpum söknuði vegna alls þess góða sem frá þér streymdi og þakka þér fyrir allt það góða sem þú gafst mér. Og ég óska þess svo heitt með þér að Björg, Erna Kristín, Stefán og Einar Stefán, og barnabörnin sem hafa ekki lengur brosmildan afa að tala við, finni styrk til að sætta sig við það sem orðið er. Ég sendi þeim og systkinum þínum mínar hlýjustu kveðjur. Erlendur Þór Gunnarsson. Elsku besti Alli frændi, nú hefur þú kvatt þennan heim og skilið eftir þig góðar og fallegar minningar af manni sem verður sárt saknað og mun ætíð lifa í hjörtum okkar allra. Þú háðir stríð við banvænan sjúk- dóm og stóðst þig eins og hetja líkt og fjölskylda þín sem stóð við bakið á þér eins og klettur en því miður voru úrslitin ekki sanngjörn og þá varst tekinn frá okkur allt of snemma. Allir áttu skilið meiri tíma með þér og fleiri stundir þar sem þú fékkst alltaf alla til að hlæja með einstökum hæfileikum þínum til að kæta aðra og töfra fram bros og hlátur í kring um þig. En sennilega eru það bara aðrir sem fá að njóta nærveru þinnar þessa stundina þar sem ég ímynda mér að þú sért kom- inn á betri stað þar sem kvalir þínir og þjáningar tóku enda í þessum heimi. Ég vil einnig trúa því að það hljóti að vera einhver ástæða fyrir því að maður af gulli eins og þú hafir verið tekinn frá okkur svo snemma og ástæðan hlýtur að vera sú að þú ert einfaldlega eftirsóttur á fleiri stöðum en í þessum heimi þar sem þú kætir og gleður nú á nýjum stað. Jafnvel á lokasprettinum í veikind- um þínum fengum við að heyra brandara og fyndin tilsvör sem fengu þá sorgmæddu og áhyggju- fullu til að gefa sér tíma til að brosa í baráttu sinni við að halda í vonina um að enn ættu eftir að heyrast fleiri brandarar frá þér í framtíð- inni. Um seinustu jól gróf ég upp ansi skondna og gamla mynd af þér og Björgu þar sem þið sitjið saman og markmiðið á þessu tímabili hefur sennilega verið að eiga sem stærstu og hlægilegustu gleraugun því hún fékk mig til að garga af hlátri í hvert skipti sem ég leit á hana og ætlaði ég mér að senda ykkur hana í jólakort- inu ’06. En þar sem ég er trassi og er á seinustu stundu með allt þá komst myndin ekki með í kortið og ég sagði við mömmu „æ, þetta er allt í lagi, ég sendi þeim hana bara á næstu jól- um“. En hvern hafði grunað að ég fengi ekki annað tækifæri til að senda honum Alla okkar jólakort. Svona getur veröldin í kringum mann snúist við á einni sekúndu og maður áttar sig ekki alltaf á því hvað maður hefur átt hefur fyrr en misst hefur. Þín verður sárt saknað elsku verndarengillinn okkar, haltu áfram að gleðja og láta gott af þér leiða. Þú veist að þú verður alltaf uppáhalds Arsenal frændinn minn, gleðigosinn sem er meistarinn í gríni og síðast en ekki síst afi „litla bróður míns“. Björg og fjölskylda, ég votta ykk- ur samúð mína á þessum erfiðu tím- um. Lára Björg Gunnarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Aðal- björn Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.