Morgunblaðið - 15.06.2007, Síða 40

Morgunblaðið - 15.06.2007, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Á ÞESSU ári eru liðin 100 ár frá komu Friðriks konungs VIII en þá var lokið við gerð Konungsvegarins um Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss og Geysi. Konungsvegurinn er sennilega ein dýrasta vegafram- kvæmd Íslandssögunnar u.þ.b. 14% af ársútgjöldum ríkisins á þeim tíma og kostaði líka ómælt strit og dugnað vegagerðarmanna við frum- stæð skilyrði, segir í frétt frá FÍ. Í tilefni af afmælinu efna Ferða- félag Íslands og Fornbílaklúbbur- inn til ferðar í fornbílum frá Reykjavík um Þingvelli og austur að Laugarvatni á morgun, laugar- daginn 16. júní. Í ferðinni verða um 30 fornbílar og um 60 manns. Lagt verður upp í ferðina frá höfðuð- stöðvum FÍ Mörkinni 6 kl. 9 að laugardagsmorgni. Ekið verður til Þingvalla og Laugarvatns og stansað á nokkrum stöðum og heimsóknin rifjuð upp í sögum og ljóðum. Ólafur Örn Har- aldsson er fararstjóri í ferðinni og Sigurður G. Tómasson og Gísli Sig- urðsson sjá um leiðsögn. Áætlað er að ferðinni ljúki á Laugarvatni um klukkan tvö og heldur þá hver bíll heim eftir henti- semi og skilar farþegum í Mörkina 6. Afmælis Konungsvegarins minnst á fornbílum HÁSKÓLINN í Reykjavík brautskráði 52 nemendur með MBA-viðskiptafræðipróf, laugardaginn 2. júní sl. Þetta er í 6. sinn sem MBA-nemar eru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík, og voru rúmlega 300 að- standendur útskriftarnemanna viðstaddir hátíðlega athöfn. Hátíðarræðumaður á útskriftinni var Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Hann lagði í erindi sínu áherslu á að atvinnulíf hérlendis og fyrirtæki eins og FL Group ætti mikið undir því að íslenskir há- skólar efldu, eins og kostur væri, tengsl við erlenda háskóla og atvinnulíf. Þannig yrði best tryggt að sú þekking sem nemendur afla sér í námi væri hagnýt og atvinnulífi til hagsbóta, segir í frétt frá HR. Þeir 52 nemendur sem útskrifuðust núna með MBA-viðskiptafræðipróf, eru þar með orðnir meðlimir í félagsskap um 250 fyrrverandi MBA-nema frá HR, sem kallast RUMBA. 52 nemendur brautskráðir með MBA-gráðu frá HR MENNTASKÓLANUM á Ísafirði var slitið í 37. sinn á laugardaginn 26. maí sl. Fjörutíu nemendur voru útskrifaðir; 28 stúdentar, tveir sjúkraliðar, einn úr rennismíði, tveir af öðru stigi vélstjórnar og sjö úr grunnnámi málmiðngreina. Hæstu einkunn hlaut Edith Guð- mundsdóttir Hansen, stúdent af náttúrufræðibraut. Hún hlaut fyrstu ágætiseinkunn, 9.41. Hlaut hún verðlaun sem Aldarafmæl- issjóður Ísafjarðarbæjar gefur þeim nemanda sem hlýtur hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi. Einnig hlaut Edith verðlaun kan- adíska sendiráðsins fyrir fram- úrskarandi árangur í frönsku og ensku, peningaverðlaun, sem Ragnheiður Hákonardóttir, Guð- bjartur Ásgeirsson og fjölskylda gefa til minningar um Guðbjart Guðbjartsson, fyrir framúrskar- andi árangur í raungreinum og verðlaun Stærðfræðifélagsins fyrir framúrskarandi árangur í stærð- fræði. Útskriftin fór fram í Ísafjarð- arkirkju og fluttu nemendur skól- ans tónlistaratriði. Anna Birta Tryggvadóttir, Kristinn Gauti Ein- arsson, Halldór Smárason og Brynj- ólfur Óli Árnason fluttu portúgalskt sambalag. Helga Margrét Marzelí- usardóttur flutti eigið lag og texta. Dagný Hermannsdóttir söng við undirleik Beáta Joó. Hulda Braga- dóttir lék undir fjöldasöng. ,,Ég mun hverfa aftur til fyrri starfa við Kvennaskólann í Reykja- vík í haust. Ég óska Jóni Reyni Sig- urvinssyni eftirmanni mínum vel- farnaðar í embætti skólameistara MÍ. Skólanum, starfsmönnum hans og nemendum óska ég alls hins besta um langa framtíð“, sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir fráfar- andi skólameistari. ,,Mér er ljóst að skólinn er sam- félaginu hér mjög dýrmætur. Hann þarf að efla enn frekar, í menntuðu fólki felast tækifæri framtíð- arinnar, hinn eftirsótti hagvöxtur. Skóli eins og MÍ sem einn þjónar stóru svæði verður að geta boðið fjölbreytt nám sem höfðar til áhuga og hæfileika sem flestra, bæði ung- linga og þeirra sem vilja end- urmennta sig og leita nýrra tæki- færa. Mitt mat er að skólinn sé á góðri siglingu inn í framtíðina hvað þetta varðar,“ segir í ræðu skóla- meistara. Útskrift Fjörutíu nemendur voru útskrifaðir úr Menntaskólanum á Ísafirði 26. maí síðastliðinn. Þar af voru 28 stúdentar, tveir sjúkraliðar, einn úr rennismíði, tveir af öðru stigi vélstjórnar og sjö úr grunnnámi málmiðngreina. Menntaskóli Ísafjarðar á siglingu Edith Guðmundsdóttir Hansen var hæst með einkunnina 9,41. FRÉTTIR SOS-barnaþorpunum hafa verið veitt hin árlegu OFID-verðlaun, sem eru OPEC-sjóðsverðlaunin fyrir al- þjóðlega þróun. Þar fengu samtökin 100.000 bandaríkjadollara fyrir vinnu sína með börnum um heim all- an og fyrir framtak sitt í þróun- armálum. Verðlaunaafhendingin fór fram á Parkhótelinu í Pörtschach í Austurríki, þar sem OFID hélt ár- legan fund sinn. Forseti hina alþjóðlegu samtaka SOS-barnaþorpanna, Helmut Kutin, tjáði OFID þakklæti sitt vegna verð- launanna: „Við tökum við þessum verðlaunum fyrir hönd barna, mæðra og samstarfsmanna SOS- barnaþorpanna. Þetta er sannarlega viðurkenning á því erfiða starfi sem okkar fólk hefur verið að vinna í 132 löndum, í þau 58 ár sem við höfum starfað. Við hjá SOS-barnaþorp- unum höfum það að markmiði að bæta líf barna í þróunarríkjum. Þessi verðlaun eru heiður sem sam- tökin í heild sinni deila.“ Suleiman J. Al-Herbish, fram- kvæmdarstjóri OFID, lofaði SOS- barnaþorpin fyrir skuldbindingu sína við réttindi barna. „Við vitum af hinu verðmæta starfi sem þið vinnið og ykkar nauðsynlega framlagi til framtíðarmótunar fyrir ungviði heimsins,“ sagði Al-Herbish. „SOS- barnaþorpin voru valin til að heiðra störf þeirra í þágu barna um allan heim.“ SOS-barnaþorpin eru starfrækt í tíu löndum Mið-Austurlanda og Norður-Afríku, ásamt því að hafa nýlega byrjað með SOS-barnaþorps- sjóðinn fyrir Araba og starfrækja barnaþorp í fjórum OPEC lönd- um.Tvö þeirra verkefna sem SOS- barnaþorpin eru með á svæðinu eru: styrktarverkefni fyrir fjölskyldur sem eiga það í hættu að liðast í sund- ur og menntunarverkefni. SOS-barna- þorpin vinna OFID-verðlaunin FYRIR skemmstu fór fram fjöru- hreinsun í Viðey. Um var að ræða sameiginlegt átak Reykjavík- urborgar, Viðeyingafélagsins og Skátafélagsins Landnema í Reykja- vík. Fjöruhreinsunin síðasta laug- ardag var liður í hreinsunarátaki í Viðey, því seinna í sumar stendur til að í Viðey starfi tveir hópar frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS en eitt meginverkefni hópanna verður fjöruhreinsun í eyjunni. Viðeyingafélagið er með félags- heimili sitt í Viðey í gömlum vatns- tanki frá tíð „Milljónafélagsins“ og hreinsuðu félagsmenn meðal annars húsgrunna og plön gamla þorpsins. Er hreinsunin liður í undirbúningi að Viðeyjarhátíð þann 25. ágúst þar sem minnst verður þess að 100 ár eru liðin frá stofnun „Millj- ónafélagsins“ sem hét réttu nafni P. J. Thorsteinsson & Co. En stofn- un félagsins markaði upphafi að byggingu þorpsins í Viðey sem varð miðstöð þessa útgerðarrisa. Skátafélagið Landnemar í Reykjavík heldur á Jónsmessunni Landnemamót sitt í Viðey og hefur gert í áratugi. Í fjöruhreinsuninni var tekið til handargagns töluvert magn timburs sem notað verður í Sólstöðuvarðeld föstudagskvöldið 22. júní. Varðeldurinn er hluti af Landnemamótinu en almenningi gefst tækifæri á að taka þátt og upplifa sanna skátastemningu í Við- ey. Á undan verður þreytt Skúla- skeið, Felix Bergsson leikari skemmtir og öllum verðurboðið í grillveislu. Eftir varðeldinn verður svo miðnætur- og lífsfagn- aðarmessa. Skátar Hreinsunin í Viðey er liður í undirbúningi Viðeyjarhátíðar. Skátar hreinsa fjöruna í Viðey RÁÐSTEFNA um íslenskan vinnu- markað í kjölfar stækkunar Evr- ópusambandsins verður haldin föstudaginn 22. júní næstkomandi á vegum EURES, evrópskrar vinnu- miðlunar sem rekin er af Vinnu- málastofnun. Ráðstefnan verður haldin í Sunnusal Hótel Sögu og er öllum opin. Ráðstefnan fer fram á ensku. Sérfræðingar frá Írlandi, Bret- landi, Lettlandi og Noregi munu segja frá stöðu mála í sínum heima- löndum og innlendir sérfræðingar munu fjalla um stöðuna hér á landi út frá ýmsum sjónarhornum og þró- unina á íslenskum vinnumarkaði síðustu misseri. Frekari upplýsing- ar og dagskrá má nálgast á www.vinnumalastofnun.is Vinnumarkaður í kjöl- far stækkunar ESB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.