Morgunblaðið - 15.06.2007, Síða 45

Morgunblaðið - 15.06.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 45 Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 16. júní kl. 12.00 Daniel Zaretsky, orgel 17. júní kl. 20.00 Hinn þekkti rússneski orgelleikari Daniel Zaretsky leikur verk eftir Buxtehude, Bach, Alain, Hallgrím Helgason og Kohler. www.listvinafelag.is Sýningar haustsins komnar í sölu á www.leikhusid.is Afhending Grímuverðlaunanna í kvöld! SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 15/6 kl 18 uppselt, 20/6 kl 20, 29/6 kl 20, 1/7 kl 15, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20, 14/7 kl 15, 14/7 kl. 20, 11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 SVONA ERU MENN (KK og Einar) Aukasýning 16. júní kl. 20 Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Í kvöld kl. 20 UPPS. Síðasta sýning „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 UPPS. Lau 23/6 kl. 20 Sun 24/6 kl. 20 UPPS. Fim 28/6 kl. 20 Síðustu sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Gríman, íslensku sviðs-listaverðlaunin verða veitt íkvöld. Það er leiklist- arsamband Íslands sem stendur að baki verðlaununum og þar eru sviðsverk og útvarpsverk verðlaun- uð og listamönnum veittar við- urkenningar fyrir framúrskarandi árangur í hvers konar sviðslistum. Fimm sýningar keppa um titilinn sýning ársins: Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson í sviðsetningu Leikfélags Reykjavíkur; Killer Joe eftir Tracy Letts í sviðsetningu Leikhússins Skámána; Leg eftir Hugleik Dagsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins; Mr. Skalla- grímsson eftir Benedikt Erlingsson í sviðsetningu Söguleikhúss Land- námsseturs og Ófagra veröld eftir Anthony Neilson í sviðsetningu Leikfélags Reykjavíkur. Þegar að stóru stundinni kemur er fróðlegt að rýna í dóma leiklistargagnrýn- enda Morgunblaðsins um sýning- arnar.    Þorgeir Tryggvason sá Dag von-ar, og fann að ýmsu í hlut- verkaskipan og persónusköpun uppfærslunnar; og fannst það trufl- andi að aldri persónanna, sem til- greindur er í handriti, skyldi ekki hlýtt við hlutverkaskipan. Engu að síður var hann ákaflega ánægður með sýninguna, og segir að þrátt fyrir hnökra hafi hún lukkast á end- anum. Og Þorgeir heldur áfram: „Og það færir heim sanninn um það að hér fer meistarastykki frá hendi höfundar. Vogað leikrit þar sem ástríðurnar ná frá sálum persón- anna upp á yfirborðið, tjáðar á kraftmiklu, skáldlegu máli. Ekkert verður eins hlægilegt og svona verk ef þau eru mislukkuð. Þeim mun virðingarverðari ef þau heppnast.“    María Kristjánsdóttir fór á Kill-er Joe. Maríu þótti sagan sem sögð er ekki illa smíðuð, þótt hún teldi lausnina í verkinu snubbótta og ekki sviðsvæna. María var þó ánægð með leikstjórnarlega úr- vinnslu verksins: „Stefán Bald- ursson hefur valið skemmtilega leið að verkinu, í stað kómískrar stíl- færslu kýlir hann natúralismann í botn. Leikstíllinn er framan af eins og staðið sé fyrir framan sjónvarps- vélar, lágstilltur. Djöfullegt plottið í upphafi ósköp eðlilegt og smávægi- legt. Andlit leikaranna afhjúpa ekki hvað fer fram hið innra, viðbrögð, gjörðir koma því á óvart, framvinda atburðarásarinnar flettir ofan af eymdinni inni fyrir. Allt er hér unn- ið af mikilli nákvæmni og ofbeldið sem skellur yfir í seinni hlutanum, kynferðisleg niðurlæging með kjúklingalæri, slagsmálasenur, glettilega vel útfærðar.“    Martin Regal var gagnrýnandiLegs. Hann var ánægður og kvaðst viss um að enginn færi dap- ur út af sýningunni, en bætti svo við: „Spurningin er hvað við gerum eftir að við hættum að hlæja.“ Hann sagði: „Ef það er einhverri dýpt fyr- ir að fara í Legi liggur hún vænt- anlega í þeirri lífsskoðun að öll er- um við einhvern tíma fáránleg, siðlaus, illa gefin og sjálfselsk – en það vissum við öll fyrir, eða hvað? Jonathan Swift sagði einu sinni að satíra væri spegill þar sem við sæjum öll andlit nema okkar eigin. Hér, ef til vill, fáum við tækifæri til að sjá einmitt okkur sjálf þar sem enginn sleppur við það að vera fá- ránlegur, hræsnisfullur, tilgerð- arlegur og heltekinn af yfirborðs- mennsku í daglegu lífi sínu.“    María fór á Mr. Skallagrímsson,og sagði erfitt að lýsa sýning- unni eftir að hafa séð hana aðeins einu sinni. María bætti svo við: „Að baki [sýningunni] liggur mikill und- irbúningur og vinna höfundar og leikstjóra. En uppbygging verks- ins, framvinda sýningarinnar, ólík sjónarhorn, leikur að andstæðum, líkingum, allt flögrar það hjá, það sem eftir stendur er kynngimáttur sögumannsins. Hann hefur okkur áhorfendur í hendi sér; heldur okk- ur við frásögnina, við engjumst um af hlátri, grípum andann á lofti, dáumst að honum; hvílir okkur með því að tefja frásögnina með út- úrdúrum. Haukfránn, eldsnöggur – og áreynslulaust – virðist hann þegar upp er staðið hafa spunnið áfram eða skáldað upp þessa fornu sögu úr nærveru okkar, tilvist okk- ar.“    María fór einnig að sjá Ófögruveröld. Hún kvaðst telja að ýmislegt í verkinu og það hve texti barst illa myndi áreiðanlega fæla eldra fólk frá sýningunni. Hún var hins vegar ánægð með verkið og sagði: „Form þessa verks Anthonys Neilsons er snjallt og sú aðferð hans að leiða áhorfandann fyrst inn í litríkan, heillandi og hræðilegan ævintýraheim maníunnar, síðan niður á kaldranalega jörðina í þeim tilgangi að auka skilning á því af hverju maníu-sjúklingar vilja ekki taka lyfin sín.“ María lofaði líka leik, búninga og gervi og segir að leikstíllinn hafi verið eins og í kvik- mynd eða sjónvarpsseríu, „…lág- stemmdur leikur sem fjarlægir, nánast andleikhúsleikur og gerir atburði skemmtilega undarlega…“ sagði María og hnykkir á því í loka- orðum sínum: „…en framandgerðu hugmyndaríku myndirnar, og húm- orinn í þeim, rennandi fram líkt og í bíói sem Benedikt Erlingsson leggur áherslu á í leikstjórn sinni, ættu að laða að sér ungt fólk. Sömuleiðis einnig alla þá sem skáldið ávarpaði: „Ef þér finnst gaman að Lísu í Undralandi en finnst ekki nóg af kynlífi og ofbeldi í henni þá er Ófagra veröld leikritið fyrir þig“. Og að auki ætti sýningin að vera áhugaverð fyrir flesta í landi þar sem svo margir eiga við geðræn vandamál að stríða.“ Það er ljóst að allar sýningarnar eru vel að tilnefningu komnar, og því er það bara spurningin nú hver þeirra hreppir hnossið. Hvað sögðu gagnrýnendurnir? Morgunblaðið/Ómar Gríman Þær Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Selma Björnsdóttir eru kynnar hátíðarinnar í kvöld. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir » Það er ljóst að allarsýningarnar eru vel að tilnefningu komnar, og því er það bara spurningin nú hver þeirra hreppir hnossið begga@mbl.is JÓNÍNA Leósdóttir hlaut fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Nýs Lífs fyrir söguna Leiðarlok. Önn- ur verðlaun hlaut Sigurlín Bjarn- ey Gísladóttir fyrir Skollaleik og Sirrý Sig. (Sigríður Sigurð- ardóttir) hlaut þriðju verðlaun fyrir söguna Skuggann. Um 40 sögur voru sendar í keppnina og eru 12 þeirra birtar í sérstöku fylgiriti Nýs Lífs og eru eftir 8 mismunandi höfunda. Auk verðlaunahafanna eru það Arndís Þórarinsdóttir, Hilmar Örn Óskarsson, Kristján Atli Ragnarsson, Margrét Valgerður Helgadóttir og Þorsteinn Mar Gunnlaugsson. Guðrún Eva Mín- ervudóttir rithöfundur valdi verð- launasögurnar. Þetta var í fjórða sinn sem blaðið heldur slíka keppni en í fyrsta skipti eru veitt sérstök verðlaun – í fyrstu tvö skiptin voru nokkrar sögur birtar í blaðinu og í fyrra í fylgiriti eins og núna. Morgunblaðið/Eyþór Afhending Guðrún Eva Mínervudóttir dómari, Sigurlín Bjarney Gísladótt- ir, Sirrý Sig., Guðrún Halla Tuliníus sem tók við verðlaunum Jónínu og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir ritstjóri. „Leiðarlok“ besta smásagan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.